Morgunblaðið - 31.01.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 31.01.2009, Síða 22
22 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is T il stóð að ljúka myndun rík- isstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í dag en Fram- sóknarflokkurinn, sem hyggst verja stjórnina vantrausti fram að kosningum í vor, hefur tekið sér tíma til að skoða betur málefnasamning flokkanna og vinna eigin hugmyndir. „Við framsóknarmenn höfum lagt áherslu á það allan tímann, að þessi nýja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sýndi okkur trúverðugar leiðir til að bæta stöðu heimilanna og koma hjólum at- vinnulífsins í gang en það hefur ekki gerst,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- maður Framsóknarflokksins. „Klukkan hálftvö í gær þegar mál- efnasamningurinn var kynntur fyrir þing- flokknum fannst okkar skorta að skilgreint væri hvað ætti að gera og hvernig. Þingflokk- urinn fundaði síðan með hópi hagfræðinga um þessi áform stjórnarinnar og þeir voru ein- dregið þeirrar skoðunar að það vantaði mikið upp á að þetta væru raunhæfar aðgerðir. Steingrímur og Jóhanna buðu okkur upp á að móta okkar eigin hugmyndir og leiðir ásamt sérfræðingunum. Nú er sú vinna í gangi og við munum ræða það í þingflokknum og kynna fyrir þeim.“ Heldurðu að stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna muni taka við eftir helgi? „Það ætti að geta orðið en við framsókn- armenn viljum sjá aðgerðir og leiðir. Við er- um ekki að setja nein ný skilyrði, þetta eru alveg sömu atriði og í upphafi og þau eru for- senda þess að við verjum stjórnina vantrausti. Allir eru sammála um að það þurfti að bæta stöðu atvinnulífisins og heimilanna í landinu. Það sem skorti hjá ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar var að menn tækju ákvarðanir og færu trúverðugar leiðir að því marki. Þess vegna buðumst við til að verja minnihlutastjórn falli ef hún færi út í aðgerð- ir. En við höfum ekki enn séð þessar tilteknu aðgerðir.“ Hvað á þessi minnihlutaríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna að gera? „Þetta á að vera ríkisstjórn sem situr í sem allra skemmstan tíma og kosningar eiga að verða sem allra fyrst. Umboð stjórnarinnar á að vera mjög takmarkað, hún á eingöngu að vinna að ákveðnum málum og eftir tilteknum leiðum. Hugmyndin er sú að verja hana van- trausti fram að kosningum en við skuldbind- um okkur ekki til að styðja öll frumvörp sem ríkisstjórnin leggur fram.“ Hefurðu trú á þeirri ríkisstjórn sem tekur sennilega við eftir helgi? „Þetta gæti verið betra.“ Hef alltaf verið miðjumaður Hvernig Framsóknarflokk vilt þú búa til, hver á að vera sérstaða flokksins og fyrir hvað viltu að hann standi? „Almennir framsóknarmenn trúa á sam- kennd, samvinnu, jöfnuð og réttlæti. Þessi gildi eru þau sömu og hafa gleymst í íslensku samfélagi síðustu árin. Það þarf að byggja upp Framsóknarflokkinn á grundvelli þessara gilda og skapa réttlátt samfélag þar sem þjóðin er ein stór og samhent fjölskylda. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur sem á að meta hlutina á rökréttan hátt hverju sinni og á að vera óhræddur að leita til sér- fræðinga á öllum sviðum. Stjórnmálin hafa verið of lokuð, sem er stór hluti af þeim vanda sem við erum nú í. Þar voru klíkur sem vildu halda völdunum algjörlega innan síns hóps og þorðu þar af leiðandi ekki að leita út fyrir hópinn eftir ráðgjöf og gagnrýni. Ég vil að Framsóknarflokkurinn sé óhræddur að leita út fyrir flokkinn eftir ráðgjöf til sérfræð- inga sem eru ekki endilega framsóknarmenn. Bestu og færustu menn eiga að koma að mál- um.“ Það er sagt að Halldór Ásgrímsson hafi farið með Framsóknarflokkinn til hægri og Guðni Ágústsson með hann til vinstri. Hvert ætlar þú með flokkinn? „Ég hef alltaf verið mikill miðjumaður. Þótt ég sé framsóknarmaður í fimmta ættlið þá vil ég trúa því að þótt svo væri ekki þá ætti ég heima í Framsóknarflokknum vegna þess að ég hef alltaf verið svo miðjusinnaður. Ég hef aldrei skilið þegar menn eru að setja alla hluti inn í fyrirframmótaða hugmyndafræði. Það þarf að taka á hlutunum af skynsemi og röggsemi í hverju tilviki. Þannig á Framsókn- arflokkurinn að vera: flokkur sem metur hlut- ina rökrétt.“ ESB afsökun fyrir aðgerðarleysi Hvað með Evrópusambandið? Það er sagt að þið hafið á flokksþinginu sett svo hörð skilyrði fyrir aðild að þið mynduð semja landið út úr EES-samningnum ef ætti að uppfylla öll skilyrðin. „Menn greinir á um það. Sigurður Kári Kristjánsson sagði að nálgunin væri sú að Evrópusambandið gengi í Ísland. Einn helsti Evrópusérfræðingur þjóðarinnar, Eiríkur Bergmann, taldi að ekki yrði vandamál að semja um þessi skilyrði. Með því að setja þessi skilyrði erum við að færa umræðuna inn á þá braut sem mér finnst að hún eigi að vera á: Hverju erum við tilbúin að fórna og hverju ekki? Framsóknarflokkurinn er ekki tilbúinn að fórna ákveðnum hlutum og þá er áhuga- vert að heyra fulltrúa annarra flokka ákveða hvort þeir eru tilbúnir að fórna einhverju af því sem við erum ekki tilbúnir að gefa eftir. Áður en menn ganga til samninga verða þeir að vita hversu mikið þeir vilja gefa eftir og hvað er ómögulegt að láta af hendi.“ Ertu hlynntur aðild að Evrópusamband- inu? „Evrópusambandið hefur verið notað sem afsökun fyrir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar gagnvart stöðu fyrirtækjanna og heimilanna í landinu. Viss hluti ríkisstjórnarinnar hefur sagt að allt yrði gott ef við gengjum í Evrópusambandið. En heimilin og fyrirtækin geta ekki beðið eftir framtíðarinngöngu í Evrópusambandið. Það þýðir ekkert að ætla að ganga til samninga við Evrópusambandið þegar 70 prósent fyr- irtækja í landinu eru rjúkandi rúst og heim- ilin geta ekki lengur borgað af skuldum sín- um. Jafnvel þeir sem vilja ganga sem allra fyrst inn í Evrópusambandið hljóta að vera sammála um að við verðum að byrja á því að taka til hér heima áður en við getum gengið til viðræðna við Evrópusambandið. Svo verð- ur að sjá hvað út úr því kemur.“ Samið um Icesave Þú hefur haldið úti vefsíðu ásamt hópi manna sem vilja ekki borga Icesave reikn- ingana, en hvarflar að þér að ný ríkistjórn muni ekki standa við þær skuldbindingar? „Það hvarflar ekki að mér að ríkisstjórn sem situr í tvo eða þrjá mánuði taki end- anlega ákvörðun um að skuldsetja þjóðina upp á 700 milljarða. Ein af fjölmörgum ástæðum fyrir því að við þurfum kosningar sem fyrst er að þjóðin þarf ríkisstjórn sem hefur umboð til að taka þessar stóru ákvarð- anir. Skammtímaríkisstjórn getur hvorki breytt skattkerfinu né tekið á sig gríðarlegar skuldbindingar varðandi Icesave. Í þessu, eins og öðrum málum, legg ég áherslu á að finna rökréttu nálgunina sem er að mínu mati sú að segja: Við munum standa við lagalegar skuldbindingar okkar en við áskiljum okkur líka rétt til að fá úr því skorið hverjar þær eru. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar féllst á að taka á sig skuldbindingar, sem eru meiri en hægt er að standa undir, í þeirri von að í framhaldinu yrði komið til móts við þjóðina – sem hefur ekki orðið raun- in. Það heyrist að mikil harka sé í gangi og það eigi að láta Íslendinga borga töluvert háa vexti. Það var óþarfi að þetta færi svona. Ég og fleiri í þessum hópi sem þú nefnir erum í mjög nánum tengslum við Bretland og mörg önnur Evrópuríki. Við höfum verið í sam- skiptum við diplómata frá þessum ríkjum og í sumum tilvikum báru þeir sig eftir því að tala við okkur vegna þess að þeir skildu ekki á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld væru. Í Bretlandi varð allt vitlaust út af Icesave og á forsíðum blaðanna voru stríðsfyrirsagnir um að Íslendingar hefðu stolið peningunum frá Bretum. Það stefndi í samskonar umfjöll- un í Hollandi og hingað komu fulltrúar hol- lenskra sparifjáreigenda með alla hollensku pressuna í eftirdragi. Þeir vildu fá svör frá ís- lenskum stjórnvöldum um stöðu sína en það gekk erfiðlega. Þeir höfðu samband við okkur og við sátum með þeim klukkutímunum sam- an, ræddum málin og veittum hollensku fréttamönnunum viðtöl og útskýrðum stöðuna fyrir þeim. Á endanum varð fjölmiðlaumfjöll- unin í Hollandi nánast öll á jákvæðum nótum fyrir Ísland og kröfuhafarnir lýstu því yfir að þeir ætluðu að fara samningaleiðina gagnvart Íslendingum. Þetta gerðist vegna þess að það var talað við menn og staðan útskýrð fyrir þeim. Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt sig fram við að leysa þetta mál með því að tala við menn og útskýra sjónarmið Íslendinga og það hefur komið þjóðinni í ógurlegt klandur.“ Ef Framsóknarflokkurinn kæmist í rík- isstjórn eftir kosningar yrði þá gengið í þessi mál? „Já, þá myndum við leita samninga.“ Horft til vinstri Framsóknarflokkurinn hefur síðustu árin verið tengdur við spillingu, sagður hafa af- hent sínum mönnum eignir og áhrif í við- skiptalífinu. Hver eru þín tengsl inn í við- skiptalífið? „Þau eru lítil sem engin. Það hefur hins vegar stundum verið reynt að tengja mig við viðskiptalífið í gegnum föður minn. Það er allt Viljum sjá aðgerðir » „Ég held að allir íslenskir stjórnmálaflokkar hafi veriðspilltir án þess að gera sér grein fyrir því, menn héldu að svona ætti pólitík að vera, þannig væri bara menningin í pólitík- inni. Þetta er auðvitað bara ómenning sem þarf að uppræta.“ » „Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum ermikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá rík- isstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvern- ig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. » „Stjórnmálin hafa verið of lokuð, sem er stór hluti af þeimvanda sem við erum nú í. Þar voru klíkur sem vildu halda völdunum algjörlega innan síns hóps og þorðu þar af leiðandi ekki að leita út fyrir hópinn eftir ráðgjöf og gagnrýni.“ S i g m u n d u r D a v í ð G u n n l a u g s s o n f o r m a ð u r F r a m s ó k n a r f l o k k s i n s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.