Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 5
 Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Halldór Kolbeins, ljósmyndari  Kallinn á bryggjunni er ekkert smá raunverulegur! Matthildur Sigurðardóttir, 14 ára  Fórum með strákana okkar og fannst gaman að sjá sögu félagsins, hún er merkileg. Margrét Þórðardóttir, húsmóðir Í t i lefni af 95 ára afmæli Eimskipafélags Íslands Hf. Eimskipafélag Íslands hefur í samvinnu við Sjóminjasafn Reykjavíkur sett upp sýningu á munum og myndum úr sögu félagsins. Leiðarstef sýningarinnar er þau dagatöl sem félagið hefur gefið út nánast samfellt í 80 ár eða frá árinu 1928. Margar glæsilegar ljósmyndir og teikningar prýða dagatölin sem gefa glögga mynd af tíðaranda samfélagsins og jafnframt þeirri tækni sem notuð hefur verið við hönnun, ljósmyndun og prentun í þau 80 ár sem Eimskip hefur gefið þau út. Opnunartími safnsins er frá klukkan 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Ókeypis verður á sýninguna til 18. febrúar. Sjóminjasafnið er að Grandagarði 8 við hliðina á Kaffivagninum. 1914 - 2009 í S j óm in j a s a f n i nu Afmælissýning Tryggvi Magnússon (6. júní 1900 - 7. sept. 1960) teiknari fæddist að Bæ í Steingríms- firði á Ströndum. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1919 og stundaði því næst nám í Kaupmanna- höfn í tvö ár. Hann fór svo til New York í League of Art og var þar 1921–1922 við nám í andlitsmyndagerð. Hann stundaði nám í málaralist í Dresden á árunum 1922–1923 og fluttist að námi loknu til Reykjavíkur. Tryggvi var einn af stofnendum Félags íslenskra teiknara. Stundum er sagt að Tryggvi Magnússon hafi verið fyrsti teiknarinn sem hafði atvinnu af listgrein sinni. Tryggvi myndskreytti m.a. jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, teiknaði íslensku fornmannaspilin, drög að öllum sýslumerkjunum fyrir Alþing- ishátíðina 1930 og skjaldarmerkið íslenska. Hann var einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar, en hann var um árabil aðalteiknarinn hjá skopritinu Speglinum. Fy r s ta daga ta l E imsk ipa fé lags ins 1928 Ókeypis aðgangur til 18. feb. P IP A R • S ÍA • 9 0 1 0 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.