Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 6
!"
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
NÚ þegar atvinnuleysi eykst og stefn-
ir í um 10% með vorinu spyrja margir
sig hvenær þróunin snúist við og at-
vinnutækifæri fari að bjóðast á nýjan
leik. Enn er langt í það, enda sýnir
reynslan að atvinnuleysi minnkar ekki
fyrr en framleiðslan í hagkerfinu hef-
ur tekið við sér í dágóðan tíma.
„Þetta gerist oft þannig að lands-
framleiðslan tekur fyrst við sér. Sem
dæmi má taka samdráttinn á tíunda
áratugnum. Þá fóru batamerki strax
að sjást árið 1993 og framleiðslan að
aukast,“ segir Guðmundur Jónsson,
hagsögufræðingur og prófessor við
HÍ. „Hagvöxtur varð 1993-94 en síðan
dálítill afturkippur árið 1995. En jafn-
vel þótt landsframleiðslan ykist tók
tíma að draga úr atvinnuleysi. Það var
ekki fyrr en á seinni hluta árs 1995
sem verulega fór að draga úr því,“
segir Guðmundur. „Fyrst þurfa fyr-
irtækin að byggja upp fjármagn og ná
góðri afkomu. Svo geta þau farið að
bæta við sig fólki á ný.“
Eftirspurnarskellir
Atvinnuleysi er nú það mesta síðan
á fjórða áratugnum. Þótt kreppan
mikla yrði aldrei jafndjúp hér og á
meginlandi Evrópu eða í Bandaríkj-
unum var hún langvinn, ekki síst
vegna þess hve einhæft atvinnulífið
var og að gengi krónunnar var haldið
óbreyttu. Langan tíma tók að draga
úr atvinnuleysi, sem var í mestum
hæðum veturna 1938 og 1939, þrátt
fyrir að framleiðslan hefði tekið rólega
við sér frá árinu 1936. Umskiptin urðu
ekki fyrr en með hernáminu.
Helstu niðursveiflur á Íslandi eftir
stríð kveður Guðmundur nátengdar
versnandi ytri skilyrðum sem koma
niður á sjávarútveginum. „Þetta eru
eftirspurnarskellir sem lagast mjög
hratt þegar ytri aðstæður batna aft-
ur,“ segir hann og vísar til áranna
1949-52 og 1968-69. Í þau skipti varð
ekki sami dráttur á því að atvinnustig-
ið lagaðist, heldur gerðist það svo til
samhliða farmleiðsluaukningunni.
Samt fór atvinnuleysið allt upp í 7% í
janúar 1969, það mesta síðan fyrir
stríð. Atvinnuleysið það ár var þó
meira en það sem mældist, að sögn
dr. Gísla Gunnarssonar hagsögufræð-
ings. „Menn svöruðu þessu með mikl-
um landflótta. Sænski iðnaðurinn var
í þenslu á þessum tíma og æpti á
vinnuafl. Tölur um innflutta og út-
flutta Íslendinga á þessum árum eru
hrikalegar. Þúsundir fjölskyldna
fluttu af landi brott á árunum 1968-70.
Annars hefði atvinnuleysi farið í
svona 15%,“ segir Gísli.
Blaðamaður fær Guðmund ekki svo
glatt til að gerast spámannlegur, en
hann segir framhaldið nátengt þróun
alþjóðahagkerfisins. „Ef þetta verður
alþjóðleg kreppa sem heldur áfram
fram á árið 2010 og jafnvel lengur eru
ekki líkur til þess að Íslendingar nái
sér upp úr atvinnuleysinu næstu miss-
erin. Ef alþjóðahagkerfið fer að hress-
ast snemma á næsta ári, þá má líta til
betri tíma á seinni hluta næsta árs.“
Gísli samsinnir því að framhaldið
ráðist af heilsu alþjóðahagkerfisins.
Hann spáir miklu atvinnuleysi og
minnkandi kaupmætti, bæði hér og
erlendis. Þetta skapi minnkandi eft-
irspurn, sem geti verið mjög hættu-
legt. „Ef maður lítur á fyrri banka-
hrun má telja að það verði nánast
engin verðbólga, jafnvel verðhjöðnun
í kjölfarið, sem er efnahagslega
ennþá hættulegri. Sérstaklega er
ekki ólíklegt, ef Íslendingar finna
ekki nýja markaði, að stöðugt verði
erfiðara að selja útflutningsvörur,
sem yrði hroðalegt fyrir Íslendinga.“
Enginn kerfisvandi hér
Atvinnuleysi hefur verið mjög lítið
á Íslandi í gegnum árin, að meðaltali
um 1% frá stríði fram til 1997, en lítið
eitt meira frá síðustu aldamótum.
„Hér er ekki um að ræða strúktúr-
vanda í atvinnumálum,“ segir Guð-
mundur og vísar til margra Evrópu-
landa, eftir 1960. Það er viðvarandi
atvinnuleysi, ekki síst í iðngreinum,
þar sem þjóðir búa við harða sam-
keppni frá löndum fjær Evrópu og
verða undir. „Stundum er í því sam-
bandi talað um hnignun iðnaðar í
Evrópu. Við sem búum við sjávar-
útveg sem höfuðútflutningsgrein höf-
um ekki glímt við þessi vandamál eins
og aðrar þjóðir. Þetta er ein ástæðan
fyrir því að atvinnuleysið hefur ekki
verið langvarandi á Íslandi.“
Fyrst þarf að framleiða – svo koma störfin
Atvinnuleysi er vandamál sem leysist ekki á einni nóttu, heldur er lengi að lagast í djúpri kreppu
Þróun atvinnuleysis hér ræðst algjörlega af heilsu alþjóðahagkerfisins, að mati hagsögufræðinga
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
Hringdu í síma 569 1317 eða
sendu póst á ritstjorn@mbl.is
Þekkir þú til?
EKKI er heiglum hent að spá fyrir um atvinnuleysi,
enda hafa spár að undanförnu verið misvísandi. Í nóv-
ember sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þáverandi efna-
hagsráðgjafi stjórnvalda, að atvinnuleysi gæti farið í
5-6% tímabundið. Í spá ASÍ frá sama mánuði var gert
ráð fyrir 4-5% meðaltalsatvinnuleysi á þessu ári. Í nóv-
ember spáði Seðlabankinn (SÍ) um 3,5% atvinnuleysi
við lok fyrsta ársfjórðungs 2009. Nú er ljóst að það
verður yfir 8%. Greining Glitnis spáði því í október að
atvinnuleysi gæti á „skömmum tíma“ farið í 4-5%.
Margir sömu aðilar og hafa spáð alltof litlu atvinnu-
leysi gera samt ráð fyrir aukningu fram á árið 2010. SÍ,
IMF og OECD spáðu hámarksatvinnuleysi á því ári.
OECD sagði 8,6% að jafnaði, SÍ 8,1% en IMF 6,9%. Ætli
þær spár séu eins mikið vanmat og allar hinar?
Í nýjustu Peningamálum segir Seðlabankinn mikla
óvissu um framhaldið vegna fjölda útlendinga á vinnu-
markaði. Kreppan nái nú í vaxandi mæli einnig til
heimalanda þeirra, sem dragi úr líkum á því að veru-
legur hluti þeirra snúi til síns heima.
Spádómarnir segja lítið um framhaldið
MINNIHLUTINN í borgarstjórn
og nokkur kjara-og stéttarfélög hafa
mótmælt harðlega þeim launalækk-
unaraðgerðum sem Reykjavíkur-
borg hefur nú gripið til.
Laun eru lækkuð hjá borgar-
fulltrúum og æðstu stjórnendum en
ekki er hróflað við föstum launum
undir 300 þúsund krónum. Skv.
borginni miðast aðgerðirnar við að
koma í veg fyrir uppsagnir. Samfylk-
ingin hefur gert athugasemdir við
verklag þessara breytinga, þar sem
starfsfólk hafi í einhverjum tilfellum
fengið nær engan frest til að bregð-
ast við óskum um launalækkun.
Þá gagnrýnir sameiginlegur fé-
lagsfundur þriggja kjara- og stétt-
arfélaga að ekkert samráð hafi verið
við starfsmenn um að leita annarra
leiða en þeirra sem nú séu lagðar
fram undir ógn uppsagna. Fundur-
inn krefst þess að borgin virði samn-
ingsbundinn rétt starfsmanna.
Mótmæla launalækk-
un borgarstjórnar
GÖGN fyrir hönnunarsamkeppni um nýtt háskóla-
sjúkrahús eru nú tilbúin, en óvíst er um framhaldið.
Áætlað er að samkeppnin tæki sjö til átta mánuði og
hönnun gæti hafist í september næstkomandi, en beðið
er eftir heimild til að setja vinnuna af stað.
Áætlaður kostnaður við nýtt sjúkrahús er samtals um
82 milljarðar króna. Þar af yrði byggingarkostnaður 70
milljarðar en húsgögn og tæki 12 milljarðar. Gert er ráð
fyrir að allt að 100 hönnuðir fái vinnu við lokahönnun
spítalans og þörf er á 500 mannns til starfa í viðbót þegar
framkvæmdir hefjast, en áætlað er að liðlega helmingur
byggingarkostnaðar sé vinnulaun við framkvæmdina og
við hönnun. Á heimasíðu verkefnisins segir að brýn þörf
sé á að hrinda því í framkvæmd, því núverandi húsnæði
Landspítalans sé gamalt og standist ekki lengur þær
kröfur sem gerðar séu.
Á nýja spítalanum verða álíka mörg sjúkrarúm og eru
nú við Hringbraut og í Fossvogi til samans, eða um 430
rúm, auk fæðingardeildar, barnaspítala og geðdeildar í
eldra húsnæði. Samkvæmt útreikningum væri árlegur
sparnaður í rekstri við að flytja starfsemi spítalans í nýtt
húsnæði þrír til fimm milljarðar króna. una@mbl.is
Nýtt sjúkrahús Gert er ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafist rúmu ári eftir að hönnunarsamkeppni lýkur.
Tilbúin í hönnunarsamkeppni
13.161
atvinnulausir í dag
Atvinnumálin í brennidepli
FRÉTTIR