Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Bækur til sölu
Dalamenn 1-3, Strandamenn, Deil-
dartunguætt 1-2, Sýslumannaævir 1-
5, Ólafur Snóks-dalin ættartölur 1-3,
Íslenskir sjávar-hættir 1-5, Íslensk
myndlist 1-2, Islendischer Wortebuch
- Alexander Jóhannesson, Ættir
Þingeyinga 1-4, Íslensk-Rússnesk
orðabók 1962, Ódáðahraun 1-3.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Léttist um 22 kg á aðeins 6
mánuðum
Aldrei verið auðveldara að losna við
aukakílóin. Aukin orka, vellíðan og
betri svefn. Engin örvandi efni. Uppl.
Dóra 869-2024. www.dietkur.is
Hljóðfæri
Klassískur gítar óskast
Óska eftir að kaupa klassískan gítar í
stærð 3/4 helst Raimundo eða
Strunal. Uppl. í síma 849-2649.
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
Góð 3 herb., 94 fm íbúð til leigu í
Grafarholti. Einstaklega flott og
glæsileg íbúð í nýlegu lyftuhúsi.
Eingöngu reyklaust og reglusamt fólk
kemur til greina.
Uppl. í síma 848-0231.
Til leigu
Glæsilegar 2ja og 3ja herbergja
íbúðir miðsvæðis.
www.leiguibudir.is
Til leigu 3 herbergja íbúð
í 101 Reykjavík
Til leigu falleg 84 fm, 3 herbergja
íbúð í gamla Vesturbænum með eða
án húsgagna. Íbúðin er laus, nánari
upplýsingar í síma 892 0267.
Stúdíóíbúð - Miðbær
Laus strax. sara.petursdottir@mk.is
Meðleigjandi óskast
Kvk meðleigjandi óskast með tvítugri
stúlku. Íbúðin er fullbúin og staðsett í
Bryggjuhverfinu í Grafarvoginum .
Nánari upplýsingar í s: 892-9846.
EINBÝLI TIL LEIGU - 101 RVK.
Hús til leigu á Njálsgötu. Gott 120 fm
steinhús.Stutt í alla þjónustu, skóla,
sund, banka, verslanir, allt í
göngufæri.Má vera með gæludýr.
Uppl. í síma 862 1197.
Húsnæði óskast
Óska eftir 3 h. íbúð í Miðbænum
Er 22 ára maður með dóttur mína og
vinkonu minni. Vantar 3 herbergja
íbúð í Miðbænum, helst í Hlíðunum!
Er í síma 696-2682, Fannar.
Bílskúr
Lítill bílskúr (geymsla) til leigu
í Rimahverfinu í Grafarvogi.
Leiga ca 30.000kr.
Uppl. í síma 892-9846
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Vantar þig rafvirkja??
Rafvirki getur bætt við sig vinnu, tek
að mér nýlagnir, breytingar, viðhald
o.fl. Sími 821-1334, Helgi.
Námskeið
Microsoft kerfisstjóranám
Bættu Microsoft í ferilskrána. Nýtt
kerfisstjóranám Rafiðnaðarskólans
hefst 2. feb. Skráning hafin. Upplýs. á
www.raf.is, hjá jonbg@raf.is og í
síma 863-2186.
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Til sölu
Innrétting, keramik helluborð,
eyjuháfur og uppþvottavél
til sölu allt saman eða í sitthvoru lagi.
Upplýsingar í síma 894 3340.
Óska eftir
Flatskjár
Er ekki einhver sem vill selja mér 37”
flatskjá? Bráðvantar einn slíkan.
Upplýsingar í síma 694 2326.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket,
útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Innréttingaefni til sölu
Til sölu efni í nokkrar eldhúsinnrétt-
ingar, spónlagður hlynur. Uppsetning
getur fylgt. Einnig fataskápahurðir úr
eik og hlyni. S. 899 9228.
Ýmislegt
ÚT AÐ GANGA!
Eigum úrval af vönduðum
götuskóm úr leðri, skinnfóðraða,
fyrir dömur og herra.
Mjúkir og þægilegir leðurskór
á góðum gúmmísóla fyrir dömur.
Stærðir: 36 - 42. Litir: Rautt og svart.
Verð: 11.900.-
Mjúkir og þægilegir leðurskór
með stömum sóla fyrir dömur.
Stærðir: 36 - 42. Litir: svart.
Verð: 11.900.
Vandaðar og góðar herramokka-
síur úr leðri. Stærðir: 40 - 46.
Litir: Svartir og ljósir. Verð: 6.885.-
Flottir og sportlegir leðurskór
fyrir alvöru menn. Stærðir: 40 - 48.
Litir: Svart, brúnt og mislitt.
Verð: 9.985.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
People wanted to pose
for photo project
People wanted to pose for photo-
graphy project. Must be available
some weekends. Aged 21-100 every-
body welcome.
tony@icelandaurora.com
NÝTT LÍF - HREYFUM OKKUR Á
NÝJU ÁRI
Íþróttahaldarinn sívinsæli í BCD
skálum Í SVÖRTU OG HVÍTU á kr.
3.850,- og aðhaldsbuxur í stíl í
stærðum S,M,L,XL á kr. 1.950,--
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bátar
Réttindanám fyrir skemmtibáta
Réttindanám fyrir báta undir 12
metrum og skemmtibáta. Fjarnám
við Framhaldsskólann í Austur-
Skaftafellssýslu. Skráning á vefnum:
www.fas.is og í síma 470-8070.
Umsóknarfrestur til 14. janúar 2009.
Bílar
Suzuki jimny árg. '04 ek. 78 þ. km
Vel með farinn, eyðir litlu, hátt og
lágt drif, er á 31" dekkjum, næsta
skoðun mars 2010. Verð 850 þús.
Endilega hafið samband,
s: 862-7180, Atli.
Bílar óskast
4x4 bíll óskast
Óska eftir vel með förnum fjórhjóla-
drifnum bíl á verðbilinu 250-500 þ.
Guðrún sími 696-1368.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Eruð þið leið á baðherberginu?
Breytum, bætum og flísaleggjum.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Félagslíf
Samkoma í kvöld kl. 20.
Söngur: Miriam Óskarsdóttir.
Anne M. Reinholdtsen talar.
Umsjón: Harold Reinholdtsen.
j
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opin alla virka daga kl. 13-18.
Opið laugardaga á Eyjarslóð.
Landsst. 6009010819 VII
I.O.O.F. 5 189818 *9.0
I.O.O.F. 11 189188
✝ Ólöf Kristín Árna-dóttir fæddist á
Lýtingsstöðum í
Vopnafirði 9. febrúar
1918. Hún andaðist á
Landspítalanum 26.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru hjónin Árni
Árnason bóndi á Hró-
aldsstöðum, f. 22.7.
1883, d. 16.7. 1942, og
Arnbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 17.6.
1885, d. 26.5. 1932.
Ólöf átti sex systkini
og komust þrjú á legg, Sólveig, f.
4.9. 1913, d. 5.1. 1975, Lára, f. 14.9.
1921, d. 9.7. 1989, og
Elín, að líkindum
fædd 1923 og dáin
1936, en bræður
hennar dóu í frum-
bernsku, Ásgrímur
og tvíburarnir Ás-
grímur og Brynj-
ólfur.
Ólöf flutti ung frá
Vopnafirði til Reykja-
víkur. Hún vann
lengst af á Landspít-
alanum.
Útför Ólafar fer
fram frá Fossvogs-
kapellu í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Okkur systkinin langar til að
minnast Ólafar frænku okkar með
fáeinum orðum. Hún fluttist ung
stúlka frá Vopnafirði heim til ömmu
og afa á Fjölnisvegi þegar móðir
hennar lést. Faðir hennar var bróð-
ir ömmu.
Hún vann lengi í Skógerðinni og
eftir það á Landspítalanum, m.a. í
býtibúrinu, þar til hún hætti að
vinna fyrir aldurs sakir. Þegar hún
vann á Landspítalanum leit hún
alltaf inn á Fjölnisveginn, hafði lykil
að okkar heimili og kom og fór eins
og hver annar heimilismaður. Móðir
okkar, Úlla Sigurðardóttir, sem lést
árið 2006, var tíu árum yngri en
Ólöf. Þær fylgdust alltaf að, stund-
uðu saman félagsstörf og höfðu fé-
lagsskap hvor af annarri, líkast því
að þær væru systur.
Jólahald og aðrar veislur á Fjöln-
isveginum voru óhugsandi án Ólaf-
ar.
Ólöf var einstaklega vönduð til
orðs og æðis. Hún giftist aldrei, bjó
lengst af í Hellusundi eftir að hún
komst á fullorðinsár, en síðustu árin
í þjónustuíbúð fyrir aldraða við
Lindargötu.
Ólöf hélt ávallt tryggð við fjöl-
skylduna, var traust og vinföst. Hún
hafði yndi af ferðalögum, ferðaðist
mikið bæði innanlands og utan og
fór marga ferðina með vinkonum
sínum Diddu og Ellu. Hún fór jafn-
framt ótal ferðir á Vopnafjörð það-
an sem hún var ættuð.
Við kveðjum Ólöfu frænku okkar
með hlýhug og þakklæti.
Kristín, Sigríður, Magnús og
Halla, börn Úllu og Harðar.
„Þetta er hún Ólöf, sambýliskona
mín,“ sagði ég jafnan við kunningja
mína sem komu í heimsókn í Hellu-
sund 6. Við hentum gaman að þessu
saman, við kunningjarnir og ekki
síður Ólöf. Ég var rétt rúmlega tví-
tugur námsmaður í Reykjavík en
Ólöf sextug. Þetta átti ekkert að
vera fyndið, þetta var það bara.
Hún hafði svo lengi sem ég mundi
eftir mér verið leigjandi ömmu
minnar sem nú var dáin fyrir mörg-
um árum. Hún hafði leigt tvö her-
bergi í íbúðinni en eldhús, bað og
fleira var sameiginlegt. Eftir að
amma dó var íbúðin notuð í kaup-
staðarferðum fjölskyldunnar og
seinna meir bjó annar okkar
bræðra, ég eða Obbi, í Hellusundinu
á meðan við vorum í námi. Það var
einhvern veginn svo sjálfsagt að
Ólöf yrði áfram í herbergjunum sín-
um og byggi með okkur bræðrum.
Hún fylgdi eins og húsgögnin sögð-
um við stundum og ekki stóð til að
skipta um húsgögn.
Það var gott að búa með Ólöfu.
Ljúf og góð í viðmóti, þakklát fyrir
allt sem fyrir hana var gert og hafði
góða nærveru. Pínulítil og heyrði
orðið illa. Við borðuðum oft saman
og sá ég þá jafnan um matargerð,
hafði gaman af því að elda en þótti
verra að sitja einn yfir diskunum.
Það var alltaf eins og Ólöfu væri
boðið í stórsteik, slíkar voru þakk-
irnar og blessunarorðin. Þá skipti
engu hvort á borðum var soðin ýsa
eða hryggur með öllu. Mér er
einkar minnisstætt hvað Ólöfu þótti
mikið til koma þegar ég hringdi eft-
ir uppskrift að soðkökum til að hafa
með saltkjöti, kartöflum og rófum.
Mér fannst ekkert sjálfsagðara í
stöðunni en soðkökur hafði hún ekki
bragðað í fjörutíu ár.
Allar mínar minningar um Ólöfu
Árnadóttur eru ljúfar og lág-
stemmdar. Það verða ekki skraut-
sýningar eða stórsveitir sem taka á
móti henni við hliðið hjá Lykla-
Pétri, það væri satt að segja úr
takti við þá hæglátu konu sem
gengi inn varfærnum skrefum og
þakkaði fyrir að fá setjast niður.
Þar verða blessunarorðin væntan-
lega flutt á báða bóga.
Ég þakka þér Ólöf mín sam-
veruna hér á árum áður.
Ólafur Týr Guðjónsson,
Vestmannaeyjum.
Alltaf var Óla frænka jafn indæl,
gestrisin og góðhjörtuð og ætíð var
gaman að hitta hana í afmælum og
heimboðum þar sem ekkert var til
sparað.
Börnin fengu það sem þeim þótti
best og við hin líka.
Hún var heilsuhraust í gegnum
tíðina en ef eitthvað var að tók hún
því af miklu æðruleysi. Hún veiktist
þó illa þrenn síðustu jólin sem hún
lifði.
Hún náði sér á strik eftir fyrri
skiptin og náði þeim áfanga sem
hún hafði óskað sér. Að verða ní-
ræð.
Við hittum Ólu á aðfangadag,
tveimur dögum áður en hún lést, og
erum við öll þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja hana.
Ásgeir, Karen, Arnbjörg Mist
og Ísold Gunnur.
Ólöf Kristín Árnadóttir