Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 52
52 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009
Þ O R R A B L Ó T I N E R U F R A M U N D A N
VERTU
GLEÐIGJAFINN
SIÐIRNIR
SAGAN
SÖNGVARNIR
VÍSURNAR
MINNIN
www.forlagid.is
Eitt tryggðatár
er þyngra en allur
Eiríksjökuls
ís og snjár!
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞEGAR ég var barn að aldri
var vinsæll leikur að gramsa
í skáp í kjallaranum þar sem
móðir mín geymdi gömlu
fötin sín. Ég og systkini mín
hlógum mikið að asnalegum
víðum buxum, rósóttum kjól-
um og þykkbotna skóm sem
okkur fannst fáránlegt til að
hugsa að móðir okkar hefði
klæðst í eina tíð.
Fáeinum árum síðar var ég
farin að skoða þessi föt með
öðru viðhorfi, fannst þau mjög
flott og óskaði þess heitast að
hafa ekki vaxið móður minni
langt yfir höfuð svo ég passaði
í þau. En löngun minni í
„vintage“-fatnað var
svarað þegar verslanir
með slík föt fóru að
spretta upp eins og gor-
kúlur í miðborg Reykja-
víkur.
Í óformlegri athugun eru
nú starfandi ellefu slíkar verslanir í
miðborginni sem selja gömul eða
gamaldags föt, og er þá Kolaportið
með sinn fjölbreytileika um helgar
ekki talið með.
Þegar gengið er niður Laugaveg-
inn er hægt að skoða, máta og
kaupa „vintage“-föt í verslununum;
Spútnik, Rokki og rósum, Rauða
krossinum á tveimur stöðum, Herra-
fataverslun Kormáks og Skjaldar,
Vintage, Foxy Gold, Einveru og
Glamúr, þegar komið er niður í
Austurstræti má finna Gyllta kött-
inn og við Vesturgötuna eru Fríða
frænka og Hjálpræðisherinn.
Flestar þessar verslanir eru með
bæði gömul ónotuð og notuð föt í
bland við ný.
Nýr tíðarandi
„Ég held að þessar búðir sæki
frekar í miðbæinn en annað vegna
þess að hér er leigan nokkuð hag-
kvæm. Þetta eru líka verslanir sem
eiga betur heima í menningarlífi
miðbæjarins heldur en í versl-
unarkjörnum,“ segir Hildur Sím-
onardóttir í Vinnufatabúðinni spurð
hvers vegna hún telji þessar versl-
anir sækja í miðbæinn.
Hún hefur fylgst náið með lífinu á
Velvild Rauði krossinn er með tvær verslanir á Laugaveginum, við
upphaf hans og enda, þar sem seld eru notuð föt frá Íslendingum.
Skart Ekki eru aðeins gömul og notuð föt í vintage-búðunum heldur má
finna þar mikið úrval aukahluta; skartgripi, töskur og hárskraut.
Fyrir karlinn Í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar í Kjörgarði kennir
ýmissa grasa og þar er flottur fatnaður fyrir sanna herramenn.
Notað, gamalt og
nýtilegt í miðbænum
Gamalt og gott Gyllti kötturinn selur notuð og ný föt fyrir gellur á öllum
aldri. Þar er mikið af kjólum og blússum, skóm og skarti.
Laugaveginum enda búin að vera
með Vinnufatabúðina þar síðan
1986.
Hildur telur fjölgun vintage-
verslana í miðbænum líklega til-
komna vegna tíðarandans. „Unga
fólkið kallar á þetta gamla, kallar á
nýtnina. Nýtísku glamúr er líka á
undanhaldi og í þessum verslunum
er t.d. hægt að finna flotta kjóla sem
eru ekki fjöldaframleiddir fyrir
minni pening,“ segir Hildur sem trú-
ir því að nú sé tími miðborgarinnar
að renna upp með breytingum í
þjóðfélaginu.
Breiður kúnnahópur
Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi
Gyllta kattarins, hefur verið í þrjú
og hálft ár í Austurstræti. Hún segir
þennan fjölda vintage-búða líklega
koma til vegna eftirspurnar eftir
ódýrari fatnaði úr vönduðum efn-
um.
„Fólk sækir í að kaupa föt sem
eru ekki fjöldaframleidd til að vera
ekki eins og hinir. Gæðin í þessum
fötum eru líka oft mikil, það var
vandað til alls áður fyrr,“ segir Haf-
dís sem telur þessar verslanir ekki
eiga heima með sína sérstöðu í
verslunarkjörnum. „Fólkið sem
sækir í miðbæinn sækir líka í þessar
verslanir.“
Spurð út í viðhorf Íslendinga til
vintage-fatnaðar segir hún það hafa
breyst. „Það var svolítið viðhorf
þegar þessi vintage-tíska kom hing-
að til lands að sumir vildu ekki fara í
föt sem aðrir hefðu gengið í en sú
hugsun er ekki lengur. Kúnnahópur
okkar er líka orðinn mjög breiður
og stækkar alltaf. Hingað koma
fermingarstelpur og allt upp í átt-
ræðar konur.“
Hafdís segist finna fyrir aukinni
aðsókn í búðina með minnkandi góð-
æri. „Þessar búðir koma til með að
lifa, sérstaklega á þessum tíma, þar
sem verð og gæði spila saman.“
Ellefu vintage-búðir eru starfræktar í miðbæ Reykjavíkur
Eiga betur heima í menningarlífi miðbæjarins en í verslunarkjörnum
Glamúr Glæsilegur
gamall kjóll í Rokk
og rósum. Tilvalinn
á árshátíðina og
ekki skemmir fyrir
að það verður mjög
heitt í ár að hafa
aðra öxlina bera.
Morgunblaðið/Heiddi