Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 22.01.2009, Síða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 ÞÝSKI Mozart-tenórinn Christoph Prégardien kom, sá og sigraði þeg- ar klassísku Midem-verðlaunin voru veitt á Midem-tónlistarstefn- unni í Cannes í Frakklandi í fyrra- kvöld. Prégardien var í aðal- hlutverki á plötu ársins með Malarastúlkunni fögru eftir Schu- bert, en meðleikari hans á plötunni er Michael Gees. Fiðluleikarinn Julia Fischer var valin hljóðfæraleikari ársins og söngvaraverðlaun ársins hlaut kontratenórinn Philippe Jaroussky. Finnska tónskáldið Kaja Saariaho hreppti verðlaun fyrir bestu sam- tímatónlistina. Sérstök heiðursverðlaun voru veitt fyrir farsælt ævistarf í tónlist- inni, og þau hlaut ítalski tenór- söngvarinn Carlo Bergonzi. Út- gáfuverðlaunin hlaut Sony, fyrir undirútgáfu sína Masterworks. Midem-stefnan er alþjóðleg sýn- ingar- og sölustefna útgefenda og tónlistarfólks í öllum greinum tón- listar og verðlaun eru veitt í ýmsum greinum. Klassísku Midem- verðlaunin eru nú fimm ára. Í dómnefnd Midem-verðlaunanna eru fulltrúar klassískra útvarps- stöðva og tímarita um allan heim. Dómnefndin valdi sigurvegarana eftir að hafa hlýtt á mörg hundruð plötur frá 127 útgáfufyrirtækum í 23 löndum. Prégardien og Malara- stúlkan best Klassísku Midem- verðlaunin í Cannes Bestur Christoph Prégardien. Á LAUGARDAG kl. 18 verður opnuð sýning á nýjum málverkum Eyj- ólfs Einarssonar í Lista- safni Reykjanesbæjar og ber sýningin heitið Sökn- uður/Wistfulness. Eyjólf- ur ákvað ungur að helga sig myndlistinni og innan við fermingu var hann farinn að sækja námskeið hjá Ásmundi Sveinssyni. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands hélt hann til Danmerkur og útskrifaðist árið 1966 frá Den Kongelige danske Kunstakademi. Listasafn Reykjanes- bæjar er opið virka daga frá kl. 11-17 og um helg- ar frá 13-17. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Söknuður Eyjólfs í Reykjanesbæ Eitt verka Eyjólfs. MINJASAFNIÐ á Akureyri heldur kvöldvöku í kvöld í Gamla presthúsinu í Laufási. Þór Sigurðsson safnvörður og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Laufási, munu fjalla um ýmsa þætti sem for- feður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira. Gestir geta látið spá fyrir sér á staðnum og eru hvattir til að taka spábollann sinn með sér. Kvöldvakan hefst kl. 20, 1000 kr. kostar inn og er innifalið kaffi og með því. Hugvísindi Spádómar og fyrir- boðar í Laufási Laufás í Eyjafjarð- arsveit. TÓNLISTARKONAN Áslaug Helga Hálfdánardóttir og hljómsveit spila á Rósenberg á Klapparstíg 25 í kvöld. Flutt verða lög af nýútkomn- um diski Áslaugar, Lögmálið, ásamt vel völdum amerískum negrasálmum í rokkuðum út- setningum. Diskur Áslaugar er gefinn út af mmusic.is og rennur allur ágóði af sölu hans til félags Einstakra barna. Lögmálið er fyrsti sólódiskur Áslaugar en öll lög og textar á diskinum eru eftir hana. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tónlist Tónleikar Áslaugar Helgu á Rósenberg Áslaug Helga Hálfdánardóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VETRARHÁTÍÐ verður haldin í áttunda sinn í Reykjavík dagana 13. og 14. febrúar. Hátíðin klípur ekki í budduna, því frítt er inn á alla við- burði hennar. Eins og undanfarin ár verða Safnanótt á föstudagskvöldinu og Heimsdagurinn á laugardeginum stærstu viðburðirnir. Skúli Gauta- son er verkefnisstjóri Vetrarhátíðar hjá Höfuðborgarstofu og hann segir Vetrarhátíð þarfari nú en oft áður. „Við sem að skipulagningu hátíð- arinnar störfum finnum að hún nýt- ur mikils velvilja, þótt það sé erf- iðara nú en áður að fá bein fjárframlög til hennar. SPRON og OR styðja þó vel við hana. Hins veg- ar eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og á því byggist hátíðin. Það er gríðarmikið starf sem lagt er til í sjálfboðavinnu.“ Ratleikur ratar til Óslóar Hátíðin verður sett kl. 19 á föstu- dagskvöldi og um leið hefst Safna- nótt þegar öll söfn borgarinnar opna dyr sínar fyrir gestum til miðnættis. „Hugsunin er sú að gera söfnin lif- andi. Það ætti ekki að þurfa að vera hátíðlegur viðburður að heimsækja söfn, heldur eitthvað sem fólk gerir að jafnaði.“ Safnarútan býður upp á ókeypis rúnt milli safna og ratleikur, sem felst í því að leysa þrautir á nokkrum safnanna, ætti að gera kvöldið spennandi en í verðlaun er ferð á Menningarnótt í Ósló. Þema hátíðarinnar í ár er vatn og ljós, en að sögn Gauta varð sjálfsprottið hliðarþema til þegar ljóst var að há- tíðin hæfist föstudaginn þrettánda. „Það er dulúðin og hryllingurinn og mörg söfnin hafa nýtt sér það. Í Norræna húsinu verður til dæmis draugaráðstefna, þar sem norrænir draugar láta til sín taka og stofna formlega samtök norrænna drauga.“ Heimsdagurinn verður haldinn í Gerðubergi og þar verður menning ólíkustu heimshorna kynnt í ýmiss konar smiðjum og verkefnum. „Arna Valsdóttir verður með lífræna kviksjá sem er mjög áhugaverð. Gestir fá að upplifa barnið í sér við að skapa sína töfraheima í myrkv- uðu rými.“ Brúðuleikhúshátíð verður í Ráð- húsinu báða dagana, þar sem sýndir verða munir frá Leikminjasafninu og brúðuleikhússýningar. Á laug- ardeginum verður eldriborgarahátíð í Ráðhúsinu. Esjuljósaganga, skautasýning, kærleiksganga og ljósasjósund í Nauthólsvík verða líka á dagskrá. Skúli segir tónleika Vo- ces Thules verða kynngimagnaða. „Þeir leita í Sturlungu og syngja fyr- irboða og drauma fyrir Örlygsstaða- bardaga við ævaforn lög.“ Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í 8. sinn 13. og 14. febrúar með fjölbreyttri dagskrá Forneskja og dulúð á Safnanótt Morgunblaðið/Ómar Heimsdagur Fjöldi viðburða, uppákoma og ævintýra verður í Gerðubergi á Heimsdaginn, þar sem kynnast má menningu ýmissa heimshorna Nánar um dagskrána á: www.vetrarhatid.is EYÞÓR Ingi Jónsson, orgelleikari í Akureyrarkirkju, verður einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna er Org- elkonsert í a-moll op. 100 eftir Marco Enrico Bossi og Sinfónía nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven. Marco Enrico Bossi (1861-1925) gat sér gott orð sem orgelleikari og kennari en stundaði einnig tón- smíðar af kappi og er hvað fræg- astur fyrir orgelverk sín. Konsert fyrir orgel og hljómsveit í a-moll op. 100 samdi hann fyrir hljómsveit án blásara að undanskildum hornum. Með því að sleppa blásturshljóðfær- unum vildi Bossi ef til vill fyrir- byggja að blæbrigði blásturshljóð- færanna skyggðu á fjölbreytt lit- brigði orgelsins. Um 4. sinfóníu eftir Ludwig van Beethoven (1770-1827) sagði Robert Schumann að hún væri eins og grannvaxin grísk gyðja á milli tveggja norrænna risa. Með þessu átti hann ef til vill við að sú fjórða væri ekki eins átakamikil og þær sem komu á undan og eftir. En þó hún hafi heldur klassískara og hóg- værara svipmót en margar aðrar sinfóníur Beethovens leynir hand- bragð meistarans sér hvergi. Eyþór Ingi Jónsson hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika hér á landi og erlendis. Hann starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju, kenn- ir við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Einnig er hann stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu. Guðmundur Óli Gunn- arsson stjórnar hljómsveitinni á tón- leikunum, sem hefjast kl. 16.00. Eyþór Ingi Jónsson með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sunnudagur með Bossi og Beethoven á Akureyri Morgunblaðið/Jim Smart Orgel Eyþór Ingi Jónsson er ein- leikari í orgelkonsert Bossi. LJÓÐSKÁLDIÐ Anton Helgi Jóns- son hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör sem var afhentur í gærkvöldi. Sigurljóð Antons ber heitið „Ein- söngur án undirleiks“ og í rök- stuðningi dómnefndar segir að ljóð- ið sé kraftmikið og frumlegt og skilji eftir sterka tilfinningu hjá les- andanum. „Það er alltaf gaman að fá við- urkenningu. Mér þykir mjög vænt um þessi verðlaun því ég hef alltaf haldið mikið upp á Jón úr Vör og svo er vel að þeim staðið,“ segir Anton Helgi. Það er lista- og menningarráð Kópavogs sem stendur nú í áttunda sinn fyrir Ljóðstafnum sem er um- fangsmesta samkeppni sinnar teg- undar á landinu, en 300 ljóð bárust í hana í ár. Markmiðið með keppn- inni er að vekja athygli og auka áhuga á íslenskri ljóðagerð. Anton er bjartsýnn á stöðu ljóðs- ins á Íslandi. „Ég verð nú að segja það að á undanförnum árum hefur mér fundist vera mikil gerjun í gangi í ljóðaheiminum. Það eru að koma fram mörg mjög góð skáld og það er mikil breidd almennt,“ segir Anton, sem er með það á stefnu- skránni að gefa út ljóðabók á þessu ári. Spurður út í verðlaunaljóðið segir hann það vera einhvers konar blús sem passi mjög vel við tímana akkúrat núna. Vinningsljóðið birtist í Lesbók Morgunblaðsins um næstu helgi. Anton Helgi hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Jón úr Vör Anton með Ljóðstafinn. Vetrarhátíð verður sett kl. 19 föstudaginn 13. febrúar í Fóg- etagarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Strax eftir form- lega setningu hefst opnunaratriði hátíðarinnar sem alla jafna hefur verið stórt og mikið í sniðum. Í ár er fólk beðið að mæta í fornum fatnaði og því fornari því betra. Þorleifur Eggertsson er liðsmaður Norðanbáls sem skipuleggur opn- unaratriðið. „Við ætlum í fortíð- arflakk um Grjótaþorpið. Þar verða persónur úr fortíðinni á vappi. Við ætlum að nota lýsingu og hljóð- gjafa til að skapa stemningu og draga fram fortíðina. Við stefnum líka að því að sýna gömlu myndina um Bakkabræður á bakhlið gamla Morgunblaðshússins. Þannig ætl- um við að reyna að pilla aðeins of- an af mannkynssögunni og laða hana fram eina kvöldstund,“ segir Þorleifur Eggertsson í Norðanbáli. Fortíðarflakk í Grjótaþorpinu „Selma Björnsdóttir er til dæmis mjög hátt skrifað nafn í þessum heimi.“ 44 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.