Morgunblaðið - 31.01.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 31.01.2009, Síða 20
FL Group Forveri Stoða átti metið. AFKOMA Eimskipafélagsins á síð- asta rekstrarári er versta afkoma nokkurs íslensks félags á einu ári frá upphafi. FL Group, sem nú heitir Stoðir, átti Íslandsmetið í tapi á undan Eimskipafélaginu, en félagið skil- aði liðlega 67 milljarða króna tapi á árinu 2007. Þá sló FL Group met Dagsbrúnar frá árinu áður, en Dagsbrún hafði tapað um 7 millj- örðum króna á árinu 2006. Öll þessi félög eiga það sameig- inlegt að hafa tapað miklum á fjár- festingum. Eimskipafélagið tapaði miklu á fjárfestingum í frysti- geymslum, flugfélagi og á fleiri sviðum. FL GRoup tapaði meðal annars á fjárfestingum í banda- ríska félaginu AMR, Commerzbank og FinAir. Dagsbrún fór að sama skapi illa út úr fjárfesingum í Bret- landi, þegar félagið keypti Wynde- ham Press Group, auk þess sem Ny- hedsavisen í Danmörku kostaði sitt. Mesta tap sögunnar Eimskipafélagið slær met FL Group 20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson og Þórð Snæ Júlíusson FÉLAG á eyjunni Tortola geymdi hlutabréf í Landsbankanum fyrir bankann sjálfan og seldi honum þau síðan aftur nokkrum árum síðar þegar starfsmenn sem áttu kaup- rétti nýttu þá. Með þessu varði bankinn sig fyrir hækkunum á hlutabréfunum sem starfsmennirnir áttu rétt á að kaupa án þess að það hefði áhrif á eiginfjárstöðu bank- ans. Landsbankinn seldi Félagið sem geymdi hlutinn fyrir Landsbankann heitir Peko Invest- ment Company Ltd. Það er skráð í Road Town, höfuðborg Tortola eyju, en hún er ein Bresku jóm- frúareyjanna. Félagið fékk leyfi til að stunda bankaviðskipti hérlendis í mars 2005. Umsjónaraðili félagsins samkvæmt skráningarvottorði er Landsbanki Íslands. Peko hóf að kaupa hluti í Landsbankanum í apr- íl 2005. Á sama tíma seldi Lands- bankinn stóran hluta í sjálfum sér. Í lok júlí átti Peko alls 129,7 milljón hluti í Landsbankanum, eða 1,46 prósent, og var ellefti stærsti eig- andi hans. Í byrjun mars 2007 seldi Peko síðan öll hlutabréf sín í Landsbank- anum, 129,7 milljónir hluta. Í sömu viku keypti Landsbankinn í Lúx- emborg nánast sama magn bréfa, 128,5 milljónir. Selt til lykilstarfsmanna Hinn 30. mars 2007 tilkynnti Landsbankinn að hann hefði keypt 81,5 milljón hluti í bankanum á fyr- irfram ákveðnu gengi 3,12, og að hluturinn hefði í framhaldinu verið seldur til lykilstarfsmanna vegna nýtingar á áunnum kaupréttar- samningum þeirra. Gengi bréfa í bankanum þann dag var 31,8. Þorri kaupréttanna miðaðist við gengið 3,12 og því gátu starfsmennirnir selt bréfin samdægurs á um tíföldu verði. Af því greiddu þeir síðan 35,72 prósent tekjuskatt. Morgun- blaðið sagði frá því á fimmtudag að stjórnendur bankans hefðu meðal annars notað félög skráð í Panama, Zimham Corp. og Empennage Inc, til að kaupa hlutabréf í bankanum og geyma þangað til að starfsmenn nýttu sér kauprétti sem þeir áunnu sér samkvæmt samningum. Félag frá Tortola geymdi bréf fyrir Landsbankann Peko Investment geymdi hlutabréf fyrir bankann vegna kaupréttarsamninga ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 0,56% í viðskiptum gær- dagsins og stendur í 904,4 stigum. Ekkert félag hækkaði í verði, en Bakkavör lækkaði um 3,63% og Marel um 1,23%. Sem fyrr var velta á hlutabréfamarkaði lítil, eða um 90 milljónir króna, samanborið við 11,1 milljarðs króna veltu á skuldabréfa- markaði. bjarni@mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði í gær ● FME hefur lagt stjórnvaldssektir á tæplega 30 að- ila frá miðju ári 2007 til ársloka 2008. Hæsta sekt sem lögð var á lögaðila er 20 milljónir króna en ein milljón króna á einstakling. Þremur málum var vísað til lögreglu. Á vef Fjármálaeftirlitsins kemur fram að nokkur málanna sneru að brotum gegn reglum um virka eign- arhluti samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki. Meðal annars var um að ræða brot sem laut að því að ekki var sótt fyrirfram um að fara með virkan eignarhlut. FME vísaði þremur málum til lögreglu Olía Norskur olíu- borpallur. ● EF LAGT er mat á nýsköpun í hag- kerfinu eru Íslendingar í 14. sæti ríkja í Evrópu og er það svipuð frammistaða og síðastliðin fimm ár þar sem Ísland hefur verið í 13.-15. sæti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu European Innovation Scoreboard 2008 þar sem borin er saman ný- sköpun í ríkjum Evrópu. Í mörg ár hafa Finnar verið í einu af efstu sæt- unum en á fundi Samtaka atvinnu- lífsins í síðustu viku var því lýst hvernig Finnar sköpuðu með mark- vissum hætti nýsköpunarsamfélag að lokinni efnahagskreppunni sem yfir þá gekk á árunum 1991-1994. Í fjórtánda sæti yfir nýsköpun ● NORSKI olíu- sjóðurinn hefur sett bandaríska stórfyrirtækið Tex- tron Inc. og kan- adíska námufyr- irtækið Barrick Gold Corp. á svartan lista af áhyggjum út af því að starfsemi fyr- irtækjanna tveggja stangist á við strangar siðareglur í fjárfest- ingastefnu sjóðsins. Textron fer á listann vegna þess að vopnaframleiðsluarmur þess framleiðir klasasprengjur, að sögn Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs. bvs@mbl.is Á bannlista hjá norska olíusjóðnum Kristin Halvorsen Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TAP Eimskipafélagsins á síðasta rekstrarári, sem lauk þann 31. októ- ber síðastliðinn, nam um 648 millj- ónum evra. Það svarar til um 95 milljarða íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Árið áður var tap félagsins um 9 milljónir evra eða um 1,3 milljarðar króna. Eigið fé Eimskipafélagsins var neikvætt um 134 milljónir evra í lok október 2008, eða um 20 milljarða króna. Heildareignir félagsins námu um 1.944 milljónum evra en heild- arskuldir um 2.078 milljónum. Ljóst var í júnímánuði síðastliðn- um að eitthvað hafði farið úrskeiðis í rekstri Eimskipafélagsins. Þá upp- lýstu stjórnendur félagsins að gerð hefðu verið mistök í fjárfestingum. Sindri Sindrason, stjórnarformaður sagði af þessu tilefni í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið verulegt áfall fyrir Eimskip, að fyr- irtæki sem félagið fjárfesti í tveimur árum fyrr, frystigeymslu- og flutn- ingafyrirtækið Innovate í Bretlandi, væri að fara í vaskinn. Hafði stjórnin þá ákveðið að afskrifa eignarhlutinn í Innovate á einu bretti, tæpa 9 millj- arða íslenskra króna á þeim tíma. Heildartap af aflagðri starfsemi Eimskipafélagsins á árinu er um 466 milljónir evra, en kæligeymslustarf- semi félagsins í Norður-Ameríku, sem er í söluferli, færist með aflagðri starfsemi. Ábyrgð vegna XL Leisure Group er um 227 milljónir evra og er færð til gjalda. Virðisrýrnun vegna frystigeymslustarfsemi í Hollandi nemur um 35 milljónum evra, en sú starfsemi er í sölumeðferð. Tap af frystigeymslustarfsemi nam 107 milljónum evra, sem skýrist m.a. af háum fjármagnskostnaði, sam- kvæmt tilkynningu félagsins. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skipafélagsins, segir að sérstakur sérfræðingur hafi verið ráðinn til að fara yfir starfsemi félagsins. Hann muni vonandi ljúka sínu starfi fljót- lega. „Stjórnin vill fá skýringar á því hvers vegna verið er að afskrifa hátt í hundrað milljarða króna, en þar í eru fjárfestingar sem spurt er um hvers vegna ráðist var í,“ segir Gylfi. Þá segir hann að unnið sé að fjár- hagslegri endurskipulagningu fé- lagsins með innlendum og erlendum ráðgjöfum. Unnið sé að samkomu- lagi við lánveitendur en þeir sýni því ferli sem í gangi er góðan skilning. Ýmislegt fór úrskeiðis Miklar afskriftir, gjaldfærsla ábyrgða, há fjármagnsgjöld og mistök í fjárfestingum skýra mikið tap Eimskipafélagsins Morgunblaðið/Ómar Óskabarnið Rekstur Hf. Eimskipafélags Íslands gekk ágætlega þegar flutningar voru burðarásinn í starfseminni eins og í upphafi.   #$# $%& '#(# ')(#     %*++, ##$ )() -)(.  !  "  # ,*))% %*+&$ -%(, -#(% $%&' ( +*%/) +*.., -%() -#()     0)+ $)) -)($ -)(% ● BAUGUR hefur sagt upp öllum 15 starfsmönnum sínum á Íslandi og ætlar að loka skrifstofu sinni við Túngötu í Reykjavík. Þá verður starfsmönnum félagsins í Bretlandi fækkað um helming, úr 29 í 16. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs, er verið að laga starfsemi Baugs Group að breyttum aðstæðum. Stærstur hluti eigna fé- lagsins sé í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sum- arið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur versl- anir í Bretlandi og Danmörku. mbl.is Öllum sagt upp á skrifstofu Baugs GÓÐGERÐARSAMTÖK hafa á stundum verið fengin til að vera skráð eigendur (beneficial owner) félaga eða sjálfseignarsjóða í skattaskjólum. Það er líka þekkt að slík félög hafi verið skráð eigendur án vitneskju for- svarsmanna félaganna. Í einhverjum tilvikum er þetta gert til að hylja slóð fjárfesta, sem vilja ekki að nafn þeirra sjálfra komi fram. Þá eru einnig til dæmi um að þetta fyrirkomulag sé viðhaft til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld. Þekkt er svokallað Rauða kross svindlið, sem meðal annars er sagt frá á heimasíðu bandaríska fjár- málaráðuneytisins. Með tilvísun í Rauða krossinn er átt við hvernig góðgerðarfélög eru notuð til að koma fjár- magni undan en ekki að samtökin sjálf standi að svindl- inu. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að Rauði krossinn hefði verið skráður eigandi (beneficial owner) sjálfseignarsjóðsins Aurora, sem síðan átti félagið Zim- ham. Það félag átti hlutabréf í Landsbankanum á móti kaupréttum starfsmanna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er það Rauði krossinn í Panama eða Guernsey sem um ræðir. Ekki var átt við að Rauði krossinn á Íslandi hefði átt þarna hlut að máli. Hjálparstarf Rauði krossinn kemur að hjálparstarfi víða um heim. Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum ÞRJÁR leiðir eru færar við af- greiðslu kauprétta. Í fyrsta lagi að kaupa bréfin á þeim degi sem kauprétturinn var nýttur. Þá yrði bankinn að kaupa bréfin á gengi þess dags. Með því myndi töluverður kostnaður leggj- ast á bankann þar sem bréf hækk- uðu í flestum tilfellum mikið frá því að kaupréttir voru gerðir og þar til þeir voru nýttir. Í annan stað gat banki keypt bréfin og átt þau sjálfur þangað til kæmi að nýtingu kaupréttar, sem í flestum tilfellum var nokkur ár. Slík eign var hins vegar dregin frá eigin fé bankans og rýrði þannig meðal annars útlánagetu hans. Þriðji möguleikinn, og sá sem Landsbankinn valdi, var að láta fé- lag sem var ekki í eigu bankans „geyma“ hlutabréfin sem starfs- menn hans áttu kauprétt á fram að nýtingu. Bankinn gerði síðan samn- ing við félagið um að kaupa bréfin til baka á umsömdu gengi eftir nokkur ár þegar kom að því að nýta kaupréttinn. Félagið, sem í sumum tilvikum var í eigu sjálfseign- arsjóða, fékk síðan greidda þóknun sem samsvaraði þeim kostnaði sem „geymsla“ hlutanna bakaði því. Afgreiðsla kauprétta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.