Morgunblaðið - 05.02.2009, Page 37
Menning 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Ásíðasta áratug 18. aldarvar nýklassíska tímabilið íevrópskri málaralist aðlíða undir lok. Árið 1793
málar David eitt af meistaverkum
þeirrar aldar, myndina af Marat
myrtum í baðinu. Þá styttist í róm-
antíkina þar í landi. Árið 1796 var
Goya farinn að vinna að hinni maka-
lausu ætingaseríu Kenjunum suður
á Spáni. Á sama tíma var frum-
kvöðull í íslenskri málara- og
skreytilist að mála atlaristöflu fyrir
lítið bænahús á Jökuldal í einangr-
uninni hér norður á Íslandi, eflaust
án þess að hafa nokkra hugmynd
um það hvað og hvernig menn mál-
uðu annars staðar.
Fólk ætti að heimsækja Þjóð-
minjasafnið við Suðurgötu reglu-
lega. Í erfðagóssi þjóðarinnar, sem
þar er sýnt, er nefnilega alltaf eitt-
hvað forvitnilegt að skoða. Í liðinni
viku rakst ég aftur á þetta furðulega
verk Jóns Hallgrímssonar.
Þóra Kristjánsdóttir listfræð-
ingur hefur fjallað ítarlega um verk-
ið í bókunum Gersemar og þarfa-
þing og Myndir á þili. Hún segir að
handbragðið og fangamarkið í neðra
horninu til vinstri taki af öll tvímæli
að taflan sé eftir Jón.
Einu sinni kom ég inn í kirkjuí bænum Chinchero á há-sléttu Perú. Hún var öll
máluð að innan í bernskum og ein-
lægum stíl, þar sem minni úr sögn-
um og fornum átrúnaði indjánana
blandaðist á forvitnilegan hátt sam-
an við kaþólskar helgimyndir. Þar
sá ég þessa mynd af Kristi sem hélt
ofurblíður á svip á logandi hjarta.
Hér uppi á Íslandi logaði einnig á
hjarta hans seint á átjándu öld. Þóra
segir í skrifum sínum um Jón að
myndir af Kristi með logandi hjarta,
tákn um kærleika hans til manna,
hafi tíðkast síðan á 12. öld en orðið
ofur vinsælar á þeirri 18. Hún segir
að þær myndir eigi þó fátt sameig-
inlegt með þessari mynd Jóns, því
hér segi hann ákveðna sögu um ábú-
andann á Brú, Guðmund Einarsson,
en nafn hans er letrað stórum stöf-
um neðst á myndinni. Færa megi
rök fyrir því að kyrtilklæddu menn-
irnir þrír sem rétta Kristi hjarta sitt
séu bræðurnir Guðmundur, Þorkell
og Einar, sem reistu bænahúsið á
Brú. Þóra heldur því fram að þessi
mynd eigi sér „enga hliðstæðu í ís-
lenskri kirkjulist svo kunnugt sé,
heldur ekki þótt víðar væri leitað“.
Kristur og mennirnir þrír, sem
hálfkrjúpa frammi fyrir honum, og
eru minni en hann, standa á milli
gylltra súlna einhvers staðar úti við.
Á milli þeirra eru grænir gras-
brúskar og þrjú hvít blóm, og yfir
þeim þessi fallegu ský sem minna á
rauðar perlur eða vínberjaklasa.
Mennirnir þrír eru í stuttum serkj-
um en Kristur í síðum kufli, með
ljóst klæði um mitti og herðar og
hinn ómissandi geislabaug. Kristur
réttir sitt blæðandi og logandi
hjarta mynduglega að þremenning-
unum, sem lúta honum undirgefnir
og þeir mætast með hjörtun á miðri
leið.
Yfir þeim eru þessi áletrun:Gief mier Son minn Hjartaðþitt, Sia eg Jesus Gief þier
mitt. Þóra telur áletrunina sótta í
Orðskviðina, þar sem segir: „Son
minn, gef mér hjarta þitt …“
Anatómían í myndinni er klaufa-
leg, vægast sagt, og stenst engan
samanburð við þar sem sam-
tímamenn Jóns, þeir David og Goya
voru að bralla í sínu myndverki suð-
ur í álfu. Hvernig Kristur stígur í
fæturna, eða hvernig þeir eru mót-
aðir undir kuflinum, er ráðgáta. Svo
ekki sé minnst á önnur hlutföll í lík-
ömum mannanna. En myndin er svo
innileg í einfaldleika sínum og trú,
að ekki er annað hægt en hrífast af
og fagna endurfundum við hana.
JÓN Hallgrímsson (1741-1808) málaði þessa altaristöflu árið 1794. Jón var
sonur Hallgríms Jónssonar, smiðs og listamanns, og er sagður hafa numið
handverk eða málaralist í Kaupmannahöfn. Eftir að hann kom aftur heim mun
honum hafa verið falið að prýða nýju dómkirkjuna á Hólum.
Tíu altaristöflur eftir Jón hafa varðveist, málaðar á árunum 1765 til 1806.
Hinar níu sýna allar síðustu kvöldmáltíðina og eru greinilega málaðar eftir
sömu fyrirmyndinni. Þessi er ólík hinum. Hún sýnir Jesú Krist rétta hjarta, sem
bæði logar og blæðir úr, til þriggja manna sem krjúpa frammi fyrir honum og
rétta logandi hjarta á móti.
Samkvæmt skrifum Þóru Kristjánsdóttur listfræðings eru til heimildir um
kirkjusmíði á Brú á Jökuldal árið 1786. Þar reistu bræðurnir Þorkell, Einar og
Guðmundur Einarssynir bænahús, sem var lítil torfkirkja, byggð upp marg-
sinnis, en endanlega rifin árið 1892. Kirkja stóð þó á Brú til 1911.
Þjóðminjasafnið eignaðist altaristöfluna árið 1918 og er hún til sýnis á efstu
hæð safnsins.
Altaristafla úr bænahúsi á Brú á Jökuldal
Með logandi hjarta
MYNDVERKIÐ
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fréttir í
tölvupósti
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Hrífandi verk sem snertir okkur öll
EB, FBL
fös. 6/2 örfá sæti laus
sun. 7/2 örfá sæti laus
Sýningum lýkur í mars
Sumarljós
Jón Kalman Stefánsson
leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson
Hrífandi, einlæg og æsandi sýning
sun. 8/2 örfá sæti laus
sun. 15/2 örfá sæti laus, síðasta sýning
Kardemommu-
bærinn
Thorbjörn Egner
Frumsýning 21. febrúar
Miðasala í fullum gangi!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Heiður
Joanna Murray-Smith
Drepur girndin ástina?
JVJ, DV
lau. 7/2 örfá sæti laus
lau. 14/2 örfá sæti laus
Sýningum lýkur 28/2
Skoppa
og Skrítla
snúa aftur í febrúar!
Minnum á Samstöðukortin
Fös 6/2 kl. 19:00
Fim 12/2 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/2 kl. 19:00
Fös 20/2 kl. 19.00
Lau 7/3 kl. 19:00
Fös 13/3 kl. 19.00
Lau 14/3 kl. 19.00
Sun 22/3 kl. 19.00
Fös 28/3 kl. 19.00
Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008.
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Miðasölusími 568 8000 – midasala@borgarleikhus.is
Rústað „Magnað - missið ekki af!“ - JVJ, DV
Fim 5/2 kl. 20.00 4. kort
Fös 6/2 kl. 20.00 5. kort
Lau 7/2 kl. 20.00 6. kort
Fim 12/2 kl. 20.00
Fös 13/2 kl. 20.00
Lau 14/2 kl. 20.00
Fim 26/2 kl. 20.00
Fös 27/2 kl. 20.00
Lau 28/2 kl. 20.00
Fös 6/3 kl. 20.00
Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Aðeins sýnt í febrúar og mars.
Fim 5/2 kl. 20.00 forss.
Fös 6/2 kl. 20:00 frums.
Lau 7/2 kl. 19:00 2. kort
Lau 7/2 kl. 22:00 aukas.
Sun 8/2 kl. 20:00 3. kort
Mið 11/2 kl. 20:00 4. kort
Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort
Fös 13/2 kl. 22:00 aukas.
Lau 14/2. kl. 19:00 aukas.
Lau 14/2 kl. 22:00 aukas.
Sun 15/2 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort
Fös 20/2 kl. 22:00
Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort
Lau 21/2 kl. 22:00 aukas.
Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort
Mið 25/2 kl. 20:00 10. kort
Fim 26/2 kl. 20:00
Fös 27/2 kl. 19:00
Fös 27/2 kl. 22:00
Leiklestrar á verkum Söru Kane.
Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr.
Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið)
Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins.
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Lau 7/2 kl. 19:00
Lau 7/2 kl. 22:00
Fös 13/2 kl. 19:00 aukas.
Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00
Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn.
Lau 14/2 kl. 13:00
Lau 21/3 kl. 19.00
Lau 7/3 kl. 20.00
Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort
Sun 18/2 kl. 20:00aukas.
Fim 19/2 kl. 20:00 aukas.
Lau 21/2 kl. 22.00 aukas
■ Í kvöld kl. 19.30
Messiaen 100 ára
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikarar: Mario Caroli, Steven Osborne og Cynthia Millar
Olivier Messiaen: Turangalîla-sinfónía
Þuríður Jónsdóttir: Flutter
Stærstu tónleikar starfsársins eru tvímælalaust
flutningurinn á hinni mögnuðu Turangalila-sinfóníu eftir
Messiaen og frumflutningur á Flutter sem var samið í
tilefni af 100 afmæli hans.
Vinafélagskynning á Hótel Sögu kl. 18. Ingibjörg
Eyþórsdóttir kynnir verkin. Allir eru velkomnir.
A.T.H. Tónleikar sem áttu að vera á föstudaginn
6. febrúar falla niður.
■ Fimmtudagurinn 12. febrúar
Myrkir músíkdagar
Stjórnandi : Daníel Bjarnason
Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og
Einar Jóhannesson
Daníel Bjarnason: Píanókonsert
Haukur Tómasson: Dialogo
Jón Ásgeirsson: Klarinettukonsert
Þorkell Sigurbjörnsson: Ríma
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is