Morgunblaðið - 05.02.2009, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
Fríða Hrönn
Sigtryggs-
dóttir
✝ Fríða Hrönn Sig-tryggsdóttir
fæddist á Kleif í
Breiðdal 11. maí 1946.
Hún lést á Landakots-
spítala að morgni 27.
janúar síðastliðins og
fór útför hennar fram
frá Kálfatjarnarkirkju 4. febrúar.
Meira: mbl.is/minningar
Grímur
Ársælsson
✝ Grímur Ársæls-son fæddist í
Dölum í Vest-
mannaeyjum 17. nóv-
ember 1940. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landsspítalans við
Hringbraut 29. nóv-
ember síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Hafnarfjarðarkirkju 9. desem-
ber, í kyrrþey
Meira: mbl.is/minningar
Guðný
Alberta
Hammer
✝ Guðný AlbertaHammer fæddist
í Albertshúsi á Bökk-
unum á Ísafirði 30.
október 1930. Hún
andaðist á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Lundi 27. janúar síð-
astliðinn og var útför hennar gerð frá
Árbæjarkirkju í Holtum 4. febrúar.
Meira: mbl.is/minningar
Margrét
Oddsdóttir
✝ Margrét Odds-dóttir fæddist á
Grænagarði á Ísafirði
3. október 1955. Hún
lést á heimili sínu 9.
janúar síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Grafarvogskirkju
16. janúar.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Elsku mamma, ég
vil með fáum orðum fá
að þakka þér fyrir árin
sem við áttum saman.
Það er margs að minnast, en síðasta
stundin var á sunnudaginn. Það var
frábært, þá komum við flest af þínum
nánustu og fengum heitt súkkulaði
og kræsingar og spiluðum púkk
heima hjá þér. Það var myndarlegt
eins og alltaf var í gegnum tíðina
heima hjá ykkur pabba. Minningin er
sú að það var alltaf fullt hús heima,
vinir okkar systkinanna, fundir hjá
öllum félögum ykkar pabba eða ætt-
ingjar ykkar og þér leið best ef allir
fóru saddir og sáttir frá ykkur. Alltaf
varstu jafn myndarleg elsku
mamma, það var sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur eins og að búa til
snið og sauma föt, mála myndir,
vinna í gleri, leðri, leir, þrykkja á efni
og mála, gera kort, hekla, prjóna og
allan mat sem þú framreiddir já það
lék allt í höndunum á þér og ég gæti
endalaust talið upp. En nú er komið
að leiðarlokum hjá þér í þessu lífi.
Það hefur ekki alltaf verið dans á rós-
um og þá sérstaklega í veikindum
þínum en nú eru þrautirnar búnar og
þú ert komin til þeirra sem þú varst
búin að sakna og ég veit að þau taka
þér opnum örmum.
Elsku mamma, takk fyrir að hafa
verið til og alltaf til staðar. Ég á mik-
ið eftir að sakna þín, megir þú hvíla í
friði og ró.
Ó, góði faðir, gef þú mér
þann frið sem þú einn átt.
Og leyf þú mér að hvílast hér
við menn í friði og sátt.
Og gef þú okkur gullna stund
og gleðiríkan dag
við lofum þig í ljóðamund
og syngjum gleði brag.
Ó, heimur þessi, heimur hér
mér horfin birtan er
ég gleðivana í hvílu fer
því sorg í hjarta ber.
Ég bið um frið, ég bið um grið
í grimmum heimi hér
mig bænarbirtan áfram ber
svo enginn á mér sér.
(Sigurveig Þorleifsdóttir)
Kær kveðja, þín dóttir
Ingibjörg.
Elsku amma Lilla. Á sama tíma og
við sitjum heima og syrgjum það að
hafa misst þig rifjast upp fallegar og
góðar minningar um hvaða mann-
eskju þú hafðir að geyma. Það er gott
að á þessum erfiðu tímum sé alltaf
hægt að hugsa til þess hvað þú hafðir
gefið okkur mikið einungis með því
að vera í návist okkar í gegnum öll
þessi ár. Það allra sterkasta í minn-
ingunni var hvað þú varst gestrisin í
verunni. Alltaf tilbúin til þess að taka
á móti gestum með fullt af góðgæti á
boðstólum. Við fórum alltaf södd og
sæl heim eftir heimsóknir til þín. Þú
Sigurveig
Þorleifsdóttir
✝ Sigurveig Þor-leifsdóttir fæddist
í Naustahvammi í
Norðfirði 14. febrúar
1933. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 13. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Keflavíkurkirkju 20.
janúar.
varst góðlynd og hlý
manneskja sem auð-
velt var að ræða við
um lífið og tilveruna og
leið öllum vel í návist
þinni. Sumarbústaður-
inn sem þú áttir situr
sterkur í minningunni.
Þegar við lékum okkur
á túninu eða skelltum
okkur í golf rétt hjá.
Einnig var mjög gam-
an að taka flugnaspað-
ann og elta flugurnar
inní sumarbústað. Það
verður skrítið og tóm-
legt án þín þó við vitum að nú ert þú
komin á betri stað, laus við þín erfiðu
og miklu veikindi sem þú hefur þurft
að berjast við svo lengi sem við mun-
um. Matarboð hjá mömmu annan í
jólum þar sem þú varst alltaf hjá
okkur var orðin stór partur af jól-
unum og á maður eftir að hugsa til
næstu jóla með trega og kökk í háls-
inum vitandi það að þú kemur ekki til
með að verja þeim degi með okkur
nema í anda. Leiðinlegt þykir okkur
að þú hafir ekki náð að kynnast
barnabarni þínu henni Köru Mjöll
betur. Okkur þykir líka leiðinlegt að
hún skyldi ekki hafa náð að kynnast
þér betur. Við munum sjá til þess að
hún mun fá að kynnast þér í gegnum
myndir og sögur sem munu segja
henni hversu yndisleg manneskja þú
varst.
Elsku Lilla amma, við elskuðum
þig svo mikið og það er alltaf jafn
sárt að þurfa að horfa á eftir ástvini
þegar hann kveður. Það var leiðin-
legt að hafa ekki getað kvatt þig al-
mennilega en vitandi að þér líður vel
og að þú sért komin til annarra ást-
vina sem gleðjast yfir að fá að sjá þig
aftur, þá líður okkur vel líka.
Þín barnabörn,
Sveinn Þór, Stella og Hulda Sif.
Elsku Lilla langamma.
Nú er komið að því að ég þarf að
kveðja þig og þykir mér það erfitt.
Mér fannst gaman að mála með þér
og þegar Hjalti og Arna voru með að
mála dúkana.
Þú komst í öll jólaboðin sem ég
man eftir og gafst mér flottustu jóla-
og afmælispakkana. Oftast bækur,
og þær eru það sem ég hef mest gam-
an af. Það var gaman að eyða sein-
ustu jólunum með þér og takk fyrir
jólapakkann. Elsku langamma ég
elska þig og mun sakna þín. Takk
fyrir allar stundir sem við áttum
saman.
Þín langömmustelpa
Ólöf Björg.
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustund hjá okkur og er sárt að
hugsa til þess. Ég vil fá að minnast
þín með nokkrum orðum. Amma ég
man alltaf eftir því sem barn hvað
það var gaman að koma til þín. Að fá
að mála með þér í vinnuherberginu,
hjálpa þér að fægja allt silfrið sem þú
áttir og auðvitað var ofsalega gott að
fá bíópoppið hjá þér.
Ég dáðist alltaf að því hvað þú
hugsaðir vel um þig, vildir vera fín
eins og þú varst alltaf. Falleg kona
með fallegt rautt hár og freknur, það
varst þú amma mín.
Dóttir mín dáðist alltaf að þér og
var ofsalega montin þegar þú bauðst
henni að koma að mála með þér. Ég
er þakklát fyrir þær stundir því ég
vissi að dóttir mín fengi að upplifa
sömu stundir og ég átti með þér sem
barn.
Amma, það var æðislegt að fá að
koma til þín í heimsókn þinn síðasta
sunnudag og var það góður dagur
sem við fjölskyldan öll áttum saman.
Elsku amma mín, nú veit ég að þér
líður betur og takk fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman.
Kveðja
Hólmfríður María.
Elsku Lilla langamma.
Nú er komið að því að ég þarf að
kveðja þig og þykir mér það erfitt.
Mér fannst gaman að mála með þér
og þegar Hjalti og Arna voru með að
mála dúkana.
Þú komst í öll jólaboðin sem ég
man eftir og gafst mér flottustu jóla-
og afmælispakkana. Oftast bækur og
þær eru það sem ég hef mest gaman
af. Það var gaman að eyða seinustu
jólunum með þér og takk fyrir jóla-
pakkann. Elsku langamma ég elska
þig og mun sakna þín. Takk fyrir all-
ar stundir sem við áttum saman.
Þín langömmustelpa,
Ólöf Björg.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
✝
Ástkær systir okkar,
GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
áður Hábæ í Vogum,
lést þriðjudaginn 27. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju
í dag, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 14.00.
Systkini hinnar látnu.
✝
Ástkær faðir minn og bróðir,
GUNNAR ÞÓR ADOLFSSON
rennismiður,
Logafold 114,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 30. janúar, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn
6. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða sjóðinn Blind börn á
Íslandi.
Grétar Kr. Gunnarsson
og aðstandendur.
✝
Innilegt þakklæti til þeirra sem sýndu okkur samúð,
hluttekningu og hlýhug við andlát og útför föður,
afa og tengdaföður okkar,
BERGS THORBERG ÞORBERGSSONAR,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 25. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Rúnar Bergsson,
Bergur Rúnarsson,
Björn Rúnarsson,
Dögg Árnadóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS KRISTINN FINNBOGASON
vélstjóri,
Álfhólsvegi 151,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala, Landakoti
föstudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
6. febrúar kl. 13.00.
Erlendur Magnússon, Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir,
Kristín Magnúsdóttir,
Lárus Pálmi Magnússon, Sonja Lampa,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
föður okkar og tengdaföður,
HELGA HÁLFDANARSONAR,
Máshólum 19,
Reykjavík.
Hálfdan Helgason, Erla Benediktsdóttir,
Ingibjörg Helgadóttir, Árni Björnsson,
Sigurður Helgason, Kristín Magnúsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð vegna andláts móður minnar, tengdamóður,
dóttur, systur, mágkonu og ömmu,
ÍSÓLAR LINDAR COTTO,
Stone Ridge, New York,
Bandaríkjunum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Erla Ósk Jónsdóttir, Eysteinn Þór Jónsson,
Sigrún Ellertsdóttir, Jósep Valgeirsson,
Fanney M. Jósepsdóttir, Magnús Eiríksson
og barnabörn.