Morgunblaðið - 22.01.2009, Page 37

Morgunblaðið - 22.01.2009, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Ég veit að enginn er fullkominn, en elsku Fúsi afi minn komst eins nálægt því í afahlutverkinu og hugs- anlegt er. Hann gerði allt fyrir barnabörnin sín. Þegar ég var lítil var það skemmtilegasta sem ég vissi að fara í pössun til afa og ömmu í Rauðagerðinu. Afi leigði spólu og svo sat hann með mér í gegnum hvaða teiknimynd sem var. Síðan spiluðum við og afi kenndi mér hin ýmsu spil. Hann leyfði mér líka alltaf að vinna, svo ég yrði ekki tapsár. Á sumrin fór ég oft með afa í sveitina. Minningin um hann að vinna hin ýmsu sveitastörf og leggjast síðan til hvíldar í kojunni sinni með „fornald- arljósið“ sem hann hafði hlaðið úti í sólinni um daginn er ljóslifandi í huga mér. Svo kom hann reglulega á „kaffihúsið“ sem ég og Krissa höfð- um útbúið hinum megin við lækinn. Þar gerðum við drullukökur og sungum „Á Sprengisandi“. Afi borg- aði sig alltaf inn með glöðu geði og hafði bara gaman af. Í hestaferðum vildi ég vera þar sem afi var. Ef hann var á hestbaki fylgdi ég og vildi ekkert heitar en að sýna honum hversu hugrökk ég var. Ég hleypti hestinum og fór á stökki fram úr öllum. Afi hló alltaf að kjark- inum í mér. Ef afi fylgdi á bíl sat ég með honum þar. Þá keypti hann handa mér ís og við spjölluðum um allt. Hann var nefnilega meira en bara afi, hann var góður vinur. Minningarnar um elsku afa eru óendanlegar og munu hlýja mér á tímum sorgar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann og eyða tíma með honum á spítalanum þessa síðustu daga. Ég lagði allt á minnið við afa. Röddina, lyktina, brosið og hvernig augun hans ljómuðu þegar hann var umkringdur fólkinu sem hann elskaði. Ég mun ávallt geyma þá stund þegar ég hélt í hönd hans, hann strauk mér um vanga og allt það fallega sem hann sagði. Það var ró og friður yfir honum sem hjálpaði öllum í fjölskyldunni. Afi minn, ég mun sakna þín og elska að eilífu. Ég vona að þú vitir hversu mikilvægur þú ert mér og ég mun aldrei gleyma öllu sem þú kenndir mér. Allar ótrúlegu sögurn- ar sem þú sagðir höfðu sterk áhrif á mig. Þú varst óendanlegur brunnur visku og fróðleiks og þótt þú hafir kannski ekki vitað það gafstu mér innblástur og metnað fyrir námi mínu og framtíð. Það var alltaf stutt í húmorinn þinn elsku afi, enda glat- aðirðu honum ekki alveg til enda. Ég er svo stolt af þér. Þú varst sáttur við að yfirgefa þá prísund sem þú kallaðir líkama þinn og fara til himna. Nú geturðu strítt Lykla- Pétri og falið lyklana hans eins og þú sagðir. Ég vona að þú heimsækir mig öðru hverju á hestbaki afi minn. Það er svo margt sem mig langar að þú sjáir og ég vona að þú verðir stoltur. Af þér lærði ég að ganga í gegnum lífið með bros á vör og hafa húmor fyrir því sem verður á vegi mínum. Held að betri lífsspeki sé erfitt að finna Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér elsku, besti afi og hafa þig í 18 ár. Takk fyrir allt. Ég veit að þú vakir yfir okkur fjölskyldunni og hjálpar okkur að finna styrk hjá hvert öðru á þessum erfiðu tímum. Þú hverfur aldrei frá mér því þú munt alltaf eiga fastan stað i hjarta mínu. Ég elska þig. Elín Þóra. Elsku besti afi minn. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir þau forréttindi að eiga þig fyrir afa, ég sakna þín nú þegar meira en orð fá lýst. Þegar ég var yngri fannst mér svo gaman að koma til ykkar ömmu, alltaf gerðum við eitthvað skemmtilegt. Þú varst svo fullur af fróðleik og mundir allt hvort sem það var eitthvað sem þú lærðir í fyrsta bekk eða heilu aríurnar og leikritin sem þú gast farið með utan- bókar. Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra sögurnar þínar, en minn- ingarnar um þær lifa áfram. Þegar ég flutti svo í bæinn 12 ára gömul og byrjaði með þér í hestun- um þá fórstu að vera meira en bara afi minn, þú varðst minn besti vinur. Við fórum á hverjum degi í hesthúsið og ég hlakkaði til þess á hverjum degi. Á sumrin fórum við austur í beit og þar leið okkur báðum best, úti í náttúrunni að hlusta á fugla- sönginn og vera á hestbaki. Þegar pabbi og mamma komu með okkur í hestamennskuna þá rættist draum- urinn þinn og maður sá það alltaf á þér hversu mikils virði það var þér að fá fjölskylduna með þér. Mikið er ég glöð að hafa fengið þennan tíma með þér því ég á svo fjölmargar góð- ar minningar um þig afi minn. Til dæmis allir reiðtúrarnir okkar niður í Mosfellsbæ þar sem við fórum á leirurnar. Svo í Dímon þegar við El- ín Þóra buðum þér á „kaffihúsið“ okkar, seldum þér aðgang og gáfum þér drullukökur sem þú borgaðir fyrir með glöðu geði. Líka reiðtúrinn okkar þegar við urðum svo svöng að við riðum bara inn í Mosó þar sem við fengum okkur pulsu og kók. Þar vöktum við sko athygli, ég á Fjölla og þú á Skara. Það var aldrei leið- inlegt að vera með þér afi minn, allt- af svo hugmyndaríkur og skemmti- legur og vildir náttúrulega allt fyrir mann gera. Þegar Kristófer fæddist varstu svo ánægður og elskaðir hann svo mikið. Þegar þú talaðir við hann eða um hann þá ljómaðirðu upp og fékkst aldrei nóg af því að heyra sög- ur af honum. Þú óskaðir þess heitt að Kristófer myndi þekkja þig og hann gerir það afi minn, bendir alltaf á húsið ykkar þegar við keyrum framhjá og segir langafi og lang- ömmu, svo talar hann líka oft um þig. Við verðum dugleg að halda minningu þinni á lífi, segja honum allar sögurnar þínar og orðatiltæki ásamt því hversu heitt þú elskaðir hann. Elsku afi minn, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið 26 ár með þér, ég elska þig óendanlega mikið og er strax farin að sakna þín meira en orð fá lýst. Ég er líka mjög stolt af þér hvernig þú tókst á við þessa síðustu daga, hélst uppi húmornum alveg til enda. „Left to the body, right to the head.“ Þessi setning mun alltaf fá mig til að brosa. Þú elskaðir okkur öll svo mikið og enn eftir öll þessi ár skein ástin úr augunum þínum þegar þú horfðir á ömmu. Við munum passa vel upp á hana fyrir þig afi minn. Ég er svo stolt af fjölskyld- unni okkar, við erum fá en samheld- in og höfum haft mikinn styrk hvert af öðru þessa erfiðu daga og ég veit að það er það sem þú vildir. Afi minn, ég hlakka til að sjá þig aftur en þangað til að minn tími kemur mun ég ylja mér yfir minningunum um besta afa í heimi. Ég elska þig. Kristín Valgerður. Elsku Fúsi afi. Þá ertu vonandi kominn í sveitina á hestbak á fínum hesti með sixpensarann, þannig sé ég þig allavegana fyrir mér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, hvort sem það var í gjörð- um eða orðum. Allar spurningarnar sem ég lét dynja á þér um eitthvað sögulegt sem ég hefði lesið og vildi fá staðfestingu á og alltaf gastu svarað mér. Ófá voru þau símtölin sem ég hringdi í þig þegar ég var að lesa og spurði þig um hvort hitt eða þetta væri rétt. Ég mun alltaf minnast þeirra stunda sem við áttum niðri í Rauða- gerði, vá hvað við gátum hlegið mik- ið saman. Mikið var hægt að læra af manneskju eins og þér og mun ég nýta mér það af bestu getu. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir börnin okkar Fúsa, hvað þú varst hlýr, góður og skemmtilegur við þau. Ég elska þig Fúsi afi, mun aldrei gleyma þér og já ég lofa … Þín Inger litla. Hinsta kveðja til föðurbóður, vin- ar og félaga Vigfúsar Tómassonar, hann var alltaf kallaður Fúsi. Þá er hann fallinn frá, sá síðasti úr stórum systkinahópi föður míns. Fúsi vann hjá Sláturfélagi Suður- lands alla sína starfsævi, fyrst sem sendill, síðan við vöruútkeyrslu og að lokum sem sölustjóri. Þótt nokk- ur aldursmunur hafi verið á okkur frændum vorum við mjög góðir fé- lagar og vinir, í raun var hann mér sem stóri bróðir. Á tímabilinu 17-30 ára er allir ungir og nokkurra ára aldursmunur skiptir ekki máli. Við keyptum okkur saman jeppa á uppboði á Keflavíkurflugvelli ásamt pabba, það hefur verið í kringum 1950. Þá var það helsta leiðin til að ná sér í ferðabíl, með drifi á öllum hjólum, hann reyndist gott eintak og var mikið notaður í veiðiferðir og ferðalög og endaði hjá mér, sem einkabíll. Við bjuggum báðir í Máva- hlíðinni, í húsi sem Fúsi og pabbi byggðu ásamt góðum vinum. Það er gaman að minnast þess að á veturna þegar var nægur snjór, sem var oft á þessum árum, settum við bönd í bílinn hjá Fúsa og síðan héngum við tveir aftan í, ég og fóst- urbróðir minn Birgir, síðan ók hann inn Miklubrautina og út fyrir bæinn, þá var umferðin og ljósin ekki til að tefja fyrir og ég minnist þess ekki að við fengjum aðfinnslur við þetta uppátæki okkar, síðan gengum við og renndum okkur allan daginn, í þá daga voru ekki komnar skíðalyftur. Það er margs að minnast á langri leið og verður ekki talið upp hér, en eftirsjáin eftir Fúsa frænda er mikil. Fúsi var einstaklega greiðvikinn og góður sínum og gott til hans að leita ef eitthvað bjátaði á. Hann var fastur fyrir ef honum þótti á sig hall- að og gat stundum verið harður í horn að taka, en alltaf sanngjarn. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á hestum og kom sér upp aðstöðu í út- jaðri bæjarins og naut þess að ann- ast hestana sjálfur svo hann gæti skroppið á bak þegar honum hent- aði. Þau hjón hann og Kristín, en hún fylgdi honum tryggilega í hesta- mennskunni, byggðu sér sumarhús fyrir austan fjall, þar gátu þau haft hestana yfir sumarið og notið þess að fara í útreiðartúra og oft með börnum sínum, sem einnig hafa fengið hrossabakteríuna. Síðustu árin hafa verið erfið fyrir hann og fjölskylduna, hann fékk sýki í nýrun sem leiddi til þess að hann varð að fara í hreinsunarvél þrisvar í viku og líkami hanns lét mikið á sjá svo erfitt var að nýta vélina. Svo kom að því að sjúkdómurinn varð yfir- sterkari. Hann naut sinna síðustu daga eins vel og hann gat með fjöl- skyldu sinni og kvaddi sáttur. Við hjónin vottum Kristínu, börn- unum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur. Þóra og Þórmundur. Genginn er maður sem markaði djúp spor í sögu Sláturfélags Suður- lands. Vigfús Tómasson hóf störf hjá SS í byrjun árs 1935 og vann hjá félaginu af trúmennsku allan sinn starfsaldur uns hann lét af störfum árið 1987 eft- ir 52 ára starf. Vigfús byrjaði sem sendill en var trúað fyrir flestum verkum sem til féllu hjá félaginu og vann síðustu 30 árin sem sölustjóri félagsins. Á starfsævi Vigfúsar skap- aði SS sér leiðandi stöðu á markaði kjötvara á Íslandi og lagði Vigfús mikið af mörkum með dugnaði og ósérhlífni. Undirritaður naut þess að vinna með Vigfúsi síðustu 3 ár starfsævi hans. Krafturinn sem ein- kenndi Vigfús var aðdáunarverður. Hann mætti fyrstur og fór síðastur enda var hann af kynslóð sem hafði alist upp við krappari kjör og aðrar venjur en nú tíðkast. Vigfús fylgdi málum fast eftir og lét ekki hæga- gang eða framtaksleysi stöðva mál sem hann hafði trú á. En allar sögur taka enda og nú er Vigfús kominn á betri stað og má vera sáttur eftir gjöfult lífshlaup. Fyrir hönd Sláturfélags Suður- lands og samstarfsfólks þakka ég góða samferð og sendi fjölskyldu samúðarkveðjur. Steinþór Skúlason. Í dag verður frændi minn og besti vinur til moldar borinn. Fúsi var móðurbróður minn en mætti kannski segja að hann hafi verið meira bróðir minn og vinur. Alla mína ævi fékk ég notið kærleika og umhyggju hans fyrir mér, konu minni og börnum, já alla tíð og tel ég mig einstaklega lánsaman fyrir bragðið. Fúsi var húmorsískur, glaðvær og mjög traustur. Það var sama á hverju gekk maður átti vísan stuðn- ing hjá honum. Sem dæmi má nefna að þegar ég var 7 ára og átti að fara í sveit, fór hann með mig, en þegar á staðinn var komið grét ég svo mikið að hans meyra hjarta þoldi varla álagið og hugleiddi hann alvarlega að taka drenginn bara aftur með sér í bæinn. Þegar ég varð aðeins eldri fór hann með mig á skíði upp í Hvera- dali um páska og var sú ferð æv- intýri líkust. Hann bauð mér upp á glæsilega máltíð í skíðaskálanum þar sem dúkað var upp og maturinn og þjónustan hin glæsilegasta, mér leið eins og ég væri staddur í æv- intýri. Þegar ég var 10 ára fór ég að vinna með honum í sláturtíð hjá Sláturfélaginu og þegar hann fór að byggja í Rauðagerðinu áttum við góðar stundir þar sem ég var nýttur til hinna ýmsu smáverka. Einu sinni þegar við mamma bjuggum á Hverfisgötu varð hún al- varlega veik, og lá í blóði sínu í rúm- inu, þá kom ekkert annað í hugann en að hlaupa út í sjoppu og hringja í frænda, hann mætti og bar hana nið- ur 3 hæðir, og fór með hana beint upp á Hvítaband, og þannig bjargaði hann lífi hennar og mínu. Þegar við Erla ákváðum að gifta okkur kom ekkert annað til greina en að hann yrði svaramaður minn og minnti hann mig á það reglulega, að hann hefði enga smá ábyrgð og að ég yrði að vera góður við hana Erlu, blómið sitt. Við Erla fórum ófáar ferðir með honum og Stínu í Óperuna og út að borða og nutum við þess einstak- lega, enda nærvera þeirra hjóna ávallt skemmtileg. Einnig á ég frá- bærar minningar úr hestamensk- unni með þeim hjónum, og voru ófá- ir reiðtúrarnir sem við fórum bæði hér í bænum en líka í beit fyrir aust- an. Þetta var dýrlegur og skemmti- legur tími. Fúsi var alltaf hrókur alls fagn- aðar þegar fjölskyldan kom saman, hann hafði lag á fólki og kunni að hlusta sem og segja frá. Síðustu stundir okkar hafa nú að mestu verið á meðan hann sat í „vél- inni“ en þær voru svo sannarlega ekki þær sístu. Hann heilsaði mér alltaf með orðunum „Heill þér gyð- ingakonungur“ og þegar fór að líða að lokastundu bað hann mig um að leggja inn gott orð hjá Lykla-Pétri, að hann hefði opið þegar hann kæmi að hliðinu. Alltaf hinn sami, tapaði ekki húmornum né stríðninni þó svo aumur væri og dregið hefði verulega af honum. Við hjónin kveðjum með söknuði kæran vin og frænda en biðjum ykk- ur allrar Guðs blessunar elsku Stína, Ella, Bóbó, Elli, Jóhanna, börn og barnabörn. Drottinn um- vefji ykkur með kærleika sínum og hlýju og huggi ykkur í sorginni. Tómas H. Sigurðsson. Hann Fúsi frændi minn var ein- stakur maður. Hann var lygilega stríðinn en hjartahlýr, glaðlyndur og líka ótrúlega skemmtilegur. Hann sýndi mikla þolinmæði með stelpuskotti sem hafði ótrúlega mik- ið af spurningum og þurfti mikið að tala og beið óþolinmóð eftir því að hann segði eitthvað skemmtilegt og fyndið og ekki var það verra ef það fól í sér að rifja upp strákapör frá unglingsárum hans og þá sérstak- lega þau sem fólu í sér sögur af hon- um og pabba mínum en milli þeirra frændanna var einstakt og náið samband. En Fúsi frændi sá um að við systkinin fengjum pulsur, og það meira en nóg og þótti okkur gaman að heimsækja hann í vinnuna og í hesthúsið. Reyndar var allt gaman sem fól í sér að hitta þennan ein- staka mann. Á einhverjum tíma- punkti fengum við öll að fara á reið- túra með honum og pabba, og stundum kom Stína og hafði hann einstakt lag á að láta manni líða vel jafnvel þótt tilburðirnir hafi ekki verið neitt sérstakleg efnilegir. Hjá Stínu og Fúsa vorum við allt- af velkomin, þau voru sjálfsagður hluti af fjölskyldunni þannig að við alla merka atburði s.s. fermingar, afmæli og útskriftir voru þau eitt af okkur. Mikið hefði lífið verið litlaus- ara ef við hefðum ekki fengið notið þessa merkismanns. Fyrir hönd okkar systkinanna bið ég Drottin að blessa ykkur Stína, Elli, Jóhanna, Elín, Bóbó, börn, tengdabörn og barnabörn svo og aðra sem einnig hafa misst mikið. Ég bið Hann að umvefja ykkur með kærleika sínum og gefa ykkur náð til að ylja ykkur við frábærar minn- ingar um mætan mann Guðlaug Tómasdóttir. Ég hef þekkt Sínu frænku allt mitt líf. Öll mín æskuár bjuggum við mamma í Kaupmanna- höfn, en frá því ég var 6 vikna fór- um við reglulega til Íslands og var þá dagleg rútína að rölta frá ömmu á Miklubraut til Sínu á Vífilsgöt- unni. Þar var setið í litla eldhúsinu og talað saman um heima og geima á meðan fram var reitt ótrúlegt magn af alls kyns góðgæti, víð- frægum pönnukökum, kleinum og Vigfúsína Bjarnadóttir ✝ Vigfúsína Bjarna-dóttir, eða Sína, eins og hún var jafn- an kölluð, fæddist á Fjallaskaga, ysta bæ við Dýrafjörð norð- anverðan, 2. nóv- ember 1918. Hún lést á Hrafnistu að morgni 10. desember síðastliðins og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 18. desem- ber. hrísgrjónagraut. Sína var gestrisin, gjafmild og um- hyggjusöm og þegar ég eldist kann ég meira og meira að meta hvað hún var ótrúlega dugleg og lagði sig mikið fram við að vera svo góð við svo marga. Hún var alltaf að. Fyrir ut- an launavinnu sína var hún sífellt að þrífa, elda eða skjót- ast út í bæ, t.d. með mat handa konu, sem hafði nýlega misst vinnuna, flíkur sem hún hafði lagað fyrir gamlan ekkjumann, pönnukökur í afmæli, osfrv., osfrv. Hún reyndist mér líka ómetanlegur stuðningur, þegar ég fluttist til Ís- lands á menntaskólaárunum og í litlu íbúðina í kjallaranum á Vífils- götu. Alltumlykjandi umhyggja hennar kom ekki bara í formi stöðugs straums pottrétta og pönnukaka, heldur sýndi hún með sínu ljóns- hjarta óbifandi trú á að ég gæti gert það sem ég vildi, og að ég mundi bjarga mér. Á þeim árum lærði ég líka hvað hún afrekaði sem manneskja. Að vaxa upp við slíka fátækt og harðindi og hún gerði, og enda sem fáguð heimskona með fal- legt og gjafmilt heimili. Hún var dugleg, fórnfús og ákveðin og við erum mörg sem eigum henni margt að þakka. Í orðum dönsku vinkonu hennar, Mariane, norrænufræðings, sem dvaldist oft hjá Sínu við íslensku- nám og síðar fræðistörf, var hún ekta „kúltíveruð“ manneskja, góður fulltrúi gömlu íslensku kynslóð- anna, sem eru óðum að hverfa. Ég flyt samúðarkveðjur frá Mariane og fjölskyldu hennar og ég leyfi mér að vitna í kveðju, sem hún sendi í jarðarförina: „Sína, sem átti hreint hjarta og drenglyndi og fínustu ís- lenzku menntun. Einlæg og þakk- lát, Mariane.“ Ég þakka Sínu af öllu mínu hjarta, fyrir allt sem hún var mér og allt sem hún gaf mér og öðrum. Blessuð sé minning hennar. Hlín Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.