Morgunblaðið - 31.01.2009, Page 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
UNDIRRITAÐUR
hefur alla tíð verið við-
skiptavinur Lands-
banka Íslands. Í þeim
viðskiptum hef ég
kynnst mörgu frábæru
starfsfólki sem hefur
unnið faglega og veitt
framúrskarandi þjón-
ustu.
Landsbankinn hefur
um langt árabil verið eitt traustasta
fyrirtæki landsins. Í mínum huga er
hörmulegt að sjá hvernig stjórn-
endur bankans hafa farið að ráði
sínu á undanförnum árum. Því mið-
ur hefur ástandið ekki batnað mikið.
Sumir æðstu stjórnendur bankans,
sem nú eru opinberir starfsmenn,
hafa jafnvel verið staðnir að því að
segja ósatt opinberlega.
Í frétt í Morgunblaðinu 7. nóv-
ember sl. undir yfirskriftinni „Að-
stoðar vegna erfiðra útlána – kemur
hvergi nálægt málum
sem tengjast Baugi“ er
vitnað í tvo fram-
kvæmdastjóra Lands-
bankans.
Forsaga málsins er
sú að Tryggvi Jónsson
hóf störf á lögfræðisviði
bankans fyrir rúmu ári.
Í fyrstu heyrði starf
hans beint undir fram-
kvæmdastjóra lög-
fræðisviðs og var hann
titlaður „forstöðumað-
ur“. Það vissu þó fáir
starfsmenn bankans
um þennan ráðahag eða hverju
Tryggvi veitti forstöðu. Við hrun
bankans var yfir eitt hundrað starfs-
mönnum hans sagt upp stöfum.
Sumir áttu langan og farsælan
starfsferil að baki og höfðu náð að
byggja upp góð tengsl við við-
skiptavini. Eftir samtöl mín við fjöl-
marga starfsmenn bankans tel ég
augljóst að ekki var faglega staðið að
þessum uppsögnum og val á því
hverjir fengu að halda störfum sín-
um mótaðist fyrst og fremst af því
að vera tengdur þeirri klíku sem
hafði stjórnað bankanum en ekki
hagsmunum bankans. Þannig varð
t.d. engin fækkun á fyrirtækjasviði
sem var undir stjórn Elínar banka-
stjóra og ber ábyrgð á hinni hörmu-
legu útlánastöðu bankans. Og
Tryggvi Jónsson var ráðinn til nýja
Landsbankans þrátt fyrir að vera
kominn með skilorðsbundinn dóm á
sakaskrána. Mun þetta vera eina til-
fellið í yfir 120 ára sögu Landsbank-
ans sem slíkt gerist.
Í frétt Morgunblaðsins er hins
vegar haft eftir Atla Atlasyni, fram-
kvæmdastjóra starfsmannasviðs,
„að almennt væru starfsmenn sem
hefðu hlotið refsidóm ekki ráðnir til
bankans en hvert tilvik væri metið
fyrir sig. Það fer eftir því hvert brot-
ið er, eins og í öllum störfum“. Hér
hlýtur Atli að tala gegn betri vitn-
eskju.
Það er ljóst að þeir sem bera
ábyrgð á þessari ráðningu auk Atla
eru Elín bankastjóri og Gunnar Við-
ar, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs
og yfirmaður Tryggva.
Í fréttinni er haft eftir Gunnari
Viðari að „Tryggvi Jónsson kæmi
hvergi nálægt málum sem tengdust
Baugi, 365, Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni eða félögum sem tengjast
honum. Deildin sem hann starfaði í
sinnti ekki stærri málum …“
Báðar þessar fullyrðingar eru
rangar. Er furða þótt spurt sé:
Hvaða hagsmuna var verið að
gæta með því að fastráða Tryggva
Jónsson til nýja Landsbankans?
Hvaða úttekt var gerð á störfum
hans og af hverjum? Af hverju eru
tveir framkvæmdastjórar að segja
ósatt opinberlega? Treystir Ás-
mundur Stefánsson, formaður
bankaráðs nýja Landsbankans,
þessum framkvæmdastjórum til að
skapa traust um starfsemi bankans?
Traust og trúverðugleiki
Jón Gerald Sullen-
berger skrifa rum
ráðningu banka-
stjóra
Jón Gerald
Sullenberger
»Hvaða hagsmuna var
verið að gæta með
því að fastráða Tryggva
Jónsson til nýja Lands-
bankans?
Höfundur er kaupmaður.
AÐ undanförnu hafa
birst fréttir og skrif um
kvótakerfið og vil ég
viðra hugmyndir mínar
um það kerfi. Finnst
mér sífellt halla meira á
verri veginn eftir því
sem þetta kvótakerfi er
lengur við lýði. Útgerð-
in stöðugt meira skuld-
sett og mjög margir
óánægðir með hlutskipti sitt vegna
mismununar.
Kvóti var settur á fiskveiðar á ár-
unum 1983-4. Þeir sem fengu fisk-
veiðiheimildir hafa síðan fengið end-
urnýjun árlega á veiðiheimildum,
frítt frá ríkinu. Ekki hafa komist nýir
menn inn í kvótakerfið, nema með
því að kaupa sig inn í það, þ.e. kaupa
af öðrum innan kerfisins.
Fyrsta grein laga um stjórn fisk-
veiða hljóðar eftirfarandi. „Nytja-
stofnar á Íslandsmiðum eru sameign
íslensku þjóðarinnar. Markmið laga
þessara er að stuðla að verndun og
hagkvæmri nýtingu þeirra og
tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu. Úthlutun veiðiheim-
ilda samkvæmt lögum þessum mynd-
ar ekki eignarrétt eða óafturkall-
anlegt forræði einstakra aðila yfir
veiðiheimildum.“ Yfirvöld hafa úr-
skurðað að greiða ber erfðafjárskatt
af fiskikvóta og að kvótinn gangi í
erfðir. Lagastofnun Háskóla Íslands
hefur staðfest þessa niðurstöðu. Eft-
ir að hafa lesið lagagreinina vaknar
spurningar, hvort menn geti erft það
sem sá látni átti ekki? Borga menn
erfðafjárskatt af því sem menn geta
ekki eignast? Getur einn maður veð-
sett það sem 300 þús. manns eiga
með honum, án þeirra samþykkis?
Stangast ekkert á þarna? Sam-
kvæmt orðanna hljóðan segja orðin
„eru sameign“ og „myndar ekki eign-
arrétt“ okkur að ekki er hægt að veð-
setja óveiddar fiskveiðiheimildir.
Nýliðun í fiskveiðum og fisk-
verkun er mikilvæg og fiskurinn er
eign okkar allra. Hættum að láta
mesta verðgildi útgerðanna vera í
kvótanum. Það sem útgerð-
armönnum mætti vera leyfilegt að
selja og veðsetja er hvað þeir eiga
sjálfir, ekki það sem samlandar hans
eiga með honum. Breytum kvóta-
kerfinu þannig að útgerðarmenn
leigi kvóta af ríkinu og leigutekj-
urnar renni til þjóðarinnar en þær
tekjur verða umtalsverðar.
Ein útfærsla gæti verið að úthluta
kvótanum til landsfjórðunganna, af
landsnefnd sem í sætu fimm menn.
Ein úthlutunarnefnd væri starfandi í
hverjum landsfjórð-
ungi. Þessar stjórnir
yrðu kosnar af íbúum
hvers fjórðungs og for-
maður landsnefndar
yrði skipaður af Al-
þingi.
Skuldir margra út-
gerðarfyrirtækja eru
mjög miklar og þau
bera sjálf ábyrgð á sín-
um skuldum! Þeir sem
eiga skuldir þessara
fyrirtækja munu reyna
að fá eitthvað upp í sín-
ar kröfur. Hafi þeir lán-
að útgerðarmönnum með veði í kvót-
anum skal þeim bent á fyrstu grein
kvótalaganna. Minn skilningur á
þeirri veðsetningu er að hún haldi
ekki. Þrír stærstu bankar okkar eru
gjaldþrota. Þeir tóku veð í óveiddum
fiski. Íslenska þjóðin hefur því um-
ráðarétt yfir þessum veðheimildum,
um tíma. Í dag „eiga“ öll útgerð-
arfélög sinn kvóta. Að taka kvótann
af í einni svipan er mikil og sterk
ákvörðun. Menn stæðu skyndilega
allir kvótalausir. Allur flotinn yrði
gerður kvótalaus að kvöldi þess dags
sem kvótinn yrði innkallaður. Að
morgni næsta dags yrðu allir fyrr-
verandi útgerðarmenn komnir með
90% af kvóta sínum, með forleigu-
rétti, sem færi síðan minnkandi. For-
leiguréttur yrði til einhvers ákveðins
tíma, kannski 10 ára, hugsaður til
jöfnunar meðan nýir aðilar komast
inn í kerfið, þannig að ekki myndist
einskonar tómarúm í fiskveiðum.
Þessi forleiguréttur myndi einnig
hjálpa núverandi útgerðum við að
leysa sín skuldamál. 10% færu strax
til útleigu á frjálsum markaði.
Fiskmarkaðurinn myndi sjá um að
halda eftir kvótaleigu að loknu upp-
boði hverrar veiðiferðar. Allur fiskur
sem inn í fiskveiðiskip kæmi kæmi í
land. Allur fiskur færi á fiskmarkað.
Bannað yrði að henda fiski í sjó aftur.
Ef útgerðaraðili yrði ósáttur við að
borga leigu fyrir fisk, sem hann hefði
hent hér áður fyrr, er honum frjálst
að leggja þennan fisk inn á fisk-
markað sem myndi setja andvirði
þessa inn á reikning sem úthlutað
yrði úr til t.d. Landhelgisgæslunnar
eða Hafró, án þess að leiguverð kæmi
fyrir. Hæsta áætlaða magn fisks,
sem ég hef heyrt um að hent sé í sjó,
á ári er 100 þús. tonn. Andvirði þess
er milljarðar. Hæsta leiguverð á fisk-
kvóta sem heyrst hefur er 260 kr/kg.
Með svona útgerðarmynstri tel ég
að útgerð eigi meiri möguleika á að
vera sjálfbær og skila hagnaði. Það
skal tekið fram að einungis eitt fisk-
veiðikerfi er hugsað í þessu kerfi.
Jafnt fyrir stóra og smáa báta. Fisk-
markaðsverð er mismunandi eftir
tegundum. Ef gert er ráð fyrir því að
leiguverð til útgerðar verði 1⁄4 af
markaðsverði hverrar tegundar
munu leigutekjur til ríkisins verða
um 20 milljarðar á ári hið minnsta.
Sjá töflu.
Guðmundur
Unnþór Stefánsson
skrifar um fisk-
veiðistjórnun
» Breytum kvótakerf-
inu þannig að út-
gerðarmenn leigi kvóta
af ríkinu og leigutekj-
urnar renni til þjóð-
arinnar en þær tekjur
verða umtalsverðar.
Guðmundur Unnþór
Stefánsson
Höfundur er fyrrverandi eigandi
Sjóvéla ehf.
Heildarafli Markaðsverð Samtals leigu--
Fisktegund Tonn/ári Kr/kg
25%af
markaðsverði verð m.kr
Þorskur 130.000 269 67 8.710
Ýsa 93.000 154 38 3.534
Ufsi 65.000 74 24 1.560
Karfi 50.000 91 24 1.200
Keila 5.500 85 24 13
Langa 7.000 123 31 217
Steinbítur 13.000 130 34 442
Grálúða 15.000 159 56 840
Skötuselur 3.000 266 73 219
Skarkoli 6.500 159 44 286
Langlúra 2.200 114 31 68
Skráplúra 1.000 48 14 14
Síld 150.000 28 7 1.050
Loðna 0. 0. 0. 0.
Humar 2.200 484 125 275
Úthafsrækja 7.000 ? ? ?
Þykkvalúra 2.200 272 87 191
Sandkoli 100 8 3 3
Samtals 18.622
Nýtt fiskveiðikerfi
ÞAÐ ER ánægju-
legt að sjá það í stuttri
grein þinni í Frétta-
blaðinu 22. des. sl. að
þú sérð að náttúru- og
dýravernd er því mið-
ur stundum á villigöt-
um. Þú nefnir m.a. að
ekki megi nýta tennur
né horn af fílum eða
nashyrningum þó
sjálfdauðir séu úr elli eða sjúkdóm-
um vegna þess eins að þessar dýra-
tegundir eru á lista yfir dýr í út-
rýmingarhættu. Hins vegar hefur
mér fundist í fyrri skrifum þínum
að þú fylgir því sem kalla má öfga-
stefnu í dýraverndun og þar nefni
ég þá furðulegu ákvörðun að hvíta-
birnir séu á válista. Þú nefnir að
meira að segja Bush fráfarandi for-
seti BNA sé búinn að samþykkja
þessa skráningu. Ekki fær hún
aukið vægi í mínum huga þó hann
hafi samþykkt slíkt nema síður sé,
það er ekki margt til eftirbreytni af
ákvörðunum þess manns.
En þú hefur áhyggjur af hvíta-
björnunum tveimur sem skotnir
voru á Skaga sl. sumar og deilir
þar með sorg og áhyggjum Þór-
unnar umhverfisráðherra, sem
sannarlega var leikstjórinn í fars-
anum ógleymanlega sem þá var
sviðsettur. Eins og hún nefnir þú
ekki að ung stúlka til heimilis á
Hrauni á Skaga var komin í 100 m
nánd við seinni hvítabjörninn. Það
virðist ekki raska ró ykkar þó vís-
ast væri þessi unga stúlka ekki á
lífi hefði björninn verið ómeiddur
og í fullu fjöri.
En aftur að hvítabjörnum og
þeirri vá sem að þeim steðjar. Allt
fram að 1960 höfðu ísbirnir verið
mikið veiddir af íbúum á Græn-
landi, Kanada, Alaska og víðar. Þá
fór fram talning og var talið að
stofninn væri ekki nema um 5000
dýr. Þá hófst öflug verndun og upp
teknir veiðikvótar. Núna hálfri öld
síðar hefur stofninn heldur betur
rétt úr kútnum og hefur nær fimm-
faldast, fjöldinn er á bilinu 22.000-
25.000 dýr.
En það er eins með verndun og
skatta. Þegar búið er að setja slíkt í
stefnu og framkvæmd virðist ekki
verða aftur snúið. Þess vegna hafa
hvítabirnir verið settir á válista yfir
dýr í útrýmingarhættu þó slíkt sé
fjarri lagi. Spurningin er hins vegar
hvort þessir einfarar, sem þurfa
miklar veiðilendur hver og einn,
eru ekki að verða of margir, voru
flækingarnir sem komu á Skaga að
reyna að finna sér ný búsvæði?
En búsvæði og veiðilendur hvíta-
bjarna eru að aukast. Nú eru veidd-
ir árlega innan við 1000 hvítabirnir,
aðallega af Grænlendingum og
Kanadamönnum. En lífslíkurnar
batna mest vegna þess að ísinn á
norðurpólnum er að aukast. Það er
staðreynd, þvert ofan í það sem
Grænfriðungar og fleiri halda fram.
Með þessu greinarkorni fylgja
gervitunglamyndir sem sýna þessa
þróun greinilega. Það er greinilegt
að ís hopar við austurströnd Græn-
lands en eykst stórlega í sundunum
milli Kanada og Grænlands og
teygir sig nær strönd-
um Síberíu og Alaska
og að Beringssundi.
Það má líka skjóta því
að hér að þetta er eðli-
legt, hiti á norðurslóð-
um hefur ekki hækkað
síðustu ár, flest árin
frá 1998 hefur hann
staðið í stað eða farið
lækkandi. En óábyrgir
vísindamenn, einfeldn-
ingslegir stjórnmála-
menn og að ekki sé
talað um stórlega hlut-
dræga fjölmiðla berja stöðugt höfð-
inu við steininn og halda blákalt
fram því gagnstæða.
Ég deili ekki þeim áhyggjum
með Birgi Guðjónssyni að það skaði
orðspor okkar Íslendinga að við
skutum tvo ísbirni af sjálfsögðum
öryggisástæðum. Þeir sem þar
hneykslast eru þeir sem ég og við
Íslendingar eigum ekki að láta
raska ró okkar.
Ég treysti Norðlendingum vel til
að gæta lífs og lima allra ef hvíta-
bjarnarflækingur kemst á land. Og
umfram allt: sendið honum kúlu áð-
ur en umhverfisráðherra fær ráð-
rúm til að panta leiktjöld frá Kaup-
mannahöfn eða jafnvel að fá
einkaþotu til að fljúga í fang þess
hvíta, þá er öruggara að hann sé
dauður.
Sigurður Grétar
Guðmundsson
skrifar um stofn-
stærð ísbjarna
» Aðallega að benda á
að hvítabjörnum
fjölgar en fækkar ekki
og að ísinn á norð-
urskautinu er að aukast
þó hann hopi við austur-
strönd Grænlands
Sigurður Grétar
Guðmundsson
Höfundur er vatnsvirkjameistari og
orkuráðgjafi.
Gervitunglamynd sem sýnir þróun íss á norðurpólnum.
Til Birgis Guðjóns-
sonar um hvítabirni