Morgunblaðið - 08.01.2009, Page 32

Morgunblaðið - 08.01.2009, Page 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 ✝ Freysteinn Sig-urðsson fæddist á Reykjum í Lund- arreykjadal hinn 4. júní 1941. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans hinn 29. desember síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Sigurðar Ásgeirssonar garð- yrkjubónda, f. 28. apríl 1910, d. 4. mars 1999, og Valgerðar Magnúsdóttur kenn- ara, f. 8. nóvember 1912, d. 5. maí 1996. Systkini Frey- steins eru Ásgeir kerfisfræðingur, f. 6. apríl 1937, sambýliskona Ólöf Þórey Haraldsdóttir fulltrúi, f. 21. júní 1943, Björg sérkennari, f. 6. júní 1939, gift Sveini J. Sveinssyni, fv. sýslufulltrúa, f. 15. maí 1933, Ingi prófessor í sagnfræði, f. 14. september 1946, og Magnús, að- júnkt í þýsku, f. 2. september 1957. Freysteinn kvæntist 29. sept- ember 1962 Ingibjörgu Sveins- dóttur lyfjafræðingi, f. 24. janúar 1942, dóttur hjónanna Sveins Sveinssonar bifreiðastjóra, f. 27. júní 1902, d. 8. júlí 1992, og Gunn- þórunnar Klöru Karlsdóttur hús- móður, f. 12. ágúst 1909, d. 28. febrúar 1993. Freysteinn og Ingi- björg eignuðust þrjú börn og þau eru: 1) Sigurður eðlisfræðinemi, f. 16. mars 1966, d. 8. desember 1997, 2) Gunnar skógfræðingur, f. 27. apríl 1970, d. 5. júlí 1998 og 3) Ragnhildur umhverfisfræðingur, f. 5. mars 1975. Frey- steinn ólst upp í for- eldrahúsum. Hann var í farskóla fyrstu skólaárin. Eftir landspróf frá Héraðs- skólanum í Reykholti fór hann í Mennta- skólann að Laug- arvatni og útskrif- aðist þaðan árið 1959. Sama ár hóf hann nám í jarðeðlisfræði við Johannes Guten- berg Universität í Mainz. Eftir hlé vegna alvarlegs slyss árið 1961 hóf hann nám í jarðfræði við Christian Albrechts Universität í Kiel. Að námi loknu hóf hann störf hjá Orkustofnun, þar sem hann vann alla sína starfsævi eftir það. Frey- steinn var virkur í félagsmálum og var meðal annars formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga 1985- 1987, formaður Hins íslenska nátt- úrufræðafélags 1990-2002, í stjórn Oddafélagsins frá 1995 og varafor- maður Landverndar frá 1998 til dauðadags. Freysteinn var mikils metinn fræðimaður og lætur eftir sig fjölda greina um hin marg- víslegustu málefni í ýmsum ritum, auk þess að rita Árbók Ferðafélags Íslands árið 2004. Hann var mikill náttúruunnandi, fjölfróður, grúsk- ari, hagyrðingur og mikill fjöl- skyldumaður. Útför Freysteins fer fram frá Kópavogskirkju og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag kveð ég góðan vin og mág, Freystein Sigurðsson jarðfræðing. Þau Ingibjörg systir mín giftu sig árið 1962. Í mínum augum var þessi maður ætíð aðdáunarverður. Flug- greindur, frábær heimilisfaðir og síðast en ekki síst drengur góður. Ég undraðist oft æðruleysi hans og jafnaðargeð. Það á reyndar við um systur mína einnig. Fyrir rúmum áratug misstu þau báða syni sína með stuttu millibili. Þau buguðust ekki við þessi þungu áföll. Lifðu með sorginni, sem hlýtur að marka djúp sár eftir slíka atburði. Fyrir rúmum þremur árum veiktist mágur minn af erfiðum sjúkdómi. Þær systir mín og einkadóttirin Ragnhildur hafa staðið þétt að baki hans þennan erf- iða tíma eins og jafnan áður. Ég hugsa hlýtt til þeirra nú og vona að hið góða verði nálægt þeim um ókomna tíð. Á námsárum okkar Freysteins vorum við samstarfsmenn í mörg sumur. Leituðum að heitu vatni á vegum Orkustofnunar víða um land. Það er margs að minnast frá þess- um árum. Í byggð og inni á hálend- inu. Freysteinn hafði ætíð góða nærveru og það var stutt í húm- orinn. Þá spillti ekki að hann var hagyrðingur góður og lét kviðlinga fjúka við ýmis tækifæri. Marga þeirra rauluðum við á ferðum okkar um landið. Við ritun þessara orða spretta minningarnar fram hver af annarri. Minningar um frábær sam- skipti öll þessi ár. Heimsókn til Þýskalands 1972 og ferð okkar í Lakagíga haustið 1998. Mágur minn hefur nú fengið lausn frá hinum erf- iðu veikindum sínum. Hann hverfur nú á annað tilverusvið. Eftir sitja eiginkona og dóttir, ásamt okkur hinum sem þótti svo vænt um þenn- an ljúfa mann. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt Freystein að mági og góðum vini í tæpa hálfa öld. Aldr- ei féll blettur á samskipti okkar all- an þennan tíma. Hann mun alltaf lifa í huga mér sem einn af mínum bestu samferðamönnum í lífinu. Ég skrifa þessar línur með sorg í hjarta. En gamla máltækið um að enginn ráði sínum næturstað er enn í fullu gildi. Mágur minn er nú horf- inn sjónum okkar að sinni. Því fylgir tómleiki, tregi og eftirsjá. Minning hans mun lifa í huga okkar sem þekktum hann. Ég kveð Freystein með þakklæti. Hann var mér í senn mágur, bróðir, kennari og vinur. Ég óska honum velfarnaðar á nýjum víddum. Sigurður Sveinsson. Þá hefur öðlingurinn Freysteinn Sigurðsson lokið allt of stuttri jarð- vist. Þótt skelfileg áföll og í kjölfarið erfið veikindi hafi sett strik í reikn- inginn missti hann aldrei móðinn. Hann hélt ótrauður áfram að sinna hugðarefnum sínum sem voru af ólíklegasta toga. Freysteinn var víð- lesinn og með eindæmum minnugur, á sama hátt og var Sigurður faðir hans, nánast eins og gangandi al- fræðiorðabók. Fróðleik sínum miðl- aði hann lognmollulaust án leiðinda smásmugulegheita eða sparðatín- ings, og minntu hnyttilegar athuga- semdir hans oft á Sigmar móður- bróður hans frá Dölum. Fyrstu kynni mín af Freysteini voru fyrir fjórtán árum, þegar Ás- geir átti kvöld nokkurt erindi við bróður sinn. Ingibjörg var enn á vakt í apótekinu, en heima voru mannvænleg börnin þeirra þrjú, Sigurður, Gunnar og Ragnhildur. Handtak Freysteins var þéttings- fast og hlýtt og viðmót hans og barnanna á þann hátt að manni leið strax eins og heima hjá sér. Var áberandi hve góður faðir Freysteinn var og mikill vinur barna sinna. Hjónaband Ingibjargar og Frey- steins var traust og fallegt og virð- ing þeirra og væntumþykja hvors í annars garð áberandi. Mikil gest- risni, höfðingsskapur og glaðværð leiddi til þess að heimsóknir á Kárs- nesbrautina teygðust stundum á langinn. Í sjúkrahúsheimsókn fyrir stuttu varð stansinn óvart þrjár klukkustundir. Það var erfitt að slíta sig frá sjúklingnum sem lék á als oddi. Ótímabært andlát bræðranna ungu og efnilegu, Sigurðar og Gunn- ars, með hálfs árs millibili, hefur ef- laust átt þátt í veikindum Frey- steins. Minningar frá síðasta jarðvistardegi Gunnars skjóta upp kollinum. Námsár hans hjá frænd- um vorum Norðmönnum bar á góma og bollalögðu þeir frændur, Gunnar og Ásgeir, ræktunarskilyrði og skógrækt á ættaróðalinu Reykjum. Í garðinum á Kársnesbraut er fal- legt tré, gróðursett þann sama dag af Gunnari. Freysteini óska ég alls velfarn- aðar meðal vatna og skóga hinum megin og mæðgunum Ingibjörgu og Ragnhildi hins sama hérna megin. Ólöf Þórey Haraldsdóttir. Elsku frændi minn. Með sorg í hjarta kveð ég þig og með sorg í hjarta hugsa ég til ykkar elsku frænkur mínar, Inga og Ragga, sem nú syrgið eiginmann og föður. Stundum er veröldin alls ekki sanngjörn og hvers vegna er það svo að hvert reiðarslagið á fætur öðru lýstur eina litla fjölskyldu? Eftir hetjulega baráttu í langvinnum veik- indum hefurðu nú að nýju sameinast sonum þínum, kæri frændi, og ég bið fyrir kveðju til þeirra beggja. Þær voru ófáar góðu stundirnar sem við frændsystkinin áttum saman heima hjá ykkur Ingu á Kársnes- brautinni og heima hjá okkur á Sel- fossi, sem og allar útilegurnar og ferðalögin sem við fórum öll saman. Það var alltaf gaman að ferðast með þér sem þekktir landið eins og lóf- ann á þér og varst duglegur að fræða okkur krakkana. Einnig er mér alltaf minnisstætt þegar þú varst að heilsa okkur krökkunum með þínu þétta handtaki og lést okk- ur kreista á móti eins fast og við gátum, þá var nú betra að taka vel á því! Áhugi þinn á landinu, jarðfræð- inni og skógrækt var ódrepandi og sjaldan komið að tómum kofunum hjá þér, sama hvað um var rætt. Njóttu þess nú að ganga heill og glaður um fjöll og skóga himins. Ég mun styðja stelpurnar þínar sem á eftir þér horfa og guð gefi að þær öðlist frið í hjarta og gleði að nýju. Með kærri kveðju frá litlu frænku þinni, Valgerður Sveinsdóttir. Fallinn er frá, fyrir aldur fram, Freysteinn Sigurðsson. Gáfumenni, svo af bar. Þegar minnst er þessa dökk- hærða, dökkeyga, dimmraddaða Borgfirðings og heimsborgara, vís- indamanns og náttúruunnanda frá Reykjum í Lundarreykjadal tengj- ast hans rammíslenska nafni sterk- ast fróðleikur og vísindi. Einhvern veginn þykir okkur sem Freysteinn hafi tengt okkur við liðnar kynslóðir Íslendinga, þá bændur upp til dala settu gestkomandi heimsmenn á gat í skáldskap heimalanda þeirra, gangi styrjalda eða hverju öðru sem til fróðskapar heyrði. Á sína sífelldu sjálfmenntun ofan bætti Freysteinn þeirri formlegu menntun, heima og erlendis, sem forfeður hans í ís- lenskum dölum fóru of margir á mis við. Menntun sem Freysteinn nýtti til áratugalangra rannsókna með slíkt gildi fyrir þjóðfélag okkar að margir gætu öfundað hann af ævi- starfinu. Árið sem Inga og Freysteinn gift- ust varð Nína móðir okkar fyrst í systkinahóp sínum til barneigna. Af- kvæmið varð allt annað en afskipt, sumar fyrstu minningar Ara eru af einhverjum þeirra ófáu stunda sem hann átti með Ingu frænku og Frey- steini. Minningin er hlý og bjart yf- ir, Inga frænka að dekstra „lamba- kónginn“ að vanda og Freysteinn rétt fyrir aftan, með sitt bros og „glimt“ bak við hornspangargler- augun. Gott ef ekki með bók í hendi, eða þá innan handar. Kærkominn frumburður Frey- steins og Ingu, Sigurður, var félagi okkar bræðra frá fyrsta skrefi. Sér- stakir kærleikar voru með Gunnari Freysteinssyni og Hrafni fram á síðasta dag Gunnars, og þær Þóra og Ragnhildur nánast ólust upp saman framan af, enda fæddar svo til samtímis og stutt milli Hraun- og Kársnesbrauta. Freysteinn varð þriggja barna faðir, en lifði missi beggja sona. Ragnhildur dóttir hans og Ingibjörg kona hans, okkar kæra móðursystir, standa eftir þennan janúardag og fylgja þriðja fjölskyldumeðlimnum til grafar. Við systkin munum víst aldrei skilja þá forsjón sem svona sviptir þá sem síst skyldi sínu kær- asta á jörðu. Ari Arnórsson. Freysteinn Sigurðsson jarðfræð- ingur og fyrrverandi formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) var fjölfróður maður sem lét sér flest koma við sem sneri að náttúru Íslands. Fyrir utan að hafa unnið í áratugi sem jarðfræðingur og skilað af sér skýrslum, greinargerðum og öðrum skrifum á sviði íslenskrar vatnajarðfærði tók Freysteinn virk- an þátt í félagsmálum á sviði um- hverfismála. Freysteini var í mun að fræða almenning ekki síður en sér- fræðinga því að hann trúði því ein- læglega að með þekkingunni væri unnt að auka skilning fólks á flóknu gangvirki náttúrunnar. Meðal mark- miða HÍN sem stofnað var 1889 er að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og þekkingu manna á nátt- úrufræði og að vinna að eflingu nátt- úruverndar. Þessi markmið féllu vel að áhugasviði Freysteins og því þótti honum sjálfsagt og eðlilegt að taka þátt í störfum félagsins hvað hann gerði um langa tíð og var alltaf boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum fyrir félagið. Freysteinn tók við formennsku í félaginu árið 1990 og var formaður HÍN til 2002 eða alls í 12 ár. Á aðalfundi félagsins hinn 26. febrúar 2005 var Frey- steinn gerður að heiðursfélaga Hins íslenska náttúrufræðifélags. Öll kynni mín af Freysteini voru ánægjuleg og vil ég fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags þakka honum fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Fjölskyldu Frey- steins sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Kristín Svavarsdóttir, formaður. Látinn er fyrir aldur fram Frey- steinn Sigurðsson, einn af fremstu vatnafræðingum og jarðfræðingum landsins og starfsmaður Orkustofn- unar um fimmtíu ára skeið. Við Freysteinn tilheyrðum báðir þeim tiltölulega fámenna hópi er átti það sameiginlegt að hafa starfað beggja vegna þeirra meginvatnaskila sem löngum skildu að jarðhitarannsóknir og vatnsorkurannsóknir hjá stofn- uninni. Að mörgu leyti er sú skipt- ing eðlileg sakir ólíkra aðstæðna og nýtingar, en að einu leyti er við- fangsefnið þó hið sama: Að skilja og skilgreina eðli og uppruna vatnsins, sem í báðum tilfellum er orkuberinn í náttúrunni. Freysteinn sá öðrum mönnum betur samhengi vatns og bergs; hvernig hringrás vatnsins finnur auðveldustu leiðina til sjávar á eða undir yfirborði jarðar og mótast þar af mismunandi jarðlögum, og ber þess síðan merki í rafleiðni, rennsli, hita og efnainnihaldi. Að auki hafði hann stálminni á ólíkustu smáatriði og hæfileikann til að fella þau saman í eina heildarmynd. Slíkum mönnum virðist margt auðvelt og auðskilið, sem vefst fyrir öðrum. Þess því heldur rann Freysteini það til rifja, hve hægt miðaði í vatnajarðfræði- legri kortlagningu Íslands. Hann lagði þó fram drjúgan skerf í þá átt og ritaði margar vísindagreinar auk fjölda skýrslna, leiddi rannsóknir og stundaði ráðgjöf um áratuga skeið. Sérstakur bragur var á foldar- ferðum með Freysteini. Þess var gætt að nóg væri haft með af beik- oni og eggjum í morgunmat, þannig að ekki þyrfti að hugsa mikið um há- degisverðinn, og að gott hráefni væri fyrir hendi í pottréttinn seint að kvöldi. Sjálfur sá Freysteinn um birgðirnar af neftóbaki. Dagurinn leið svo á jeppaslóðum með miklum fróðleik um örnefni og yrkingum á lausavísum, milli þess sem vitjað var um lindasvæði, auk mælinga á rennsli í lækjum og jarðfræðilegra athugana. Ekki skrifaði Freysteinn í feltbókina fyrr en komið var í nátt- stað. Meðan aðrir matbjuggu mældi hann svo kolsýruinnihaldið í sýnum dagsins. Um það leyti sem heldur var farið að hægjast um hjá Freysteini í fé- lagsstörfum og daglegu amstri á Orkustofnun tók hann fyrir alvöru að svipast um eftir stúdentum með hæfileika til jarðskyggni, sem þjálfa mætti til vatnafræðirannsókna með hæfilega erfiðum verkefnum sam- hliða handleiðslu. Um þetta hafði hann góða samvinnu við Vatnamæl- ingar. Jafnframt tók hann að fylla upp í og rita nánar um þá heild- armynd er hann átti mikinn þátt í að skapa af helstu grunnvatnssvæðum landsins, og má nefna sem dæmi að nýlega kom út mikil skýrsla hans um grunnvatn og grunnvatnsað- stæður á vatnasviði Jökulsánna í Skagafirði, er að mestu var frágeng- in fyrir fimm árum. Einnig ritaði hann sérlega læsilega Árbók FÍ 2004 um heimaslóðir sínar, Borg- arfjarðarhérað milli Mýra og Hafn- arfjalla. Á síðustu árum barðist Freysteinn við krabbamein af miklu æðruleysi, en sinnti þó ráðgjöf við Orkustofnun eins og kraftar hans leyfðu til hinstu stundar. Að leiðarlokum þakka ég Frey- steini Sigurðssyni áratuga vináttu og samfylgd og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Einarsson. Minnast skal hér örfáum orðum en með miklum söknuði öðlings og náins samstarfsmanns í félagsstarfi um nærfellt tvo áratugi. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur er látinn. Í einarðri baráttu undanfarin miss- eri lifði von um bata og fleiri lífdaga en nú eru þeir taldir. Fyrir hönd fé- laga Freysteins í Oddafélaginu, samtaka áhugamanna um endur- reisn fræðaseturs að Odda á Rang- árvöllum, læt ég í ljós innilegt þakk- læti fyrir stórvægileg störf hans í þágu félagsins og hugsjónar þess. Áður en samstarf okkar í stjórn Oddafélagsins hófst hafði ég fyrir löngu haft spurnir af gáfum Frey- steins og síðar orðið honum sam- ferða í Hinu íslenzka náttúrufræði- félagi. Um alllangt skeið var hann farsæll formaður félagsins. Frey- steinn var oft leiðsögumaður í hóp- ferðum Náttúrufræðifélagsins um óbyggðir landsins, enda var hann allra manna fróðastur um leiksvið landsins og mótun þess. Hann þekkti náttúruöflin sem skópu land- ið í aldanna rás, ýmist í blíðu eða í ham. Hann var vísindamaður en líka einlægur fræðari, almenningsfræð- ari. Eftirminnilegri svipmynd bregð- ur fyrir í huga mér er ég sé Frey- stein í slíkri ferð um Fjallabaksleið standa hátt á barði á áningarstað og tala hátt og snjallt yfir samferða- mönnum sínum. Það var logn og bjart yfir og fólkið hlýddi á fræða- þulinn lýsa náttúru og sögu lands- ins. Freysteinn kom til liðs við Odda- félagið á fyrsta ári þess en það var stofnað í Odda á Rangárvöllum síðla árs 1990 og hefur hann verið í stjórn þess æ síðan, ósérhlífinn forystu- maður og ötull talsmaður hugsjóna félagsins í ræðu og riti. Á fyrstu ár- um félagsins var staðið að fræðslu- ferðum um Rangárþing og var Freysteinn þar í för að vonum hinn ótæmandi fróðleiksbrunnur um náttúru landsins. Öll árin hefur hann verið með í ráðum við skipu- lagningu árlegs málþings Odda- félagsins, Oddastefnu, og hefur sjálfur flutt allmörg erindi á þeim ráðstefnum. Hann var allra manna ráðabestur að hrinda af stað nýrri atburðarás félaginu til framdráttar. Fyrir rúmu ári var samið undir styrkri forystu hans eins konar manifesto félagsins um fyrirhugaða Sæmundarstofu hins fróða í Odda á Rangárvöllum. Framlag Freysteins til endurreisnar Odda, hins merka sögustaðar og landfræðilegrar þungamiðju Suðurlands, er ómetan- legt. Það verður um ókomin ár hvatning þeim sem verða nú að halda áfram baráttunni án þess að njóta nærveru hans og hrífast af eldmóði hans á fundum félagsins. Að lokum minnist ég með þökk samræðna okkar er við fórum nokkrum sinnum á ári saman í bíl héðan úr Reykjavík á stjórnar- og félagsfundi austur í Rangárþing. Ég þurfti í rauninni ekki margt til mál- anna að leggja svo sjófróður var Freysteinn um hvað sem bar á góma af því sem við höfðum báðir áhuga á – á sviði náttúruvísinda og sögu. Afburðamaður er genginn sem margt átti ógert. En enginn má sköpum renna. Við Jóhanna kona mín vottum þeim mæðgum Ingi- björgu og Ragnhildi og öðrum vandamönnum samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Frey- steins Sigurðssonar. Þór Jakobsson. Freysteinn Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Frey- stein Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.