Morgunblaðið - 22.01.2009, Side 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
✝ Anna Georgsdótt-ir fæddist á Laug-
arbökkum í Ölfusi
hinn 20. febrúar 1928.
Hún lést á Landspít-
alanum, Landakoti,
hinn 17. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Margrét
Kjartansdóttir, f. á
Efri-Húsum í Önund-
arfirði 2. ágúst 1896,
d. 5. apríl 1960 og
Georg Jónsson, f. á
Strýtu í Hamarsfirði
24. febrúar 1895, d.
24. mars 1981. Bróðir Önnu er
Kjartan, f. 7. maí 1933, maki Sigríð-
ur Pétursdóttir, f. 3. október 1934,
þau eiga þrjú börn. Fóstursystir
Önnu var Jóna Sigurjónsdóttir, f.
13. febrúar 1942, d. 6. maí 2005,
maki Þórður M. Adólfsson, þau
eignuðust 5 börn.
Anna giftist hinn 2. júlí 1955
Gunnari Má Péturssyni, f. í Dan-
mörku 16. október 1919. Foreldrar
hans voru Lára Eggertsdóttir, f. á
þeirra er Davíð Georg. Fyrir átti
Aldís tvö börn, a) Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, maki Pétur Sigurðsson,
sonur þeirra er Hinrik Frank, og b)
Brynjar Elí Pálsson, dóttir hans er
Embla Sól. 4) Pétur, f. 8. mars
1963, maki Dóra Eydís Pálsdóttir,
f. 1. mars 1966. Þau eiga tvö börn,
Gunnar Má og Ólöfu Þorbjörgu. 5)
Margrét, f. 2. júní 1972, maki Eyj-
ólfur Gunnarsson, f. 28. nóvember
1972. Þau eiga fjögur börn, Gunn-
ar Trausta, Atla Má, Magnús Daða
og Láru Ósk.
Anna ólst upp í Skerjafirði, bjó
þar frá 3 ára aldri til æviloka. Hún
var stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1948 og stundaði
nám í ensku og dönsku við Háskóla
Íslands. Hún vann hjá Viðskipta-
nefnd þar til börnin fæddust og var
heimavinnandi þar til yngsta barn-
ið var komið í gagnfræðaskóla. Þá
hóf hún störf á Landsbókasafni Ís-
lands, síðar Þjóðarbókhlöðunni,
þar til hún lét af störfum árið 1998.
Á árunum sem hún var heimavinn-
andi vann hún sjálfboðastörf fyrir
Rauða kross Íslands.
Útför Önnu fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Papósi við Álftafjörð
17. júlí 1892, d. 27.
febrúar 1949 og Pét-
ur Magnússon, f. á
Gilsbakka í Hvít-
ársíðu í Borgarfirði
10. janúar 1888, d. 25.
júní 1948. Börn Önnu
og Gunnars eru: 1)
Lára, f. 27. janúar
1956, maki Ólafur K.
Ólafsson, f. 22. maí
1956. Þau eiga þrjú
börn, Georg Pétur,
Önnu Margréti og
Jón Óskar. 2) Kjartan
Georg, f. 24. janúar 1957, maki Ól-
ína Á. Jóhannesdóttir, f. 3. sept-
ember 1957. Þau eiga tvær dætur,
Oddnýju Önnu og Láru Margréti.
Dóttir Kjartans og Petrínu Sæunn-
ar Úlfarsdóttur er Ásdís, maki
Andri Úlriksson. Þau eiga tvo syni,
Ármann og Kjartan Úlrik. Andri
átti fyrir tvö börn, Gabríel (d. 1997)
og Agnesi. 3) Gunnar Már, f. 5. nóv-
ember 1959, maki Aldís Bára Ein-
arsdóttir, f. 13. ágúst 1953. Sonur
Fyrir mömmu var Skerjafjörð-
urinn paradís á jörð. Hún áleit sig
sæla að hafa flust þangað lítið barn
og búið þar æ síðan. Við rifjuðum
það upp á síðustu göngu okkar í
Skerjafirði skömmu áður en hún
lést að nú væri hún líklega sá Sker-
firðingur sem lengst hefði búið þar.
Mamma var staðráðin í að yfirgefa
ekki Skerjafjörðinn til að taka upp
„þægilegri“ búsetu í öðru borgar-
hverfi. Hún var flutt á spítala 5.
janúar sl. og banalegan var stutt,
hún kvaddi södd lífdaga 17. janúar.
Mamma ólst upp á sveitabæ í
Reykjavík. Faðir hennar var Georg
Jónsson bóndi og móðir hennar
Margrét Kjartansdóttir húsfreyja.
Margrét var menntuð kona, hafði
gengið í Kennaraskólann. Þau voru
komin á fertugsaldurinn þegar
móðir mín fæddist. Mamma kom
örugglega eins og sólargeisli inn í
líf þeirra. Fimm árum síðar eign-
aðist hún bróður, Kjartan bónda,
sem lifir systur sína. Fóstursystur
eignuðust þau systkinin síðar, Jónu
Sigurjónsdóttur, sem er látin.
Ég held að æska og uppvöxtur
móður minnar hafi verið eitt æv-
intýri. Yndislegra umhverfi en
Skerjafjörðinn er vart hægt að
hugsa sér, góðir foreldrar og sam-
hent fjölskylda. Mamma átti marg-
ar góðar æskuvinkonur og sá vin-
skapur entist ævina á enda. Hún
gekk menntaveginn, var stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1948 og átti þaðan góðar minn-
ingar. Hún lagði áherslu á að við,
börnin hennar, gengjum sama veg.
Við komumst ekki upp með að
kvarta undan „námsleiða“ og vilja
gera hlé á námi. Ljúka stúdents-
prófinu fyrst og svo má gera hlé!
Og það varð sem hún vildi. Öll
börnin fimm eru stúdentar frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Mamma las dönsku og ensku í Há-
skóla Íslands að stúdentsprófi
loknu. Hún vann síðan skrifstofu-
störf hjá Viðskiptanefnd. Mamma
var sigld kona, fór oft með Gullfossi
til Kaupmannahafnar og sagði
gjarnan um fólk að það hefði verið
samskipa henni á Gullfossi. Það var
í einni slíkri ferð sem hún hitti ást-
ina sína, hann pabba minn. Þau
giftu sig eina sólardaginn rigninga-
sumarið 1955. Það var 2. júlí og á
hverju ári síðan var ekið til Þing-
valla þann dag. Alvara lífsins tók
við. Pabba og mömmu fæddust
fjögur börn á átta árum og svo eitt
til níu árum seinna, fimm börn alls.
Þá var lífið enginn leikur lengur,
stoppað og stagað frá morgni til
kvölds. Það hefur oft verið erfitt
hjá móður minni að annast okkur
öll auk alls annars sem til féll á
stóru heimili. Hún hafði engar
ömmur til að leita til, tengdamóðir
hennar dó áður en þau pabbi
kynntust og móðir hennar langt um
aldur fram árið 1960. Móðir mín
talaði alltaf fallega um þær báðar
og saknaði þess örugglega að hafa
ekki fengið að kynnast tengdamóð-
ur sinni. Ég á margar yndislegar
minningar frá æsku minni þar sem
mamma var kjölfestan. Það er dýr-
mætt veganesti að hafa átt
áhyggjulausa æsku í skjóli góðra
foreldra, fyrir það þakka ég þér,
mamma mín, á kveðjustund.
Þín dóttir
Lára.
Þakklæti er mér ofarlega í huga
þegar ég minnist móður minnar,
þakklæti fyrir að hafa verið mér
besta mamma sem ég get hugsað
mér. Ég er yngst systkinanna og
hef alltaf verið mjög náin mömmu
og pabba. Mamma var heimavinn-
andi og áður en ég hóf skólagöngu
man ég eftir okkur mömmu saman
í Vesturbæjarlauginni á hverjum
degi og eftir að ég byrjaði í Mela-
skóla naut ég þess að koma heim úr
skólanum vitandi að mamma beið
eftir mér.
Þegar ég var komin í MR og
mamma var farin að vinna á Lands-
bókasafninu gerði ég að vana mín-
um að læra fyrir öll próf í lestrarsal
bókasafnsins. Með því móti gat ég
farið með mömmu í kaffi í pásum
og þegar ég fór í Háskólann og bú-
ið var að sameina Landsbókasafnið
Háskólabókasafninu svo úr varð
Þjóðarbókhlaðan þá lærði ég þar.
Og fór í kaffi og mat með mömmu.
Svona leið æskan, mamma alltaf í
kringum mig og ég í kringum hana.
Eftir að við Eyjó kynntumst fest-
um við kaup á okkar fyrstu íbúð í
Kópavogi við Fossvogsdalinn. Við
eignuðumst Gunnar Trausta og á
hverjum einasta degi gekk ég heim
til mömmu og pabba með Gunnar
Trausta í vagni og alltaf gengu
mamma og pabbi á móti mér. Við
mættumst í Nauthólsvík og geng-
um saman út í Skerjó. Við fluttum
síðan í Vesturbæinn, Atli Már
fæddist og enn gekk ég á hverjum
degi til mömmu og pabba. Síðan
fluttum við í Skerjafjörðinn og
Magnús Daði fæddist. Amma og afi
voru enn heimsótt daglega og
amma las fyrir drengina og afi spil-
aði við þá. Loks fæddist Lára Ósk
og líkt og strákarnir varð hún sól-
argeislinn hennar ömmu.
Við fórum ófáar ferðirnar saman
í Þjórsárdalinn, um landið þvert og
endilangt og til útlanda. Þessar
ferðir eru okkur ómetanlegar.
Betri ömmu og afa er ekki hægt
að finna. Við munum áfram heim-
sækja afa daglega en ömmu er sárt
saknað. Ég mun halda minningu
hennar á lofti og börnin mín munu
áfram fá að heyra um ömmu sem
gerði allt fyrir þau. Mamma er mín
fyrirmynd.
Margrét.
Ég kynntist konu minni Láru
1972, þá 16 ára gamall, og skömmu
síðar foreldrum hennar, Önnu og
Gunnari. Ekki er óeðlilegt að for-
eldrar okkar hafi tekið sambandi 16
ára unglinga með hæfilegum fyr-
irvara þótt aldrei hafi það verið lát-
ið í ljósi. Mér, 16 ára stráknum, var
tekið með velvild af Önnu og Gunn-
ari. Tímar liðu, sambandið varð
nánara, og alla tíð hefur samband
okkar Láru verið í skjóli foreldra
okkar beggja.
Anna var menntakona; hún las
mikið og sótti myndlistarsýningar.
Eftir að börnin fluttu að heiman
fjölgaði ferðum þeirra Gunnars til
útlanda, þar sem þau sóttu sýn-
ingar og fóru í leikhús.
Sú mynd af tengdaforeldrum
mínum, sem alltaf verður í huga
mér, er myndin af þeim í stofunni á
Bauganesi, lesandi og heimilishund-
urinn liggjandi undir stofuborðinu.
Um leið og við komum í heimsókn
með börnin breyttist heimilið í
barnaheimili, amma las fyrir börnin
og afi spilar við þau tímunum sam-
an.
Barnabörnin tóku því miklu ást-
fóstri við ömmu og afa. Þegar við
Lára vorum að koma börnum okkar
á legg þurftum við oft að leita til
þeirra um pössun vegna náms okk-
ar eða annars. Ávallt var það auð-
sótt mál og börnin nutu ástar og
natni afa og ömmu. Anna hafði ver-
ið veik í langan tíma fyrir andlát
sitt og heilsu hennar hrakaði smátt
og smátt. Þennan tíma hugsaði
Gunnar um hana allan sólarhring-
inn. Oft var umönnunin honum erf-
ið; stundum mjög erfið, en alltaf
þegar við Lára komum til þeirra á
Bauganesið frá Stykkishólmi heils-
aði hann okkur með sömu glað-
værðinni og væntumþykjunni yfir
því að við værum komin. Í þau 32
ár, sem ég hef þekkt Gunnar, hefur
glaðværðin verið hans aðalsmerki
og erfið veikindi Önnu náðu ekki að
svipta hann glaðværðinni þótt
stundum hafi veikindin gengið
nærri honum. Ég veit að þegar
sorgin hefur linað tak sitt mun
gamla góða glaðværðin blómstra á
ný þegar hann hittir öll sín börn,
barnabörn og barnabarnabörn. Og
ekki má gleyma hundunum. Þegar
ég kynntist Önnu og Gunnari var
hundurinn Bobbý á heimilinu og
síðar kom Glói. Hin síðari ár hafa
þau verið án félagsskapar hunds.
En þó ekki alveg. Fjögur barna
þeirra eiga hunda og eftir að Anna
lagðist banaleguna inni á spítala
fékk Gunnar hundinn Bassa til að
vera hjá sér.
Við Lára vorum hjá Önnu þegar
hún skildi við þennan heim. Hafi ég
efast um það, að eitthvað betra
tæki við eftir dauðann, hvarf sá efi
við það að fylgjast með síðustu and-
artökum hennar. Lífið fjaraði sífellt
hraðar úr þreyttum líkamanum og
loks sleppti hún takinu á okkar
heimi. Á þessum tíma sá ég frið-
sældina færast hægt og rólega yfir
Önnu og þegar hún hafði loks gefið
upp öndina var yfir henni friðsæld
Guðs.
Öll syrgjum við Önnu og veitum
hvert öðru stuðning í sorginni og
þá ekki síst Gunnari. En allt hefur
sinn tíma; sorgin einnig. Við tekur
Anna Georgsdóttir
SJÁ SÍÐU 36
Látinn er góðvinur okkar hjóna,
Helgi Halldórsson. Eflaust hefur
hvíldin verið honum kærkomin eftir
erfiðan sjúkdóm er hann átti við að
stríða síðustu ár.
Kynni okkar hafa staðið í tugi ára.
Er Helgi lauk skólagöngu í Vél-
stjóraskólanum er okkur það minn-
isstætt að á prófum var Helgi ætíð
hæstur og var það umtalað hvað
honum gekk vel að læra. Hann var
vélstjóri hjá Eimskip í nokkur ár
eftir skólagöngu.
Helgi var athafnasamur mjög,
hætti sjómennsku fljótlega, fór í
land og setti á stofn fyrirtækið Stál-
iðjuna og hóf smíði á ýmsum hlutum
fyrir markaðinn hér svo sem borð-
um, stólum, rúmum o.fl. fyrir heim-
ili, sjúkrahús, skóla o.fl. og hann
hafði um tíma marga tugi manna í
vinnu. Ekki nægði Helga íslenski
markaðurinn eingöngu. Hann flutti
með fjölskyldu sína til Skotlands á
tímabili og reyndi þar framleiðslu á
vörum Stáliðjunnar. Þannig að
Helgi var einn af fyrstu útrásar-
mönnunum.
Samhliða framleiðslunni í Stáliðj-
unni var rekin verslun í Reykjavík
sem Beta stjórnaði og var til fyr-
irmyndar samvinna þeirra hjóna á
því sviði.
Frá því að við kynntumst þeim
hjónum hófum við fljótlega að
ferðast saman, bæði innanlands og
erlendis. Ferðirnar urðu fjölda-
margar í gegnum áratugi.
Samskiptin skilja eftir ógleyman-
legar og skemmtilegar minningar
sem að við hjónin erum ákaflega
þakklát fyrir.
Beta mín, Hjartanlegar samúðar-
kveðjur til þín og barnanna.
Með þakklæti kveðjum við Helga
vin okkar með virðingu.
Karen og Víðir.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast vinar míns Helga Halldórssonar.
Kynni okkar hófust á árunum uppúr
1960 þar sem ég ungur maður starf-
aði hjá innflutningsfyrirtæki sem sá
um að leysa út vörur fyrir viðskipta-
vini og einn þeirra var Helgi. Þar
hófst áratuga vinátta okkar. Nokkru
áður hafði hann hætt störfum sem
vélstjóri til sjós og ásamt konu sinni
Elísabetu stofnað lítið fyrirtæki sem
framleiddi nytjahluti í gamla fjósinu
í Melbæ í Sogamýrinni.
Starfsemi fyrirtækisins jókst, og
flutt var í hentugra húsnæði í Súð-
arvogi þar sem framleiðsla á stál-
húsgögnum hófst. Auka þurfti véla-
og tækjabúnað, sumt varð að sér-
smíða á staðnum því ekki var á þeim
tíma hægt að treysta á að skreppa í
búðina eftir því sem á vantaði, og
þannig var því einnig varið með
framleiðsluna, ósjaldan hannaði og
útfærði Helgi hlutina sjálfur enda
hagleiksmaður í höndum og afar
laginn við alla hönnun og sérsmíði.
Það var greinilegt að hann var stór-
huga og hugmyndaríkur og hafði
hæfileika til að sjá fyrir þróun mála.
Um áratuga skeið var vart til það
heimili á Íslandi þar sem ekki fyr-
irfundust hlutir sem smíðaðir voru
hjá Stáliðjunni. sem varð eitt
stærsta fyrirtæki á sínu sviði hér-
lendis. Þá lagði hann líka land undir
fót og starfrækti samhliða um tíma
framleiðslu á stálhúsgögnum í Skot-
landi og var um skeið einnig með út-
flutning á húsgögnum til Bandaríkj-
anna.
Skömmu áður en við kynntumst
hafði ég lokið námi í Verzlunarskól-
anum og nefndi við hann gamalt
áhugamál mitt á öðru starfi sem
tengist fluginu, og svarið og hvatn-
ingin lét ekki standa á sér: Þú drífur
í þessu, og við skiptum bara fyrsta
flugtímanum á milli okkar! Með því
var grunnurinn lagður að nýju fram-
tíðarstafi því í kjölfarið fór ég í flug-
nám og ný áætlun varð til í lífi mínu.
Um tíma sátum við líka saman á
nokkrum námskeiðum í fornsögun-
um, og ráð hans varðandi undirbún-
ing fyrir námskeið í Sturlungu
reyndust vel eins og önnur ráð hans.
Helgi átti ýmis áhugamál. Um
árabil stunduðu þau hjónin og börn
þeirra hestamennsku af kappi, farið
var í lengri og skemmri útreiðartúra
með góðum félögum. Seinna tók
golfið við þar sem bæði voru vel lið-
tæk og ósjaldan var komið heim af
golfvellinum með verðlaunabikar
dagsins í hendi. Þá höfum við Lauf-
ey notið einstakra stunda með þeim
hjónum á ferðalögum vítt og breitt
um landið og margar góðar steikur
voru snæddar í sumarhúsinu þeirra
í Öndverðarnesi þar sem þau hjónin
höfði búið sér einstakan sælureit.
Helgi var vel lesinn og hafði skýra
sýn á þjóðfélagsmál og var ákaflega
skemmtilegt að ræða við hann um
menn og málefni líðandi stundar,
kímni hans var einstök og oft var
hlegið þannig að undir tók í húsinu.
Erfiður sjúkdómur hrifsaði til sín
allt of fljótt vininn sem nú er sárt
saknað. Við Laufey og dætur okkar
þökkum samfylgdina og vottum
Betu og börnum þeirra samúð.
Guð blessi minningu Helga Hall-
dórssonar.
Sverrir Þórólfsson.
Helgi Halldórsson og Jóhann fað-
ir minn ólust báðir upp í Hrútafirð-
inum og þessi átthagabönd sem þeir
áttu sameiginleg gerðu það að verk-
um að sterk tengsl voru ætíð við
fjölskyldu okkar. Mín fyrstu kynni
af Helga Halldórssyni voru 1959,
þegar ég kom í fjósið á Melbæ við
Sogaveg þar sem hann byrjaði starf-
semi með fyrirtækið sitt sem síðar
varð Stáliðjan. Ég var þá að elta
pabba, sem vann hjá honum í auka-
vinnu. Mér var mikið í mun að fylgj-
ast með því sem fór fram í smiðjunni
og þóttist sjálfur vinna líka, sjö ára
gutti. Þetta varð að meiru, því ég
byrjaði hjá Helga í sumarvinnu
strax og ég hafði aldur til eða um 15
ára aldur. Síðar fór ég á samning
hjá honum í rennismíði og endaði
með meistarabréf. Mér er minnis-
stætt þegar ég hafði lokið við
sveinsstykkið að Helgi bauð mér í
bíltúr niður á Grensásveg þar sem
hann hafði þá opnað verslunina
Króm Húsgögn. Við gengum um
verslunina og Helgi benti á stól og
sagði, viltu eigan þennan stól?
Svona var Helgi. Það var oft fjörugt
að vinna í Stáliðjunni, margt skrafað
og hlegið og ekki síst þegar forstjór-
inn rifjaði upp sögurnar úr Hrúta-
firðinum. Ég byrjaði með kústinn og
endaði sem verkstjóri og gerðist
bóndi. Helgi var glöggur og greind-
ur, hafði hvasst augnaráð, en alltaf
var stutt í brosið og dynjandi skelli-
hlátur. Þegar Stáliðjan var á Hlað-
brekkunni, var Gulli sonur Helga
eitthvað að gutla með hljómsveit og
æfa inni á skrifstofu. Úr varð mikill
hávaði og skrítinn söngur barst það-
an út, svo okkur starfsmönnunum
stóð ekki alveg á sama. Helgi var al-
veg pollrólegur, sá á okkur svipinn
og sagði, bíðið bara strákar, þessi
stúlka sem er að syngja þarna inni á
eftir að verða heimsfræg söngkona.
Þetta var Björk Guðmundsdóttir að
byrja ferilinn. Svona glöggur var
forstjórinn í Stáliðjunni. Ég á góðar
minningar frá þeim tíma sem Helgi
kom austur til mín, með gömlu
vinnufélagana, þá Ketil Ingimarsson
og Sófus Hólm. Ég ók með þá um
sveitina mína þá helgi og fórum við
meðal annars að Skaftárósvita.
Margs var að minnast og skemmt-
um við okkur vel, gömlu vinnufélag-
arnir.
Hjá Helga Halldórssyni störfuðu
margir af okkar ættmennum. Allt
mitt nánasta ættfólk hefur unnið hjá
Helga um lengri eða skemmri tíma.
Ég lærði margt af Helga sem hef-
ur reynst mér vel sem bónda. Nú
eru flestir gömlu vinnufélagarnir
látnir og líklega smíða þeir saman á
Borðeyri núna. Römm er sú taug
stendur einhversstaðar, það sann-
aðist á Helga Halldórssyni, sem
uppalinn var í Hrútafirðinum þar
sem faðir hans var sýslumaður á
Borðeyri. Átthagaböndin áttu sterk-
ar rætur í Helga og aldrei slitnaði
sú taug. Honum þótti óskaplega
vænt um Borðeyri og alla Hrútfirð-
inga.
Ljósið að handan, logabjarta
lýsir af átthagahlýju
Minning þín lifir í þakklátu hjarta
þar til öll hittumst að nýju.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Ég mun ætíð minnast Helga Hall-
dórssonar með virðingu og þakk-
læti. Guð blessi minningu hans.
Helgi Vilberg Jóhannsson.