Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
LANDSFUNDUR
Sjálfstæðisflokksins
verður haldinn í lok
þessa mánaðar undir
sérkennilegum kring-
umstæðum. Erfiðleikar
hafa verið í efnahagslífi
heimsins en algjört
hrun hefur orðið í efna-
hagslífi Íslands. Sjálf-
stæðismenn geta ekki
skorast undan ábyrgð í þessu ferli en
á grundvelli hugmynda sjálfstæðis-
manna hefur íslenskt samfélag tekið
stakkaskiptum undanfarinn áratug.
Sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir því
að fella höft, auka svigrúm einstak-
linga og fyrirtækja en einnig borið
ábyrgð á að byggja upp eftirlitsstofn-
anir og tryggja að frelsið yrði ekki
misnotað.
Verkstjórinn hefur brugðist
Þótt gefið hafi illilega á bátinn
verður því ekki haldið fram að grunn-
hugmyndir sjálfstæðismanna séu
rangar. Frelsi einstaklinga til at-
hafna og viðskipta er grunnþáttur
öflugs velferðarþjóðfélags. Við
sjálfstæðismenn veljum á landsfundi
og í prófkjörum þá
menn og konur, leiðtoga
okkar, er við treystum
best til að koma hug-
myndum okkar og lífs-
sýn í framkvæmd á sem
skynsamlegastan máta.
Á landsfundi veljum við
formann flokksins,
verkstjóra hópsins, for-
sætisráðherraefni og
þann er við viljum að
verði leiðtogi þjóðar-
innar. Við sjálfstæðis-
menn berum ábyrgð á
þessum verkstjóra og nú er ljóst að
sá verkstjóri sem við höfum valið
okkur og treyst síðustu árin hefur
brugðist. Frelsi hefur verið skapað
en nauðsynlegt regluverk ekki sett
eða fylgt eftir. Viðvörunarljós hafa
blikkað án þess að eftir þeim hafi ver-
ið tekið eða við þeim hafi verið brugð-
ist. Ekki þarf að fjölyrða um þær
hamfarir sem átt hafa sér stað en
þúsundir Íslendinga hafa tapað
sparnaði sínum.
Geir H. Haarde verður að víkja
Ljóst er að við sjálfstæðismenn
verðum að byrja ærlega tiltekt á
landsfundi og halda svo áfram í próf-
kjörum. Endurnýjun þarf að eiga sér
stað í Sjálfstæðisflokknum og best er
að sjálfstæðismenn taki frumkvæði
um slíkt og sýni ábyrgð frekar en að
bíða þess að þjóðin hafni flokknum í
kosningum.
Nauðsynleg tiltekt hlýtur að byrja
á forystusveitinni en þar liggur
stærsti hluti þeirrar pólitísku og mór-
ölsku ábyrgðar sem nú þarf að axla.
Geir H. Haarde hefur verið í farar-
broddi okkar sjálfstæðismanna, hann
hefur tekið virkan þátt í að móta og
hanna það kerfi er nú hefur fallið eins
og spilaborg. Geir verður ekki frýjað
reynslu eða menntunar og því er
ábyrgð hans stór. Burtséð frá þeirri
pólitísku ábyrgð sem Geir hlýtur að
bera á atburðarásinni þá er borð-
leggjandi að hann hefur ekki staðið
sig nógu vel í starfi. Sem fjármálaráð-
herra brást Geir varðandi að halda
aftur af vexti ríkisútgjalda eða nota
ríkisfjármálin á skynsamlegan hátt á
þenslutímum, sem forsætisráðherra
brást hann í að hafa eftirlit með og
halda aftur af áhættusæknum fjár-
málafyrirtækjum en þjóðarhagur og
sparnaður Íslendinga var undir. Sem
efnahagsmálaráðherra brást hann í
að verja gjaldmiðil þjóðarinnar, sem
verkstjóri ríkisstjórnar hefur Geir
brugðist í aðdraganda hrunsins en
einnig á fyrstu mánuðum eftir áfallið.
Upplýsingagjöf til þjóðarinnar hefur
verið léleg og of margt er yfir vafa
hafið varðandi hvað er að gerast inn-
an bankanna. Íslendingar standa
ekki uppréttir gagnvart öðrum þjóð-
um heldur láta þegjandi kúga sig.
Það er eitt að geta ekki staðið á móti
ofureflinu en að gefa út yfirlýsingu
líkt og Geir gerði um að Íslendingar
myndu ekki láta kúga sig, en láta svo
það sem menn varast vildu ganga yf-
ir Íslendinga án mótmæla er óhæfa
og yfirhylming. Á heildina litið hefur
tíð Geirs ekki reynst happadrjúg og
við sjálfstæðismenn berum ábyrgð á
því að bjóða Íslendingum upp á öfl-
ugri leiðtoga svo þjóðin treysti sér
áfram til að fylkja sér að baki okkar
lífssýn.
Hvernig leiðtoga viljum við?
Sjálfstæðismenn verða að sjá til
þess að þeir leiðtogar sem þeir velja
sér og bjóða fram til að leiða þjóðina
axli ábyrgð. Íslenskt þjóðfélag hefur
lagst á hliðina en því miður er engin
tilfinning fyrir því að landinu sé yfir-
höfuð stjórnað. Það sem nú hefur
gerst er í raun mannanna mistök,
teknókratískt skipbrot. Það var ekki
síldin sem hvarf. Stjórnleysi og
lausatök voru látin viðgangast á öll-
um sviðum.Við sjálfstæðismenn
þurfum að gera ríka kröfu til þeirra
leiðtoga sem við veljum okkur. Við
skulum velja okkur aðila sem finnur
til sinnar pólitísku og mórölsku
ábyrgðar, aðila sem sýnir auðmýkt í
samskiptum við fjölmiðla og umbjóð-
endur sína og veit hvaðan valdið
sprettur, aðila sem er verkstjóri og
bregst við hættum en er ekki að því
er virðist forlagatrúar, aðila sem
stendur í ístaðinu en fórnar ekki mál-
stað gærdagsins þótt gefi á bát-
inn.Við sjálfstæðismenn skulum
hefja tiltektina á landsfundi nú í lok
janúar. Ég skora á landsfundarfull-
trúa að velja ekki Geir H. Haarde til
áframhaldandi forystu. Ég skora
jafnframt á sjálfstæðismenn að hefja
umsvifalaust leit að nýjum formanni
og forystu en ljóst er að nóg er til af
frambærilegu fólki í Sjálfstæð-
isflokknum.
Sjálfstæðismenn velji nýja forystu á landsfundi
Steinþór Jónsson
skrifar um Sjálf-
stæðisflokkinn
» Á heildina litið
hefur tíð Geirs ekki
reynst happadrjúg og
við sjálfstæðismenn
berum ábyrgð á því
að bjóða Íslendingum
upp á öflugri leiðtoga.
Steinþór Jónsson
Höfundur er sjálfstæður
atvinnurekandi, landsfundarfulltrúi
og situr í stjórn hverfafélags
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
SÁ ER hér skrifar
las af stakri athygli
pistil Árna Johnsens í
blaðinu á dögunum, til-
efnið meint skruggu-
leg uppsögn teikn-
arans Sigmunds nú
fyrir skömmu. Ekki er
þetta eini óvænti
gjörningurinn á
blaðinu, fleira fólk sem af dugnaði og
trúmennsku hefur þjónað því í ára-
tugi og lengstum talist ómissandi
hefur einnig fengið reisupassann, si
sona, einkum af eldri kynslóð. Má
nefna þetta uppsagnir á ameríska
vísu, nema að vestan hafs og austan
tíðkast þetta síður þegar um er að
ræða lausafólk á andlega sviðinu og
telst enn í fullu fjöri. Hugtakið lausa-
fólk á þó ekki fullkomlega við þar
sem viðkomandi hafa iðulega verið
reglulegir gestir á síðum blaðsins um
árafjöld en eru þó ekki fastráðnir né
með skriflegan samning, um nokkurs
konar heiðursmannasamkomulag að
ræða. Viðkomandi blað eða tímarit
þó yfirleitt með einkarétt á birtingu
framlags þeirra, þannig ekki á ferð-
inni svonefndir free lance blaða-
menn. Og ef um vinsæla teiknara/
skrifara er að ræða leitast flest blöð/
tímarit við að halda þeim sem lengst
og kveðja þá með eftirsjá og þakk-
læti við starfslok og kann skrifari
mörg dæmi þess af erlendum vett-
vangi.
Í tilfelli Sigmunds mun teiknarinn
mjög sár út af snubbóttri uppsögn
gegnum síma og láir það honum eng-
inn og trúlega kann meirihluti les-
enda blaðsins viðkomandi yfirmönn-
um litlar þakkir. Það er nefnilega
ekki sama hvernig uppsögn ber að í
slíkum tilvikum og lakara ef hún
heldur engan veginn vatni rök-
fræðilega séð. Viðtekin regla á
blaðinu að fastir starfsmenn hætti í
síðasta lagi um sjötugt eins og tveir
mætir ritstjórar hafa einmitt gert en
engin ákvæði eiga hér við um laus-
ráðna og réttindalausa starfsmenn
og væri viturlegt að athuga þau mál
og ganga betur frá ráðningu þeirra,
eðlilegum mannréttindum um leið.
Sigmund er 77 ára gamall og hefur
haldið úti daglegu framlagi í 44 ár
sem eitt sér er afrek, þá sannaði
hann á sýningu nor-
rænna blaðateiknara
hér í borg fyrir nokkr-
um árum að hann stæði
þeim ekki að baki, þótt
grunnmenntunin væri
kannski ekki jafn gagn-
ger.
Nú vill svo til, að
teiknarinn margfrægi
er jafnaldri þess sem
hér kveður sér hljóðs,
einnig mikilvirkur við
blaðið í meira en fjóra
áratugi, og fékk sömu-
leiðis að vita á svipuðum tíma að
þjónustu hans væri ekki óskað leng-
ur. Dálítið ólíku saman að jafna því
hinn sami hefur verið að minnka við
sig skrif sl. áratug og lýst því marg-
sinnis yfir að hann væri á leiðinni að
hætta að fullu, einungis tímaspurs-
mál. Blaðið ekki lengur sá fjölmiðill
sem hann sættist við að þjóna í upp-
hafi, og þá fyrir drjúga eftirgangs-
semi. Er því alls ekki sár yfir að vera
hættur, frekar léttir, eiturörvarnar
óumflýjanlega margar á slóð listrýna
á þessu fámenna útskeri. Hefði þó
viljað að hátturinn hefði verið nokkuð
annar og síður gert af því er virtist
taugatrekktum þáverandi ritstjóra
og þó öðrum þræði drengskap-
armanni, líkast til heilaþvegnum. Um
þakklæti fyrir brautryðjendastörf
sem stækkuðu blaðið að mati skáld-
ritstjórans, þá hann kvaddi skrifara
um árið, ekki að ræða.
Hefði viljað sjá blaðið þróast öðru-
vísi, á safaríkan jarðbundinn og
heimsmenningarlegri hátt, og að enn
væri rými fyrir stóra drauma um Ís-
land fata morgana. Minni áhersla
lögð á hörðu gildin; girnd/ græðgi/
hégóma/ ágirnd/ leti/ öfund; ytra
byrði, umbúðir og þynnku, einsýni
hlutdrægni og nepotisma í frétta-
flutningi, sér í lagi varðandi mynd-
listarviðburði. Öllu meir í átt að
djúpu og mjúku gildunum, hlutlægni,
skilvirkni, gagnsæi, metnaði og
visku.
Nokkur orð til
Morgunblaðsins
Bragi Ásgeirsson
skrifar um starfs-
lok manna
á Morgunblaðinu
Bragi Ásgeirsson
»Hefði viljað sjá
blaðið þróast öðru-
vísi, á safaríkan jarð-
bundinn og heimsmenn-
ingarlegri hátt...
Höfundur er listamaður.
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
með úttektir á kostum og göllum
aðildar að Evrópusambandinu.
Blaðið hefur fjallað um reynslu
Finna. Áhugavert í þessu samhengi
væri að skoða reynslu Nýfundlend-
inga af inngöngu í kanadíska ríkja-
sambandið fyrir sextíu árum nú
þegar Íslendingar standa frammi
fyrir stærstu ákvörðun sinni frá því
þjóðin sótti sjálfstæði. Því er gjarn-
an haldið fram að utan Evrópusam-
bandsins einangrist Ísland en getur
verið að hin raunverulega ein-
angrun felist í aðild að Evrópusam-
bandinu? Að þjóðin einangrist inn-
an Evrópu nú þegar álfan stefnir að
sameiningu í risaríki með forseta,
utanríkisstefnu, varnarstefnu, þing,
framkvæmdastjórn, gjaldmiðil,
dómskerfi, fána, þjóðsöng, þjóðhá-
tíðardag og sinn Lissabon-
samning.Verður sýn Íslendinga ein-
skorðuð við Evrópu þegar fram líða
stundir? Í þessu samhengi er fróð-
legt að skoða reynslu nágranna
okkar í vestri, Nýfundlendinga sem
hafa einangrast frá umheiminum
innan Kanada. Þann 31. mars næst-
komandi eru sextíu ár liðin síðan
Nýfundnaland gekk í kanadíska
ríkjasambandið eftir umdeildar
þjóðaratkvæðagreiðslur og of-
urþrýsting frá Bretlandi og Kan-
ada. Ísland í austri og Nýfundna-
land í vestri eru sitt hvorum megin
við Hvarf – syðsta odda Grænlands.
Íslendingar eru liðlega 300 þúsund,
Nýfundlendingar liðlega fimm
hundruð þúsund, 25 þúsund á
Labrador. Árið 1980 voru Íslend-
ingar 230 þúsund en íbúar Ný-
fundnalands 568 þúsund. Á ald-
arfjórðungi hefur Íslendingum
fjölgað um 75 þúsund en Nýfund-
lendingum fækkað um 60 þúsund;
voru 508 þúsund árið 2008. Eyjan
Nýfundnaland er svipuð að stærð
og Ísland.
Landlægt atvinnuleysi,
fólksfækkun og mótmæli
Það er viðvarandi landlægt at-
vinnuleysi á Nýfundnalandi – er nú
13,7%, þar eru tekjur á mann einna
lægstar innan Kanada, hæstu skatt-
ar og landflótti tugþúsunda síðasta
aldarfjórðung. Sam-
skipti stjórnvalda í St.
John’s annars vegar
og Ottawa hins vegar
einkennast af stirfni
og tortryggni þrátt
fyrir sameiginlegan
uppruna. Í árslok 2004
var kanadíski fáninn
tekinn niður við op-
inberar byggingar á
Nýfundnalandi að
skipan stjórnvalda í St.
John’s. Það var drama-
tísk gjörð – mótmæli gegn kan-
adísku valdi vegna deilna um arð af
olíuvinnslu á Miklabanka. Forsætis-
ráðherra Nýfundnalands sakaði
kanadísk stjórnvöld um svik. Árið
1992 lýstu yfirvöld í Ottawa yfir
banni á þorskveiðum á Miklabanka.
Þorskurinn hefur ekki náð sér á
strik eftir áratuga veiðar útlendra
ryksugutogara meðan kanadísk
stjórnvöld litu undan en Íslend-
ingar háðu sín þorskastríð. Á 15 ár-
um var átta milljón tonnum af fiski
mokað um borð í ryksugutogara.
Virtir vísindamenn hafa líkt eyð-
ingu sjávarbotnsins á Miklabanka
við eyðingu regnskóganna; tog-
ararnir hafi raskað svo sjávarbotni
og gróðri að ekki verði aftur snúið.
Hrun þorsksins var þungur kross
að bera, draugabæir eru algeng
sjón. Þegar sjávarútvegsráðherra
Kanada lagði bann við þorskveiðum
á Miklabanka og Lawrenceflóa árið
2003 lýsti forsætisráðherra Ný-
fundnalands því yfir að St. John’s
myndi gefa út eigin þorskkvóta í
Lawrenceflóa. Enginn yrði sóttur
til saka fyrir að brjóta fisk-
veiðibann alríkisstjórnarinnar!
Hvernig munu íslenskir sjómenn
taka tilskipunum frá Brussel í
hörðu ári? Nýfundlendingar rekast
illa innan kanadíska ríkjasambands-
ins og bölva gjarnan stjórnvöldum í
Ottawa í sand og ösku. Þeir telja
valdið fjarlægt og
andæfa gjarnan. Þeir
krefjast aukins for-
ræðis eigin mála auk
þess sem þeir telja að
sig hafa verið hlunn-
farna í mikilvægum
málum þó ríkin í kan-
adíska ríkjasamband-
inu hafi mikið sjálf-
stæði. Stórir
málaflokkar eins og
heilbrigðis-, velferðar-
og menntamál eru á
könnu einstakra ríkja.
Rómuð náttúrufegurð, St.
John’s höfuðborg
Nýfundnaland er rómað fyrir
náttúrufegurð. St. John’s með 180
þúsund íbúa er breiddargráðu
sunnar en París – talsvert sunnar
en Dyflinni. Meðahiti í júlí er 20
gráður en einnar gráðu frost í jan-
úar sem gerir hana hlýjustu borg
Kanada að vetrarlagi. St. John’s
státar af því að hafa haldið knatt-
spyrnukappleik í undankeppni HM
árið 1985 þegar Kanada komst í úr-
slit í Mexíkó. Frá 1991 til 2005 tók
íshokkílið St. John’s þátt í svokall-
aðri AHL-deild; nokkurs konar 2.
deild N-Ameríku en liðið var selt til
Montreal 2005. Stærsti flugvöll-
urinn á Nýfundnalandi er við St.
John’s þar sem árlega fara um 1,2
milljónir farþega – um 500 þúsund
ferðamenn heimsækja landið ár-
lega. Frá St. John’s er flogið til
nokkurra næstu borga Kanada en
ekkert áætlunarflug er milli St.
John’s og Evrópu. Stærsta flug-
félag Kanada, Air Canada, býður
ekki upp á beint áætlunarflug til
útlanda frá St. John’s; boðið er upp
á flug til Halifax, Ottawa, Toronto
og Montreal. Frá 2004 hefur hið
ameríska Continental Airways boð-
ið upp á flug til New York fjórum
sinnum í viku allt árið, daglega yfir
sumarið. Það eru einu beinu sam-
skiptin við útlönd. Samskipti Ný-
fundnalands við útlönd eru afar
einsleit og takmörkuð. Getur þjóð
verið stórhuga með þessa sýn út?
Nýfundnaland hefur innan Kanada
einangrast frá umheiminum.
Geta Íslendingar lært af reynslu
Nýfundlendinga?
Meira: mbl.is/esb.
Á Ísland á hættu að einangr-
ast líkt og Nýfundnaland?
Hallur Hallsson fjallar um
reynslu Nýfundlendinga af
inngöngu í kanadíska
ríkjasambandið
» Sextíu árum eftir
inngöngu í Kanada
hefur Nýfundnaland
einangrast frá umheim-
inum. Geta Íslendingar
lært af reynslu Nýfund-
lendinga?
Hallur Hallsson
Höfundur er blaðamaður.