Morgunblaðið - 08.01.2009, Side 35
hugsuðum við til þess að þú yrðir
ekki með okkur áfram og næðir
ekki að upplifa 79 ára afmælisdag-
inn þinn, hinn 2. janúar. Hvernig
yrði eiginlega lífið án þín? Þú hafð-
ir svo einstaklega sterka og góða
nærveru, frábæra kímnigáfu og
stundum örlaði á stríðni sem þó
alltaf var meinlaus. Mikið gátum
við hlegið oft saman og margar eru
þær orðnar stundirnar sem við höf-
um átt og deilt með þér í gegnum
árin. Þú hafðir svo mikla ást og al-
úð að gefa og vildir allt fyrir alla
gera. Þú varst inni í öllum málum,
varst oft fyrst með fréttirnar og
með allt þitt á tæru. Þú sýndir
þinni stóru fjölskyldu einstakan
áhuga enda var hún stolt þitt og
yndi og skemmtilegastar voru þær
stundir þegar stórfjölskyldan kom
saman, hvort sem það var á Garða-
torginu eða á eftirminnilegu ætt-
armótunum þar sem þú fórst
gjarnan með þeim síðustu í háttinn
því ekki vildir þú missa af fjörinu.
Þú varst svona nýmóðins amma og
langamma, áttir alltaf nýjustu
spólurnar og leikföngin, lang-
ömmubörnunum til mikillar
skemmtunar.
Með jákvæðnina í farteskinu
tókstu á við raunir lífsins, nú í
seinni tíð veikindi Halla afa og frá-
fall hans sem og í kjölfarið þín eig-
in veikindi en aldrei léstu bilbug á
þér finna enda sannkölluð Pol-
lýanna út í gegn. Við viljum þakka
þér fyrir allt sem þú gafst okkur og
kenndir, minningin um dásamlega
ömmu og langömmu verður ávallt í
hjörtum okkar geymd.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Við kveðjum þig elsku amma
eins og þú kvaddir okkur alltaf
þegar þú sagðir: „Ég elska ykkur
öll.“ – Við elskum þig líka.
Þín
Magnús, Anna Rún,
Daníel Hugi og Birta Dís.
Ebba, kær vinkona, er öll. Ebba
var ein sú jákvæðasta manneskja
er ég hef hitt um dagana, alltaf kát
og glöð sama hvað bjátaði á.
Við fórum saman í ferðalag til
Borgundarhólms í maí 2004. Þar
áttum við góðar stundir í yndislegu
umhverfi ásamt fleira góðu fólki.
Einnig minnist ég allra fundanna
hjá kvenfélagi Garðabæjar, Ebba
alltaf sparibúin og glöð.
Ebba var alltaf á leiðinni í heim-
sókn til mín, „… kem í næstu
viku“, sagði hún er við hittumst
síðast, vongóð um að sér liði betur
þá.
Ég sendi börnum hennar og ætt-
ingjum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Far þú í friði, Ebba mín.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ásta Hávarðardóttir.
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
✝ Ragnheiður Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. mars 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum 2. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Vilhjálmsdóttir
frá Húnakoti í
Þykkvabæ, f. 16.1.
1885, d. 7.2. 1981, og
Guðmundur Krist-
jánsson frá Borg-
artúni í Þykkvabæ, f.
23.6. 1882, d. 23.7.
1950. Systkini Ragnheiðar voru
Sigurður Kristinn, f. 28.1. 1910, d.
30.10. 1981, Guðbjörg Hulda, f.
22.10. 1914, d. 2.2. 1998, Jón, f.
17.6. 1919, d. 30.12. 2002, Krist-
jana Vilhelmína, f. 20.10. 1927, d.
27.6. 2008, og Guðmundur Rafn, f.
19.9. 1929, d. 15.9. 2003.
Ragnheiður giftist 28. mars
1959 Jóhannesi Vilhelm Hansen
Ólafssyni frá Akranesi, f. 1.9.
1922, d. 7.6. 2007. Sonur Ragn-
heiðar og Jóhanns Magnússonar
f. 10.11. 1988. 2) Sigríður Jó-
hannesdóttir, f. 10.11. 1958. Maki
Ronald Alexander Miller, þau
skildu. Börn þeirra eru: a) Jó-
hannes, f. 22.2. 1982, b)
Christina, f. 10.11. 1988, sam-
býlismaður Ágúst Bjarnason, f.
23.3. 1984, og c) Andri, f. 30.12.
1991. 3) Jón, f. 30.5. 1961, maki
Heiða Björk Norðdahl, f. 8.11.
1962. Börn þeirra eru: a) Sal-
björg Þóra, f. 17.9. 1983, sam-
býlismaður Atli Þór Ásgeirsson,
f. 15.1. 1985, dóttir þeirra er
Katla, f. 2008, og b) Matthías Ás-
geir, f. 5.11. 1992.
Ragnheiður vann ýmis störf á
sínum yngri árum, m.a. í Fé-
lagsprentsmiðjunni og einnig við
verslunarstörf hjá tengdaföður
sínum Ólafi Jóhannessyni. Hún
starfaði um árabil hjá Póstinum í
Hafnarfirði en síðasti vinnu-
staður hennar var Droplaug-
arstaðir. Ragnheiður og Jóhann-
es hófu búskap á Grundarstíg í
Reykjavík og fluttu síðan til Þor-
lákshafnar þar sem þau áttu
heima í nokkur ár. Árið 1964
fluttu þau til Hafnarfjarðar, þar
sem þau bjuggu lengst af. Síðustu
árin bjuggu þau á Sólvangsvegi
1.
Ragnheiður verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
frá Tálknafirði, f.
7.6. 1927, d. 5.8.
1952, er Guðmundur,
f. 30.1. 1950, kvænt-
ur Herdísi Sig-
urjónsdóttur, f. 10.2.
1949. Dætur þeirra
eru: a) Ragnheiður,
f. 11.4. 1970, gift
Sigtryggi Klemenz
Hjartar, f. 30.7.
1970, börn þeirra
eru Hjörtur Páll, f.
10.9. 1993, Herdís
Helga, f. 1995, og
Halldór Klemenz, f.
2000. b) Kristín, f. 12.11.72. Börn
Ragnheiðar og Jóhannesar eru: 1)
Ólafur Davíð Stefán, f. 30.6. 1957,
kvæntur Guðnýju Haraldsdóttur,
f. 22.2. 1957. Börn þeirra eru: a)
Davíð Örvar, f. 20.2. 1977, sonur
hans og Sunnu Dísar Magn-
úsdóttur er Dagur Óli, f. 7.7.
2997. Sonur Davíðs og Hildar
Árnadóttur, sambýliskonu hans,
er Haraldur Breki, f. 17.10. 2008.
Dætur Hildar eru Valdís Bríet og
Melkorka, f. 23.9. 2002. b) Guðný,
Í dag er borin til moldar tengda-
móðir mín, Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, 82 ára gömul og var því af
þeirri kynslóð kvenna sem sinntu
börnum og búi auk þess að vera úti-
vinnandi. Hún átti því ekki margar
frístundir fyrr en börnin fimm voru
farin að heiman. Hún hélt þá áfram
að hafa fjölskylduna í fyrirrúmi og
átti endalaust af hjálpsemi og um-
hyggju, allir skyldu hafa nóg að
borða og öllum átti að vera hlýtt.
Þetta átti líka við um þá sem bjuggu
tímabundið erlendis, þar sem lofts-
lagið var þó hlýrra, þeir fengu samt
send teppi, hlýjar flíkur og eitthvað
matarkyns. Hún bað mig sérstaklega
um að passa að hann Óli sinn fengi
nóg að borða þegar við fórum að búa
saman. Í þau þrjátíu ár sem ég þekkti
hana gaf hún sér þó alltaf tíma í bók-
lestur, ævisögur, ljóðabækur og
bækur um trúarleg efni eða ættfræði
voru alltaf við höndina, svo og guðs-
orðið. Biblían var í sérstöku uppá-
haldi, í henni var lesið daglega, enda
átti hún þær margar, sumar lúnar af
lestri, undirstrikaðir kaflar eins og í
námsbókum. Síðustu dagana var hún
að bera saman texta í nýjustu útgáf-
unni við eldri útgáfur. Við barna-
börnin sín átti hún gott samband,
hverju og einu þeirra fannst þau
vera í sérstöku uppáhaldi og nutu
umhyggju hennar og hlýju. Ammsa,
við kölluðum hana aldrei annað, full-
orðna fólkið ekki heldur, var einlæg-
ur aðdáandi þeirra allra, hún átti
hrós og falleg orð handa þeim öllum.
Það var alltaf gaman að spjalla við
hana og heyra frásagnir hennar af
lífinu í Reykjavík þegar hún var ung.
Mannlýsingarnar voru bestar, hún
mundi eftir svo mörgum skemmti-
legum karakterum og hún var ótrú-
lega minnug á löngu liðin atvik og
jafnvel samtöl. Nú sér maður mest
eftir að hafa ekki skráð eitthvað af
þessu niður, því ekki man ég helm-
inginn af sögunum núna, en minn-
ingin um þessar samverustundir er
allavega góð.
Síðasta árið var henni erfitt vegna
heilsubrests, hún sagðist verða
hvíldinni fegin og ég öfunda hana af
hve trúin virtist gera henni allt létt-
bærara. Þessi jólin gaf hún öllum
ljóðabók Páls Ólafssonar, þar fann
ég ljóðið Kvöldbæn og læt fylgja
með.
Styttu, draumadrottinn, mér
dimmar vökunætur
úr því fást hjá einum þér
allra meina bætur.
Hjá þér öllu get ég gleymt,
gremju og raunum hrundið
og til sælli daga dreymt
og dáinn ástvin fundið.
Skyldi Ástu minnar mynd
mér fyrir sjónir bera
mig að vekja er mesta synd,
það máttu ekki gera.
Nú um lúið líf og önd
leggðu mjúka arma
og þrýstu hægt með þýðri hönd
á þreytta sjónarhvarma.
Guð geymi þig.
Guðný
Haraldsdóttir.
Elsku ammsa.
Við þökkum þér fyrir tímann sem
við fengum með þér, þú varst alltaf
svo góð við okkur.
Það var gaman að fá þig í heim-
sókn til okkar til Danmerkur. Það
var svo skemmtilegt að elda fyrir þig
því þú varst alltaf svo glöð og þakklát
fyrir allt sem við gerðum fyrir þig.
Þú varst alltaf svo dugleg að baka
fyrir okkur og gerðir bestu pönnsur í
heimi.
Við eigum eftir að sakna þín mjög
mikið.
Langömmubörnin þín,
Hjörtur Páll,
Herdís Helga og
Halldór Klemenz.
Elsku ammsa.
Við þökkum þér fyrir allt það sem
þú hefur kennt okkur, leynt eða ljóst.
Þú sagðir hlutina ávallt eins og þeir
voru.
Það má segja að þú hafir verið
okkar fyrsti vinnuveitandi. Þú
kenndir okkur röggsemi og ábyrgð
þegar við hlupum á eftir þér um göt-
ur Hafnarfjarðar við póstútburðinn,
í öllum veðrum og vindum. Þú lést
okkur óspart heyra það ef þér fannst
skrefin vera hæg. En í lok dags upp-
skárum við ávallt árangur erfiðis.
Ósjaldan vorum við í pössun hjá
þér, þar sem þú sinntir okkur af alúð.
Þú kenndir okkur ófáar bænirnar og
ljóðin sem við þuldum saman.
Við minnumst sunnudagssteikar-
innar og alls sem því fylgdi. Þú bak-
aðir heimsins bestu pönnsur og gast
alltaf dregið fram bakkelsi þegar við
birtumst óvænt.
Þú opnaðir ávallt heimilið þitt fyr-
ir okkur, hvar og hvenær sem var og
fengum við ósjaldan að gista hjá þér í
lengri eða skemmri tíma á unglings-
árunum.
Þú bjóst yfir hlýju og væntum-
þykju fyrir okkur öllum og alltaf var
gaman að tala við þig. Það leyndi sér
ekki hvað þú varst stolt af okkur
barnabörnunum og langömmubörn-
unum þínum.
Elsku ammsa, við kveðjum þig í
hinsta sinn og þökkum aftur fyrir allt
það sem þú hefur gefið okkur.
Ragnheiður
og Kristín.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SKÚLI AXELSSON
frá Bergsstöðum,
Miðfirði,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi á nýársdag,
verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugar-
daginn 10. janúar kl. 14.00.
Árný Kristófersdóttir,
Jónína Skúladóttir, Níels Ívarsson,
Axel Skúlason, Erna Stefánsdóttir,
Guðmundur Rúnar Skúlason, Hrafnhildur Svansdóttir,
Elín Anna Skúladóttir, Ari Guðmundur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HARALD M. ÍSAKSEN
rafvirkjameistari,
Blásölum 13,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
6. janúar.
Ingibjörg Þorgrímsdóttir,
Guðbjörg Conner,
Hagerup Ísaksen, Guðríður Helga Benediktsdóttir,
Guðríður H. Haraldsdóttir, Steinþór Haraldsson,
Þorgrímur Ísaksen, Kristín Erla Gústafsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir, Ágúst H. Sigurðsson,
Harald H. Ísaksen, Kolbrún A. Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
FJÓLA HELGADÓTTIR,
Aðalstræti 22,
Bolungarvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur sunnu-
daginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
12. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
Helgi Jónsson, Ásdís Valdimarsdóttir,
Kristinn Helgason,
Hafsteinn Helgason,
Jón Bergþór Helgason.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, unnusta, dóttir,
systir og amma,
FREYJA SIGURÐARDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Burknavöllum 17b,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 9. janúar kl. 13.00.
Birna Sólveig Ragnarsdóttir, Sæmundur Árnason,
Hulda Rut Ragnarsdóttir, Zbigniew Waldimar Prochera,
Einar Ólafur Sigurjónsson,
Birna Guðfinna Þorsteinsdóttir,
Magnús Sigurðsson,
Gunnfríður Sigurðardóttir,
Þorgerður Arndal Sigurðardóttir
og barnabörn.
bæði við þau vandamál að stríða
og gátum því rætt þau og þú veist
alveg hvað ég er að tala um. Við
vorum líka yfirleitt kölluð „kær-
ustuparið“, en okkur fannst það
nú ekkert fyndið. Mig langar til að
rifja eina skemmtilega sögu upp,
mér fannst hún reyndar ekkert
svo skemmtileg þegar hún gerðist.
Mamma mín og pabbi voru í út-
löndum og amma mín var að passa
mig. Við fórum bak við skóla að
leika okkur við lækinn en í þessum
læk var altaf mikil drulla. Þér datt
allt í einu í hug að vera rosalega
fyndinn og ýttir mér út í lækinn
og ég sökk upp fyrir miðju í
drullu. Þú þurftir að hafa þig allan
við að hjálpa mér upp úr og ég
hljóp svo grátandi heim. Eftir á
var þetta ofsalega fyndið og við
urðum aftur vinir innan klukku-
tíma.
Ingi, guð blessi þig. Þín verður
sárt saknað.
Laila, Alfreð, Sigurður og fjöl-
skyldur, megi guð vera með ykkur
á þessari sorgarstund.
Vona að þér líði betur núna.
Þín æskuvinkona
Kristín
Guðmundsdóttir.