Morgunblaðið - 05.02.2009, Síða 4
ÓLAFUR Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur
fengið að láni fjóra starfsmenn lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu og embættis ríkislögreglustjóra. Er um að
ræða þaulvana menn í rannsóknum efnahags- og auðg-
unarbrota.
„Ég gekk frá þessu við lögreglustjóra höfuðborgar-
svæðisins, þ.e. að lána mér tvo menn, annars vegar yf-
irmann auðgunarbrotadeildar og hins vegar lögfræðing yf-
irstjórnar,“ segir Ólafur Þór. Mennirnir sem um ræðir eru
Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá auðgun-
arbrotadeild, og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson lögfræð-
ingur.
Einnig fékk Ólafur til liðs við sig Svein Ingiberg Magn-
ússon, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá efnahagsbrotadeild
hjá ríkislögreglustjóra, og annan starfsmann embættisins
sem kynntur verður síðar. „Ég var einnig í sambandi við
ríkislögreglustjóra og merkti ekki annað en fyllsta stuðn-
ing við starfsemi þessa nýja embættis.“
Ólafur segir mennina valda af kostgæfni. „Ég vildi fá inn
menn með reynslu og þekkingu af rannsóknum mála af
þessu tagi, þannig að það þurfi ekki á sama tíma og rann-
sókn hefst að skóla þá til. Þetta er allt gert í því skyni að
tryggja gæði rannsóknarinnar og að gögn séu með þeim
hætti að ákærandi geti tekið ákvarðanir út frá þeim.“
Hinir nýju starfsmenn saksóknarans snúa aftur til emb-
ætta sinna að loknum starfstíma þeirra. Alls óvíst er þó
hvenær það verður, og eins hversu margir starfsmenn til
viðbótar verði fengnir til embættisins. „Um leið og við
sjáum umfang verkefnisins getum við frekar slegið á
mannaflaþörfina.“ andri@mbl.is
Valdir af kostgæfni
Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
„VIÐ höfum meðal annars velt því
fyrir okkur hvort ekki mætti afla
hagnýtra upplýsinga um göngur
fiskistofna með því að merkja hvali
með gervitunglasendum,“ segir Gísli
Víkingsson, sérfræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun. Hnúfubakur sem
merktur var frá rannsóknaskipinu
Árna Friðrikssyni fyrir austan land
á sunnudag virtist þangað til í fyrri-
nótt halda sig á hefðbundinni loðnu-
slóð suður með austurströndinni,
einmitt þar sem vísbendingar höfðu
borist um loðnu.
Strikið suður á bóginn
Í fyrrinótt tók hnúfubakurinn
hins vegar strikið suður á bóginn
og var síðdegis í gær kominn djúpt
suður af landinu. Gísli segir að
merkin frá hvalnum séu misná-
kvæm og því sé ekki hægt að full-
yrða að síðustu merkin séu rétt.
„Það er alveg hugsanlegt að við
getum fengið hagnýtar upplýsingar
með auknum merkingum á hnúfu-
bak,“ segir Gísli. Með það meðal
annars í huga var merkinu skotið í
hnúfubakinn á þekktri loðnuslóð
fyrir austan land. Hann tekur þó
fram að megintilgangurinn sé að
fræðast um ferðir hnúfubaksins.
Gísli segir að kannski sé hnúfu-
bakurinn á leið suður á bóginn þó
seint sé. „Það er vitað að hluti
stofnsins dvelur yfir vetrartímann í
Karíbahafinu, en um það hvar hinn
hluti stofnsins hefur vetursetu er
nánast ekkert vitað,“ segir Gísli.
„Ef þetta er rétt staðsetning á
hvalnum þá fer ég að verða spennt-
ur, en loðnukarlarnir kannski síð-
ur,“ segir hvalasérfræðingurinn.
Í byrjun nóvember voru sendar
festir á tvo hnúfubaka í Eyjafirði.
Annar þeirra hélt vestur fyrir land
og á síldarslóðir í Faxaflóa.
Hagnýtar
fréttir frá
hnúfubak
Hélt sig á þekktri
loðnuslóð suður
með Austfjörðum
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
HUGMYNDIR nokkurra fram-
haldsskóla um inntökupróf vegna
afnáms samræmdra prófa í 10. bekk
grunnskólanna nú í vor voru slegn-
ar af í menntamálaráðuneytinu.
„Ráðuneytið lagðist gegn þeim. Í
nýrri löggjöf um samfellu náms á
fyrstu þremur skólastigum íslenska
skólans, sem tók gildi í fyrrasumar,
eru ákveðnar reglur, meðal annars
um það með hvaða skilyrðum nem-
endur eru teknir inn í framhalds-
skóla. Þeir eiga að líta á skóla-
einkunnir nemenda þegar þeir
koma beint úr grunnskólum. Það er
stóra viðmiðunin,“ segir Þórir
Ólafsson, sérfræðingur á skrifstofu
menntamálaráðuneytisins.
Hann bendir jafnframt á að nú
eigi 16 og 17 ára nemendur rétt á
námi í framhaldsskóla.
Í stað samræmdra prófa í 10.
bekk verða samræmd könn-
unarpróf í stærðfræði, íslensku og
ensku sem eiga að vera í byrjun
skólaársins. Framhaldsskólarnir fá
ekki niðurstöður úr þeim könn-
unum, heldur niðurstöður úr vor-
prófum nemenda.
Öllum hugmyndum velt upp
Þorkell H. Diego, yfirkennari í
Verzlunarskóla Íslands, segir að
vegna afnáms samræmdu prófanna
hafi menn velt upp öllum mögu-
legum hugmyndum í sambandi við
innritun nýrra nemenda, meðal
annars inntökuprófi.
„Framkvæmdin er dýr og menn
sáu í hendi sér að hún gengi ekki
upp fyrir þann fjölda sem við erum
með. Afnám samræmdra prófa er
ákveðinn þáttur sem við höfum
áhyggjur af en við verðum að
treysta því að skólarnir fari eftir
námskrá og að einkunnin 7 í einum
skóla sé sambærileg við einkunnina
7 í öðrum,“ segir Þorkell.
Skólastjórnendur í Verzl-
unarskólanum hafa þegar ákveðið
hvernig valið verður inn í skólann
fyrir næsta skólaár, að sögn Þor-
kels. „Við gerum ráð fyrir að allir
taki sama nám hjá okkur á fyrsta
ári. Við tökum mið af fjórum skóla-
einkunnum, íslensku, stærðfræði,
ensku og dönsku eða öðru Norð-
urlandamáli þar sem íslenska og
stærðfræði hafa tvöfalt vægi. Sumir
skólar velja beint inn á brautir og
hafa þá önnur viðmið.“
Gagnrýni á samræmdu prófin
Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri
Foldaskóla í Grafarvogi og formað-
ur stjórnar Skólastjórafélags Ís-
lands, segir að samræmdu prófin
hafi stýrt kennslunni töluvert. „Nú
ætti að draga verulega úr því. Það
var komin töluverð gagnrýni á sam-
ræmdu prófin í því formi sem þau
voru. Samræmdu könnunarprófin,
sem verða í byrjun skólaárs, eiga að
koma að gagni fyrir nemendur og
skólann. Það verður þá hægt að
bregðast við í samræmi við kunn-
áttu nemenda.“
Að sögn Kristins verða sam-
ræmdu könnunarprófin, sem fram-
vegis eiga að vera í byrjun skólaárs,
lögð fyrir nemendur í vor þar sem
of skammur tími hafi verið til und-
irbúnings frá því að nýja löggjöfin
tók gildi.
Inntökupróf slegin af
Framhaldsskólar fá ekki að hafa inntökupróf í kjölfar afnáms samræmdra
prófa í 10. bekk Samræmdu prófin þóttu stýra kennslunni talsvert
Morgunblaðið/RAX
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG hef það bara fínt. Er reyndar
smá marinn á lærinu og pínulítið
aumur í öðru krossbandinu, en að
öðru leyti er ég bara hress,“ sagði
Fjölnir Þorgeirsson þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins sló á þráðinn til
hans í gær til þess að heyra hvernig
hann hefði það eftir volkið í Reykja-
víkurtjörn í fyrradag þar sem hann
stóð sig eins og hetja við að bjarga
fjölda hrossa sem fallið höfðu niður
um ísinn í miðri ísreið. Fjölnir þurfti
að baksa með hestana í ísköldu vatn-
inu í hátt í hálftíma. Spurður hvað
hann hafi gert eftir að hann loks kom
upp úr segist Fjölnir hafa drifið sig í
vinnuna, en hann heldur utan um
vefinn hestafrettir.is, og því farið
beint í það að skrifa fréttir og henda
nýjum myndum inn á vefinn „Um
kvöldið bakaði ég síðan lummur fyrir
mig, kærustuna og pabba,“ segir
Fjölnir.
Spurður hvort hann hafi fengið
einhverjar fréttir af líðan hestanna
sem lentu í tjörninni svarar hann:
„Hrossin eru bara öll við hesta-
heilsu.“ Fjölnir telur ólíklegt að hest-
arnir verði til frambúðar hræddir við
að leggja aftur á ísinn, en auðvitað
fari það eftir persónuleika dýranna.
„Hrossin við hestaheilsu“
Svalt Fjölnir Þorgeirsson hlífði sér
ekkert við að aðstoða hestana.
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
ÚTSÖLULOK 20-80% AFSLáTTUR
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Katrín Ragnarsdóttir og Sólrún Sif Guðmundsdóttir,
sem eru í 10. bekk í Foldaskóla í Grafarvogi, eru fegnar
því að samræmdu prófin hafi verið afnumin. „Nem-
endur gátu ekki einbeitt sér því að það var búið að gera
svo mikið mál úr þessu. Eitt próf gat breytt öllu varð-
andi framtíðarnám,“ segir Sórún Sif sem er að hugsa
um að sækja um í Menntaskólanum við Sund. Katrín,
sem ætlar að sækja um í Versló, segir að samræmdu
prófin hafi verið ofmetin. „Ég óttast samt að fram-
haldsskólarnir geri núna hærri kröfur.“
10. bekkingar fegnir afnámi samræmdu prófanna
Sérstakur saksóknari hefur störf
Fimm manna deild til að byrja með
Reikna með mikilli vinnu á næstunni
Vefsíða saksóknara opnuð senn
FIMM fjárfestar uppfylltu skilyrði
opins söluferlis Fyrirtækjaráð-
gjafar Nýja Glitnis á hlutafé í Ár-
vakri, útgáfufélagi Morgunblaðs-
ins. Frestur til að skila
óskuldbindandi tilboði rann út í
gær. Söluferlið var opið öllum fjár-
festum sem uppfylla skilyrði laga
um fagfjárfesta.
Að sögn Glitnis hefur fjórum
fjárfestum af þessum fimm verið
boðið að halda áfram í næsta hluta
söluferlisins og ber þeim að leggja
fram skuldbindandi tilboð eigi síð-
ar en 17. febrúar nk. Staðfest hef-
ur verið að Almenningshlutafélag
um rekstur Morgunblaðsins er á
meðal þeirra fjárfesta sem halda
áfram og fá að skila bindandi til-
boði. Gert er ráð fyrir að söluferl-
inu ljúki hinn 19. febrúar.
una@mbl.is
Fimm gerðu
boð í Árvakur