Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 37
Ég er búin að ræða það við mömmu
á hverju kvöldi síðan þú lést, að þegar
englarnir fara með þig upp til Guðs
verður þú að hafa með þér myndina af
okkur saman á ættarmótinu á Húsa-
vík, sem mamma lét í kistuna þína,
svo þú verðir ekki einmana hjá Guði.
Elsku afi minn, ég bið Guð og engl-
ana að passa þig fyrir mig.
Uppáhaldsbænin mín verður bæn-
in mín til þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni. (Amen.)
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þinn,
Björn Ásgeir.
Fyrir þér var hvert og eitt okkar
barnabarnanna einstakt og fyrir
hverju okkar varst þú einstakur. Það
var sama hvað við urðum mörg, hvert
og eitt átti sinn stað í hjarta þínu. Ást
þín og umhyggja gagnvart okkur
leyndi sér aldrei og við sköpuðum
saman ótal minningar. Ég mun aldrei
gleyma Evrópureisunni, skíðaferð-
inni til Tíról, stundunum á Barða-
strönd, Efstaleiti né að Ascot Court.
Þú varst sannur Pater familias og arf-
leifðin er fyrst og fremst ein sam-
rýndasta fjölskylda sem hugsast get-
ur.
Fyrir mér ertu fyrirmynd í ýmsu,
meðal annars hvernig ég vil lifa lífi
mínu. Þú lagðir áherslu á það sem
máli skiptir. Það er líka þín vegna að
ég finn fyrir stolti í hvert sinn sem
nafn okkar er nefnt og er ég afar
þakklátur fyrir að hafa verið skírður í
höfuðið á þér.
Þú mátt vita það, afi minn, að
amma hefur okkur öll á bak við sig og
við getum öll leitað til hennar, hvenær
sem við þurfum á að halda.
Vertu sæll, afi. Það verður alltaf B
Ben, alltaf.
Þinn guðsonur,
Bjarni Benedikt Kristjánsson.
Elsku afi, þegar við hugsum til þín
og rifjum upp minningar er margt
sem kemur upp í hugann. Það var allt-
af gleði í kringum þig og með þér. Það
er svo margt sem við erum þér þakk-
lát fyrir, elsku afi. Þú varst alltaf svo
góður við okkur. Samverustundir okk-
ar voru margar og góðar. Það var allt-
af notalegt að heimsækja þig og vera
með þér. Hvort sem það var heima hjá
ykkur ömmu eða í þeim fjölmörgu
ferðalögum sem við fórum í saman. Þú
kenndir okkur svo margt í gegnum
samveruna. Hlýjan, gleðin, dugnaður-
inn og krafturinn er eitt af því sem
einkenndi þig í okkar augum. Það
voru ekki fá skiptin sem þú komst og
sóttir okkur um helgar og fórst með
okkur í Bláfjöll þegar við vorum börn.
Við áttum einnig frábærar stundir
með þér í Austurríki. Að vera í Aust-
urríki með afa á skíðum var alltaf jafn
yndislegt og svo fannst þér nú lítið
mál að skella þér á diskótek með okk-
ur á kvöldin. Þú varst duglegur að
kenna okkur á skíði og leiðbeina í
golfi. Það vantaði ekki skoplegu hlið-
arnar. Til dæmis í seinni tíð þegar
kom að því að við vorum orðin betri en
þú á skíðum hélstu samt áfram að
kenna okkur þó að það væri ekki
nema að segja okkur að fara hægar
svo þú gætir haldið í við okkur. Góð
ráð voru dýr þegar við skiptum skíð-
unum út fyrir snjóbretti og þú gast
ekki kennt okkur rétta stílinn en þú
hafðir ráð á reiðum höndum, sendir
bara krakkana í kennslu og leiðbeind-
ir sjálfur með viðeigandi fatnað. Þú
hættir aldrei að kenna okkur og að
þessu búum við ennþá í dag. Við vitum
hvað þú varst stoltur af okkur og það
var okkur mikils virði að fá að deila
lífsins málum með þér, sjá hvað þú
varst glaður þegar okkur gekk vel.
Við systkinin eigum hvert og eitt
stórkostlegar minningar um rökræð-
ur við afa og þó að við værum nú ekki
alltaf sammála um málin var alltaf
gagnkvæm virðing á milli okkar. Við
áttum frábæran tíma saman í Evr-
ópureisunni um árið. Við munum vel
þegar við barnabörnin, stór og smá,
mættum til þín og ömmu á afmæl-
isdaginn þinn snemma um morgun-
inn, falin undir laki. Þú áttir að opna
gjöfina en sagðir hátt og snjallt að þú
ætlaðir nú bara að geyma pakkann og
opna hann seinna um kvöldið, tókst
svo lakið af og hlóst mikið. Skelfing-
arsvipur á barnabörnunum auðvitað.
Svona munum við þig; mikill og sann-
ur afi og alltaf var stutt í grínið þegar
við vorum saman. Öll fengum við
tækifæri til þess að eiga stundir með
þér og ömmu í Bjarnahúsi á Flórída.
Verslunar- og strandferðirnar, stund-
irnar í pottinum, stjörnurnar á himn-
inum, Þórhallur miðill í útvarpinu,
samræðurnar um líf eftir dauðann
sem fylgdi í kjölfarið, gjafmildin og
gleðin. Þetta er okkur ofarlega í huga
og þetta eru dýrmætar minningar
sem við eigum alltaf.
Elsku afi, við getum aldrei þakkað
þér nægilega fyrir þann tíma sem þú
gafst okkur, það sem þú hefur kennt
okkur, það sem þú hefur gert fyrir
okkur. Það var alltaf hægt að treysta
á þig. Við söknum þín en við höldum
áfram að gera þig stoltan, við vitum
að þú ert hjá okkur, heldur áfram að
kenna okkur þó að þú sért farinn.
Þórdís Elín, Héðinn og Ásgeir.
Ég man varla tilveruna án Bjarna
mágs míns. Hann og Ellý systir mín,
kynntust þegar ég var kannski 8-9
ára og ég man hversu merkilegur,
mér fannst þessi reisulegi maður sem
vissi svo margt og hafði svör við flest-
um spurningum. Þau giftu sig, Ellý
systir og Bjarni, 9. september, ég var
minnir mig ellefu ára og var í sveit í
Borgarfirði. Spenningurinn var mikill
því ég átti að fá að koma heim og vera
við brúðkaupið þeirra þótt sveitavist-
inni ætti ekki að ljúka fyrr en í októ-
ber.
Þetta var það mest spennandi sem
ég hafði upplifað til þessa.
Æ síðan hefur Bjarni, mágur minn,
verið stór hluti af lífi mínu, ekki bara
af því að hún Ellý hans og systir mín
var okkur yngri systrunum eins og
önnur móðir, heldur líka af því að
Bjarni var eins og stóri bróðir, alltaf
tilbúinn að redda manni um vinnu og
bjarga málum á ýmsan máta.
Hann var líka svolítið ævintýr, for-
eldrar hans bjuggu í stóru ævintýra-
legu húsi með mörgum vistarverum
sem gaman var að vafra um. Þau voru
eitthvað svo spennandi fólk á marga
vegu fannst okkur yngri systrunum.
Seinna þegar ég var búin að kynn-
ast mínum manni, honum Helga S.,
og við áttum okkar heimili, var sam-
gangur mikill og samveran ætíð
skemmtileg og gefandi.
Ellý og Bjarni keyptu sér yndislegt
hús á Flórída. Þau nefndu það
Bjarnahús.
Þar dvöldu þau á veturna meðan
kuldinn var við völd heima á Fróni.
Í Bjarnahús heimsóttum við Helgi
þau oft, sérstaklega þegar við vorum
að koma úr siglingunum okkar á
stórum skemmtiferðaskipum. Alltaf
var tekið á móti okkur með mikilli
gestrisni jafnt þótt við kæmum með
vini okkar með okkur og fylltum öll
rúm á heimilinu. Ekki taldi Bjarni
heldur eftir sér að keyra okkur milli
molla og annarra verslana ef við vor-
um að leita að einhverju sérstöku og
virtist jafnvel hafa gaman af.
Bjarni átti því láni að fagna að eiga
einhverja þá bestu konu sem ég þekki
og þá tala ég um hana Ellý, systur
mína, sem er gull af manni þótt ég
segi sjálf frá, og áttu þau gott og inni-
haldsríkt líf saman.
Hugur minn er hjá henni systur
minni þessa dagana sem eru auðvitað
æði tómlegir án hans sem var lífsföru-
nautur hennar.
Elsku Ellý mín, Anna Rósa, Ás-
geir, Guðrún, Regína og allt ykkar
fólk, við Helgi vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og hörmum að geta
ekki verið ykkur neinn stuðningur
þessa dagana af því að við erum stödd
hinum megin á hnettinum akkúrat
núna.
Guð blessi ykkur og huggi og gefi
ykkur styrk í framtíðinni.
Elsku Bjarni, mágur minn, megi
Guð blessa sálu þína og leiða þig inn í
ljósið.
Sjöfn og Helgi.
Minn kæri mágur og okkar einlæg-
ur „afi“ Bjarni er fallinn frá. Við
kveðjum þig með söknuði og minn-
umst þín full virðingar og hlýju.
Upp í hugann koma ljúfar minn-
ingar enda hafa leiðir okkar legið
saman í 50 ár. Þú hefur í gegnum árin
verið mér stoð við hin ýmsu tækifæri.
Það varst þú sem réðir mig í fyrstu
launavinnuna sem sendill hjá BSFR.
Oftar en ekki hef ég leitað ráða hjá
Vþér varðandi mikilvæg málefni og
erfiðar ákvarðanir. Ráð þín hafa und-
antekningarlaust reynst mér farsæl
og alltaf hef ég getað treyst á fullan
trúnað þinn.
Eftirminnilegar eru fjölmargar
stundir við sameiginleg áhugamál.
Við briddsborðið sem var fastur liður
í fjölskylduboðum, í veiðiferðum og á
golfvellinum. Því miður náðum við
ekki að leika saman á Flórída en þar
er ekki við þig að sakast því ekki stóð
á heimboðum frá ykkur Ellý.
Þú hafðir gaman af að segja sögur
við hin ýmsu tækifæri. Ein var af því
þegar mágar þínir tveir höfðu lognast
út af í teiti á gamlárskvöld. Það kom í
þinn hlut að drösla þeim meðvitund-
arlausum í rúmið og barst þá hvorn á
sinni öxlinni upp fjórar hæðir. Þú lést
ekki fylgja sögunni að við vorum bara
tveggja og fjögurra ára.
Eftir að ég eignaðist fjölskyldu hef-
ur þín líka notið við. Þú varst fyrsti
kostur þegar ég þurfti svaramann í
brúðkaupinu okkar Ástu. Síðari árin
er „afi“ Bjarni það sem við erum vön
að kalla þig. Þar sem afarnir höfðu
kvatt varst þú fús til þess að taka að
þér afahlutverkið í lífi barnanna okk-
ar. Og það var ekki bara að nafninu til
heldur sýndir þú í verki hversu kær
og mikilvæg fjölskyldan var þér.
Elsku Ellý systir og stórfjölskyld-
an ykkar. Við sendum okkar einlægar
samúðarkveðjur. Kærleikurinn mun
gefa ykkur styrk og minningarnar
ylja um ókomin ár.
Kjartan, Ásta, Herdís og Óttar.
Fleiri minningargreinar
um Bjarna B. Ásgeirsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
Styrkir úr Forvarnasjóði 2009
Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði. Tilgangur sjóðsins
er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna
eða afmarkaðra rannsókna.
Skilyrði fyrir rannsóknastyrkjum til gagnaöflunar er að Lýðheilsustöð hafi aðgang að ópersónu-
greinanlegum frumgögnum og nauðsynlegum stoðupplýsingum ári eftir að gagnasöfnun lýkur. Í
samvinnu við styrkþega getur Lýðheilsustöð veitt þriðja aðila aðgang að gögnunum.
Áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungu fólki í
eða utan skóla. Að þessu sinni verða umsóknir metnar með hliðsjón af heilsustefnu heilbrigðis-
ráðherra sem finna má á vef Heilbrigðisráðuneytisins (www.heilbrigdisraduneyti.is).
Heilbrigðisráðherra úthlutar úr sjóðnum að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarnaráðs sem
metur umsóknirnar í samstarfi við Lýðheilsustöð. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til um-
fjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun.
Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við
framvindu verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir.
Mikilvægt er að í umsókninni sé gerð grein fyrir því hvernig verkefnið verður metið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2009 og skal sótt um á eyðublöðum sem finna
má á vef Lýðheilsustöðvar,
http://www.lydheilsustod.is/lydheilsustod/forvarnasjodur/
Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31.12 2009.
Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á vef Lýð-
heilsustöðvar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið johann@lydheilsustod.is
Raðauglýsingar