Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Framsókn-armennhafa sett óvænt strik í reikninginn í við- ræðum um mynd- un nýrrar rík- isstjórnar. Þegar betur er að gáð er hins vegar heilmikið vit í nálgun Framsóknarflokksins. Akillesarhæll fráfarandi rík- isstjórnar var að almenningur áttaði sig ekki á hvert stefndi og hvernig settu marki skyldi náð. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í gær að þingflokkur flokksins og hópur hagfræðinga, sem ráðgast hefði verið við, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ýmislegt vantaði upp á „útfærsluna á því hvernig menn ætluðu að fram- kvæma þessa hluti sem til stendur að ná“. Þetta væru þeir hlutir, sem Framsókn- arflokkurinn teldi að minni- hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þyrfti að ná ef veita ætti henni hlutleysi. Enn hefur ekki verið ákveð- ið hvenær gengið verður til kosninga, en hvort sem það verður fyrir páska eða ein- hvern tímann í maí er ljóst að sú ríkisstjórn, sem nú er verið að mynda, mun aðeins sitja skamman tíma. Hún mun einn- ig hafa takmarkað umboð til róttækra breytinga á íslensku stjórnskipulagi. Mikið veltur aftur á móti á því að vel takist til um stjórn efnahags- mála á meðan hún brúar bilið fram að næstu kosningum af þeirri einföldu og augljósu ástæðu að það ástand sem hér hefur skapast eftir bankahrunið þolir ekki aðgerðaleysi. Ný ríkisstjórn þarf að vinda sér með hraði í verkefni á borð við að koma á virku banka- kerfi, sem getur tekið á vanda bæði einstaklinga og fyr- irtækja, og ýmislegt fleira, sem ekki þolir bið. Annars er hætt við að óbætanlegt tjón verði í íslensku efnahagslífi. Almenningur á einnig heimtingu á því að fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar liggi fyrir þannig að sjáist hvort um er að ræða „raunhæfar leiðir“ að settum markmiðum, svo notað sé orðalag Sigmundar Davíðs. Kröfur Framsóknarflokks- ins eru því uppbyggilegar og í anda krafna, sem komið hafa fram á mótmæla- og borg- arafundum um aukið gagnsæi í íslensku þjóðfélagi. Vonandi skila þær niðurstöðu, sem hægt verður að nota sem mæli- kvarða á frammistöðu nýrrar stjórnar. Henni veitir heldur ekki af greinargóðum leið- arvísi til að komast í gegnum þau erfiðu verkefni, sem fram- undan eru á næstu vikum og mánuðum. Skýr framsetning á markmiðum og leið- um yrði gott vega- nesti nýrrar stjórnar } Skynsamlegar kröfur Ný ríkisstjórnundir forsæti Jóhönnu Sigurðar- dóttur virðist ætla að verða um margt sérstök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveld- isins hefur verið boðið að kynjahlutföll í ríkisstjórn landsins verði jöfn. Það skiptir máli, því konur eru helmingur landsmanna og eðlileg krafa að raddir þeirra heyrist til jafns við karlana og um leið að samfélagið njóti krafta þeirra. Í fyrsta sinn í sögu lýðveld- isins er kona í sæti forsætis- ráðherra. Það skiptir máli, því það sýnir að jafnréttis- hugsjónin hefur sigrað í raun, þótt enn sé mikið verk óunnið að eyða misrétti víða um sam- félagið, til dæmis það óréttlæti sem felst í kynbundnum launa- mun. Í fyrsta skipti í sögu lýð- veldisins er forsætisráð- herrann samkynhneigður. Það skiptir máli og mikilvægi þess er hið sama og þeirrar stað- reyndar að kona gegnir starf- inu: Það sýnir að þótt aðeins séu fáir áratugir síðan fólk fór í fel- ur með samkyn- hneigð sína af ótta við fordæmingu samfélagsins eru þegnar landsins nú jafnir. Óháð kyni og óháð kynhneigð. Samkvæmt fréttum er lík- legt að í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni sitja tveir ráðherrar, sem ekki hafa verið kjörnir á þing. Slík skip- an í ráðherrastöður felur í sér nýja forgangsröðun. Nú er brýnna en nokkru sinni að leita til þeirra sem gerst kunna til verka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur situr við völd fram að kosningum í vor. Það er stuttur tími og vandséð hversu stór spor hún nær að marka í söguna með verkum sínum á þeim tíma. Ráðherra- skipanin er hins vegar sögu- leg. Hún tekur mið af kröfum fólks um breytingar og hún mun án efa ýta undir að allir stjórnmálaflokkar hugi að tímabærri endurnýjun og end- urmati innan sinna raða. Tími endurnýjunar og endurmats}Söguleg skipan stjórnar Í slenskt samfélag hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í 17 ár, með dyggum stuðningi flokka sem hafa gengið úr því samstarfi í molum. Uppskera nýfrjálshyggjunnar – sem gróf um sig ekki bara hér heldur á heimsvísu í gamalgrónum jafnaðarmannaflokkum og miðjuflokkum jafnt sem hægriöfgum – liggur nú fyrir. Fá lönd fara jafnilla út úr því uppgjöri og við. Og þrátt fyrir einlægan áhuga fjölmiðla á því að endurmennta okkur litla fólkið, „al- menning“, í verðbréfavitund og fjármálamörk- uðum á liðnum árum – með löngum fréttum og föstum liðum um Fuji, Nasdaq, Dow Jones og allt hitt – stendur eftir að grunnþættir eins og munur á milljón og milljarði eru gjörsamlega farnir að skolast til í almennri umræðu. Eitt slíkt dæmi er fréttaskýring Fréttablaðsins á þriðjudag um að Guðlaugur Þór hafi boðað 1.300 milljarða niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Var kannski bara verið að meina 1.300 milljónir? Eða kannski bara 130 eða 30? Landspítali á skv. fréttum vikunnar að spara 1.700 millj- ónir. Ein leið til slíks ku vera uppsögn 30 manns í ræst- ingum í Fossvogi. Er það klassísk regla að byrja alltaf hjá hinum lægstlaunuðu? Landspítalinn ætlar í útboð á evr- ópska efnahagssvæðinu á ræstingum spítalans. Hvað ætli sparist margir milljarðar á slíku? Kannski 10 milljarðar eða milljónir eða kannski bara einhverjar krónur ef ein- hverjar? Og hvaða hugmyndafræði skyldi búa að baki svokölluðum „sparnaði“ Sjálfstæð- isflokksins í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Eru þar forvarnir settar í forgang og sparn- aður til framtíðar fyrirsjáanlegur, eða erum við sem fyrr föst í skyndilausnum og einka- væðingu? Það virðist a.m.k. erfitt að sjá fyrir sér raunverulegan sparnað í heilbrigðiskerf- inu með þeim tillögum sem fyrir liggja. Mun frekar er hægt að tala um tilfærslu á kostnaði. Það sparar auk þess ekki beinlínis neitt fyrir heimilin sem höllum standa fæti í landinu að nú eigi sjúklingar að borga fyrir sjúkra- húsdvöl. Er meiningin að hafa „skuldlausan ríkissjóð“ en heimili og fyrirtæki á hvínandi kúpunni? Fréttastofa sjónvarpsins spurði um síðustu helgi hvort Vinstri-græn væru „stjórntæk“. Hvers vegna ætli aldrei sé spurt – aldrei – hvort valdaklíkurnar, hags- munapotin, peningaöflin og tilteknir stjórnmálaflokkar við þau tengd séu stjórntæk? Eða er hrun heils fjár- málakerfis ekki nóg til að kreddukenndri umræðu og klisjum sé örlítið breytt, jafnvel umbylt? Um leið og ég óska þjóðinni til hamingju með fyrsta kvenforsætisráðherra lýðveldisins – og mikið finnst mér vel við hæfi að það sé Jóhanna – bind ég vonir við að nýrri ríkisstjórn takist m.a. eitt sem hinni fráfarandi tókst ekki og hefur með stjórntæki að gera: Að segja satt og draga ekkert undan. liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Milljarðar, milljónir eða bara krónur? Dýr kosningabarátta er ekki í spilunum FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is K jarni lýðræðisins felst í kosningum. En lýð- ræðið kostar og kosn- ingarnar eru þar engin undantekning. Í vor verða fyrstu óreglubundnu kosn- ingar í þrjátíu ár. Flokkarnir hafa því venjulega haft fjögur ár til að jafna sig eftir slaginn og eru góðu vanir. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru lítið fyrir opinberanir á fjár- málum sínum, enda þeir flokkar sem oftast eru orðaðir við „digra sjóði“ hvað svo sem er til í því. Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir birta ársreikninga sína á vefnum. Reynd- ar má geta þess að samkvæmt lögum frá 2006 og reglugerð frá 2007 eiga flokkarnir að skila ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðunar, sem á að birta útdrátt úr þeim opinberlega. Það hefur ekki verið gert, enda tveir flokkar enn engu búnir að skila. Framsókn er þar á meðal. Árið 2007 var gengið til kosninga. Það ár var tap á rekstri Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs um 36 milljónir króna og skuldir um- fram eignir um 14,5 milljónir. Stór munur er á afkomu Samfylking- arinnar á kosningaárum og öðrum árum. 2007 og 2003 var tapið tæpar 59 milljónir í hvert sinn, en önnur ár frá aldamótum hefur afkoman verið jákvæð um á bilinu 27-64 milljónir. Funda- og kynningarkostnaður Samfylkingar á fyrrnefndum kosn- ingaárum var 100 milljónir og 136 milljónir króna. Tap Frjálslynda flokksins var um 28 milljónir króna árið 2007 og hreinar skuldir í kring- um 2 milljónir í lok árs. Þessar upp- lýsingar eru ekki aðgengilegar um Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Stakkur eftir vexti Drífa Snædal, framkvæmdastjóri VG, vill ekki tjá sig um núverandi fjárhagsstöðu flokksins, en segir hann sníða sér stakk eftir vexti. „Það er hvorki stemning fyrir langri né dýrri kosningabaráttu. Fjárhags- staðan hefur verið misjöfn í gegnum tíðina. Við erum flokkur sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 1999 og erum vön því að reka kosningabar- áttuna á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Það er ekki að vænta stórra fjárútláta úr þeirri áttinni í ár.“ Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Frjálslyndra segir flokkinn skuldlausan sem stendur og rétt búinn að ná því marki eftir síðustu kosningar. „Það er algjörlega ljóst að hún verður með allt öðrum hætti en fyrir tveimur ár- um, í það minnsta hjá okkur. Þá átt- um við fasteign sem við seldum og söfnuðum skuldum.“ Hann grípur til sama orðtaks og Drífa, stakkurinn verður sniðinn eftir vexti. Annað hljóð hjá Framsókn Sigfús Ingi Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, segir ekki margt um fjárhags- stöðu flokksins. Flokkurinn vill hins vegar kosningar sem fyrst. Sigfús segir kosningabaráttuna hafna að einhverju marki, fyrst forsætisráð- herra hafi nefnt dagsetningu. Um- fang baráttunnar muni hins vegar ráðast jafnóðum af því hversu vel gangi að kynna málefni hans fyrir fólki. Nú finni þeir fyrir miklum meðbyr. Líklegt má telja að Fram- sókn hyggi á stórsókn. Hvorki náðist í Andra Óttarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokks, né Skúla Helgason, fram- kvæmdastjóra Samfylkingar, vegna þessarar umfjöllunar. Morgunblaðið/Eyþór Einkaaðilar Ekki mjög aflögufærir um framlög til kosningabaráttu í ár. Margvíslegar hindranir eru gegn nýliðun meðal þingmanna. 5% regl- an, um kjörfylgi á landsvísu, er þar þekktust. Fleira kemur samt til. Stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á Alþingi hafa „ríkisvætt“ sjálfa sig með því að úthluta sér árlegum framlögum úr ríkissjóði, miðað við þingstyrk. Heildarframlög á fjár- lögum þessa og síðasta árs til þeirra voru 371,5 milljónir króna, en lítið eitt lægri árið 2007. Kosningabarátta nýrra framboða er fjármögnuð með frjálsum fram- lögum, sem verða mjög af skornum skammti núna. Þegar eru komin fram tvö ný framboð sem hafa lík- ast til ekki úr miklu að moða. Forkólfar þeirra hljóta að bíða þess í ofvæni hvort stóru gömlu flokkarnir ætli í dýra og „sjálf- hverfa“ kosningabaráttu, eins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði. FLOKKAR Á SPENANUM ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.