Morgunblaðið - 31.01.2009, Page 46
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SÝNINGIN Skart og skipulag verður opnuð í Lista-
safni Árnesinga í Hveragerði á morgun. Sýningin er
tvíþætt, annars vegar verða sýndar tillögur í arki-
tektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hvera-
gerði, en hins vegar skartgripir. Á annað hundrað
meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, í umsjón
Listiðnaðarsafnsins í Kaupmannahöfn, voru fengin að
láni. Höfundar verkanna eru alls 39. „Í þessu sam-
hengi er einnig áhugavert að skoða verk eftir ís-
lenska skartgripahönnuði og ég valdi að hafa bara
einn íslenskan fulltrúa, Guðbjörgu Kristínu Ingv-
arsdóttur, sem er margverðlaunuð fyrir skart sitt og
handhafi sjónlistarverðlaunanna fyrir hönnun 2008.“
Inga Jónsdóttir safnstjóri fór til Danmerkur til að
kynna sér söfn og möguleika á samstarfi. „Í Listiðn-
aðarsafninu var mér vel tekið. Þau voru nýbúin að
senda þessa sýningu til Mexíkó og fannst áhugavert
að senda hana til Íslands líka,“ segir Inga. „Þau voru
til í samstarfið og ég sló til og vildi byrja þetta ár
með skartinu.“
Í desember var efnt til arkitektasamkeppni um
miðbæ Hveragerðis. „Ég sá að það yrði forvitnilegt
að að skoða hve margt og ólíkt felst í orðinu hönnun,
allt frá pínulitlum eyrnalokk til miðbæjarskipulags.
Það er himinn og haf á milli. Sýningin lýsir hinu
smáa og stóra, fjarlæga og nálæga, innlenda og er-
lenda.“
Inga segir að löng hefð sé fyrir stuðningi við listir
og hönnun í Danmörku. „Eitt af því sem er svo
áhugavert við danska skartgripaskrínið er að með
það er einnig lánafyrirkomulag, eins konar „skartotek“.
Danir geta til dæmis sótt um að bera þessa skartgripi
við ákveðin tilefni, þar sem þeir koma fram sem fulltrúar
þjóðarinnar, innanlands eða erlendis, sér að kostn-
aðarlausu. Þetta fannst mér ný hugsun og áhugaverð.“
Hönnuðirnir dönsku eru að sögn Ingu ýmist skart-
gripahönnuðir eða myndlistarmenn. „Þetta lánafyr-
irkomulag hefur orðið þess valdandi að þeir hafa selt
meira. Verkin í skartgripaskríninu eru þó ekki söluvara.“
Danska skartgripaskrínið opnað í Listasafni Árnesinga
Eins konar skartótek
Daggardropar Hálsskart eftir Mette Saabye frá 1996.
46 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
NEW York Times benti á það í gær
hversu mjög bókmenntagagnrýni á
undir högg að sækja í dagblöðum.
Tilefnið var ákvörðun Washington
Post að leggja niður Book World,
sérblaðið um bókaumfjöllun. Blaðið
mun áfram koma út á netinu en
prentuð bókarýni verður felld sam-
an við aðra blaðhluta. Starfsfólk
blaðsins mun þó halda störfum sín-
um, þótt kraftar þess verði nýttir
með öðrum hætti.
Book World var ásamt The New
York Times Book Review, eitt síð-
asta vígi slíkra blaða í Bandaríkj-
unum. Aðgerðin er afleiðing af
versnandi afkomu Washington Post
vegna samdráttar í auglýsinga-
tekjum. New York Times bendir
jafnframt á að bókaútgáfufyrirtæki
hafi aldei látið mikið af hendi rakna
í auglýsingar í blöðum.
Þetta staðfestir Marcus Brauchli
hjá Washington Post sem segir
tekjurnar „aldrei hafa staðið undir
því plássi sem lagt var undir bóka-
umfjöllun“.
Book World
lagt niður
til að spara
NYT Book Review
nánast eitt eftir
ÞRIÐJU tónleikar
tónleikaraðar Tón-
listarskólans í
Reykjavík í Nor-
ræna húsinu verða í
dag kl. 14.
Í þetta skipti leika
nemendur skólans
íslenska tónlist og
meðal þess sem verður flutt eru tveir píanókvin-
tettar eftir Jón Ásgeirsson, Varpaljóð á hörpu og
Vort líf eftir Jórunni Viðar, Þú ert og Vor hinsti
dagur er hniginn eftir Þórarin Guðmundsson, Tvær
hugleiðingar um íslensk þjóðlög eftir Ríkharð Örn
Pálsson og Nirfillinn eftir Karl O. Runólfsson.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Nemendur flytja
íslensk verk
Norræna húsið.
Í DAG kl. 9 hefst 23. Rask-
ráðstefnan um íslenskt mál og
almenna málfræði í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafns Íslands.
Er hún kennd við Rasmus
Kristian Rask.
Íslenska málfræðifélagið og
Málvísindastofnun Háskóla Ís-
lands halda ráðstefnuna um ís-
lenskt mál og almenna mál-
fræði. Ráðstefnuna setur
Kristján Árnason, en síðan
verða fluttir fjölmargir fyrirlestrar um marg-
víslegt efni. Ráðstefnan stendur til kl. 17.00 og eru
allir sem áhuga hafa á boðnir velkomnir að kynna
sér það sem þar fer fram.
Málfræði
Rask-ráðstefnan
um íslenskt mál
Rasmus Kristian
Rask
MYND frá gullöld japanskrar
kvikmyndagerðar verður sýnd
í Bæjarbíói í dag kl. 17. Um er
að ræða endurgerð japanska
leikstjórans Yasujiro Ozu, frá
árinu 1959 á einni af hans vin-
sælustu myndum Sögu af fljót-
andi illgresi [A Story of Float-
ing Weeds].
Þótt aldarfjórðungur væri
liðinn og myndin nú gerð með
hljóði og í lit breytti hann lítt
upprunalegri sögu myndarinnar. Sagan fjallar um
samband föður og sonar og þykir vera einstakur
vitnisburður um stíl Ozu. Hann birtist t.a.m. í sér-
stæðum klippingum og innrömmunum.
Kvikmyndir
Japönsk saga af
fljótandi illgresi
Veggspjald
kvikmyndar Ozu.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„MIG langaði til að gera listina
snertanlega,“ segir Ilmur Stef-
ánsdóttir myndlistarkona og höf-
undur mjög sérstæðrar sýningar
sem opnuð verður í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 11 í
dag. „Þetta er sýning fyrir fullorðin
börn og ung börn,“ bætir hún við, og
hlær.
Og það er víst öruggt að það má
ekki bara snerta á sýningu Ilmar,
heldur líka færa, bera, byggja, raða
og hlaða. En í verju felst verkið?
„Listasafnið bað mig um að hugsa
upp eitthvað fyrir börn. Mér fannst
tilvalið að í Hafnarhúsinu væri eitt-
hvað skemmtilegt til heiðurs Erró.
Ég bjó því til svampkubba, sem eru
hálfgerðar mublur í leiðinni og setti
á þá myndir eftir Erró. Ég valdi sex
málverk og setti eitt á hverja hlið á
kubbunum og braut málverkin niður
í 24 fleti. Nú er hægt að kubba og
púsla á gólfinu og raða kubbunum
saman, en verkin sex eftir Erró
hanga á veggjunum. Eftirmyndirnar
eru í svampkubbunum, en það má
líka gera hvað sem er við þá, búa til
sófa, turna eða hvað sem er. Það má
leika sér með þá að vild, þetta eru
málverk sem fólk má leika sér með.“
Ilmur Stefánsdóttir hefur búið til kubba úr verkum eftir Erró og sýnir í Hafnarhúsi
Málverk sem má leika við
Morgunblaðið/Kristinn
Errókubbar Ilmur Stefánsdóttir með kubbana sína. Ókeypis er inn á safnið og sýningin ætluð börnum á öllum aldri.
„ÞETTA er
fyrsta stóra lit-
úrgíska verk
Händels, samið
við 110. Davíðs-
sálm,“ segir
Hallveig Rúnars-
dóttir sópr-
ansöngkona, en á
morgun verður
hún í einleiks-
hlutverki ásamt Mörtu Halldórs-
dóttur, Jóhönnu Halldórsdóttur og
Eyjólfi Eyjólfssyni, þegar Hljóm-
eyki og kammerópurinn Rin-
ascente flytja þrjú verk eftir Händ-
el, á tónleikum sem haldnir eru í
tilefni af 250 ára ártíð tónskálds-
ins.
Dixit Dominus er stærsta verkið,
hin tvö eru veraldlegu kantöturnar
Cliri, mia bella Clori og Amarilli
vezzosa. „Händel var mjög ungur
þegar hann samdi Dixit Dominus,
árið 1707. Kantöturnar eru frá
svipuðum tíma. Hann var þá á Ítal-
íu og ekki fluttur til Englands. Það
er gaman að því að þetta eru ung-
æðisleg verk og mjög erfið. Fá
verk Händels eru jafn erfið og Dix-
it Dominus. Mín ágiskun er sú að
hann hafi ekki vitað betur þegar
hann samdi það. Oft fær maður
mjög erfið verk frá tónskáldum
sem hafa ekki meiri reynslu en svo.
Þetta varð auðveldara hjá Händel
eftir því sem hann samdi meira. Á
móti kemur að það er ennþá
skemmtilegra að flytja verkin.“
Á Ítalíu heillaðist Händel af
ítölsku óperunni og segir Hallveig
að það megi auðveldlega greina
áhrif úr þeim í kantötunum tveim-
ur. „Jújú, ég þekki alveg hand-
bragðið. En Dixit Dominus er
kirkjulegt kórverk og í huganum
myndi ég frekar tengja það órat-
oríunum. Það gæti verið að Händel
hafi verið að æfa sig í óperusmíð
með kantötunum. “
Hljómeyki hefur verið meðal
fremstu kóra landsins um árabil en
barokkhópurinn Rinascente hefur
það að markmiði að leika barokk-
og endurreisnartónlist.
Stjórnandi á tónleikunum, sem
verða í Neskirkju kl. 20, er Magnús
Ragnarsson.
Kannski vissi Händel
bara ekki betur
Hljómeyki og Rinascente heiðra Händel
með tónleikum í Neskirkju annað kvöld
Händel
Þetta er algjörlega
dautt en var bara svo
ógeðslega fyndið og hallær-
islegur tími. 48
»