Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Um leið og ég kveð þig, elsku amma, langar mig að þakka þér samfylgdina og allt það góða sem þú lagðir til mín í gegnum árin. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Blessuð sé minning Sigrúnar ömmu minnar. Guðni Sveinn. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fæddist á Innra-Leiti á Skógar- strönd 23. nóvember 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, f. 29. jan- úar 1890, d. 31. jan- úar 1983, og Magn- úsína Guðrún Björnsdóttir, f. 2. júlí 1891, d. 16. apríl 1973. Þau bjuggu að Borgum, Innra-Leiti og Litla-Langadal á Skógarströnd 1913-28 og í Gvend- areyjum á Breiðafirði 1928-46, síð- ar í Ytri-Njarðvík og síðast í Reykjavík. Systkini Sigrúnar eru: Guðrún, f. 7. febrúar 1915, Mar- grét, f. 3. mars 1916, Kristín Stef- anía, f. 16. október 1917, Guðný, f. 18. apríl 1919, d. 26. apríl 1919, Jón, f. 11. desember 1923, d. 8. mars 2000, Sólveig, f. 5. maí 1925 og Ein- ar, f. 10. apríl 1933. Sigrún ólst upp frá sjö ára aldri í Gvendareyjum á Breiðafirði. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli veturinn 1939-40, og í framhaldi af því fluttist hún til Reykjavíkur. Sigrún hóf sambúð árið 1946 með Bergsveini Breiðfjörð Gíslasyni, skipa- og bryggjusmið, f. 22. júní 1921, d. 26. júlí 2002. Foreldrar hans voru Gísli Bergsveinsson, bóndi í Ólafsey á Breiðafirði og víð- ar, f. 13. júlí 1877, d. 15. maí 1939, og seinni kona hans Magðalena Lára Kristjánsdóttir, f. 13. nóv- ember 1897, d. 23. apríl 2001. Berg- sveinn og Sigrún slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Brynja, f. 11. ágúst 1947, maki Theodór Að- alsteinn Guðmundsson, f. 15. sept- ember 1943. Synir: a) Guðni Sveinn, f. 1967, maki Dýrfinna Sigurjóns- dóttir, f. 1971, börn: Theodóra, f. 1998, Elísabet Auður, f. 2001, Benjamín, f. 2004; b) Hlynur Snær, f. 1970, maki Guðlaug Björk Guð- laugsdóttir, f. 1971, börn: Valtýr Freyr, f. 1992, Brynja Sif, f. 1994, og Sæbjörg Eva, f. 1999; c) Berg- sveinn, f. 1982, maki Anna Margrét Rúnarsdóttir, f. 1987. 2) Sigurður, f. 22. júní 1949, maki Helga Bárðardóttir, f. 27. ágúst 1949. Dætur: a) Sigrún, f. 1974, maki Ari Sigfússon, f. 1975, börn: Viktor Páll, f. 1997, Helga, f. 2003, og Jóhannes, f. 2007; b) Dröfn, f. 1978, maki Hringur Pjet- ursson, f. 1976; c) Bryndís, f. 1981, maki Andri Ólafsson, f. 1980. 3) Lára, f. 20. ágúst 1953, maki Guðmundur Guð- jónsson, f. 22. ágúst 1950. Börn: a) Sigurlaug Helga, f. 1982, maki Árni Max Haraldsson, f. 1979, barn: Sæv- ar Max, f. 2005; b) Ríkarður Leó, f. 1985. 4) Alma, f. 1. september 1955, maki Guðni Magnússon, f. 6. nóv- ember 1953. Synir: a) Janus Freyr, f. 1977, maki Nanna Ýr Arn- ardóttir, f. 1982; b) Magnús Már, f. 1981; c) Kári, f. 1986. 5) Freyja, f. 8. janúar 1958, maki Guðlaugur Þór Pálsson, f. 29. maí 1955. Börn: a) Arnþór, f. 1977, maki Sigrún Pét- ursdóttir, f. 1978, barn: Pétur, f. 2005; b) Björk, f. 1979, maki Bjarni Gylfason, f. 1976; c) Sandra Rosenk- ilde, f. 1981, maki Søren Rosenkilde Jørgensen, f. 1982; d) Egill, f. 1993. Sigrún og Bergsveinn bjuggu í Reykjavík 1946-51, í Kópavogi 1951-66, í Stykkishólmi 1966-68 og í Reykjavík 1968-83. Eftir að þau Bergsveinn slitu samvistir bjó Sig- rún að Ljósheimum 20, Rauðalaæk 37 í Reykjavík og Þernunesi 9 í Garðabæ uns hún fluttist á Hrafn- istu í Reykjavík í ársbyrjun 2004. Auk húsmóðurstarfa á stóru heimili gegndi Sigrún ýmsum störf- um utan heimilis, mikið við sauma- skap og fatagerð, m.a. hjá verk- smiðjunni Dúk og víðar. Hún starfaði við flatkökugerð hjá Bak- aríi Friðriks Haraldssonar í Kópa- vogi. Einnig starfaði hún í mötu- neytum á Hrafnistu í Reykjavík og hjá Pósti og síma við Austurvöll og sem matráðskona á Póstgíróstof- unni Ármúla. Útför Sigrúnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elskuleg móðir mín er látin. Mamma fæddist í lok nóvember 1920 og hafði því nýverið haldið upp á 88 ára afmæli sitt í faðmi afkomenda sinna og vina er hún veiktist af lungnabólgu í byrjun desember, sem lagði hana að velli annan dag jólahá- tíðarinnar. Það er gangur lífsins að aldraðir hverfi á braut úr þessu jarðlífi en þó er þetta alltaf óviðbúið og eftir stend- ur sorg og tóm. Óhætt er að segja að mamma hafi lifað tímana tvenna og miklar breyt- ingar hafa átt sér stað frá því hún var að alast upp. Hún ólst upp í Gvend- areyjum á Breiðafirði en þar var auk hefðbundins búskapar með ær og kýr mikið lagt upp úr hlunnindabúskap ýmiss konar s.s. selveiði, hrognkelsa- veiði og fiskveiði, fuglar (lundi, svart- bakur, æður, teista, skarfur o.fl.) voru nýttir til eggjatöku, dúntöku og einn- ig veiddir til matar. Mikil vinna fylgir svona hlunnindabúskap og tóku allir þátt í því, börn sem fullorðnir. Það var mikill skóli fyrir börn að alast upp við þessar aðstæður og jók þeim ábyrgð og þor að vera treyst til að fara með bát við erfiðar aðstæður eins og eru við eyjarnar. Mamma stundaði nám í farskóla þar sem kennarinn fór um sveitina og var 2-3 vikur á hverjum stað. Síðar lauk hún námi frá Húsmæðraskólan- um á Staðarfelli. Saknaði hún þess ávallt að hafa ekki átt kost á frekari námi. Foreldrar mínir voru á meðal frumbyggja Kópavogs en árið 1951 fluttu þau að Hlíðarvegi 9 og byggðu sér síðan hús í Hlégerði 2 þar sem við systkinin ólumst upp. Margt var frumstætt í Kópavogi á þessum tíma og reyndi mjög á húsmóðurina við þessar aðstæður við aðföng og þrif en nóg var þar af drullupollunum. Seinna bjuggu foreldrar mínir í Stykkishólmi og Reykjavík. Mamma var góð, traust og heiðar- leg kona sem ekki mátti vamm sitt vita. Hún var stolt og hert í lífsins ólgusjó, kynntist bæði meðlæti og mótlæti. Hún var kvenréttindakona, ólst upp við að konur gætu flest sem karlar gátu, og nokkuð pólitísk, fram- sóknarkona fram í andlátið. Hún var nokkuð stjórnsöm og hreinskilin var hún og sagði sína meiningu umbúða- laust þótt ekki hefði hún hátt. Hún bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti, fylgdist vel með og hvatti af- komendur sína til náms og starfa. Mamma var félagsvera, hafði góða söngrödd og söng með kórum og hafði mjög gaman af því að dansa. Spilaði bæði bridds og vist og hafði yndi af ferðalögum. Hún las mikið og var fróð og sérstaklega minnug allt til síðasta dags. Hún var mikil hann- yrðakona og eftir hana liggja mörg falleg verk. Fyrir um aldarfjórðungi veiktist mamma af parkinsonsveiki, sem fylgdi henni alla tíð síðan og hafði undir það síðasta veruleg áhrif á lífs- gæði hennar. Tókst hún á við þessi erfiðu veiki af æðruleysi og ótrúlegri þolinmæði. Starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík þakka ég frábæra umönn- un, en þar átti mamma heimili síðustu fimm árin. Ég vil þakka mömmu alla þá ást og þann styrk sem hún sýndi mér og mínum alla tíð og kveð hana með söknuði. Sigurður Bergsveinsson. Sigrún tengdamóðir mín lést á öðr- um degi fæðingarhátíðar frelsarans. Mæt kona hefur lokið lífsins göngu. Hún fór fljótt að taka þátt í daglegum störfum á búi foreldra sinna. Sex ára flutti hún með þeim og systkinum sín- um ofan frá Skógarströnd út í Gvend- areyjar. Þar voru verkefnin næg og flest erfið. Dún- og eggjatínsla, skepnuhald og heyskapur. Í úteyjum var legið í tjöldum meðan heyjað var þar, þurrkað og bundið í bagga sem bornir voru niður að lendingunni og fluttir í heimaeyjuna á báti. Eitt sinn er Sigrún var um 18 ára gömul komu tveir menn ofan af landi á árabát út í Gvendareyjar en þurftu leiðsögn inn í Rifgirðingar. Enginn fullorðinn karl- maður var heima og tók Sigrún verk- ið að sér en róa þurfti gegnum strauma sem eru víða miklir á milli Breiðafjarðareyjanna. Á þessu sést hvað hún var áræðin og dugmikil. Um tvítugt hleypti hún heimdraganum. Fór í skóla og út í atvinnulífið. Eign- aðist mann, börn og heimili. Kynni okkar Sigrúnar hófust fyrir meira en fjörutíu árum er ég kynntist Brynju elstu dóttur hennar. Frá fyrsta degi tók hún mér sem syni sín- um og hefur alla tíð verið mér ein- staklega góð. Sigrún var vönduð manneskja, vel gefin og stálminnug, sem naut þess að ferðast og spila. Hún var mikil hannyrðakona og á því sviði liggja eftir hana mörg listaverk. Ég er þakklátur tengdamóður minni fyrir ógleymanlegar samverustundir og mun ylja mér við minningar um ókomin ár. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð geymi þig. Theodór Guðmundsson. Komin er kveðjustund. Á slíkum tímamótum flæða minningar gegnum hugann. Ljúfar minningar um góðar stundir. Minningar um glæsilega, sterka, jákvæða og sérlega góða konu. Ég átti þess kost ásamt fjöl- skyldu minni að búa í rúm átján ár í sambýli við Sigrúnu. Fyrst á Rauða- læknum, svo í Þernunesinu. Í þessu návígi gafst mér tækifæri til að kynn- ast tengdamóður minn betur en ella. Það segir mikið um lundarfar Sigrún- ar að öll þessi ár kom aldrei upp nokkur misklíð milli okkar. Vináttan var ávallt góð. Áhugamál átti Sigrún mörg. Fyrir utan fjölskyldu sína sem henni var mjög umhugað um að vera í sam- bandi við og halda saman voru það ferðalög, spilamennska, dans sem og lestur góðra bóka. Sigrún var afskap- leg félagslynd manneskja og yfirleitt vel inni í málum og hafði oftar en ekki ákveðnar skoðanir. Sigrún ólst upp við hugsjón samvinnuhreyfingarinn- ar og var alla tíð mikil framsóknar- manneskja. Í pólitíkinni vorum við Sigrún sammála um að vera ósam- mála. Eftir að börn Sigrúnar stofn- uðu sín heimili og annasöm störf hennar utan og innan heimilis minnk- uðu gafst aukinn tími fyrir áhugamál og tómstundir. Ferðalög voru ofar- lega á blaði. Margar eftirminnilegar ferðir fór- um við fjölskyldan með henni bæði um Ísland og einnig um erlendar grundir. Ein ferðin hófst fyrir bráð- um sautján árum en þá fór fjölskyld- an ásamt Sigrúnu í skemmtilegt ferðalag til Flórída. Er við þá eitt sinn höfðum lokið við kvöldmatinn á fínu veitingahúsi var komið með eftirrétt- amatseðilinn. Þetta var ísréttamat- seðill með myndum af ísréttunum. Allir pöntuðu sér ís. Þegar komið var að Sigrúnu að panta benti hún á ís- réttinn sem hún vildi fá. Þá segir þjónninn: „Kæra frú, þetta er allt of stór ísréttur fyrir þig, það er alveg nóg að taka mun minni ís.“ En Sigrún hélt sínu striki, vildi þann stóra sem hún að sjálfsögðu fékk og gerði góð skil enda mikill ísaðdáandi. Undrun þjónsins var mikil þegar hann kom síðar og sá tóma skálina og hann sagði: „Veistu að þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði hér að ein- hverjum hefur tekist að klára þennan ísrétt.“ Þessi saga af ísnum góða kemur oft upp í hugann, bæði sem skemmtileg minning en ekki síður sem ákveðið einkenni á sjálfstæði Sigrúnar. Hún var kona sem vissi hvað hún vildi. Þegar Sigrún var um 63 ára gömul greindist hún með hinn illvíga Park- insonssjúkdóm. Framan af aftraði sjúkdómurinn því ekki að Sigrún gæti lifað ágætu lífi og notið sín með fjölskyldunni og við leik og störf. En eftir því sem á leið jókst máttur Park- insons. Hreyfingum líkamans réð Sigrún stöðugt minna yfir en Park- inson því meiru. Á annan dag jóla kvaddi Sigrún þennan heim, sátt og hvíldinni fegin. Við sem eftir sitjum drúpum höfði, þökkum samfylgdina og óskum henni Guðs blessunar. Guðlaugur Þór Pálsson. Við systkinin bjuggum svo vel að hafa nær óheftan aðgang að ömmu meirihluta lífs okkar. Hún bjó í sama húsi og við á Rauðalæknum og flutti svo með okkur í Þernunesið fyrir um 10 árum. Vegna afstöðu heimila okk- ar var hún oftast kölluð „amma niðri“. Það má eiginlega segja að hún hafi frekar verið eins og þriðja foreldrið. Hún var mikið í því að ala okkur upp og kenna okkur réttu lífsgildin en ömmudekrið og lykillinn að sætindas- kenknum var aldrei langt undan. Á tímum ömmu niðri vorum við systkinin öfundsverð. Við vissum allt- af af ömmu skammt undan og ef for- eldrarnir voru seinir heim úr vinnu, við snemma komin heim úr skólanum eða ef systkinaerjur upphófust var alltaf hægt að kíkja niður til ömmu. Þangað var auk matar og nauðsynja einnig gott að sækja félagsskap og hægt var að stóla á rommíspil hvenær sem var með hóflegri tilsögn, allt eftir aldri og rommíreynslu yngri spilar- ans. Amma var dugnaðarforkur, ákveð- in að upplagi og fáguð í fasi og fram- komu. Meðan hún hafði heilsu til fór hún reglulega í sund og út að dansa ásamt því að vera mikil handavinnu- kona. Smám saman ágerðist Parkin- sonssjúkdómurinn og eitt af öðru þurftu áhugamálin að víkja fyrir veik- um líkamanum. Spilamennsku og hannyrðum sinnti hún þó fram undir það síðasta og skilur hún eftir sig urmul af teppum, sokkum og púðum. Smekkur ömmu á mat kom okkur stundum spánskt fyrir sjónir. Hún var sólgin í siginn fisk og allt það sem brann við gekk ljúflega ofan í hana. Einnig gerði hún jafnan heilu rjóma- íssköflunum skil og var fyrir það fræg. Ömmu var mikið umhugað um gott málfar og leiðrétti okkur gjarnan þegar við slettum eða fórum rangt með íslenskuna. Hún laumaði inn í orðaforða okkar orðum sem jafnöldr- um okkar þóttu forn. Munum við þannig eftir atvikum þar sem hlegið var þegar orð í ætt við „doðrant“ hrukku upp úr okkur í skólanum. Amma okkar lést á öðrum degi jóla eftir tæplega mánaðarlöng veikindi. Amma niðri er núna amma uppi. Minningarnar um ömmu eru samofn- ar minningum uppvaxtar okkar og fyrir þær erum við henni ævinlega þakklát. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Guð vaki yfir þér. Arnþór, Björk, Sandra og Egill. Sigrún Sigurðardóttir ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRANK ARTHUR CASSATA, til heimilis á Sóleyjargötu 29, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti 2. janúar. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju, Landakoti á morgun, föstudaginn 9. janúar kl. 15.00 Jarðsett verður í Hólavallakirkjugarði. Sigfús Blöndahl Richard Cassata, Guðlaug Þórólfsdóttir, Sighvatur Blöndahl Frank Cassata, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL GUÐMUNDSSON bóndi frá Króki í Grafningi, til heimilis á Skúlagötu 40b, lést sunnudaginn 21. desember. Útför fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 11.00. Birgir Egilsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Tómas Egilsson, Ingibjörg Sigurunn, Elfa Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, UNI GUÐJÓN BJÖRNSSON, Austurbrún 8, Reykjavík, lést mánudaginn 5. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrönn Guðmundsdóttir, Áslaug Unadóttir, Sigurþór Sævarsson, Ólafur Unason, Agnes Sigurþórsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Matthías Sigurþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.