Morgunblaðið - 31.01.2009, Síða 43
Fréttir á SMS
Krossgáta 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
LÁRÉTT
3. Sekt beitt gegn vanskilamönnum, ákveðin upp-
hæð dag hvern. (7)
6. Bóndabýli þar sem búrekstur byggist aðallega á
sauðfjárrækt. (10)
9. Það að taka lítinn hluta eða skammt af einhverju
til að sýna eðli þess og eiginleika. (ft.) (9)
10. Sterk sýra, HCl. (8)
11. Megnið af klassískum tónbókmenntum saxófóns-
ins er skrifað fyrir ___saxófón. (3)
12. Geislavirkt frumefni með skammstöfunina Np. (8)
14. = er _____merkið. (7)
17. Douglas ____, breskur rithöfundur sem samdi
Hitchhikers Guide to the Galaxy (5)
19. Íslenskur fugl af snípuætt, rauðbrúnn á hálsi og
bringu, með langt beint nef. (8)
21. Frjálslynd guðfræðistefna sem ruddi sér til rúms
um og eftir 1900 (10)
22. Lífrænt efnasamband, byggingareining prótína.
(9)
25. ______ Rögnvaldsdóttir, höfundur matreiðslu-
bóka. (5)
27. Íslenskt heiti núkleótíðs, byggingareining kjarn-
sýru. (5)
28. Ópera eftir Verdi um eþíópíska prinsessu sem er
fönguð og hneppt í þrældóm í Egyptalandi. (4)
29. Veiðimaðurinn mikli sem veiðigyðjan Artemis
setti á himinhvelið. (5)
30. Tækni sem felst í því að lesa nokkur orð saman til
að ná mikilvægustu upplýsingunum úr efninu. (10)
34. Eldra heiti Eþíópíu. (9)
35. Óperetta eftir Johann Strauss yngri. (11)
39. Ættbálkur fiska með vel þroskaða beinagrind.
(10)
40. Lægra sett yfirvald sem fer með minni háttar af-
brotamál og gefur saman hjón. Slíkt yfirvald var m.a. í
villta vestrinu. (10)
41. Nýtt heiti Hótel Íslands-plansins. (þgf.) (12)
42. Sú tunga sem töluð var á Norðurlöndum að fornu.
(7)
LÓÐRÉTT
1. Annað stærsta landið í heiminum að flatarmáli (6)
2. Gras, algengt við hús og bæi í sveitum, meðfram
vegum, í kartöflugörðum og víðar. (10)
4. Móðir H.C. Andersen vildi að hann gerðist iðn-
aðarmaður, nánar tiltekið ________. (9)
5. Immanuel ____, prússneskur heimspekingur. (4)
7. Mynd Steven Spielbergs, Saving Private ____. (4)
8. Hormón sem myndast í briskirtlinum og lækkar
magn blóðsykurs. (7)
13. Frumefni sem er aðalefni lofthjúpsins. (5)
15. Hin byggða jörð samkvæmt Ásatrúarmönnum. (9)
16. Slysavarnadeild í Vestmannaeyjum. (9)
18. Lína á hafsvæði sem afmarkar fiskveiðilögsögu
tveggja landa ef styttra er á milli þeirra en nemur
óheftri lögsögu beggja. (7)
20. Opið á nasaholi sem snýr fram. (5)
23. Land milli Frakklands og Spánar. (7)
24. Land í Afríku, fyrrverandi portúgölsk nýlenda og
mikill demantaframleiðandi. (6)
26. Hvirfilvindur sem er með miklu magni af jarðvegi
í sér. (11)
30. Þýskur endurreisnarmálari þekktur fyrir andlits-
myndir sínar og vann lengi í Englandi. (7)
31. Vestfirskur maður sem gaf Sveini Danakonungi
lifandi ísbjörn. (5)
32. Sölt af kísilsýru. (7)
33. Strengjahljóðfærið. (8)
36. Ber fram ákæru. (5)
37. Ör á kviði sem allir menn hafa. (5)
38. Gyðja í norrænni goðafræði sem hefur það hlut-
verk að gæta gulleplanna sem tryggja goðunum eilífa
æsku. (5)
MIKIL spenna myndaðist við þau
fremur óvæntu úrslit áttudundu um-
ferðar Skákþings Reykjavíkur þeg-
ar Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði
með hvítu fyrir Þorvarði Ólafssyni
sl. miðvikudagskvöld. Hjörvar
Steinn var með vinnings forskot fyr-
ir umferðina og stýrði hvítu mönn-
unum en varð á yfirsjón í vænlegri
stöðu og tapaði. Við það komst Þor-
varður upp að hliðinni á honum og
einnig Lenka Ptacnikova.
Í gærkvöldi fór fram síðasta um-
ferð mótsins og þá átti Lenka, sem
hefur verið á mikilli siglingu eftir
tapið fyrir Hallgerði, hvítt gegn
Hjörvari en Þorvarður var með
svart gegn Atla Frey Kristjánssyni.
Talsvert hefur verið um óvænt úrslit
á mótinu og ýmsir ágætir skákmenn
hafa ekki náð að blanda sér í barátt-
una um sigurinn, t.d. Sigurbjörn
Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson
og Halldór Brynjar Halldórsson.
Ýmsir ungir skákmenn hafa náð
góðum árangri auk Hjörvars þeir
Atli Freyr Kristjánsson, Sverrir
Þorgeirsson, Ingvar Ásbjörnsson og
Patrekur Maron Magnússon og af
stúlkunum hafa þær Hallgerður
Helga og Sigríður Björg staðið sig
vel, sú síðarnefnda hefur hækkað
meira á stigum en nokkur annar
keppandi. Staða efstu manna fyrir
lokaumferðina var þessi:
1.-3. Hjörvar Steinn Grétarsson,
Lenka Ptacnikova og Þorvarður
Ólafsson 6½ v. (af 8) 4. Atli Freyr
Kristjánsson 6 v. 5.-10. Hrannar
Baldursson, Halldór Halldórsson,
Sverrir Þorgeirsson, Ingvar Þór Jó-
hannesson, Daði Ómarsson og
Sverrir Örn Björnsson 5½ v. 11.-20.
Sigurbjörn Björnsson, Kristján Eð-
varðsson, Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir, Torfi Leósson, Ingvar
Ásbjörnsson, Siguringi Sig-
urjónsson, Jóhann Ragnarsson, Pat-
rekur Maron Magnússon, Sævar
Bjarnason og Sigríður Björg Helga-
dóttir 5 v.
Þær Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir og Tinna Kristín Finn-
bogadóttir hafa báðar staðið sig vel
og voru með 50% vinningshlutfall
fyrir lokaumferðina. Það er smágalli
á mótinu í ár hversu mikið styrk-
leikabil er á milli keppenda, eins og
vanti einhverja miðju í mótið. Tinna
Kristín mætti stöllu sinni Hallgerði í
7. umferð og þar var tekin til með-
ferðar byrjun sem oft kemur upp í
viðureignum stúlknanna.
Skákþing Reykjavíkur; 7. umferð:
Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir – Tinna Kristín Finn-
bogadóttir Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3
Leið Alapin er ágæt tilbreyting
frá margþvældum afbrigðum Sikil-
eyjarvarnarinnar og er mun hættu-
legri en margur hyggur.
2. … d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5.
Rf3 e6
Annar góður möguleiki er 5. …
Bg4.
6. Ra3 cxd4 7. Rb5 Dd8 8. Dxd4
a6 9. Dxd8+ Kxd8 10. Re5!
Í stað þess að hörfa með ridd-
arinn ræðst hvítur a f7-peðinu. Eftir
10. … axb5 11. Rxf7+ og 12. Rxf8
fengi hvítur sæg af peðum jafnvel þó
svo riddarinn á h8 félli.
10. … Ke7 11. Rc7! Ha7 12. Be3
Skyndilega er hrókurinn á a7 í
miklum vanda.
12. … b6 13. Bxb6 Hb7 14. Bc5+
Kd8 15. Bxf8 Hxf8 16. Rxa6 Rxa6
17. Bxa6 Hxb2
Staða svarts er töpuð hverju svo
sem leikið er.
18. 0-0-0+!
Vinnur hrókinn! Eftirleikurinn er
auðveldur.
18. … Kc7 19. Kxb2 Bxa6 20.
Hd4 Rd5 21. Kc2 f6 22. Rd3 Ha8 23.
Rb4 Rxb4+ 24. cxb4 Bb7 25. Kb2
Bxg2 26. Hg1 Bd5 27. Hxg7+ Kc6
28. a3 h5 29. Hh7 Bf3 30. Hf4 Bg4
31. Hxf6 Hd8 32. f3 Bf5 33. Hxh5
Hd2+ 34. Kc1 Hd5 35. Hhxf5 Hxf5
36. Hxf5
– og svartur gafst upp; baráttan
við frípeð hvíts dæmd til að tapast.
Aronjan efstur í Wijk aan Zee
Ermski stórmeistarinn Levon Ar-
onjan hefur náð forystunni á Corus-
mótinu í Wjk aan Zee sem lýkur um
helgina. Aronjan hafði sig lítið í
frammi í fyrstu umferðunum en náði
að vinna Gata Kamsky með svörtu í
9. umferð og Michael Adams í þeirri
tíundu. Eftir að hafa gert jafntefli í
níu fyrstu skákum sínum tókst
Magnúsi Carlssyni loksins að vinna
skák og gæti með góðum enda-
spretti náð efsta sæti. En staðan
þegar þrjár umferðir eru eftir er
þessi:
1. Levon Aronjan (Armeníu ) 6½
v. (af 10) 2. Sergei Karjakan (Úkra-
ínu) 6 v. 3.-6. Magnús Carlsen (Nor-
egi), Lenier Dominguez (Kúbu),
Teimour Radjabov (Aserbadsjan) og
Sergei Movsesian (Slóvakíu) 5½ v. 9.
– 12. Vasilí Ivantsjúk (Úkraínu),
Gata Kamsky (Bandaríkjunum),
Michael Adams (Englandi) og Yue
Wang (Kína) 4½ v. 13. Daniel
Stellwagen (Hollandi ) 4 v. 14. Alex-
ander Morosevits (Rússlandi) 3½ v.
helol@simnet.is
Þrjú á toppnum
fyrir lokaumferðina
SKÁK
TR, Faxafeni
11.-29. janúar 2009
Skákþing Reykjavíkur
Hjörvar Steinn Grétarsson
Þorvarður Ólafsson
Morgunblaðið/
Lenka Ptacnikova
Helgi Ólafsson