Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
Taktu þátt í að móta framtíðina!
Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Opinn fundur Endurreisnarnefndar
Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar
á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 6. febrúar klukkan
17.00. Á fundinum verður starf og skipulag nefndarinnar
kynnt og vinna hafin við efnistök og innihald væntanlegrar
skýrslu.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, mun stýra starfi nefndarinnar og leiðir
umræður á fundinum.
Allir eru hvattir til að mæta!
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
KRÖFUHAFAR á gamla Kaupþing,
sem heitir eins og áður Kaupþing
banki hf., hafa lýst því yfir að þeir
kæri sig ekki um brunaútsölur á eign-
um bankans. Bókfært verð bankans
er tæpir þrjú þúsund milljarðar, að
sögn Steinars Þórs Guðgeirssonar,
formanns skilanefndar bankans. Áð-
ur en bankinn féll var bókfært virði
samstæðu bankans um sex þúsund
milljarðar. Við uppskiptingu bank-
ans, eftir hrunið mikla í október, fóru
1.500 milljónir í þann hluta sem til-
heyrði íslenskum eignum og stofn-
aður var nýr banki; Nýja Kaupþing.
Það fé var svo fært niður við stofn-
un nýja bankans. Það sem út af stóð
var áfram í gamla hluta bankans,
Kaupþing banka hf. Þar er um að
ræða erlendar eignir, þ.e. lánasafn,
dótturfélög og aðrar erlendar eignir,
og takmark skilanefndar er að há-
marka virði þess eignasafns sem er í
Kaupþingi banka hf.
„Skilanefndin vinnur nú að því sem
varð eftir í gamla Kaupþingi,“ segir
Steinar, „en með dótturfélögum og
öllu er bókfært verð þar tæpir þrjú
þúsund milljarðar.“ Steinar leggur þó
áherslu á að þar sem þetta er bókfært
verð sé spurning hversu mikil verð-
mæti nást út úr þessu að lokum. „Það
er mjög erfitt að meta verðmæti eign-
anna nákvæmlega,“ segir hann og
bendir á að þar sem markaðs-
aðstæður núna eru mjög erfiðar yrði
eignasafn bankans verulega minna
virði, ef selt yrði nú, heldur en ef tími
ynnist til að vinna vel úr því og fá
þannig sem mest verðmæti út úr
eignunum. „Ef við myndum henda
þessu á einhverja brunaútsölu núna
yrðu þetta ekki nema nokkur hundr-
uð milljarðar,“ segir hann.
Lykilatriði er fyrir Kaupþing
banka hf. að kröfuhafar kæra sig ekki
um brunaútsölur og þó að greiðslu-
stöðvun megi, samkvæmt lögum, ná
yfir 24 mánuði þykir það skammur
tími í fjármálaheiminum. „Við lítum á
þetta sem langtímaverkefni. Það veit
svo sem enginn hvernig heimsmark-
aðurinn verður en það er skýr stefna
kröfuhafanna að menn taki sér þann
tíma sem þarf til að hámarka virði
eignanna. Menn eru ekki að tala um
mánuði í því sambandi heldur einhver
ár,“ segir Steinar.
Hann tekur fram að þó að lána-
safnið sé „eign“ Kaupþings banka hf.
fylgi slíkri eign að vinna verður að því
að innheimta útistandandi skuldir.
„Það er ekki eins auðvelt að selja
svona lánasafn og til dæmis bíl,“ segir
hann. „Við verðum að tryggja það til
lengri tíma að skuldararnir borgi
skuldirnar sínar og það er gríðarleg
vinna. Þetta eru helstu eignir bank-
ans og lánin geta verið til 10-15 ára,“
segir hann og bætir við að innheimta
hafi yfirleitt gengið ágætlega.
Fjórir framkvæmdastjórar
Fjögur svið hafa verið mynduð inn-
an Kaupþings banka hf. sem heyra
beint undir skilanefndina; eignastýr-
ingarsvið, lögfræðisvið, fjármálasvið
og kröfuhafasvið. Undir hið síðast-
nefnda falla allar tengingar við kröfu-
hafana sem eru gríðarlega umfangs-
mikið verkefni. Framkvæmdastjóri
er yfir hverju sviði fyrir sig. Til við-
bótar eru erlendir ráðgjafar á lög-
fræðisviði og fjárhagsráðgjöf.
Um 30 manns vinna fyrir skila-
nefnd. Starfsfólkið sem hefur verið
ráðið er að hluta fólk sem áður starf-
aði hjá Kaupþingi og að hluta sér-
fræðingar sem hafa verið ráðnir inn.
Stoðþjónustu, eins og tölvukerfi, er
úthýst.
Fjármálaeftirlitið tilnefndi fimm
menn í skilanefndina sem vinnur í
umboði þess. Skilanefnd starfar í
raun sem stjórn fyrirtækisins og tveir
nefndarmenn eru löggiltir endur-
skoðendur, einn hagfræðingur og
tveir hæstaréttarlögmenn og Steinar
er annar þeirra. Hann viðurkennir þó
að lítill tími gefist til annars en sinna
starfinu við bankann.
Stefna skilanefndar er að þóknanir
og aðrar tekjur af eignasafninu standi
undir öllum rekstrarkostnaði Kaup-
þings banka hf., eins og t.d. launa-
kostnaði.
„Ég tel að staðan hjá okkur sé
betri en margir halda. Við höfum sagt
að við munum borga allar forgangs-
kröfur, eins og launakröfur og innlán,
og við það verður staðið,“ segir Stein-
ar.
Vilja ekki brunaútsölur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfið í fullum gangi Nóg er að gera hjá Steinari Þór Guðgeirssyni, formanni skilanefndar, og öðru starfsfólki.
Bókfært verð Kaupþings banka hf. er um þrjú þúsund milljarðar Við uppskiptingu bankans fóru 1.500
milljónir í Nýja Kaupþing Skilanefnd vinnur nú að því sem út af stóð og varð eftir í gamla bankanum
Uppgjör banka
ÖLL mál tengd innlánum vegna
Kaupþing Edge-reikninganna í Nor-
egi, Finnlandi og Austurríki hafa
verið leyst farsællega og allir inn-
lánseigendur í þessum löndum hafa
fengið innlán sín greidd að fullu.
„Það var allt borgað af eignum
Kaupþings,“ segir Steinar og bætir
við að gríðarlega mikilvægt hafi
verið að ljúka málum vegna Edge-
reikninganna. „Þegar lætin voru
sem mest ætluðu yfirvöld víða um
heim að taka þessar eignir og selja
þær á brunaútsölu upp í innlánin.
Okkur tókst að stöðva það og gera
samkomulag við viðkomandi yf-
irvöld um að leysa málin með öðrum
hætti. Ávinningurinn af þessu var sá
að öll innlán voru gerð upp og stór
hluti eigna útibúanna hefur verið
fluttur til Íslands til að hámarka
virði þeirra,“ segir Steinar.
Enn er unnið að lausn mála í
Þýskalandi en ljóst er að Kaupþing
banki hf. á nægt lausafé til að
standa við kröfur þaðan. Skilanefnd
hefur boðið þýskum stjórnvöldum
að vera milliliður í uppgjöri við
þýska innlánseigendur og eru þau
að skoða málið. „Þannig er ljóst að
ekki mun króna falla á íslenska rík-
ið og skattgreiðendur vegna Kaup-
þing Edge-reikninganna en á það
höfum við lagt ríka áherslu,“ segir
Steinar.
Allt starf sem unnið er í Kaup-
þingi banka hf. miðar að því að gæta
hagsmuna kröfuhafanna. Steinar
upplýsir þó að ljóst sé að almennir
kröfuhafar munu ekki fá greiddar
kröfur sínar að fullu. „Ég tel það af-
ar ólíklegt,“ segir hann.
Lögð hefur verið megináhersla á
að gæta hagsmuna kröfuhafa enda
tilheyra verðmæti bankans þeim í
raun en jafnframt á það að greiða út
innlán alls staðar eins og dæmið um
Kaupþing Edge sannar.
Edge-reikningar gerðir upp
Í DAG heldur aðstoðarmaður í greiðslustöðvun, Ólafur Garðarsson hrl., fund
með öllum kröfuhöfum. Kröfuhafarnir sem mæta á fundinn í dag koma hvað-
anæva úr heiminum en skilanefnd Kaupþings hefur haft mikil samskipti við
þá síðan hún var skipuð, bæði á formlegum fundum og símafundum.
Stærstu kröfuhafarnir hafa auk þess myndað með sér óformlegan hóp,
svokallaða kröfuhafanefnd, Informal Creditors’ Committee (ICC). Nokkuð
oft hefur verið fundað með stærstu kröfuhöfunum, ICC, og mikil samskipti
hafa farið fram á milli skilanefndarinnar og þess hóps eftir bankahrunið í
október og hafa þeir komið með hugmyndir, meðal annars um framtíð-
arskipulag bankans. Auk erlendra kröfuhafa verða nokkrir íslenskir kröfu-
hafar á fundinum í dag. Það er þó fámennur hópur.
Á fundinum í dag verður farið yfir hvað hefur á dagana drifið frá 9. októ-
ber jafnframt því hvernig efnahagsreikningurinn lítur út núna, þ.e. hverjar
eru helstu eignir og hvert mat er lagt á framhaldið, auk þess sem rætt verður
um það hvert sé líklegt verðmæti eignasafns Kaupþings banka hf. núna.
Kröfuhafar alls staðar að úr heiminum hér
24. nóvember 2008 fékk gamla
Kaupþing heimild til greiðslu-
stöðvunar. Frá þeim tíma hefur
skilanefndin verið við stjórnvöl-
inn í bankanum í samráði við
skipaðan aðstoðarmann í
greiðslustöðvun. Greiðslu-
stöðvun þýðir að bankinn er á
tímabilinu verndaður fyrir fulln-
ustuaðgerðum kröfuhafa.
Kaupþing banki hf. hefur eftir
sem áður starfsleyfi sem við-
skiptabanki og heyrir undir eft-
irlit Fjármálaeftirlitsins.
Greiðslustöðvunin