Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 45

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 45
Auðlesið efni 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Mikill eldur blossaði upp á þaki Síðumúla 34 í síðustu viku. Engan sakaði í elds-voðanum sem rekja má til þess að við-gerðar-menn voru að bræða dúk á þakið. Fimmta hæð hús-næðisins þurrkaðist svo gott sem út en þar var rúm-góð íbúð. Þá urðu tölu-verðar skemmdir af völdum vatns og reykjar á þriðju og fjórðu hæð. Veg-farendum var nokkur hætta búin vegna gas-kúta sem voru á þakinu. Þeir sprungu og kom einn þeirra fljúgandi ofan af þakinu. Eld-tungur stóðu á tíma-bili marga metra í loft upp enda elds-matur tölu-verður og gas-kútarnir sprungu einn af öðrum. Þrátt fyrir það gekk slökkvi-starf vel Eldsvoði í Síðumúla Morgunblaðið/Júlíus Ísland hafnaði í sjötta sæti Algarve-bikarsins í knatt-spyrnu kvenna eftir ósigur gegn Kína, 1:2, í Portú-gal. Heildar-niðurstaða mótsins var því óvæntur sigur á Norð-mönnum, 3:1, en síðan þrír ósigrar gegn liðum sem öll eru í hópi þeirra fremstu í heiminum í dag. Ljóst er að með þátt-töku í mótinu öðlaðist íslenska liðið dýr-mæta reynslu fyrir úrslita-keppni Evrópu-mótsins sem hefst í Finn-landi 23. ágúst. Ísland hafnaði í sjötta sæti Harpa Þorsteinsdóttir sendir boltann í mark Kínverja og jafnar, 1:1. Skot-árás var gerð á mið-viku-daginn í Albert- ville-mennta-skólanum þar sem um 1.000 nemendur stunda nám. Skólinn er í bænum Winnenden ná- lægt Stuttgart í suður-hluta Þýskalands. Sjónar-vottar segja frá skotum og öskrum á skóla- lóðinni. Einn nemendanna hélt að einhver væri að fífl- ast. Svo sá hann að aðrir nemendur hentu sér út um glugga skólans, þá tók hann líka til fótanna. Sautján ára piltur, Tim K., skaut að minnsta kosti 15 manns til bana. Flest fórnar-lambanna voru nem- endur í Albertville-iðn- skólanum en Tim var fyrr- verandi nemandi við skól- ann. Pilturinn réðst inn í tvær skóla-stofur og skaut af handa-hófi í kringum sig. Níu nemendur á aldr- inum 14 og 15 ára fundust látnir í skóla-stofunum auk þriggja kennara. Eftir árásina í skólanum flúði Tim fót-gangandi niður í mið-bæ Winnenden og skaut á tvo veg-farendur á námi í fyrra og hafði byrjað í starfs-þjálfun. Samkvæmt við-mæl- endum vef-síðu þýska ríkis- sjónvarpsins ZDF þótti Tim rólegur, eðlilegur og ekki árásar-gjarn. Hann hafi þó átt það til að vera merki- legur með sig. „Hann var góður í íþróttum. Svo góður að með-spilendur hans fengu stundum að kenna á því,“ segir gamall borð- tennis-þjálfari Tims í við-tali við ZDF. Faðir Tims var með-limur í skot-félagi og átti 16 lög- leg skot-vopn. Að sögn lög- reglunnar vantaði eitt vopn- anna við hús-rannsókn. leiðinni, annar þeirra lést en hinn særðist. Því næst stöðvaði pilturinn bíl og þvingaði bíl-stjórann til að aka sér áfram, hleypti svo bíl-stjóranum út úr bílnum og ók sjálfur. Tim stöðvaði bílinn í ná- grenni bíla-sölu þar sem hann skaut tvo menn til bana. Til skot-bardaga kom við lögregluna. Að sögn lög- reglunnar er talið að hann hafi síðan fyrir-farið sér með byssu sinni. Pilturinn hafði ekki vakið sérstaka eftir-tekt í skól- anum og hafði, að sögn nemenda skólans, ekki verið ein-fari. Hann lauk Skotárás í Þýskalandi Reuters Í kjölfar úrskurðar Héraðs-dóms Reykja-víkur um að synja Baugi Group um áfram-haldandi greiðslu-stöðvun tók stjórn Baugs Group þá ákvörðun að óska eftir því að félagið verði tekið til gjald-þrota-skipta. Beiðni um gjald-þrota-skipti tekur skamman tíma en skipti þrota-búsins gætu tekið nokkur ár. Við gjald-þrot Baugs færast öll réttindi og allar skyldur yfir í þrota-búið. Kristín Jóhannesdóttir, stjórnar-formaður Baugs, segir í yfir-lýsingu að niður-staða héraðs-dóms sé mikil von-brigði og að stjórn Baugs telji að félagið upp-fylli öll skilyrði fyrir áfram-haldandi greiðslu-stöðvun. Jóhannes Jónsson, stjórnar-maður í Baugi, sagðist í sam-tali við blaða-mann ekkert vilja tjá sig. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson. Baugur gjaldþrota Húsa-kynnum Íslensku tón-verka-mið-stöðvarinnar í Síðu-múla hefur verið lokað, eftir að eldur kom upp í húsinu. Trygginga-félag mið-stöðvarinnar lýsti hús-næðið ótryggt undir starf-semina. Sam-stundis voru nótur og önnur verð-mæti flutt á brott. Fyrst í stað verður gögnunum komið fyrir í raka- og hita-stýrðu geymslu-húsnæði og nótna-- safnið svo flutt í Þjóðar-bók-hlöðuna. Átta þúsund tón-verk voru í stór-hættu, helst vegna vatns-skemda. Betur fór en á horfðist og var það ekki síst að þakka slökkvi-liðs-mönnum sem breiddu plast yfir möppurnar. Fjöldi tón-verka í stór-hættu Kristinn Örn Jóhannesson var kosinn nýr for-maður Verslunar-manna-félags Reykja-víkur í raf-rænni alls-herjar-atkvæða-greiðslu meðal félags-manna VR. Sam-kvæmt upp-lýsingum Halldórs Grönvold, formanns kjör-stjórnar, hlaut Kristinn 2.651 at-kvæði eða 41,9%, Lúðvík Lúðvíksson hlaut 1.904 at-kvæði eða 30% og Gunnar Páll Pálsson hlaut 1.774 at-kvæði eða 28%. Auðir og ógildir seðlar voru 409. „Ég hef lagt áherslu á að efla það hlut-verk VR að standa vörð um hags-muni laun-þega. Félagið hefur staðið sig vel í öflun og miðlun upp-lýsinga til félags-manna, en ég hef gagn-rýnt markaðs-launa-stefnuna. Hún virkar í þenslu en ekki í kreppu,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson. Kristinn kosinn for- maður VR Kristinn Örn Jóhannesson Guðmundur Ágúst Ingvarsson, for-maður Hand-knatt-leiks-sam- bands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til for- seta Alþjóða hand- knattleiks-sambands- ins, IHF, sam-kvæmt öruggum heimildum Morgun-blaðsins. Gunnar Gunnarsson verður í fram-boði í kjöri gjald-kera IHF og Jóhann Ingi Gunnarsson gæti orðið nefndar- formaður. Guðmundur forseti IHF?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.