Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 SÚ var tíðin, að fólk gat fengið kreditkort í hvaða banka sem var og sums staðar, til dæmis í Bandaríkj- unum, þurfti alls ekki að biðja um þau. Þau komu óumbeðin inn um bréfalúguna og ekki var óalgengt, að fólk væri með 10 eða 20 og jafn- vel fleiri kort. Nú er hins vegar öld- in önnur. Vegna fjármálakreppunnar eru bandarískir bankar og aðrar lána- stofnanir svo mjög á verði gagnvart væntanlegum korthöfum, að segja má, að þeir séu farnir að stunda um- fangsmiklar persónunjósnir. Að því er fram kemur í bandarískum fjöl- miðlum fylgjast stóru kreditkorta- fyrirtækin, til dæmis American Ex- press, ekki aðeins almennt með viðskiptavinum sínum, t.d. hvort þeir hafi fasta vinnu eða hafi greitt skuldir sínar skilvíslega, heldur er „leyniþjónusta“ fyrirtækisins einnig farin að skoða þróun fasteignaverðs í íbúðahverfi viðkomandi. Þá er einnig kannað hvort hann sé í starfi, sem á undir högg að sækja í krepp- unni, og því líklegri en ella til að missa vinnuna. Hvert er mynstrið? Mesta athygli vekur þó, að Am- erican Express er farið að skoða hvar og hvernig viðskiptavinurinn notar kreditkortið. Þannig má kom- ast að því hvort mynstrið er það sama og hjá „slæmu“ korthöfunum, sem eyða yfirleitt um efni fram og komast síðan í vanskil. Í Bandaríkjunum fjölgar þeim stöðugt, sem missa kortið sitt vegna vanskila og margir bankar, t.d. GE Money Bank, sem gefur út Accept- card, hafa gripið til þess með öðru að hækka aldurstakmark korthafa og lækka lánsupphæðina, sem er til ráðstöfunar. Hertar kröfur á Norðurlöndum Á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku, hafa kröfur til handhafa kreditkorta einnig verið hertar en talsmaður Danske Bank, sem er samstarfsaðili American Express í Danmörku, segir, að þar fyrir utan sé ekkert verið að forvitnast um hag eða kortanotkun viðskiptavinanna. Eina skilyrðið sé, að þeir standi í skilum mánaðarlega. svs@mbl.is Kortaval Háar kortaskuldir eru mikið vandamál í bönkunum vestra. Skyndilegur endir á kortaveislunni miklu Bandarískir bankar og lánastofnanir beita „leyniþjónustu- aðferðum“ við að kanna stöðu og greiðslugetu korthafa Strassborg. AP. | Evrópuþingið sam- þykkti í gær með miklum meirihluta ályktun um að hvetja aðildarríki Evrópusambandsins til að taka við föngum úr Guantanamo-fangabúð- unum á Kúbu. Felur ályktunin í sér að séu fangar ekki álitnir ógn við ör- yggi beri aðildarríkjunum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að taka við þeim. Greiddu 542 þing- menn atkvæði með tillögunni, 55 voru henni andvígir og 51 sat hjá. Einstök aðildarríki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka við föngum úr búðunum, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyriskipað að skuli lokað innan árs. Fram að þessu hefur hins vegar ekki verið lögð fram sameiginleg stefna Evrópusambandsríkjanna í málinu, sem stefnt er að því að verði rætt á fundi dómsmálaráðherra ríkjanna 27 í lok mánaðarins. Á sama tíma sakaði lögmaður eins fangans í búðunum bresk stjórnvöld um að láta undan „ólöglegum kröf- um“ frá Bandaríkjunum, eftir að Hæstiréttur Bretlands ákvað að birta ekki sönnunargögn um meintar pyntingar á manninum. Lögmenn mannsins, sem heitir Bi- nyam Mohamed, segja umbjóðanda sinn þannig hafa sætt pyntingum af hálfu bandarísku leyniþjónustunnar og þeirrar bresku, MI5, eftir að hann var tekinn höndum í Pakistan árið 2002 og síðan fluttur til Marokkó og Afganistans. Samvinnan yrði endurskoðuð Dómararnir, John Thomas og David Lloyd Jones, báru því hins vegar við að Bandaríkjastjórn hefði hótað því að endurskoða samvinnu leyniþjónusta ríkjanna ef gögnin yrðu gerð opinber. Segja lögmenn Davids Milibands, utanríkisráðherra Bretlands, að hót- unin gildi þó skipt hafi verið um for- seta og hefur lögmaður Mohameds, Bretinn Stafford Smith, skorað á for- setann að láta af þessum þrýstingi. Þrýst á aðildarríkin  ESB-ríkin taki við föngum frá Guantanamo-búðunum  Bresk stjórnvöld vöruð við að birta gögn um pyntingar Reuters Árið 2002 Loka á fangabúðunum. HORFUR voru á því í gær að skyndiverkföllum breskra verkamanna færi að ljúka en þeir hafa verið að mót- mæla því að erlendir verktakar og erlent vinnuaafl skuli víða vera að störfum í Bretlandi þrátt fyrir vax- andi atvinnuleysi. Hér fagna verkfallsmenn við olíu- hreinsunarstöð skammt frá Grimsby áfangasigri en hann felst í því að breskir verkamenn fái helming starf- anna undeildu. Reuters Verkfallsmenn fagna áfangasigri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.