Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
30 - 70%
afsláttur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÍSLAND fengi hraðferð í gegnum umsóknarferlið að að-
ild að Evrópusambandinu ef það legði inn umsókn, sem
yrði vel tekið í Brussel. Aðildarviðræður sem standa
venjulega í mörg ár myndu ganga svo hratt fyrir sig að
Ísland gæti orðið 29. aðildarríki sambandsins á mettíma.
Mögulega strax á árinu 2011. Þetta er fullyrt í breskum
fjölmiðlum í gær. Þeir vitna m.a. í ónafngreinda háttsetta
embættismenn hjá ESB.
Vefútgáfa Guardian hefur eftir Olli Rehn, sem fer með
stækkunarmál hjá framkvæmdastjórn ESB, að ef Ísland
legði fljótlega inn umsókn og samningaviðræður gengju
hratt fyrir sig gætu Ísland og Króatía gengið í sambandið
á sama tíma. Gert hefur verið ráð fyrir að Króatía, sem
hefur átt í aðildarviðræðum í fimm ár, fái inngöngu 2011.
Fleiri fjölmiðlar fjalla um mögulega aðild Íslands í
gær. Vefútgáfur BBC og fleiri miðla staðhæfa að Ísland
geti orðið aðildarríki sambandsins á árinu 2011.
Krisztina Nagy, talsmaður stækkunarskrifstofu ESB,
vill ekki tjá sig um þá staðhæfingu fjölmiðla að Ísland
gæti fengið aðild 2011 en segir í svari til Morgunblaðsins í
gær að Ísland hafi þegar tekið upp stóran hluta af reglu-
verki sambandsins í gegnum EES. Ef Íslendingar
ákvæðu að sækja um myndu samningaviðræðurnar
„þróast hratt“. „Framkvæmdastjórnin er hugarfarslega
tilbúin að taka á móti umsókn um aðild að ESB frá Ís-
landi,“ segir hún.
Times segir að möguleg aðild Íslands sé nú rædd á
æðstu stigum ESB. Ekki sé við því að búast að væntanleg
ríkisstjórn á Íslandi leggi fram umsókn en búist sé við að
þingkosningar verði í maí og Evrópumálin verði eitt
stærsta kosningamálið.
Haft er eftir Rehn í frétt Guardian að „strategísk“ og
efnahagsleg staða Íslands geri landið eftirsóknarvert í
augum ESB. Spurð nánar út í þessi ummæli segir Kriszt-
ina Nagy að lega landsins, sérstaklega nálægð þess við
norðurskautið, sé mjög þýðingarmikil, því mikilvægi þess
muni væntanlega aukast í framtíðinni.
Grænt ljós á hraðbraut
Framkvæmdastjórn ESB er „hugarfarslega tilbúin“ að taka við aðildarumsókn
frá Íslandi Breskir fjölmiðlar segja Ísland geta orðið aðildarríki ESB árið 2011
Í HNOTSKURN
»Olli Rehn hefur sagt að efÍsland sækti um í vor gæti
ferlið hafist um mitt næsta ár
og viðræðurnar tækju ekki
endilega langan tíma.
» Í frétt Deutsche Welle ígær segir að ólíklegt sé að
ESB-ríki víki frá reglum sam-
bandsins um úthlutun fisk-
veiðikvóta og hvalveiðibann-
inu í aðildarviðræðum við
Ísland. Íslendingar þyrftu því
að hætta hvalveiðum ef þeir
gengju í sambandið.
ÞEIR Egill Sigurðsson og Magnús Pétursson
öttu kappi undir vökulu auga Úlfars Steindórs-
sonar á hraðskákmóti skákdeildar Félags eldri
borgara og Toyota í gær. Alls tóku 28 kepp-
endur þátt, en á endanum fór Jóhann Örn Sig-
urjónsson með sigur af hólmi með 8 vinninga af 9
mögulegum. Tíu efstu keppendur fengu verð-
laun í boði Toyota á mótinu sem haldið var í ann-
að sinn en til stendur að það verði árleg hefð.
Hart barist á hraðskákmóti Félags eldri borgara
Morgunblaðið/RAX
ÞESSI bílferð hér til hliðar endaði ekki vel þegar árekst-
ur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Miklubrautar og
Grensásvegar um hádegisbil í gær. Ekki er vitað með
vissu hvernig áreksturinn bar að en afleiðingarnar voru
þær að annar bíllinn endaði uppi á hljóðmön talsvert frá.
Má ætla að kröftugt högg hafi þurft til að koma bíln-
um í þessa stöðu og því mildi að ekki urðu alvarleg
meiðsl á fólki. Töluverðar tafir urðu á umferð í um
klukkustund eftir áreksturinn, að sögn lögreglu. Rétt er
að minna bílstjóra á varkárni við aksturinn enda er færð-
in ekki með besta móti í höfuðborginni þessa dagana.
Snjó kyngdi niður á fimmtudag en í gær frysti og var því
töluverð hálka á götunum.
Þrátt fyrir þetta urðu aðeins þrjú umferðaróhöpp í
Reykjavík í gær samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Ástæða er þó til að fara áfram með gát því búast má við
að færð verði með svipuðu móti næstu daga þar sem spáð
er áframhaldandi snjókomu og hita undir frostmarki yfir
helgina og út næstu viku. Í tíð sem þessari er ekki síst
mikilvægt að skafa vel af rúðum bílsins til að tryggja að
skyggni sé sem best og má minna á það að lögreglan á
Selfossi sá ástæðu í gær til að sekta ökumann sem van-
rækti þetta mikilvæga atriði. una@mbl.is
Þungfært í
Reykjavík
Morgunblaðið/RAX
BANDARÍSKA
tímaritið Time
birti í vefútgáfu
sinni í gær ít-
arlega úttekt á
stjórnmálaferli og
stöðu Jóhönnu
Sigurðardóttur,
verðandi forsætis-
ráðherra. Time
segir einnig að
ástand efnahags-
mála á Íslandi sé svo bágborið, að nú
sé líklegt, að landið sem hafi til þessa
staðið utan ESB til að vernda fisk-
veiðiauðlind sína, fái að fara hrað-
brautina inn í ESB. Allra augu bein-
ist að Jóhönnu sem takist von bráðar
á við það tröllaukna verkefni að
bjarga efnahagslífinu.
Telegraph í Bretlandi fjallar einnig
um Jóhönnu. Segir hana Evrópu-
sinna og að spurningin um ESB-aðild
verði stærsta kosningamálið í vor.
Allra augu
á Jóhönnu
Jóhanna
Sigurðardóttir
„ÞESSI frétt tengist á engan hátt
Rauða krossi Íslands. Eftir samráð
við lögfræðinga skilst okkur að hver
sem er geti skráð „beneficial own-
er“ án þess að viðkomandi fái endi-
lega vitneskju um það,“ segir Sól-
veig Ólafsdóttir, talsmaður Rauða
kross Íslands.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að Rauði krossinn væri skráður eig-
andi (beneficial owner) sjálfseign-
arsjóðsins Aurora. Sjóðurinn átti fé-
lagið Zimham í Panama, sem meðal
annars keypti hlutabréf í Lands-
bankanum til að eiga þegar starfs-
menn innleystu kauprétti sína.
Í yfirlýsingu frá Rauða kross-
inum á Íslandi segir að hérlend
samtök hafi engin tengsl við Lands-
bankann í gegnum sjálfseignarsjóð-
inn Aurora. Vísað er á bug dylgjum
um að Rauði krossinn hjálpi fjár-
festum að hylja slóð sína gegn
þóknun.
Tekið er fram að ekkert lögskráð
félag sé til í heiminum sem beri ein-
ungis nafn Rauða krossins. Við-
urkennd landsfélög beri öll nöfn
þjóðlands síns.
Í fréttatilkynningunni eru vinnu-
brögð Morgunblaðsins gagnrýnd
þar sem orðstír félagsins og þeirra
sem því tengjast sé lagður að veði.
Rauða krossi
Íslands
óviðkomandi