Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 24
24 Nám MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Freyr Ingi Björnsson fór í námið vegnaþess að hann hefur verið að vinna viðleiðsögn. „Ég er ekki með neitt nám á bakinu í því en ég hef aðallega verið að vinna við svokallaða ævintýraleiðsögn, flúðasigl- ingar, ísklifur, hellaferðir, gönguferðir og fleira í þess- um dúr,“ segir hann. Freyr Ingi hefur reynslu af ýmiss konar fjallamennsku og honum finnst sú þekking nýtast í starfinu. „Ég fór í námið því ég vildi koma þessu á hærra plan því það er meiri fagmennska að læra,“ segir hann og útskýrir að fagmennskan og kröf- urnar séu að aukast í faginu. Honum líkar námið vel og segir það hafa staðið undir væntingum. „Það hefur komið mér hvað mest á óvart hvað hópurinn er sam- rýmdur og samstilltur því hann er mjög breið- ur. Það er fólk alls staðar að, úr öllum hornum þjóðfélagsins. Það kom mér á óvart.“ Freyr Ingi er einnig menntaður vélsmiður en starfar ekki við það sem stendur. „Það er gott að hafa það nám að baki en að vísu held ég að það séu meiri líkur á vinnu í ferðamannaþjónustunni en vélsmíðinni um þessar mund- ir. Ég held að það verði meiri áhugi á þessu námi í kreppunni. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman er jú ferðamennirnir.“ Freyr Ingi Björnsson, 28 ára vélsmiður og fjallabjörgunarmaður Fjallamennska og ævintýraferðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hærra plan Frey Inga finnst fagmennskan og kröfurnar vera að aukast í starfi leiðsögumanna. ‘‘LJÓSI PUNKTURINNÍ ÞESSU ÖLLU SAM-AN ER JÚ FERÐA-MENNIRNIR. Leiðin til framtíðar Fjölbreyttur hópur nema stund- ar nýtt leiðsögumannanám á háskólastigi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þarna má finna leikara, óperusöngkonu, arki- tekt, ferðamálafræðing, kenn- ara, alþingismann, hárgreiðslu- meistara og jógakennara, svo eitthvað sé nefnt. Hér verður rætt við þrjá sem bæta enn við fjölbreytileikann í hópnum og lýsa þeir reynslu sinni af nám- inu en ljósmyndarinn leit við þegar verið var að kynna leiðsögumönnunum tilvonandi sérútbúna fjallajeppa. Þeim finnst námið vera gott mótvægi við kreppunni og eru sammála um að ferðamannaþjónustan eigi aðeins eftir að fá meira vægi í framtíðinni og leið- sögumannsstarfið einnig. Ástæðan fyrir því að Sigrún Sigurð-ardóttir ákvað að fara í leiðsögunámvar m.a. sú að henni fannst lýsingin á náminu áhugaverð og eiga vel við starf sitt. „Ég er með lítið gistiheimili í Reykjavík og svo rek ég ferðaskrifstofu sem heitir Iceland Con- gress. Við sérhæfum okkur í skipulagningu ráðstefnu- og hvataferða,“ segir hún. Sigrún er búin að starfa lengi í ferða- mannabransanum en segir það „alltaf gott að læra“. Þessi ánægði nemi bætir því svo við að námið hafi farið „langt fram úr væntingum.“ Sigrún hafði áður sótt nám- skeið hjá Endurmenntun og líkað vel. „Ég var í markaðs- og út- flutningsfræði sem tók heilan vetur. Mér finnst námið hjá End- urmenntun hafa verið vel skipu- lagt. Tíminn sem kennslan fer fram hentar þeim sem eru virkir í atvinnulífinu. Annað sem ég féll fyrir í þessu námi er að það gefur háskólaeiningar sem má tengja við hugvísindadeild. Ég er búin að vera í þýskunámi uppí háskóla og get þá tekið leiðsögunámið sem aukagrein til BA-náms.“ Hvað hefur helst komið á óvart í náminu? „Kannski það að þetta er meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir en að sama skapi finnst mér það jákvætt. Líka kemur mér í raun á óvart hvað maður veit lítið! Námið gengur út á að vera með helstu fræðimenn í hverri grein við kennslu. Það hefur tekist vel upp. Námið er skemmtilega sett fram í alla staði.“ Hún er ánægð með stemninguna í nem- endahópnum. „Hún er alveg einstök. Það myndaðist strax ótrúlega sterk liðsheild. Þarna eru bæði fjarnemar og staðnemar. Kjarninn, 20-25 manns, sem alltaf mætir í tíma er mjög samstilltur. Nemendurnir eru úr mismunandi áttum og aldurshóp- urinn er mjög breiður, en samt hefur fólk náð svona vel saman.“ Hún segir nemendahópinn jafn- framt hittast utan skóla og fara í ferðalög og gönguferðir saman. „Stjórnendur námsins hafa ver- ið einstaklega velviljaðir í garð nemenda. Við höfum verið dugleg að láta heyra í okkur og þeir hafa tekið því vel. Allir eru jákvæðir fyr- ir ábendingum og námið hefur að einhverju leyti verið að mótast í sameiningu, því þetta er nýtt nám.“ Sigrún Sigurðardóttir, 48 ára ferðamálafrumkvöðull Framar væntingum Samvinna Sigrún segir stjórnendur námsins hafa verið velviljaða og tekið ábendingum vel. ‘‘NÁMIÐ GENGURÚT Á AÐ VERAMEÐ HELSTUFRÆÐIMENN Í HVERRI GREIN VIÐ KENNSLU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.