Morgunblaðið - 05.02.2009, Side 24

Morgunblaðið - 05.02.2009, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Á UNDANFÖRN- UM vikum hef ég verið hvattur til að taka þátt í endurnýj- aðri forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýmist í stöðu for- manns eða varafor- manns og þá sem þingmanns fyrir Suð- urkjördæmi. Mest er um vert að á þeim mik- ilvægu tímamótum í Sjálfstæð- isflokknum, sem prófkjör og næsti landsfundur munu marka verði uppstokkun. Sérhver liðsmaður þarf að gera upp við sig hvaða er- indi hann á í verkefnin, hvort og hvernig hann getur orðið að sem bestu liði. Við þurfum öflugan for- mann og varaformann, þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Við þurfum að draga hið já- kvæða fram sem okkur hefur áunnist í íslensku samfélagi í nafni sjálfstæðisstefnunnar. Við verðum að læra af mistökum okkar. Þessi grunnur mun móta íslenska end- urreisn. Landsfundur á að snúast um íslenska endurreisn. Í Reykjanesbæ hefur margt áunnist undir forystu okkar sjálf- stæðismanna á undanförnum ár- um. Við höfum sett fram skýra framtíð- arsýn og fylgt henni fast eftir með afar hæfu samstarfsfólki. Í góðærinu höfum við þurft að glíma við erf- iðleika. Við þurftum að takast á við stærstu hópuppsagnir í sögu íslensku þjóð- arinnar árið 2006, með skyndilegu brott- hvarfi ameríska hers- ins. Við stóðum það af okkur. Við stöndum nú frammi fyrir enn stærri atvinnuvanda og fjöldi fyrirtækja og heimila berst í bökkum. Í þessari hörðu atlögu er brýn- ast að halda sjó, standa fárviðrið af okkur. Við treystum okkur til að gera það. En það kostar mikla vinnu næstu mánuði. 1.300 manns eru atvinnulausir, að stærstum hluta einstaklingar án fagmenntunar. Verkefni mitt er að leita varanlegra atvinnulausna fyrir þetta ágæta fólk. Við getum það vegna þess að við höfum þeg- ar lagt grunninn. Stærstu verk- efnunum þarf nú að fylgja fast eft- ir á næstu mánuðum. Þau eru álver og kísilver í Helguvík, vís- inda- og skólasamfélagið hjá Keili og ný verkefni á varnarliðssvæð- inu. Okkar bíður spennandi upp- bygging auðlindagarðs með nýrri kynslóð atvinnutækifæra. Forystu er víða þörf. Ég er vongóður um að okkur takist að ná góðum árangri með uppbyggingu atvinnustarfsemi á Reykjanesi á komandi misserum. Ég lofaði að taka að mér forystu í þessari uppbyggingu og vil fylgja henni fast eftir. Þess vegna mun ég ekki sækj- ast eftir stöðu formanns, varafor- manns, eða þingmanns í Suður- kjördæmi. Ég óska þeim sem það gera velfarnaðar. Það er mikið og gott mannval í Sjálfstæð- isflokknum. Ég er djúpt snortinn af þeim hlýhug og þeirri hvatningu sem ég hef fengið frá hundruðum manna alls staðar að af landinu. Forystu er víða þörf Árni Sigfússon seg- ir frá afstöðu sinni til framboðsmála » Í þessari hörðu atlögu er brýn- ast að halda sjó, standa fárviðrið af okkur. Við treystum okkur til að gera það. Árni Sigfússon Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. ÞESSA dagana er mikið verið að ræða um, að íslenska þjóðin eigi að ganga til kosn- inga um hvort hún vilji ganga í Evrópu- sambandið. Sumir stjórnmálaflokkar hafa það jafnvel á stefnu- skrá sinni, eins og Samfylkingin, að slík innganga muni vera ákjósanleg og muni bjarga fjármálakreppu lands- ins. Aðrir bera því við, að slík ráð- stöfun myndi veita öðrum Evr- ópubúum fullan aðgang að auðæfum Íslendinga, svo sem fiski- miðum og orkubúum þjóðarinnar. Á fundi Framsóknarflokksins ný- verið var jafnvel samþykkt, að kanna slíkt samstarf við Evrópu- sambandið. Það er illt til þess að vita, að for- ráðamenn þjóðarinnar skuli ræða slíkt mál, svona rétt eftir 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, sem barðist fyrir sjálfstæði Íslands ásamt öðrum ágætum Fjölnis- mönnum. Nú eru þessir ráðamenn að feta í fótspor Gissurar Þorvalds- sonar, sem tókst að selja sjálfstæði landsins í hendur Noregskonungs, til þess að geta sjálfur hlotið jarls- tign, og vegna þess, að flestum Evrópuþjóðum, ásamt páfanum, þótti í þá daga sjálfsagt að öll ríki álfunnar lytu stjórn konungs. Þessar tillögur koma mér til að hugsa um væntanlega stöðu ís- lensks landbúnaðar í þvílíku sam- starfi. Við höfum státað af því að vera sjálfbær þjóð hér á eyju úti á norðurhjara. Landbúnaður ásamt fiskveiðum hefur séð þjóðinni fyrir fæðu í rúm þúsund ár. Í Napóle- onsstríðum og tveimur heimsstyrj- öldum hefur oft orðið erfitt um að- drætti til landsins, og við slíkar aðstæður hefur landsmönnum verið það nauðsynlegt að geta brauðfætt sig sjálfa, sem okkur hefur tekist. Þetta byggist á gróðrinum, þessari sérstæðu auðlind þjóðarinnar og þekkingu okkar á að nýta hana. Þegar talað er um auðæfi okkar, er jafnan getið um orkuforða og fiskisæld. Fæstir geta þá um landbúnað eða afrakst- ur af gróðri landsins. Ég hef allnokkuð kannað og ritað um af- kastagetu gróðurfars- ins, breytingar þess á ýmsum tímum, og þar með áhrif á afkomu landsmanna. Gróður landsins get- ur nýtt sólarorkuna og umbreytt henni í sykr- ur og plöntuvefi. Þarna eru mikil auðæfi, sem bændur geta breytt í búfjárafurðir. Þaðan fá landsmenn kjöt, mjólk og ull. Hér á norð- urhjara er þessi framleiðsla samt mun kostnaðarsamari en á suðlæg- ari slóðum, og yrði nýting þessarar auðlindar erfið í beinni samkeppni við suðlæg Evrópulönd. Það er fróðlegt fyrir okkur að bera vænt- anlegar afleiðingar svona Evrópu- sambands við afkomu landbúnaðar í Alaska á undanförnum árum. Alaska var í eigu Rússa fyrr á tímum, en var selt Bandaríkja- mönnum 1867. Þar búa rúm 600 þúsund manns. Í upphafi þróaðist þar landbúnaður, sem gat séð landsmönnum fyrir fæðu. Voru þar um 900 bújarðir. Þar var ræktað fóður fyrir hross, og þar var fram- leidd mjólk, egg og grænmeti. Landið var síðan innlimað í Banda- ríkin árið 1959. Þá breyttist land- búnaður í þessu fertugasta og ní- unda ríki Bandaríkjanna. Mjólkuriðnaður bar sig ekki lengur í samkeppni við framleiðslu sunnar í álfunni. Eru nú aðeins fimm kúabú starfandi í Alaska. Í stað þess eru í dag mjólk og margar aðrar landbúnaðarvörur fluttar inn til Alaska frá suðlægari ríkjum, svo sem Kaliforníu. Svipað myndi verða ástandið hjá okkur. Hingað myndi berast ódýr mjólk sunnan úr álfu, t.d. frá Hol- landi ásamt grænmeti, eggjum eða hænsna- og svínakjöti. Landbún- aður okkar mundi dragast verulega saman. Margar bújarðir okkar færu í eyði og grasið í högum og á túnum mundi ár hvert falla í sinu. Þessi ágæta auðlind þjóðarinnar yrði þar með vannýtt, undirstaða helsta atvinnuvegar Íslendinga frá fyrstu tíð yrði að engu höfð. Er þetta það sem við viljum? Á að ganga í Evrópusambandið? Sturla Friðriksson skrifar um Evr- ópumál » ...að slík ráðstöfun myndi veita öðrum Evrópubúum fullan að- gang að auðæfum Ís- lendinga, svo sem fiski- miðum og orkubúum þjóðarinnar. Sturla Friðriksson Höfundur er erfða- og vistfræðingur. VILHJÁLMUR Bjarnason, titlaður for- maður Félags fjár- festa, fór mikinn í Kastljósinu í fyrra- kvöld og sló um sig með talnaspeki og órökstuddum sögu- sögnum. Meðal annars sagðist hann hafa grun um að Blaðið, sem síðar varð 24 stundir, hafi verið rekið með 1.200 til 1.500 milljóna króna tapi á líftíma sínum. Vegna þessa er rétt að taka eftirfarandi fram: Blaðið hóf starfsemi sína 1. apríl 2005. Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi þess árs nam tapið 95 milljónum króna. Árið 2006 nam tapið 203 milljónum króna, sömuleiðis sam- kvæmt endurskoðuðum ársreikningi sem Vilhjálmur Bjarnason hefði getað nálgast með einu símtali við skrifstofu ríkisskattstjóra. Hann hefur hins veg- ar greinilega ekki haft áhuga á því, enda er oft skemmtilegra að kasta fram stóryrðum sem hljóma betur. Í ársbyrjun 2007 keypti Árvakur hf. allt hlutafé í útgáfufélagi Blaðsins og í framhaldi af því var reksturinn sameinaður og allt starfsfólk Blaðs- ins/24 stunda flutti í höfuðstöðvar Ár- vakurs við Hádegismóa. Tilgangurinn var ekki síst sá að samnýta mannafla og ná þannig fram hagræðingu í rekstri Morgunblaðsins, enda höfðu Árvakursmenn lengi barist við mikinn rekstrakostnað sem hafði staðið því félagi fyrir þrifum. Með sameining- unni sáu menn sér leik á borði, enda var þá hægt að ýta kostnaði milli ein- inga eftir því sem hentaði og Blað- ið/24 stundir sat uppi með kostnað sem aldrei hefði komið til hefði ekki komið til sameiningar. Rekstrarein- ingin sem slík var þó óbreytt, Ólafur Stephensen og aðrir ritstjórar á und- an honum ráku Blaðið/24 stundir með nánast sama mannafla og áður og engar stórfelldar breytingar höfðu orðið á prent- og dreifingarkostnaði, sem eru stærstu útgjaldaliðir dag- blaða. Undirritaður lét af störfum hjá Ár- vakri í ársbyrjun 2008. Ársreikningur 2007 lá þá ekki fyrir en það var ekk- ert í hinum eiginlega rekstri 24 stunda sem benti til þess að rekst- urinn hefði farið úr böndunum. Hafi Árvakur náð að tapa 1 milljarði króna á rekstri Blaðsins/24 stunda á árinu 2007 og fram á síðari hluta ársins 2008 þá er það auðvitað talsvert af- rek sé litið til áranna á undan. Annaðhvort hef- ur mikill kostnaður sem tilheyrði Morgunblaðinu verið settur á 24 stund- ir, eða Vilhjálmur Bjarnason fer með hreint bull. Ég hallast að hinu síðarnefnda. Þó skal tekið fram að fall krónunnar á síðasta ári hefur örugg- lega haft mikil áhrif á prentkostnað 24 stunda eins og annarra dagblaða. Það er eitthvað sem menn gátu ekki séð fyrir. Að lokum þetta. Flestir íslenskir fjölmiðlar eru vel reknir, þó að Vil- hjálmur Bjarnason gefi annað í skyn. Rekstrarumhverfi fjölmiðla er hins vegar þannig að vonlaust er að reka þá með hagnaði. Jafnvel þó að ís- lenska krónan styrkist mikið á næstu misserum þá dugar það ekki til. Í gær lagði Vilhjálmur Bjarnason fram tilboð í Morgunblaðið fyrir hönd hóps sem kennir sig við almenning. Í raun þarf þessi áhugi á Morgunblaðinu ekki að koma á óvart. Blaðið ber höf- uð og herðar yfir aðra fjölmiðla á Ís- landi, enda margir af af bestu fjöl- miðlamönnum landsins þar við störf. Sé mark takandi á Vilhjálmi Bjarna- syni í Kastljósinu þá á að fara ís- lensku leiðina við þessi kaup – skilja skuldir eftir en hirða vörumerkið, starfsmennina, tæki og tól. Draum- urinn um dreifða eignaraðild hljómar vissulega vel, en hætt er við að hóp- urinn fari að grisjast fljótlega þegar reksturinn fer að kalla á meira fjár- magn og litlu fjárfestarnir sem eru að setja allt sitt sparifé sitt í ævintýr- ið heltast úr lestinni. Hverjir skyldu þá standa uppi að lokum sem eig- endur Morgunblaðsins? Kannski að Vilhjálmur Bjarnason svari því. Vilhjálmi Bjarna- syni svarað Karl Garðarsson gerir athugasemd við ummæli Vil- hjálms Bjarnasonar í Kastljóssþætti Karl Garðarsson » Annaðhvort hefur mikill kostnaður sem tilheyrði Morg- unblaðinu verið settur á 24 stundir, eða Vil- hjálmur Bjarnason fer með hreint bull. Ég hall- ast að hinu síðarnefnda. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Árs og dags ehf., út- gáfufélags Blaðsins. TVÆR fréttir um helgina glöddu mig og veitti ekki af. Önn- ur sagði frá mikilli uppsveiflu í fylgi Sjálfstæðisflokksins eftir að ríkisstjórnin féll. Hin var tilvitnun í orð Björns Bjarnasonar á fund- inum á Grand Hótel þ. 30. janúar. Hann sagðist telja að þeir sem hefðu setið á þingi undanfarin átján ár ættu nú að víkja fyrir nýjum mönnum. Er Björn (og Geir) virkilega sá eini sem skilur að þriðjungur sjálfstæðismanna að minnsta kosti vildi að ráðherr- arnir vikju … allir? Þeir hafa verið: „Vegnir og létt- vægir fundnir.“ Björn Dagbjartsson Skriftin á veggnum Höfundur er fyrrverandi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. ÉG VIL benda á mjög alvarlegan hlut í auglýsingum um úrræði fyrir skuld- ara að undanförnu. Auglýst hefur ver- ið m.a. hjá Íbúða- lánasjóði úrræði sem tengir afborg- anir íbúðaveðlána við launavísitölu og atvinnustig. Haldið hefur verið fram að um tíma- bundna aðgerð sé að ræða og að mis- munurinn færist yfir á sérstakan bankareikning. Það er vissulega rétt að mismunurinn safnast saman, a.m.k. á meðan verðbólguvísitalan er í plús- tölu en ekki mínustölu eins og útlit er fyrir í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Japönum og Frökk- um. Ef svo ber við að neikvæð verð- bólguvísitala skjóti upp kollinum hér á landi, sem er reyndar nokkuð líklegt, lækka lánin sem þeirri prósentutölu nemur á ársgrundvelli. Það er mál að fjölmiðlar fari að fjalla um áhrif hugs- anlegrar neikvæðrar verðbólguvísitölu á banka, Íbúðalánasjóð, ríkissjóð og skuldara. Það sem er alvarlegt í þessu er að sá samningur sem gerður er í kringum launavísitöluna er þinglýstur og er því, í raun, um varanlega aðgerð að ræða. Þetta gerir það að verkum að afborg- anir lækka með launum og það er und- ir skuldaranum komið hvort hann vill slíta samningnum. Bankinn getur ekki gert það að eigin frumkvæði. Þetta fyrirkomulag getur því varað um 40 ár ef því er að skipta. Þetta þarf almenningur að vita því flestir halda að um skammgóðan vermi sé að ræða og verið sé að ýta vandamálinu á undan sér. Þetta er varasamur þankagangur nú þegar at- vinnuleysi getur skollið í 15-20% á skömmum tíma og laun og hvers kyns bætur lækka. Nú gildir að hafa vaðið fyrir neðan sig og forðast greiðsluþrot. Ég vil fullyrða að auglýsingar Íbúðalánasjóðs um að þetta séu tíma- bundnar aðgerðir séu rangfærslur smíðaðar með óheilindum. GUNNAR KRISTINN ÞÓRÐARSON guðfræðingur. Íbúðaveðlán og launavísitala Frá Gunnari Kristni Þórðarsyni: Gunnar Kristinn Þórðarson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.