Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 56

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 56
SUNNUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 3 °C | Kaldast -3°C  Sunnan og SV 8-15 m/s en hvassara við suðurströndina. Él sunnan og vestan til, þurrt norðan til. » 10 SKOÐANIR» Staksteinar: Samkeppni í nýju andrúmi Forystugrein: Uppeldi án lífssoðana Pistill: Afneitun sjálfstæðismanna Ljósvaki: Hvað er leiðinlegt við það? Stutt við bakið á frumkvöðlum Búa til betri stjórnarmenn Vinnuviðtalinu rúllað upp Besti vinnustaður í heimi? Á fætur og ekkert múður! ATVINNA» TÍSKA» Keppt var í andlitsförðun á Rúbín. »51 Bandarískir rokk- arar tóku höndum saman við keníska benga-tónlist- armenn og úr varð Extra Golden. »50 TÓNLIST» Framtíðar- tónlist KVIKMYNDIR» Frumsýning fjórðu The Fast & Furious. »52 FÓLK » Komin með nóg af sjó- ræningjum. »53 Hver vill ekki smakka kleinuhringi sem vafðir eru beik- oni eða fá hlyn- sírópsbeikonsleikjó í eftirrétt? »49 Beikon og aftur beikon VEFSÍÐA VIKUNNAR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlátið skoðað aftur 2. Sló barn utan undir 3. Ný Idol-regla gagnrýnd 4. Óveður á Reykjanesbraut BESTU ljósmyndir síðasta árs voru verðlaunaðar af Blaðaljósmyndara- félagi Íslands við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni á laugardag. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum og hrepptu ljósmyndarar Morgunblaðsins sjö af þeim. Mynd ársins átti Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Morg- unblaðsins, en hún er af þeim Davíð Oddssyni seðlabankastjóra og Lár- usi Welding, forstjóra Glitnis. Mynd Kristins er úr verðlaunamyndaröð hans, Bankahrunið. Fréttamynd ársins átti Pjetur Sigurðsson, ljós- myndari á Fréttablaðinu, en sú mynd er af hinu fræga atriði sem kallað hefur verið „Gas, gas“, þegar lögregla beitti piparúða til að leysa upp mótmæli vörubílstjóra. Þjóðleg- ustu myndina átti G. Rúnar frá Morgunblaðinu sem hann tók þegar 30.000 manns tóku á móti hand- knattleikslandsliði Íslands eftir Ól- ympíuleikana. Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélagsins var opnuð í gær í Gerðasafni þar sem sjá má mikinn fjölda ljósmynda en sýningin stendur til 3. maí. | 20-21 Besta mynd ársins 2008 Ljósmyndarar Morgunblaðsins fengu sjö af tíu Morgunblaðið/Kristinn Mynd ársins Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Davíð Oddsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í Seðlabank- anum eftir að ríkið hafði ákveðið að kaupa 75% hlut í bankanum hinn 29. september 2008. Myndin er úr verðlauna- myndaröð Kristins Ingvarssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem kallast Bankahrunið. ELDRI hjón í Hafnarfirði ákváðu að fá sér nettengingu til að fylgj- ast nú með börnum og barnabörn- um í útlöndum og lesa blogg og fréttir á netinu. Þau leituðu til Símans sem bauð svo vel að þau gætu fengið sjónvarp um ADSL- tenginguna og það án þess að borga neitt aukalega. Reyndar fylgdi með prufuáskrift að ein- hverjum rásagrúa en þau kærðu sig kollótt um það, létu prufu- áskriftina renna út enda horfðu þau eiginlega bara á Sjónvarpið og Skjáinn. Daginn eftir að dótið var komið í samband klifraði gamli maðurinn upp á þak og tók niður loftnetið. Undu þau glöð við sitt um hríð, eða þar til Sjónvarpið ákvað upp á sitt eindæmi að leggja 600 kr. gjald á myndlykla allra þeirra sem horfa vilja á sjónvarp í gegnum ADSL og það þó að fólk sé ekki með neina aðra áskrift en að nettengingunni. Þegar þau leituðu skýringa á þessu fengu þau það svar að Sjón- varpið neyddist til að gera þetta þar sem Vodafone krefðist greiðslu fyrir sinn afruglara. Nú situr sá gamli og veltir því fyrir sér að setja upp loftnetið aft- ur og losna við Trójuhest Símans úr stofunni. arnim@mbl.is Auratal Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ New Line undirbýr nú framhald á þrívíddarævintýrinu Journey to the Center of the Earth sem byggt er á sögu Jules Verne um Leyndardóma Snæfellsjökuls. Myndin skartaði hinni ís- lensku Anitu Briem í einu af þremur aðalhlutverkunum. Tekjur af kvikmyndinni sem var frumsýnd í júlí í fyrra námu um 240 milljónum dala en kvikmyndin kostaði fjórum sinnum minna í framleiðslu. Þrátt fyrir þennan mikla hagnað beið kvikmyndaverið eftir uppgjöri að lok- inni DVD-sölu til að ákveða framhaldið og þegar sala á mynddiskinum fór fram úr björtustu vonum sáu stjórn- endur fyrirtækisins það í hendi sér að framhald myndi ábyggilega reynast gróðavænlegt. Ævintýra-suðupottur Leikstjórinn Eric Brevig hefur aftur verið ráðinn sem leikstjóri en hann mun nú hafa hönd í bagga við gerð handritsins sem verður líklega mesti höfuðverkurinn því Jules Verne var að sjálfsögðu ekki svo forsjáll að skrifa framhaldssögu um ferðina í iður jarðar. Ein þeirra hug- mynda sem handritshöfundarnir köstuðu á milli sín var að notast við goðsögnina um hina týndu borg Atlantis. Þegar upp komst að nokkur önnur „Atlantis-verkefni“ væru í undirbúningi auk þess sem viðbúið var að neð- ansjávartökur yrðu einkar kostnaðarsamar, var horfið frá þeirri hugmynd. Handritshugmyndin sem fyrirtækið er nú að þróa er að kasta nokkrum ævintýrasögum á borð við Ferðir Gúllivers (Gullivers Travels), Fjársjóðs- eyjuna (Treasure Island) og aðra sögu Verne, Dularfullu eyjuna (Mysterious Island) í einn pott og hræra svo öllu saman í eina æsispennandi þrívíddarkvikmynd. New Line reiknar með því að leikararnir Brendan Fraser og Josh Hutcherson leiki einnig í framhaldsmyndinni en engar sögur fara af því hvort persóna Anitu Briem verð- ur skrifuð inn í handritið. Meiri leyndardómur Ísland kemur væntanlega ekki við sögu í framhaldsmyndinni og óvíst með hlutverk Anitu Briem Örugg tekjulind Brendan Fraser, Josh Hutcherson og Anita Briem í Journey to the Center of the Earth. Skoðanir fólksins ’Vátryggingasvik eru ekki án fórn-arlamba. Heiðarlegir viðskipta-vinir tryggingafélaganna greiða fyrirvátryggingasvik annarra með iðgjöld-um sínum. Ljóst er að vátryggingasvik eiga stóran þátt í iðgjaldahækkunum og kunna að kosta hverja fjölskyldu á Íslandi tugi þúsunda á hverju einasta ári. Þess vegna er mikilvægt að stjórn- völd, lögregla, tryggingafélög, aðilar sem koma að vátryggingamálum og almenningur vinni saman að því að út- rýma vátryggingasvikum. » 36 ÓLAFUR LÚTHER EINARSSON ’En það er víst svo margt skrýtið íkýrhausnum í heiminum um þess-ar mundir. Hins vegar er það stað-reynd að sjálfstæðar fljótandi örmynt-ir geta dafnað í góðæri en ekki þegar kreppir að við skilyrði frjálsra fjár- magnsflutninga. » 37 ANDRÉS PÉTURSSON ’Ég vil einnig biðla til fjölmiðla áÍslandi um að vekja athygli á mál-inu og liðsinni þeirra almennt til aðkoma þessu á framfæri, því fáeinarbreskar raddir ná ekki að styðja þann fátæka minnihlutahóp sem breskir líf- eyrisþegar eru. » 38 MICHAEL THOMPSON ’Því er spáð, að rafbíllinn verðiallsráðandi innan nokkurra ára ogað vetnis- og tvinnbílar verði þar meðúreltar hugmyndir. Á Íslandi er aðsjálfsögðu til nóg af vistvænu raf- magni öfugt við það sem gerist víðast annars staðar. Kannski er rafmagn framleitt með vind- eða sólarorku bráðabirgðalausn, en endanlegt úr- ræði er tvímælalaust vistvæn sam- runakjarnorka » 38 REYNIR EYJÓLFSSSON ’Sé það svo að þýskir frumtextarséu öllum ljóðasöngunnendumauðskildir, til hvers þá að þýða? Éghygg að prósaþýðingar hafi verið í efn-isskrá fyrir þá sem ekki skilja þýsku eða rússnesku. » 39 SIGURÐUR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.