Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SKOÐANIR»
Staksteinar: Laust fé nú fast í …
Forystugreinar: Skynsamlegar
kröfur | Söguleg skipan stjórnar
Pistill: Milljarður, milljónir eða …?
Ljósvaki: Flink fjölmiðlakona
Börn: Fjalar fer á taugum – 3. hluti
Stærsta skólahljómsveit landsins
Lesbók: Trúum enn á ævintýri
Býsnavetur hinn síðari
BÖRN | LESBÓK »
4 5*' / *,
67889:;
'<=:8;>?'@A>6
B9>96967889:;
6C>'B*B:D>9
>7:'B*B:D>9
'E>'B*B:D>9
'3;''>%*F:9>B;
G9@9>'B<*G=>
'6:
=3:9
.=H98?=>?;-3;H'B;@<937?*I:C>?
J!
& &J! !J!"
J&
&"J J!"
!&J!
!J ?
#
**%* J"
!J!
&J
&J!!
!J J"
&"J
!J!
&J
. B 2 '
&J"
&J !J!
J"
&"J"
J!
J!
!J&
Heitast 2°C | Kaldast -3°C
NV og V 10-18 m/s,
en heldur hægari
sunnan og vestan til.
Snjókoma norðan- og
austanlands. »10
Eitt er ljúft, annað
svalt, þriðja rómó og
fjórða með sig-
urtakti. Síðasta und-
anúrslitakvöldið í
Sjónvarpinu. »50
TÓNLIST»
Hvernig eru
lögin?
FÓLK»
Hvað í ósköpunum gerir
maður við 450 pör? »51
Meistaraverk úr
skartgripaskríni
Dana sýnd. Einnig
skart Guðbjargar
Kristínar Ingv-
arsdóttur. »46
HÖNNUN»
Skart í
Hveragerði
TÓNLIST»
Sagnamenn á svið suður
með sjó. »48
FÓLK»
Vandamálakall í vanda
staddur. »49
Menning
VEÐUR»
1. Lést af völdum áverkanna
2. Geir: Stjórnuðust af hatri …
3. Hugnast norska krónan
4. Ríkisstjórnin kynnt í dag
Íslenska krónan styrktist um 0,1%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Á MEÐAL keppenda á bridshátíð
nú um helgina, sem fram fer á
Hótel Loftleiðum í Reykjavík, er
Lynn Deas, einn besti bridsspilari
heims. Hún var lengi vel álitin
besti kvenspilarinn, og eftir að hún
veiktist alvarlega árið 1996 er hún
samt meðal þeirra tíu bestu.
Aðspurð segist hún hafa tekið
spilamennskuna alvarlega fyrir tví-
tugt. „Ég var í læknanámi, en það
var draumur minn að verða at-
vinnumaður í brids. Mér finnst að
fólk eigi að láta drauma sína rætast
og segi öllu ungu fólki að gera það.
Ég hætti í læknanáminu til þess að
spila brids og hef verið atvinnu-
maður í því síðan snemma á níunda
áratugnum.“ Hún segir það taka
langan tíma að ná upp mikilli
færni, fólk þurfi að byrja ungt,
spila mikið og taka þátt í mótum til
að öðlast reynslu, rétt eins og í öllu
öðru sem fólk tekur sér fyrir hend-
ur. „Svo lengi sem fólk heldur opn-
um huga getur það bætt sig.“ Hún
segir það heilla sig við bridsið að
hver einasta hönd er sérstök og
alltaf er hægt að læra meira og
meira, sama hversu reyndur maður
er. Reynsluna skortir heldur ekki
hjá Lynn, enda er hún margfaldur
heimsmeistari og Bandaríkjameist-
aratitlarnir hennar teljast í tugum.
Frá því að Lynn veiktist af
hrörnunarsjúkdómnum Myasthenia
Gravis (MG) hefur hún tvisvar
sinnum verið við dauðans dyr. Þar
að auki þjáist hún af vöðvarýrnun
og er bundin við hjólastól. Fyrir
nokkrum árum fékk hún nýtt
kraftaverkalyf, eins og hún kallar
það. Eftir það getur hún ferðast
mikið, enda stefnir hún á mót í
Rússlandi og Indlandi, en áður hef-
ur hún farið á stórmót í Ástralíu,
Japan, Túnis, Kína, Jamaíku og
fleiri löndum.
Fyrir utan íþróttina og ferðalög-
in situr Lynn ekki auðum höndum.
Í raun er á engan hátt hægt að
heyra á henni að hún hafi lengi
strítt við erfið veikindi. Hún iðkar
málaralistina og hefur selt nokkur
af afstraktverkum sínum, auk þess
sem hún ræktar hunda, hvorki
meira né minna!
Stefnir til Rússlands og Indlands
Lynn Deas þjáist af hrörnunarsjúkdómnum MG og er því bundin við hjólastól
Er einn besti bridsspilari heims og ferðast um allan heiminn fyrir íþróttina
Morgunblaðið/Ómar
Bridssnillingur Lynn segir aðgengi fyrir fatlaða ótrúlega gott á Íslandi.
EIÐUR Smári
Guðjohnsen
stefnir að því að
leika með ís-
lenska landslið-
inu í knattspyrnu
þegar það mætir
Liechtenstein í
vináttulandsleik á
La Manga á
Spáni 11. febrúar.
Spænskir fjöl-
miðlar höfðu eftir Eiði fyrr í vetur að
hann myndi draga úr því að leika
með landsliðinu. „Ef ég verð heill
heilsu þá verð ég með. Það er fínt að
brjóta þetta upp og komast í burtu
frá rútínunni hér í Barcelona og
hitta strákana og þjálfarana. Það er
mikilvægt að koma saman og stilla
strengina fyrir Skotaleikinn. Tíma-
setningin á þessum leik er í góðu lagi
og stangast ekki á við Meistaradeild-
ina eins og hefur gerst,“ sagði Eiður
Smári við Morgunblaðið í gær.
Eiður kveðst afar ánægður að
hafa fengið að upplifa tímabil eins og
það sem nú er í gangi hjá Barcelona
en liðið stefnir að því að verða
spænskur meistari og bikarmeistari,
og er líklegt til afreka í Meist-
aradeild Evrópu. | Íþróttir
Eiður vill
spila á La
Manga
Stefnir á þrjá stóra
titla með Barcelona
Eiður Smári
Guðjohnsen
„ÞETTA er sýning fyrir fullorðin börn og ung börn,“
segir Ilmur Stefánsdóttir hlæjandi, þegar hún er
beðin að segja frá sérstæðri sýningu sem hún er höf-
undur að. „Ég bjó því til svampkubba, sem eru hálf-
gerðar mublur í leiðinni, og setti á þá myndir eftir
Erró. Ég valdi sex málverk og setti eitt á hverja hlið
á kubbunum og braut málverkin niður í 24 fleti. Nú
er hægt að kubba og púsla á gólfinu og raða kubb-
unum saman, en verkin sex eftir Erró hanga á veggj-
unum.“
Sýningin verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur
Hafnarhúsi í dag kl. 11 og aðgangur er ókeypis. | 46
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrir fullorðin börn og ung börn
Erró sem hægt er að bera, byggja, raða, hlaða og snerta
Borgarleikhúsinu
Skoðanir
fólksins
’Fljótlega eftir að bankarnir félluaflaði Fjármálaeftirlitið gagna umverðbréfaviðskipti í aðdraganda falls-ins. Þessi rannsókn stendur enn yfir oger töluvert umfangsmikil enda eru
skoðuð öll verðbréf útgefin af bönk-
unum þremur. » 28
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
’Það er von mín að mikilvægimenntunar til að tryggja velsældÍslands verði haft hugfast á næstu mán-uðum og jafnvel árum meðan skoriðverður við nögl. Samtímis vona ég að
stjórnvöld leggi sem mest af mörkum
til að gera umhverfi hátækni- og
sprotafyrirtækja vænlegt svo sá iðn-
aður megi vaxa og dafna og búa í hag-
inn fyrir okkur öll. » 32
ÝMIR VIGFÚSSON
’Við hátekjufólkið erum sérlegaánægð með að nú um áramótinvoru tekin upp komugjöld hjá þeimnýrnasjúku sem mæta þrisvar í viku íblóðskilun hjá skilunardeild Landspít-
alans. Þetta fólk, sem þénar lítið af því
það er flesta daga á sjúkrahúsi, getur
bara ekki ætlast til þess að við há-
tekjufólkið séum endalaust að borga
heilbrigðisþjónustu fyrir það. » 32
ÍVAR PÉTUR GUÐNASON
’Foreldrar sem búa við fátækt erumargfalt líklegri til að beita börnsín ofbeldi og vanrækja þau en for-eldrar sem búa við eðlileg kjör. Fé-lagsleg streita eykur einnig líkur á of-
beldi og vanrækslu barna. » 32
FREYDÍS JÓNA FREYSTEINSDÓTTIR