Morgunblaðið - 15.03.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 15.03.2009, Síða 39
Umræðan 39BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Fágætt tækifæri að byggja á jaðarlóð í Kópavogi. Lóðin er í litlu hverfi sem er að verða fullbyggt við nýjan golfvöll gkg og með útsýni til suðvesturs. Samþykkt byggingarnefndarsett af glæsilegu arkitekta teiknuðu húsi. Verð 17,5 milljónir. Viljir þú nánari upplýsingar, sendu póst á bardur@valholl.is. Einstök útsýnislóð VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍMI 588-4477 Ferðaskrifstofa &?S@CMB;@C ?LÊ;G»F;MNI@O Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is LAUGARDAGINN 28. febr. sl. voru haldnir tónleikar í Kirkjuhvoli. Þar voru mættir barítonsöngvarinn Ágúst Ólafsson og píanóleikarinn Gerrit Schuil sem er jafnframt list- rænn stjórnandi tónleikaraðarinnar „Kammermúsík í Garðabæ“. Var boðið til sannkallaðrar tónleika- veislu með efnisskrá sem var að mínu mati afar listræn og fagmann- lega uppbyggð. Fyrir hlé voru flutt lög eftir Franz Schubert og nokkur rússnesk tónskáld, bæði þekkt og miður þekkt. Eftir hlé voru svo á „veisluborðinu“ tólf lög eftir Robert Schumann við ljóð eftir Justinus Kerner. Listamennirnir skiluðu sínu með glæsibrag og Ágúst söng af mikilli tilfinningu og innlifun. Tón- leikagestir sem ég átti tal við eftir tónleikana voru, leikir jafnt sem lærðir, á einu máli um að listamenn- irnir hefðu staðið sig frábærlega. Þriðjudaginn 3. mars birtist í Morgunblaðinu gagnrýni um tón- leikana, rituð af Ríkarði Erni Páls- syni, og er hún tilefni þessara skrifa. Fyrirsögnin á pistli gagnrýnandans var: „Ögn undir getu“. Gagnrýnandi Morgunblaðsins hnýtir í báða lista- mennina. Hann fullyrðir í umsögn sinni að tækniörður hafi víða spillt söng Ágústs og í leik Gerrits hafi borið á óstöðugleika og reikulu spili. Var það svo? Og er það hlutverk gagnrýnanda að nefna það sér- staklega að listamenn hafi ekki verið í toppformi eins og gert er í umsögn- inni? Kemur slík fullyrðing ein- hverjum að gagni? Á hún sér ein- hverja stoð? Er hugsanlegt að gagnrýnandi hafi sjálfur ekki verið í toppformi? Til að bæta gráu ofan á svart gaf gagnrýnandinn þessum glæsilegu tónleikum tvær stjörnur, en stjörnugjöf er því miður oft það eina sem vekur verulega athygli les- enda. Hann rómar að vísu viðfangs- efnin, svo og frágang tónleikaskrár, en hann saknar umfjöllunar um höf- unda og verk „auk þess sem prósa- þýðingar ljóða (þýðanda ógetið) fylltu varla einar sér skarð þýsku frumtextanna er telja verður flest- um ljóðasöngunnendum auðskilda.“ Sé það svo að þýskir frumtextar séu öllum ljóðasöngunnendum auð- skildir, til hvers þá að þýða? Ég hygg að prósaþýðingar hafi verið í efnisskrá fyrir þá sem ekki skilja þýsku eða rússnesku. Mér þótti meðferð Ágústs á þýsku ljóðunum lýtalaus og rússneska hans frábær þó svo að ég skilji ekki orð í málinu. Það er mikil list að syngja þannig að innihald ljóða komist til skila þó að tungumálið sé framandi. Ég naut söngsins og fannst ég skilja rúss- nesku. Píanóleikur Gerrits var eins og vænta mátti, stórkostlegur, bæði blæbrigðaríkur og fagur, ekki síður en söngurinn. Umræddir tónleikar voru hljóðrit- aðir af RÚV og verður þeim vonandi útvarpað sem fyrst. Þá geta tónlist- arunnendur sjálfir dæmt og þeir sem voru á tónleikum þeirra Ágústs og Gerrits notið þeirra á nýjan leik. Anton Bruckner, tónskáld og org- anisti, ritaði eitt sinn gagnrýnanda bréf eftir tónleika í Berlín: „Sehr geehrter Herr N.N. Ich sitze auf einem bestimmten Ort. Ihre Kritik habe ich vor mir. Bald habe ich sie hinter mir. Hochachtungsvoll Anton Bruckner.“ (Ég sit á ákveðnum stað. Gagnrýni yðar hef ég fyrir framan mig. Brátt hef ég hana mér að baki. Virðingarfyllst …) Gott hefði verið að geta afgreitt umsögn Ríkarðar Arnar Pálssonar með svo fáum orðum, en til þess skortir mig kunnáttu. SIGURÐUR BJÖRNSSON söngvari. „Ögn undir getu,“ Ríkarður Örn Frá Sigurði Björnssyni: @Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.