Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 4

Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Ljósmynd/Elvar Páll Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ERU ekki til nein pólitísk orðatiltæki?“ spyrja skipverjar á Ásgrími Halldórssyni, SF 250, á heimasíðu sinni. „Þessir stjórnmálamenn eru alltaf að „stela“ okkar orðum. Spyr sá sem ekki veit,“ segir þar ennfremur. Áhafnir um tuttugu stórra fiskiskipa halda úti heimasíðum og eru margar þeirra mjög líflegar. Aflabrögð, gulldepla, loðnukvóti og mataræði koma oft við sögu, en hér verður gripið niður í nokkrar þessara síðna. Á heimasíðu LÍÚ eru tenglar á síðurnar. Ýmislegt er á döfinni hjá skipverjum á Áls- eynni VE. Þar ber hæst heilsueflingu og gull- depluveiðar. Þeir segja frá því að verið sé að koma upp þrekaðstöðu á millidekki og auk hreyf- ingar ætli skipverjar að taka sig á í mataræði. Matur skiptir miklu máli og á heimasíðu Faxa var sagt frá því að „ofninn hjá kokknum“ var bil- aður í brælutúr á kolmunna við Færeyjar. Tekið er fram að kokkurinn hafi staðið „sig býsna vel í að sjóða og pönnusteikja.“ Áhöfnin á Þorsteini ÞH heldur úti bloggsíðu undir heitinu Gullmol- inn og þar sagði m.a. í vikunni: Stefnan tekin á Halann, en þar hafa skipin verið að fá gott af ýsu og við viljum taka þátt í því... Eitt að lokum: Einn veikleiki aldar okkar er augsýnilega vangeta okkar til þess að greina á milli þarfa okkar og græðgi.“ Núna erum við á guðs vegum Fyrir viku sögðu þeir Faxamenn frá því að messa var haldin um borð: „Núna erum við á guðs vegum hér úti því að það var haldin lítil og góð messa hér um borð í inniverunni. Áhöfninni á Lundey var boðið að koma í messuna og var mæting nokkuð góð.“ Þór HF 4 var við veiðar í Barentshafi fram eft- ir mánuðinum og í lok veiðiferðarinnar mátti lesa á heimasíðu Þórs: „Þá er sá guli kominn allur niður í lest og fullunninn eins og það á að vera. Áður en við fengum að fara varð norska strand- gæslan að koma um borð og sjá hvernig við fór- um eiginlega að þessu. Og viti menn, það voru 3 sem komu um borð og það voru Rip, Rap og Rup. Eða eru þeir danskir? Nú, svo að ég geri langa sögu stutta þá komu þeir um borð og skoðuðu allt, þá meina ég allt, Valdi stóð vaktina uppi í brú með allt sitt á hreinu eins og vanalega. Fundu þeir félagar ekk- ert að hjá okkur nema að Valdi mætti laga ensk- una sína aðeins. Nú eða þeir!“ Loðnukvóta strax Skipverjar á Faxa RE mæra sjávarútvegs- ráðherra: „Erum við nokkuð ánægðir með hann varðandi hvalveiðarnar og hvetjum við hann ein- dregið til að gefa út loðnukvóta áður en hann hættir störfum.“ Sá sem skrifar á heimasíðu Lundeyjar kallar sig heildsalann og um loðnuveiðarnar segir hann: „Er það einlæg von mín að næsti sjáv- arútvegsráðherra láti það verða sitt fyrsta verk að úthluta 100.000 tonna leitarkvóta á loðnu. Ef velja á um hvort þjóðin eða loðnustofninn á að njóta vafans, þá hlýtur svarið að vera mjög ein- falt: Veiðum loðnu!“ Eru alltaf að „stela“ okkar orðum Skiptar skoðanir Huginsmenn gæddu sér á gulldeplu nýlega. Á heimasíðu þeirra kemur fram að skiptar skoðanir voru á matnum. Ómari Steins fannst þetta svipað og sardínur í dós, Bjössa þótti gull- deplan vera svipuð gellum og Ágúst Gísla sagði þetta vera eins og súr hvalur. ÁLFTIRNAR búa sig til lendingar á Elliðavatni í kyrrlátri fegurð vetrarins. Stillur undanfarinna daga hafa gert það að verkum að drifhvítur snjórinn helst dúnmjúkur og léttur og þyrlast um fætur göngumanna. Ísland er stundum kallað landið bláa og það geta verið orð að sönnu. Morgunblaðið/Ómar Svifið inn til lendingar á landinu bláa Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is BORGARRÁÐ hefur synjað ósk bílaumboðsins Brimborgar um að fá að skila atvinnulóð að Lækjarmel 1 á svokölluðum Esjumelum á Kjal- arnesi. Brimborg vildi skila lóðinni og fá endurgreidd gatnagerðargjöld að upphæð 113 milljónir með verð- bótum. Að óbreyttu stefnir í mála- ferli vegna synjunar borgarráðs á erindi Brimborgar. „Við hrun bankanna í byrjun októ- ber sáum við að forsendurnar að byggja á lóðinni væru brostnar enda varð nánast 100% samdráttur í greininni,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Egill segir að lögmaður Brim- borgar hafi haft samband við emb- ættismann hjá Reykjavíkurborg og spurt hvernig ætti að skila lóðinni og honum verið sagt að útbúa einfalt bréf og skila lóðinni, eins og tíðkast hafi í áratugi. Fulltrúar Brimborgar hafi svo farið í Ráðhúsið 9. október með bréfið og skilað lóðinni. Egill segir að í lögunum standi að sveitarfélagið hafi 30 daga til að end- urgreiða gatnagerðargjöldin en sá frestur hafi liðið án þess að nokkuð hafi gerst. „Síðan gerist það 20. nóvember, 41 degi eftir að við skilum lóðinni, að borgarráð samþykkir breyttar regl- ur um að ekki sé hægt að skila lóð- um. Það sé hægt að óska eftir því að skila lóðum og aðstæður hvers og eins verði metnar. Okkur skilst að einhverjum, en ekki öllum, hafi tek- ist að skila lóðum undir íbúðarhús en ekki hafi verið hægt að skila neinni atvinnulóð,“ segir Egill Hann segir að Brimborg hafi ósk- að eftir rökstuðningi en aðeins feng- ið almennt svar. Brimborg hafi hald- ið áfram bréfaskiptum við borgina vegna málsins. Borgarráð hafi svo tekið endanlega ákvörðun um synj- un á fundi sínum á fimmtudaginn, tæpum fjórum mánuðum eftir að Brimborg skilaði lóðinni. Egill segir að Brimborg ætli með málið lengra, enda telji lögmaður fyrirtækisins að ekki sé hægt að beita fyrir sig reglum sem settar eru eftir á, eins og gert hafi verið í þessu tilfelli. Fyrirtækið muni fara í mál við borgina ef þurfi til að fá gatnagerð- argjöldin endurgreidd, enda telji það að lóðinni hafi verið skilað með lögmætum hætti. Dregnir á asnaeyrunum „Það hefði verið eðlilegt ef borgin hefði sagt nei við okkur eftir að 30 daga fresturinn var liðinn og þá hefðum við strax getað farið laga- lega leið. Þess í stað höfum við verið dregnir á asnaeyrunum í tæpa 4 mánuði. Þetta er því miður vanda- mál, sem hefur afhjúpast á sérlega sterkan hátt í hruninu, að fram- kvæmdavaldið og embættis- mannakerfið gerir það sem því sýn- ist. Virðingin fyrir einstaklingum og fyrirtækjum er engin,“ segir Egill Jóhannsson. Fá ekki að skila lóðinni  Brimborg hyggur á málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna synjunar borgarráðs  Borgin neitar að taka við lóðinni og endurgreiða fyrirtækinu 113 milljónir Að sögn Egils Jóhannssonar, for- stjóra Brimborgar, sótti fyrirtækið um 34 þúsund fermetra lóð á Esj- umelum á Kjalarnesi og fékk lóð- ina úthlutaða hjá Reykjavíkurborg. Brimborg hugðist flytja þangað vinnuvélasvið fyrirtækisins, þ.e. sölu og þjónustu á vinnuvélum, vörubílum og öðrum slíkum tækj- um. Var búið að teikna 4.000 fer- metra byggingu, sem átti að rísa á lóðinni undir þessa starfsemi, með möguleika á stækkun síðar. Einnig voru uppi áform um að vera með sölu á notuðum bílum á svæðinu, enda lóðin stór og getur rúmað mikinn fjölda bíla. Aðalstöðvar Brimborgar verða áfram á Bíldshöfða 6-8 í Reykjavík. Þar er sala á nýjum og notuðum bílum, auk vinnuvéla og verkstæð- isþjónustu. Í kjölfar bankahrunsins varð al- gert hrun í sölu á nýjum bílum og vinnuvélum. Nýskráningar öku- tækja í fyrra voru 17.509, borið saman við 30.034 árið 2007. Þetta er 42% fækkun milli ára. Mestur varð samdrátturinn á seinni hluta ársins 2008. Hugðist reisa 4.000 fermetra hús á lóðinni KONAN sem varð fyrir bíl á Hverf- isgötu fyrir rétt rúmri viku lést af völdum áverka sinna um síðustu helgi. Hún var á gangi nærri Ing- ólfsstræti þegar ekið var á hana og var hún flutt alvarlega slösuð á slysadeild þar sem henni var haldið sofandi í öndunarvél. Hún var 35 ára gömul. Lést af völd- um áverka HINIR banda- rísku Curtis Cheek og Joe Grue stálu sigrinum í tví- menningnum á bridshátíðinni sem lauk í gærkvöldi. Þeir voru aldr- ei í forystu nema þá er upp var staðið í mótslok. Guð- mundur Sv. Hermannsson og Björn Eysteinsson urðu í öðru sæti eftir að hafa leitt mótið síð- ustu umferðirnar. Þeir tóku for- ystu í mótinu í 17. umferð og stefndi í sigur þeirra en þeir héldu forystunni þar til loka- uppgjör fór fram. Eftir fyrri dag höfðu Jón Bald- ursson og Þorlákur Jónsson af- gerandi forystu en þeim fataðist nokkuð flugið í gærdag. Þeir réttu nokkuð úr kútnum í síðustu umferðunum og enduðu í 3. sæti í mótinu. Í dag kl. 11 hefst sveitakeppni þar sem u.þ.b. 70 sveitir taka þátt. Bandaríkja- menn unnu Brids Björn Ey- steinsson varð annar. VERULEG fækkun varð í nýskrán- ingum ökutækja frá 1.-23. janúar 2009 miðað við sama tímabil í fyrra. Samtals voru nýskráðir bílar nú 193 talsins en eftir jafn marga skráningardaga árið 2008 voru 1.806 ökutæki nýskráð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarstofu. Þetta er því 89,3% fækkun nýskráninga milli ára. Um er að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra ökutækja en ekki bara bifreiða. Þá fækkaði einn- ig eigendaskiptum á bílum en þó ekki eins mikið og í nýskráningum. Eigendaskipti ökutækja á fyrr- greindu tímabili voru nú 3.751 en þau voru alls 5.639 á sama tímabili í fyrra. Hlutfallsleg fækkun eig- endaskipta var því 33,5% milli ára. Nýskráning- um bíla fækk- aði um 89,3%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.