Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 52
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Vinstri menn og … Forystugreinar: Að ljúka Tónlistar- húsi | Moska í Reykjavík Pistill: Á Kaldalónstónunum … Ljósvaki: Ferjumaðurinn á Styx Ráðherrar studdu uppkaup bréfa Há víkjandi lán frá Glitni og Kaupþingi Bakhjarl, ekki varðhundur Ástandið versnar áður en það batnar VIÐSKIPTI » 3#+4&#. * + 567789: &;<97:=>&?@=5 A8=858567789: 5B=&AA9C=8 =69&AA9C=8 &D=&AA9C=8 &2:&&=E98=A: F8?8=&A;F<= &59 <298 -<G87><=>:,2:G&A:?;826>H9B=> I" I" I%  I%" "I%% !%I %%I% >#    J !I! I! I  I "I I%% !%I! %I !% -A 1 & I  I "% "I " I% % I% Heitast 10°C | Kaldast 3°C  Suðaustan og sunn- an 5-10 m/s og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Ann- ars hægari og þurrt. »10 Bakgrunnur Krist- jáns Steingríms liggur meðal annars í görðum, málverki og vísindum. Það tengist allt. »42 MYNDLIST» Málar með moldinni TÓNLIST» Áhrif frá Led Zeppelin og White Stripes. »50 Eldri bókum er ýtt út úr búðum og rýmt fyrir nýjum. Kaup- endur leita því fanga í þjónustu netheim- anna. »43 AF LISTUM» Af gömlum skræðum FÓLK» Velur frekar líkamsrækt en fitusog. »46 TÓNLIST» Egó tók upp nýjan ádeilubálk Bubba. »46 Menning VEÐUR» 1. Elín borin út úr bankanum 2. Eins og maður hafi verið skotinn 3. Eiður Guðnason hættir 4. Spiluðu knattspyrnu í bankanum  Íslenska krónan veiktist um 0,9% »MEST LESIÐ Á mbl.is Morgunblaðið/Golli Margra ára bið Fjögurra ára var Aaron Ísak greindur með ofvirkni með athyglisbrest en sex ár liðu áður en hann greindist á einhverfurófi, að sögn Lindu mömmu hans. Kötturinn Breki lætur sér fátt um finnast. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HÁTT í 300 einstaklingar greindust með fötlun á einhverfurófi á síðustu tveimur árum hér á landi, sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Ætla má út frá íslenskum rann- sóknum að 27 einstaklingar á ein- hverfurófi séu í hverjum árgangi. Hjörtur Grétarsson, formaður Um- sjónarfélags einhverfra, segir upp- safnaða þörf helstu skýringuna. „Það hefur verið mikill flöskuháls í greiningu á einhverfum hér á Ís- landi,“ útskýrir hann. „Það er sem betur fer mikið að lagast og á síðustu tveimur árum voru hátt á þriðja hundrað einstaklingar greindir, 118 árið 2007 og áætlað um 150 árið 2008. Venjulega eru 27 greindir í nýjustu árgöngunum á Íslandi þannig að þarna var greinilega uppsöfnuð þörf fyrir greiningu. Ástæðan fyrir þess- ari miklu fjölgun er m.a. að þegar Jó- hanna Sigurðardóttir tók við félags- málaráðuneytinu setti hún aukið fjármagn í greiningarnar sem var mikið fagnaðarefni. Þetta er ofboðs- lega mikill léttir fyrir aðstandendur, núna vita þeir loksins hvað er að, búnir að fá staðfestingu á því og það verður mun léttara nú að fá þjónustu við hæfi.“ Hjörtur segir að það séu fyrst og fremst unglingar sem greinist núna, og þá með mildari afbrigði einhverf- unnar, Asperger-heilkenni og ódæmigerða einhverfu. „Þessu þurf- um við að fylgja eftir út í stuðnings- netið allt, með því að upplýsa fólk um hvað einhverfa er, því það er vissu- lega ansi mikið að fá allt í einu 300 manns greinda með einhverfu.“ Samkvæmt tölfræði ætti minnst einn af hverjum 160 að vera á ein- hverfurófi svo Hjörtur gerir ráð fyrir að um 1800 manns séu með fötlun á einhverfurófi á Íslandi. Af þeim sé búið að greina hátt á níunda hundr- aðið. „Hinn helmingurinn er í eldri árgöngunum,“ segir hann. Grunur frá fimm ára aldri Aaron Ísak Berry, sem er 10 ára, er einn þeirra sem nýverið fengu ein- hverfugreiningu og segir móðir hans, Linda Berry, það hafa verið mikinn létti fyrir þau. Áður hafi hann fengið aðrar greiningar en grunur hafi leik- ið á því að hann væri á einhverfurófi frá því hann var fimm ára. „Ég veit að nú á hann rétt á ákveðinni þjón- ustu sem hann fékk ekki áður. Hann er ekki lengur á gráu svæði.“  Fjölbreytt úrræði | 14 Einhverf börn greinast loks Hátt í 300 greindir einhverfir á síð- ustu tveimur árum gamlársdag og í kjölfarið kom í ljós að bifreiðin var ótryggð. Lögreglan klippti svo númer af 10 bifreiðum á stæði bílaleigunnar í Keflavík 2. jan- úar síðastliðinn. „VIÐ máttum svo sem eiga von á því að tryggingafélagið hefði ekki enda- lausa þolinmæði en um leið og við höfðum spurnir af því að trygging- arnar hefðu fallið niður voru allir bílar kallaðir inn og engir leigðir eftir það,“ segir Hrannar Magn- ússon, framkvæmdastjóri bílaleig- unnar Sixt á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Suðurnesjum varð bíla- leigubíll frá fyrirtækinu fyrir óhappi í nágrenni Kirkjubæjarklausturs á Hrannar Magnússon tekur fyrir það að ótryggðar bifreiðar hafi ver- ið leigðar út eftir að vitneskja fékkst um ástand tryggingamálanna um áramót. Hann segir það mikla mildi að ekki hafi reynt á trygginguna vegna umferðaróhappsins við Kirkjubæjarklaustur þar sem bif- reiðin hafi keyrt út af. Fyrirtækið á nú í viðræðum við tryggingafyrirtækið um greiðslu- vandann og liggur starfsemi bíla- leigunnar því niðri. jmv@mbl.is Ótryggðir bílaleigubílar voru í umferð vegna vangoldinna tryggingagjalda „VIÐ ætlum nú bara að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og það sem við erum góðir í – það er að segja að fíflast eitthvað í sjónvarp- inu,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, um væntanlegan sjónvarps- þátt þeirra Audda, Auðuns Blöndal. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og fer sá fyrsti í loftið 23. janúar. Sveppi segir þá félaga hafa nokk- uð frjálsar hendur en þeir hafi þroskast töluvert frá fyrri þáttum, 70 mínútum og Strákunum. | 44 Fíflast í sjónvarpinu Hvað er einhverfa? Einhverfa er safn hegðunareinkenna sem verða til vegna röskunar í taugaþroska. Einkennin eru mismörg og af mismunandi styrkleika sem ræður alvarleika þeirra. Einhverfu- rófið lýsir þessum breytileika. Hverjar eru orsakir einhverfu? Orsakir einhverfu eru af líf- fræðilegum toga. Rannsóknir benda til þess að einhverfa erfist. Hver eru einkenni einhverfu? Geta til félagslegra samskipta er oft- ast skert. Mál, tjáskipti og leikur þróast ekki eins og eðlilegt er. Sér- kennileg og áráttukennd hegðun get- ur verið áberandi. Hversu algeng er einhverfa? Talið er að sex af hverjum þúsund séu með hamlandi einkenni á ein- hverfurófi. Þrír af hverjum fjórum sem greinast eru drengir. Hvernig er greining gerð? Fyrsta skrefið er oftast að leita til heimilis- eða barnalæknis, sem vísar viðkomandi áfram á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, vakni grunur um röskun á einhverfurófi. S&S Íslenski dansflokkurinn Skoðanir fólksins ’Ágæta ríkisstjórn. Það er með ólík-indum að maður eins og ég skuliþurfa að setjast niður til þess að skrifafólki eins og ykkur bréf til að útskýra íeinföldu máli fyrir ykkur af hverju ykkur ber að axla það sem í daglegu tali kall- ast pólitísk ábyrgð. » 28 ÞÓR JÓHANNESSON ’Þeir stjórnmálamenn og aðrirembættismenn sem viðhaft hafaummæli sem stórskaðað hafa íslensktefnahagslíf og orðspor þjóðarinnarverða að hafa það siðferðisþrek að þora að líta í eigin barm og vera ábyrgir mis- gjörða sinna. » 28 SIGURJÓN GUNNARSSON ’Þegar maður missir vinnuna hefstnýtt og skemmtilegt tímabil í lífinu.Það getur verið hundfúlt til að byrjameð, en útkoman verður alltaf jákvæð,þegar litið er til baka eftir nokkur ár. Þetta er tækifærið sem beðið var eftir. Tækifæri til að breyta til og komast í betra og skemmtilegra starf. » 28 BALDVIN BJÖRGVINSSON ’Ef Íslendingar væru ekki þolin-móðustu lindýr jarðarinnar þástæðu hús útrásartalibananna og land-ráðamannanna í björtu báli eftiráramót og Alþingishúsið flygi í 30 þús- und fetum yfir Austurvelli. Stjórn- málamenn treysta því að þjóðin láti bjóða sér ALLT. Vonandi hafa þeir ekki rétt fyrir sér. » 29 SVERRIR STORMSKER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.