Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Mótmæli almennings og óvissa í stjórnmálum Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur og Rúnar Pálmason MÓTMÆLT var í Reykjavík gær annan daginn í röð og var að þessu sinni meiri hreyfing á hópnum. Þá bar meira á hópi ungs fólks sem kastaði eggjum, snjóboltum, flug- eldum og fleira að lögreglu og átti í stimpingum við hana en langflestir mótmæltu með friðsamlegum hætti. Mótmælin hófust við Alþingishúsið, færðust þaðan að Stjórnarráðinu þar sem aðsúgur var gerður að forsætis- ráðherra. Síðan var haldið til baka að Alþingishúsinu, þaðan upp að Þjóð- leikhúsi um kvöldið þar sem að fél- agsfundur Samfylkingarfélags Reykjavíkur fór fram og loks enduðu mótmælin aftur á Austurvelli fram á nótt, þar sem til átaka kom milli lög- reglu og mótmælenda. Þó að langflestir mótmælendur létu sér nægja að tjá óánægju sína með taktföstum slætti og hrópum var líka á svæðinu hópur ungmenna sem ætlaði sér greinilega að reyna verulega á þolinmæði lögreglunnar. Mótmælt hafði verið við Alþingis- húsið í rúma klukkustund er rödd Snærósar Sindradóttur mennta- skólanema kvað við í veikburða gjall- arhorni. Hún sagði að ráðherrar væru að funda í Stjórnarráðinu og bætti síðan við: „Ég persónulega ætla að berja mínar bumbur þar.“ Færði hópurinn sig í kjölfarið allur frá Alþingishúsinu og að Stjórnar- ráði. Er fyrstu mótmælendurnir komu að Stjórnarráðinu var Geir H. Haarde forsætisráðherra á leið út úr húsinu, bakdyramegin. Nokkrir gerðu aðsúg að Geir sem komst klakklaust inn í bílinn. Fleiri mót- mælendur dreif að og var bíll Geirs barinn að utan og í hann kastað snjó- boltum og eggjum. Sveifluðu kylfum Nokkur löng andartök liðu áður en óeirðasveit lögreglu stillti sér upp við hlið bílsins og hóf að ryðja bílnum braut út af bílastæðinu og að Hverf- isgötu. Nokkrum sinnum sveifluðu lögreglumenn kylfum á lofti og af fasi þeirra mátti vera ljóst að högg- um yrði beitt létu mótmælendur sér ekki segjast. Blaðamaður sá engan verða fyrir kylfuhöggum en kylf- urnar voru notaðar til að ýta við mönnum. Nokkrar mínútur tók að að koma ráðherrabílnum af bílastæð- inu. Þegar Geir kom til þingflokks- fundar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll seinna um daginn sagði hann að mót- mæli væru eðlileg í öllum lýðræð- isríkjum en ofbeldi væri ekki það sama og mótmæli. „Fólk þarf að gá að sér í þessu sambandi og ógnandi framkoma við samborgara er ekki við hæfi á Íslandi,“ sagði Geir. Þegar fréttamenn spurðu Geir hvort hann hefði talið sér vera ógnað í dag, sagði hann: „Ég get ekki neit- að því.“ Aðspurður hvort örygg- isgæsla í kringum hann verði efld í kjölfarið sagði Geir að ekkert væri ákveðið í því efni. Þögn vegna jarðarfarar Mótmælin héldu áfram við Stjórn- arráðið drjúga stund. Lítill hópur ungmenna kastaði eggjum og snjó- boltum að húsinu en langflestir létu sér nægja að berja potta og pönnur, klappa og hrópa. „Vanhæf rík- isstjórn,“ var sem fyrr algengasta slagorðið. Hópurinn færði sig síðan í einu lagi að Alþingishúsinu eftir að tilkynnt var um það í gjallarhorni að blaðamannafundur væri um það bil að hefjast í húsinu. Búast hefði mátt við að mótmælin héldu áfram með svipuðum takti en þegar hópurinn kom inn á Austurvöll datt skyndilega allt í dúnalogn. Skýr- ingin var sú að í Dómkirkjunni fór fram jarðarför og hafði dóm- kirkjuprestur beðið nokkra for- sprakka mótmælanna að hafa hljótt við kirkjuna. Þetta kvisaðist hratt út og í um 40 mínútur var allt með kyrr- um kjörum á vellinum. Þegar jarð- arförinni lauk hófust mótmælin á nýjan leik. Að sögn Snærósar, sem hafði hvatt til þess að fólk færði sig Morgunblaið/RAX Ryðja Lögregla varð að ryðja ráðherrabíl Geirs H. Haarde braut í gegnum hóp mótmælenda frá bílastæðinu við Stjórnarráðið. Eggjum, snjóboltum og fleiru lauslegu var kastað í bílinn. Lögregla ýtti við mótmælendum með kylfum. Brugðið Geir H. Haarde var ekki kominn inn í bíl sinn þegar mótm þessu sambandi og ógnandi framkoma við samborgara er ekki við Aðsúgur gerður að ráðherra  Erfitt fyrir lögreglu að sjá við færanlegum mótmælum  Bíll forsætisráðherra barinn að utan og kastað í hann eggjum  Bálkestir reistir á Austurvelli og við Þjóðleikhúsið í gærkvöldi Morgunblaðið/Golli Mótmæli Kveikt var bál fyrir utan Þjóðleikhúsið í gærkvöldi á meðan fundur Samfylkingarfólks í Reykjavík fór fram. Hópur mótmælenda ruddi sér leið inn á fundinn. Til stympinga kom í upphafi en ró komst á mannskapinn. „ÉG er búinn að fá nóg. Ég kaus nú Samfylk- inguna á sínum tíma og hafði miklar væntingar en þessir þing- menn voru ekki kosnir til að fást við þetta. Það eru komnir 110 dag- ar en það er ekkert að gerast, ekk- ert að frétta,“ sagði Sigurður Haukur Gíslason. Sigurður er stofnfélagi í Sam- fylkingunni en sagði sig úr flokkn- um fyrir tveimur mánuðum. Hann sagði erfitt að vinna sig út úr reið- inni, á hverjum degi væri sagt frá nýju hneyksli. „Morgunblaðið slær því upp að við skuldum 2.200 millj- arða og engar upplýsingar um hvernig eigi borga það. Svo ræða þeir hvort ég geti keypt bjórinn úti í ríki eða næstu búð!“ „Ekkert að gerast, ekkert að frétta“ „ÞAÐ er ömurlegt að hafa búið við þetta síðustu 100 daga. Þetta hefur verið eilíf vanlíðan, svekkelsi og bara martröð. Fólk er að vakna núna og spyrna við fótunum. Fólk er búið að fá nóg, loksins er fólk að vakna af hundrað daga svefni,“ sagði Oliver Bergsson. Hann og Friðrik Ómarsson notuðu gamlan handknúinn þokulúður af togara til að láta skoðun sína í ljós. „Við vilj- um koma stjórninni frá, það er aug- ljóst að hún hefur ekkert traust hjá fólkinu,“ sagði Friðrik Fólk að vakna af 100 daga svefni Friðrik Ómarsson og Oliver Bergsson. ÁSDÍS Thorodd- sen kvikmynda- gerðarmaður barði á pönnu af miklum móð á Austurvelli en gerði á því hlé til að ræða við Morgunblaðið. „Ég mæti hérna þar til búið er að setja seðlabankastjórana af, fjár- málaeftirlitið af og boða til kosn- inga í vor,“ sagði hún. Vonandi tæki það ekki of langan tíma því hún hefði margt skemmtilegra að gera. „En ég stend hérna þangað til boðað verður til kosninga. Það er ekki hægt að láta eins og ekk- ert hafi gerst.“ Ásdís sagðist rétt ætla að vona að mótmælin myndu skila árangri. Það væri móðgun við alþýðuna að láta sömu mennina sitja í sínum stólum áfram. Móðgun við alþýð- una að enginn víki MÓTMÆLENDUR voru á öllum aldri á Austurvelli í gær og meðal þeirra þessi ungi drengur sem kom ásamt foreldrum sínum og barði taktföstum slætti á trommuna. Fram eftir degi voru mótmælin að mestu friðsöm en fjör fór að færast í leikinn eftir því sem leið á kvöldið og nóttina. Morgunblaðið/Golli „Litli trommuleikarinn“ sló taktinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.