Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„OKKUR hefur aldrei staðið svona mikið til
boða. En á sama tíma erum við ekki í aðstöðu til
að láta verða af neinu,“ segir tónleikahaldarinn
Ísleifur Þórhallsson, en fjölmargar erlendar
stórstjörnur hafa lýst áhuga á að halda tónleika
á Íslandi. „Það er verið að bjóða manni ýmislegt
sem mann dreymdi ekki um að geta gert hérna
áður fyrr. Þannig að við erum að segja nei við
ýmsu sem við hefðum stokkið á í fyrra.“
Að sögn Ísleifs hefur heimskreppan haft sín
áhrif í tónleikabransanum líkt og annars staðar.
„Í stað þess að við séum að ganga á eftir tónlist-
armönnum þurfa þeir að hafa meira fyrir hlut-
unum núna. Verðið er að lækka og það eru allir í
gengisvandræðum, við erum ekkert þeir einu
sem eru í þeim.“
En kemur þá ekki til greina að halda bara eina
stóra tónleika? „Það er það sem við erum að
skoða, að hafa færri en stærri tónleika, og jafn-
vel bara eina stóra tónleika sem kostar aðeins
meira inn á. En það er verið að tala um svo háar
upphæðir, og það þarf að borga 99% af kostn-
aðinum beint til útlanda, og þar erum við að tala
um tugi milljóna,“ segir Ísleifur sem hefur verið
í sambandi við fjölmarga umboðsmenn. „Við er-
um í sambandi við alla sem eru á túr, og höfum
meðal annars rætt við umboðsmenn AC/DC,
Tinu Turner og U2. Þannig að allar sveitir sem
eru á tónleikaferðalögum koma til greina.“
Stórstjörnurnar vilja halda tónleika á Íslandi
Reuters
U2 Spilar kannski á Íslandi áður en langt um líður.
Þá kæmi varla annað en Egilshöll til greina.
Ásmundur Ásmundsson mynd-
listarmaður skrifar meinfyndna
samantekt á myndlistargóðærinu á
vefritinu Nei (this.is/nei). Ásmund-
ur skýtur föstum skotum að Klink
og Bank og öðrum listaverkefnum
sem áttu það sameiginlegt að leita
fast á náðir fjármálastofnana og
ljóst má vera að kjánahrollurinn
hríslast upp eftir baki einhverra
listamanna þegar góðæristíð und-
anfarinna missera er rifjuð upp. Ás-
mundur segir á einum stað:
„[Lands]bankinn fjármagnaði
heimildarmynd um Klink og Bank,
þar sem Björgúlfur (sic) fer á kost-
um sem yndislegi kallinn sem hann
er og listamenn í hlutverkum skap-
andi villibarna. Myndin minnir á
auglýsingamyndband sem sjá má í
flugvélum Flugleiða, þó það sé í
villtari kantinum, og kemur sköp-
unarkrafturinn umtalaði, kraft-
urinn góði og fyrrnefnd gredda
mikið við sögu. Myndin verður
lengi í minnum höfð og gefur ágæta
mynd af menningarlegu ástandi
ungra listamanna. Áhorfandinn
hefur á tilfinningunni að Klink og
Bank hafi iðað af lífi en jafnframt
sér hann að glamorinn og athyglin,
ekki síst þessi frá útlöndum, hafi
verið drifkrafturinn frekar en
myndlistin sjálf og myndin er eig-
inlega eitt stórt „name drop“.“
Var góðærið lista-
mönnum til góðs?
Það er nóg að gera hjá sjónvarps-
og útvarpskonunni Evu Maríu
Jónsdóttur um þessar mundir. Við-
talsþættirnir Sunnudagskvöld með
Evu Maríu hafa nú lagt upp laup-
ana í bili, en í staðinn mun hún hafa
umsjón með Söngvakeppni Sjón-
varpsins sem hefst á laugardaginn.
Henni til halds og trausts verður
engin önnur en Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir. Um leið og Söngva-
keppninni lýkur tekur svo Gettu
betur við, en Eva María er nýr spyr-
ill og stjórnandi þáttanna. Þar fyrir
utan er Eva María stöðugt í útvarp-
inu, að ógleymdum forsíðum helstu
slúðurblaða landsins …
Eva María og Ragnhild-
ur kynna Evróvisjón
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum ennþá eitthvað að
pæla í þessu. En við ætlum nú
bara að gera það sem okkur finnst
skemmtilegt og það sem við erum
góðir í – það er að segja að fíflast
eitthvað í sjónvarpinu,“ segir
Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi,
um nýjan sjónvarpsþátt sem hann
sér um ásamt Auðuni Blöndal,
Audda. Þátturinn verður á Stöð 2
og fer sá fyrsti í loftið föstudaginn
23. janúar, strax að loknum frétt-
um.
Skemmtilegra í beinni
Aðspurður segir Sveppi þá fé-
laga hafa nokkuð frjálsar hendur í
þáttunum, en þeir hafi þó þroskast
töluvert frá fyrri sjónvarpsþáttum
sínum, 70 mínútum og Strákunum.
„Það má kannski segja að þetta
verði svona 70 mínútur í jakkaföt-
um. Við förum kannski svolítið yf-
ir stöðuna, skoðum fréttir vik-
unnar með okkar hætti og svona,“
segir Sveppi og bætir því við að
þeir muni eflaust fá góða gesti í
heimsókn til sín í myndverið. Þá
verður eitthvað um innslög í þátt-
unum, sem verða líklega í beinni
útsendingu að öðru leyti.
„Ég væri allavega til í að hafa
þetta í beinni, það er alltaf svo
miklu skemmtilegra að gera hluti í
beinni en að taka þá upp fyrirfram
því það er ekki hægt að taka neitt
til baka. Það er oft svo mikil snilld
sem gerist í beinni.“
Á sama tíma og fréttir
Athygli vekur að Pétur Jóhann
Sigfússon verður ekki með í þátt-
unum, en þeir þrír hafa nánast
myndað heilaga þrenningu í huga
landsmanna.
„Við erum ekki með hann núna,
það er svo brjálað að gera hjá
honum,“ útskýrir Sveppi.
En eruð þið ekkert farnir að sjá
eftir að hafa tekið hann upp á
ykkar arma, og gert hann að þeim
„risa“ sem hann er í dag?
„Jú vá maður, við drógum hann
út úr útvarpinu inn í sjónvarpið,
og núna sitjum við Auddi bara eft-
ir með sárt ennið,“ segir Sveppi
og hlær. „En nei nei, hann er á
fullu með Jóni Gnarr í Fangavakt-
inni, auk þess sem hann er að
setja upp leiksýningu og svona.
En hver veit nema hann detti inn í
þátt hjá okkur.“
Hver þáttur verður 20 mínútna
langur og að sögn Sveppa hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
hversu margir þættirnir verða,
þótt þeir verði líklega eins margir
og þeir félagar hafa getu og nennu
til. Af tímasetningu þáttanna er
hins vegar ljóst að þeir fá verðuga
samkeppni, nefnilega kvöldfréttir
Sjónvarpsins.
„Já já, ég gleymi alltaf því sem
er í gangi á hinum stöðvunum. En
maður getur ekkert verið að pæla
í því – þá væri maður löngu dauð-
ur. En þetta er mikil áskorun,“
segir Sveppi að lokum.
70 mínútur í jakkafötum
Sveppi og Auddi fara af stað með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 Hafa frjálsar
hendur en segjast þó hafa þroskast Pétur Jóhann er fjarri góðu gamni
Morgunblaðið/Golli
Þáttarstjórnendur „Það er oft svo mikil snilld sem gerist í beinni,“ segja
þeir Auddi og Sveppi. Hver hinna nýju þátta verður 20 mínútna langur.
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ÞESSA dagana er unnið hörðum
höndum á efri hæð Tryggvagötu 22
að því að klára innréttingar nýs tón-
leikastaðar er verður opnaður í byrj-
un mars. Nafn staðarins hefur ekki
verið ákveðið ennþá, en hugsanlega
mun það á einhvern hátt vísa til goð-
sagnarinnar Rúnars Júlíussonar.
Einnig er uppi orðrómur um að
nafnið muni vísa í þekkta íslenska
kvikmynd en öruggt þykir að ekki
verði endurvakið nafn eldri staðar,
eins og hefur verið lenska hér upp á
síðkastið.
Tunglið, er var opnað í húsinu eft-
ir að Gauknum var lokað, er nú hætt
starfsemi en ekki er vitað hvað verð-
ur á neðri hæð staðarins þótt líkleg-
ast sé að þar verði opnaður annar
staður, ótengdur nýja tónleikastaðn-
um.
„Við erum bara á fullu hérna að
mála og gera allt klárt,“ segir Össur
Hafþórsson, annar eigandi stað-
arins, en hann á ennfremur Bar11 á
Laugavegi. „Hérna verður allt gert
fyrir kúnnann og hljómsveitirnar
sem koma hér fram,“ segir hann.
Staðurinn mun taka 250 manns og
verður opinn öll fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagskvöld fyrir tón-
leikahald. Þrátt fyrir nafnleysið er
þegar byrjað að bóka tónleika á
staðnum en það verða engir aðrir en
Langi-Seli og nýju Skuggarnir sem
sjá um að vígja plássið opnunar-
kvöldið, hinn 4. mars næstkomandi.
Sveitin er með nýja breiðskífu í far-
teskinu, sína fyrstu í tæp 20 ár, er
kemur út í febrúar.
Það er því útlit fyrir að rokkið í
Reykjavík eignist brátt nýtt heimili.
Rokkið í Reykjavík eignast
bráðlega nýtt heimili
Morgunblaðið/Golli
Gamli Gaukur Á efri hæðinni verður bráðlega opnaður nýr tónleikastaður.
Nýr tónleikastaður í hjarta borgarinnar opnaður bráðum
Þeir Sveppi og Auddi vöktu
fyrst athygli þegar þeir stýrðu
sjónvarpsþættinum 70 mínútur
á Popptíví ásamt þeim Simma
og Jóa Idol-kynnum, auk þess
sem Pétur Jóhann Sigfússon
gekk síðar til liðs við þáttinn.
Þeir hafa komið víða við í sjón-
varpi upp frá því, t.d. séð um
sjónvarpsþáttinn Strákarnir á
Stöð 2 og leikið í Svínasúpunni.
Þá sá Auddi um sjónvarpsþátt-
inn Tekinn, auk þess sem
Sveppi hefur haft umsjón með
barnaefni, svo fátt eitt sé nefnt.
Sjónvarpsgrín