Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINS og fram kom í blaði gærdagsins hyggst myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson gera sitt til að fríska upp á Sjálfstæðisflokkinn, en nýverið tilkynnti hann um framboð sitt til for- manns flokksins. Snorri ætlar ekki að láta þar við sitja og ætlar hann að láta gott af sér leiða á fleiri stöðum en á Fróni. Þannig er mál með vexti að þegar landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur, þar sem gengið verður frá formanns- kjöri, mun hann fara út til Palestínu með ást- arpýramídann svokallaða eða Pyramid of Love. Verk þetta felst í því að Snorri situr í lótus- stellingu inni í pýramída úr plexígleri þar sem hann hugleiðir fyrir ást og kærleika mannkyni til handa. Snorri dvelur jafnan tímunum saman inni í pýramídanum en hann var fyrst settur upp á nokkrum stöðum í Reykjavík árið 2006 og ári síðar tók Snorri hann með sér á Fen- eyjatvíæringinn. „Þetta er ekki beint eftir bókinni, að drífa sig af landsfundi Sjálfstæðisflokks út til Palest- ínu,“ segir Snorri sposkur. Snorri hyggst ferðast um Palestínu með pýramídann og senda heilandi orku frá sér sem mest hann má. „Ég er nú að safna fjármagni til ferðarinnar. Mér ofbauð eins og svo mörgum ástandið þarna úti og var búinn að ákveða þetta löngu áður en vopnahléið varð. Ætli þetta sé ekki bara ein- hvers konar frekja, maður stígur fram af of- forsi þegar manni er ofboðið og maður vill bara stoppa stríðið, einn og sjálfur.“ Pýramídinn til Palestínu Ást og kærleikur Snorri Ásmundsson lætur til sín taka í pýramídanum á Lækjartorgi.  Stemningin á Austurvelli í fyrra- dag var með miklum ólíkindum. Einstök, óraunveruleg, spennandi, hættuleg, styrkjandi og losandi. Allt þetta og meira til. Margir Ís- lendingar voru að upplifa eitthvað glænýtt og blað var brotið í sögu þjóðarinnar. Hún rétti ærlega úr bakinu í fyrsta skipti eftir hrun og árið 0 gekk í garð með stæl. Þegar líða tók á nóttina var stemningin lík karnivali, varðeld- urinn og möntrusöngurinn við Al- þingishúsið minnti helst á lokadag Hróarskelduhátíðarinnar. Vertarnir í kringum völlinn sættu lagi og þreyttir og þvældir mótmælendur áttu þess kost á að svala þorstanum með svaladrykkj- um langt fram eftir nóttu. Miðaldra verkfræðingar til hægri og ungstúdentar til vinstri ræddu saman sem bræður, en álengdar stóð lögreglan grá fyrir járnum, líkt og stormsveitarmenn úr Stjörnustríði. Nýir og annars konar tímar, svo sannarlega… Árið 0 er runnið upp  …og fleiri sættu lagi en vert- arnir. Einn öflugasti mótmælandi og aðgerðarsinni landsins, Erpur Eyvindarson eða Blazroca, nýtti kvöldmatarpásu frá mótmælunum í að dúndra upp lagi; einn, tveir og þrír. Vinnuheiti lagsins er „Landráð“ og urðu margir þess heiðurs aðnjótandi að fá smá for- smekk að því frá höfundinum sjálfum, þar sem hann stóð uppi við styttuna af Sóma Íslands, sverði þessi og skildi. Jón gamli hefði ábyggilega lagt til pumpandi takt, hefði hann átt þess kost. Lagið ratar að öllum líkindum inn á öldur ljósvakans með ein- hverjum hætti nú á næstunni, Erp- ur hefur t.a.m. nýtt sér youtube.- com til þess háttar hluta og geymir vefurinn sá ýmis myndbrot frá mótmælunum en netið hefur verið nýtt óspart hina síðustu daga til að koma lýsingum á því sem er að gerast milliliðalaust til fólks. Skyndibyltingarsöngur Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „Á TÍMABILI var helvíti mikill gauragangur og mér stóð ekki alveg á sama, hvorki um Svövu né Steina og myndavélina,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, umsjónarmaður sjón- varpsþáttarins Sjálfstæðs fólks, sem lenti í nokkrum hremmingum í mót- mælunum á Austurvelli í fyrradag. Þar var Jón ásamt tökumanni sín- um, Steingrími Þórðarsyni, að taka viðtal við Svövu Johansen, sem oft- ast er kennd við 17, en hún er næsti viðmælandi þáttarins. „Hún vildi fá að fylgjast með mót- mælunum og þar sem við erum að gera um hana þátt þótti okkur þetta upplagt, að fylgja henni eftir þar,“ segir Jón Ársæll og bætir því við að þótt á ýmsu hafi gengið hafi þeir fé- lagar aldrei þurft að hætta tökum. „En á endanum skolaði okkur inn á kaffihús þar sem við þurrkuðum af okkur svitann og jöfnuðum okkur.“ Dró fram Jägermeister En finnst Jóni Ársæli ekki svolítið skrítin tilfinning að taka viðtal við viðskiptamann á borð við Svövu á þessum undarlegu tímum, og það á vettvangi mótmæla? „Öll erum við nú vinir í skóginum, og Svava er ein af þeim manneskjum sem hafa sett svip á samtíma sinn. Og þetta er jú samtíminn, það eru mótmæli og það loga eldar við Alþingishúsið. En það er rétt, hún hefur fylgt Sjálfstæð- isflokknum að málum og fer ekkert í launkofa með það. Kannski má segja sem svo að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi stóran hlut að máli. En allt er þetta samofið, og Svava er ekkert eyland í þessu samfélagi okkar,“ segir Jón Ársæll sem vill þó ekki segja til um hvort Svava hafi sjálf verið að mótmæla. „Það var allavega forvitnin sem rak hana nið- ur á Austurvöll. En hver er að mót- mæla og hver er að fylgjast með?“ spyr hann. „Það skal þó tekið fram að á einum tímapunkti dró Svava fram Jägermeister-pela og gaf með sér, eins og sönnum verkalýðs- leiðtoga sæmir.“ Að sögn Jóns Ársæls létu þeir fé- lagar sig hverfa áður en eldar fóru að brenna á Austurvelli, en hann fór þó sjálfur niður í bæ um kvöldið og fylgdist með því sem fyrir augu bar. „Það var rosalega mikil upplifun. Þetta var bara eins og að vera í frönsku byltingunni,“ segir hann og hlær. Viðtalið við Svövu verður í Sjálf- stæðu fólki sem sýnt verður á Stöð 2 næstkomandi sunnudagskvöld. Sjálfstætt fólk í mótmælum  Jón Ársæll Þórðarson tók viðtal við Svövu í 17 í miðjum mótmælum  „Svava er ekkert eyland í þessu samfélagi okkar,“ segir sjónvarpsmaðurinn Fjör á Austurvelli „Á tímabili var helvíti mikill gauragangur og mér stóð ekki alveg á sama, hvorki um Svövu né Steina og myndavélina,“ segir Jón Ársæll. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er viss heimur, vist sam- félag svona Evróvisjón-nörda,“ seg- ir Regína Ósk Óskarsdóttir, annar helmingur Eurobandsins, sem var nýverið valið besta hljómsveitin í síðustu Evróvisjón-keppni. Það voru hlustendur útvarpsstöðvar- innar ESC Radio sem völdu, en þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin. „Við vorum til- nefnd í sjö flokkum en sigruðum í þremur. Við fengum samt aðal- verðlaunin, að vera valin besta hljómsveitin,“ segir Regína, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í München í Þýskalandi um helgina. Sárabætur Aðspurð segir Regína að mikill áhugi sé á Evróvisjón um alla Evr- ópu, óháð árstíma. „Allt árið er ver- ið að halda svona litlar Evróvisjón- hátíðir, við erum til dæmis nýkomin frá Þýskalandi og Svíþjóð, og höf- um fengið boð um að fara víðar, en við höfum bara ekki getað farið út um allt út af kreppunni,“ segir Reg- ína. „Þannig að þetta hættir ekkert, við erum enn að, næstum ári eftir keppnina.“ En eru þetta sárabætur fyrir að hafa ekki unnið í aðalkeppninni? „Já af hverju ekki? Málið er hins vegar það að þeir sem vinna aðal- keppnina eru ekkert endilega í uppáhaldi hjá þessum eldheitu Evr- óvisjón-aðdáendum. Þeir velja sér alltaf einhverja aðra. Selma Björns- dóttir er til dæmis mjög hátt skrif- að nafn í þessum heimi,“ segir Reg- ína að lokum. Friðrik Ómar og Regína Ósk sigruðu eftir allt saman Ljósmynd/ESC Radio Ánægð Regína Ósk og Friðrik Ómar með verðlaunagripina í Þýskalandi Eurobandið valið besta hljómsveitin í kosningu ESC Radio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.