Morgunblaðið - 05.02.2009, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
✝ Elísabet Krist-jánsdóttir fæddist
í Nýjabæ í Flatey á
Skjálfanda 20. nóv-
ember 1934. Hún lést
á Landspítalanum,
Hringbraut, 27. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Sigríður Sig-
tryggsdóttir frá Flat-
ey á Skjálfanda, f. 9.
janúar 1894, d. 28.
febrúar 1985 og
Kristján Rafnsson frá
Hóli í Bárðardal, f. 6.
júní 1882, d. 19. maí 1938. Systkini
Elísabetar eru: Sigurður, f. 2.5.
1918, d. 22.1. 2000; Ingibjörg, f.
13.11. 1919, d. 23.4. 2004; Jóhanna
Kristín, f. 3.11. 1921, d. 12.10. 1996;
Rafn, f. 19.5. 1924, d. 4.12. 1972;
Guðrún Sigurbjörg, f. 27.10. 1928;
og María, f. 25.10. 1931.
Elísabet giftist 18. september
1954 Sigurði H. Stanleyssyni, vél-
stjóra frá Vestmannaeyjum, f. 9.
október 1931. Foreldrar hans voru
Kristján Matthías Þorbjörn, f. 8.7.
1985. 6) Sigurður Heiðar, f. í
Reykjavík 12.8. 1968. Börn hans
eru Ingibjörg Eir, f. 29.12. 1994, og
Kristján Davíð, f. 26.12.2004.
Elísabet ólst upp í Nýjabæ í Flat-
ey á Skjálfanda fram til ellefu ára
aldurs. Þegar hún var þriggja ára
missti hún föður sinn. Hann
drukknaði og var það fjölskyldunni
mikið áfall. Þá voru eldri bræður
Elísabetar orðnir nær fulltíða og
voru móður sinni stoð og stytta. El-
ísabet var send til systur sinnar,
Jóhönnu Kristínar í Vest-
mannaeyjum á tólfta ári. Hún vann
við ýmis störf þar til 1965 er hún
flutti ásamt Sigurði til Reykjavíkur
í Skipasund 5. Í Reykjavík vann
hún í eldhúsinu á Kleppsspítala um
langa tíð. Árið 1972 flutti fjöl-
skyldan að Völvufelli 50 þar sem
Elísabet hefur átt heima síðan.
Ávallt hefur Elísabet unnið við
störf tengd framreiðslu og mat-
reiðslu, m.a. á Hótel Loftleiðum á
annan áratug. Síðast vann hún í bý-
tibúri á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Hún tók virkan þátt í félagsstarfi
með systrum sínum er hún komst á
aldur, og hafði jafnan mjög gaman
af söng og tónlist.
Útför Elísabetar fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigrún Finnsdóttir og
Stanley Alexander
Guðmundsson. Börn
Elísabetar og Sig-
urðar eru: 1) Sigrún,
f. í Vestmannaeyjum
24.10. 1954, maki
Birgir Benediktsson,
f. 22.1. 1953. Börn
þeirra eru Benedikt,
f. 27.11. 1973, El-
ísabet Rós, f. 31.8.
1976, og Sigrún
Heiða, f. 4.7. 1979.
Þau eiga 4 barna-
börn. 2) Sigtryggur, f.
í Vestmannaeyjum 17.5. 1956. Börn
hans eru Viktoría, f. 10.10. 1978,
Antonía, f. 14.11. 1980, og Einar
Sigurður, f. 12.12. 1995. 3) Óskírð-
ur, f. 1961, d. 1961. 4) Óskar Stanl-
ey í Vestmannaeyjum, f. 10.11.
1963. 5) Kristján Rafn, f. í Reykja-
vík 30.11. 1965, maki Dagný Hjálm-
arsdóttir, f. 9.11. 1970. Dætur
þeirra eru Erla Björk, f. 30.12.
1995, Elísabet, f. 12.12. 2002, og Ey-
dís Alma, f. 29.1. 2004. Fyrir átti
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóð-
ur.
(Árni Gunnlaugsson.)
Þakka þér allar stundirnar sem
við áttum saman. Megi guð geyma
þig og hvíl í friði.
Þín dóttir
Sigrún.
Elsku mamma.
Mér þykir svo vænt um þig. Þú ert
það besta sem ég hef átt. Alla tíð hef-
ur þú verið ljósið í lífi okkar og ómet-
anleg. Ég veit þú ert hér með okkur
og ég mun ávallt reyna að breyta á
réttan veg.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þinn sonur
Óskar Stanley.
Ó, elsku besta mamma mín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Stundirnar okkar saman veita
mér mikinn styrk nú en í gegnum
tíðina hefur þú sannarlega leitt mína
litlu hendi, veitt hvatningu er á
þurfti að halda, gleði á góðum stund-
um og huggun þegar sorgin bankaði
á dyr.
Þegar litið er til baka og við hin
sjáum hverju fórnfýsi þín, kraftur og
óendanlegur dugnaður hefur áorkað
verður mér orða vant. Því elsku
mamma mín, þú hefur sent okkur
leiðarljós til framtíðar með fyrir-
mynd þinni.
Ó, elsku besta mamma mín.
Mér þótti vænt um að þú skyldir
komast í afmæli dætra minna nú í
janúar. Það hefur hjálpað þeim mik-
ið, sérstaklega Erlu Björk sem sagði
við mig í gær: „Ég ætla að koma í
kistulagninguna pabbi og líka jarð-
arförina og kveðja ömmu Betu.“ Mér
sýnist ég sjá í Erlu Björk svolítið af
ákveðni frá þér, elsku mamma mín.
Elísabet sagði um daginn: „Hver á
núna að prjóna ömmugammosíur á
mig?“ Ég hefi hugleitt svarið með
því að hugsa til þín:
Amma Beta er alltaf hér
og prjónar sokka handa þér.
Á lífsins göngu lýsir hún
og leiðir þig um heimsins tún.
(krs.)
Eydís Alma hugleiddi þessi tíðindi
nokkuð og sagði mér hreint út að
amma Beta væri sú stjarna sem væri
björtust á himninum. Það er sem þú
talir við þær:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson.)
Ó, elsku mamma mín. Ég veit þú
ert farin, en þó ekki því hér allt um
kring finn ég fyrir návist þinni og
hugsa til þín um alla framtíð þar til
við hittumst á ný. Þá verður glatt á
hjalla ó, elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Kristján Rafn Sigurðsson.
Yndislega móðir mín.
Þú varst einstök manneskja og ég
sakna þín sárt. Í góðum félagsskap
undir þú þér líkt og gestagangur
heima bar með sér. Þú áttir góða vini
og varst óeigingjörn, hvattir mig á
erfiðum tímum, leiðréttir á stundum
og lýstir mér um lífsins veg.
Guð hef skapað gneista þann
Og gert hann öðrum meiri
Gott væri ef að gæti hann
Gefið oss nokkra fleiri
(Davíð Stefánsson.)
Sigurður Heiðar.
Elsku amma Beta. Mér finnst svo
sárt að hugsa til þess að þú sért far-
in. Hjarta þitt var orðið svo veikt og
þú varst orðin svo þreytt, amma mín.
Kannski var þetta bara þinn tími.
Það er erfitt að sætta sig við það, því
mér fannst þú eiga það svo skilið að
fá að vera meira með okkur öllum.
Það var alltaf svo gott að koma til þín
og strákanna í Völvufellið, þar var
svo mikil væntumþykja og alltaf allir
velkomnir, nóg að borða og kaffið
þitt var einstakt.
Í Völvufellinu var ósjaldan sungið,
sagðir brandarar, reynslusögur og
þar var mikið hlegið. Amma Beta, þú
varst svo falleg og tignarleg kona og
barst þig svo vel þrátt fyrir allar þær
erfiður þrautir sem þú þurftir að
ganga í gegnum. Þú varst svo ynd-
isleg, lífsreynd og sýndir það bæði í
verki, svipbrigðum og orðum. Fólk
dáðist að þér, fólk sem var að vinna
með þér og vinir þínir, enda hafðir
þú mikla útgeislun og æðislegan
húmor.Ég man að þegar ég var lítil
labbaði ég oft til þín í heimsókn, tíndi
á leiðinni marglit blóm og gaf þér.
Þér þótti alltaf jafngaman að fá
blómin, stakkst þeim í vatnsglas og
settir á borðið inni í eldhúsi.
Takk fyrir allt sem þú prjónaðir
handa mér og Sigurrós, peysurnar,
ullarsokkana, ullarbuxurnar og vett-
lingana. Þá sjaldan að ég bað þig um
að gera eitthvað fyrir mig er mér of-
arlega í huga að fyrir þremur vikum
sagði ég þér að Sigurrós vantaði
vettlinga. Daginn eftir varstu búin
að prjóna fína bandavettlinga, síðan
tókstu eftir að bandið var aðeins of
stutt, þá fórstu heim og prjónaðir
aðra vettlinga með lengra bandi og
innan skamms varstu komin með þá
til okkar. Þér þótti svo vænt um okk-
ur, amma mín.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig fyrir ömmu, þú gafst mér svo
mikið. Amma, þú kunnir að lifa lífinu
með bros á vör og gleði sem án efa
sýndi öðrum að lífið er fullt af ham-
ingju. Þegar mér líður illa, hjálpar
það mér að hugsa til þín, því þú
kunnir að breyta því ófullkomna í
eitthvað fullkomið á örskammri
stundu. Amma, þú varst ljósið í fjöl-
skyldunni, söngfuglinn okkar og
klettur okkar allra. Takk fyrir allar
góðu stundirnar, amma mín.
Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans
ranni.
Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með
sanni,
að ósk mín um bata þinn tjáð var í bæn-
unum mínum,
en guð vildi fá þig og hafa með englunum
sínum.
Við getum ei breytt því, sem frelsarinn
hefur að segja,
um hver fær að lifa, og hver á svo næstur
að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verð-
ur að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frels-
arans vilja.
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að
una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum
að muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er best
fyrir sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina
þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum
heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér
geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að
styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Þín
Heiða.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hana Betu, ömmu Kristjáns son-
ar míns, og fyrrum tengdamóður.
Ég kynntist Betu 2003, er ég fór að
vera með syni hennar Sigurði. Mér
þótti undir eins vænt um hana. Hún
var hlý og gjafmild og mjög atorku-
söm þrátt fyrir veilt hjarta, hafði far-
ið í erfiða aðgerð nokkrum árum áð-
ur.
Beta hafði alltaf nóg fyrir stafni,
eldaði, bakaði, prjónaði, söng í kór,
gætti barnabarna, hélt heimili, og
var að læra á orgel (orðin sjötug). Ég
var stolt að geta hjálpað henni er
hún æfði sig heima á gömlu fótstigs-
orgeli, og gekk henni það vel eins og
annað. Hún hafði fallegustu hand-
skrift sem ég hef séð, en heima er
myndaalbúm sem hún færði syni
mínum í skírnargjöf, með svo fallega
skrifuðu skírnarkorti, sem ég mun
varðveita sem gull.
Sjaldan hef ég séð jafn atorku-
sama prjónakonu. Hún prjónaði
heilu ósköpin af peysum, húfum,
sokkum og vettlingum sem hún gaf
barnabörnunum. Kristjáni gaf hún
um jólin eitt slíkt sett. Nú fær hann
ekki fleiri fallegar peysur frá ömmu
Betu.
Eftirtektarverðast við Betu var
hversu kærleiksrík hún var og hjálp-
söm, einkum við börn sín og barna-
börn, sem hún var afar stolt af. Hún
keyrði oft út úr bænum til að passa
barnabörn sín ef á þurfti að halda og
fannst það sjálfsagt.
Beta fæddist í Flatey á Skjálf-
anda, og bar sterkar taugar þangað.
Ég var svo heppin að fara með henni
(að vísu ekki til Flateyjar) en inn
Flateyjardal, þar sem hún gisti með
okkur í sæluhúsi orðin 71 árs. Þegar
Flateyjardalur er ekinn á enda sér
maður Flatey í allri sinni dýrð. Úr
þessari ferð á ég ógleymanlegar
minningar. Beta var ómissandi
ferðafélagi, létt og kát, tók oft lagið
en hún átti gott með að létta lund
fólks, og því leið vel í návist hennar.
Stutt í hlátur, sem var smitandi, og
þurfti lítið til að gleðja hana.
Að fá að kynnast Betu var mér
mikill heiður. Hún veitti mér styrk á
erfiðum tímum, og sá ég hvernig hún
tók raunum af æðruleysi.
Beta bjó í nágrenninu, og áttum
við ósjaldan leið hjá mæðginin, þá
var gaman að koma við, fá hlýjar
móttökur og kaffi. Kristján var far-
inn að hlaupa yfir til ömmu aðeins
þriggja ára, og vissi ég að þá gat ég
verið alveg róleg. Nú er amma þar
ekki lengur til að taka á móti honum,
og veit ég að hann mun eiga erfitt
með að skilja það. Ég votta allri fjöl-
skyldu hennar mína dýpstu samúð
og bið guð að styrkja þau í sorg
sinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Kristín R. Sig. og synir.
Meira: mbl.is/minningar
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hana ömmu Betu, ömmu Krist-
jáns Davíðs, sonar míns, og fyrrver-
andi tengdamóður, sem lést hinn 28.
janúar síðastliðinn, en andlát hennar
bar mjög brátt að og veit ég að eng-
inn hefur verið búinn undir þessa
óvæntu brottför hennar.
Ég kynntist Betu fyrst haustið
2003, er ég fór að vera með syni
hennar Sigurði. Mér þótti undir eins
vænt um hana. Hún var alveg ein-
staklega hlý og gjafmild manneskja,
og tók vel á móti mér í fjölskylduna.
Mér fannst alveg sérstakt við
hana hvað hún var atorkusöm og
dugleg, og alltaf á ferðinni, þrátt fyr-
ir að ég vissi að hún var veil fyrir
hjarta og hafði farið í erfiða aðgerð
fyrir nokkrum árum.
Beta hafði alltaf nóg fyrir stafni,
var í raun alveg óstöðvandi, eldaði,
bakaði, prjónaði, heklaði, söng í kór
aldraðra í Gerðubergi og tók þátt í
félagsstarfi þar, gætti barnabarna,
hélt heimili ásamt tveim sonum sín-
um og sonarsyni og var að læra á
orgel þá (orðin sjötug). Ég var mjög
stolt að geta hjálpað henni pínulítið
við það, er hún æfði sig heima á milli
tíma á gömlu fótstigs-orgeli sem hún
átti, og lék spilamennskan í höndum
hennar, eins og allir þeir hlutir sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði
þá fallegustu handskrift sem ég hef
nokkurn tímann séð, en heima er til
myndaalbúm sem hún færði syni
mínum Kristjáni í skírnargjöf, með
svo fallega skrifuðu skírnarkorti til
hans, sem ég mun varðveita eins og
gull.
Sjaldan hef ég séð jafnatorkusama
prjónamanneskju, en hún prjónaði
heilu ósköpin af peysum, húfum,
sokkum og vettlingunum sem hún
gaf öllum barnabörnunum, og m.a.
Kristjáni Davíð litla sem fékk um
nýliðin jól frá henni nýprjónaða
peysu, sokka og vettlinga í stíl. Nú
fær Kristján litli ekki fleiri fallegar
peysur frá ömmu Betu.
En það sem mér fannst samt allra
eftirtektarverðast við Betu var
hversu einstaklega kærleiksrík
manneskja hún var, hjálpsöm við allt
og alla, en þó auðvitað sérstaklega
börn sín og barnabörn, sem hún var
mjög stolt af, öllum með tölu. Þegar
eitthvað bjátaði á eða ef hún vissi af
einhverjum sem þurfti hjálparhönd,
kom hún færandi hendi, en hún
mátti ekkert aumt sjá. Ég vissi af því
að hún keyrði dag eftir dag í Borg-
arnesið til að passa þrjú barnabörn
sín þar, þegar börnin voru veik, og
virtist finnast það sjálfsagðasti hlut-
ur í heimi. Hún var afar gjafmild og
lét engar smágjafir duga ef henni
þótti tilefni til.
Beta var unnandi lista, hafði mjög
gaman af tónlist og söng og var dug-
leg að sækja tónleika. Eins þeim sem
hún tók þátt í sjálf með Gerðubergs-
kórnum sem hún var að byrja að
syngja með þegar kynni okkar hóf-
ust, með Gunnu systur sinni, og
hafði greinilega mjög gaman af. Beta
var mjög óspör á að láta fólk finna
hvað hún mat það mikils og þótti
vænt um, og sýndi hún það í verki og
það svo um munaði!
Beta fæddist og ólst upp í Flatey á
Skjálfanda, en þar bjó hún fram á
unglingsár er hún fluttist til Vest-
mannaeyja þar sem hún bjó í mörg
ár. Hún bar greinilega mjög sterkar
taugar til Flateyjar, þar sem hún
ólst upp, og var ég svo heppin að fara
með henni í síðustu ferð sína, að vísu
ekki til Flateyjar, en inn Flateyjar-
dalinn, þar sem hún gisti með okkur
í sæluhúsi orðin 71 árs og lét sig ekki
muna um að hvíla í hörðum rúmum
sæluhúsanna. Þegar maður keyrir
Flateyjardalinn á enda getur maður
séð Flatey í allri sinni dýrð. Úr þess-
ari ferð með henni og fjölskyldunni á
Elísabet
Kristjánsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
KRISTJÁN ÞÓRISSON,
Háeyrarvöllum 6,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 7. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Þuríður S. Tómasdóttir,
Guðríður Kristjánsdóttir, Þröstur Bjarnason,
Þórir Kristjánsson, Þórey Gylfadóttir,
Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Guðfinna Kristjánsdóttir, Snorri G. Sigurðarson,
Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur M. Hermannsson
og barnabörn.