Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ENDA þótt enn séu 20 dagar í sumardaginn fyrsta er veturinn lið- inn samkvæmt skilgreiningu Veð- urstofu Íslands og Trausti Jónsson veðurfræðingur búinn að taka sam- an yfirlit yfir veturinn, eins og fram kom í blaðinu í gær. Samkvæmt upplýsingum Trausta telst veturinn vera mánuðirnir des- ember til mars, apríl og maí teljast til vorsins, júní, júlí, ágúst og sept- ember til sumarsins og október og nóvember til haustsins. Í flestum Evrópulöndum er mars talinn til vorsins, en það er ekki gert hér. Þessi skilgreining var tekin upp fljótlega eftir að Veðurstofa Ís- lands tók til starfa 1920. Nýliðinn vetur var hagstæður að flestu leyti. Meðalhitinn í Reykja- vík var 0,8 stig, sem er 0,9 stigum fyrir ofan meðaltal. Er þetta ní- unda árið í röð sem meðalhiti vetr- arins í Reykjavík er fyrir ofan með- altal. Trausti segir að af yfirlitinu megi glöggt sjá hversu gríðarlega hlýtt hefur verið nánast alveg frá og með apríl 2002 og febrúar það ár hafi verið eini verulega kaldi mánuður- inn á tímabilinu. Aðeins 11 mán- uðir af 84 síðustu hafa verið með hita undir með- allagi og aðeins þrisvar hefur hit- inn verið meira en eitt stig undir meðallagi (í september og október 2005 og í október 2008). Þá bendir Trausti á að hlýjasti ágúst (2003) og hlýjasti desember (2002) frá upphafi mælinga séu frá síðustu ár- um og einnig hlýjasta árið (2003). Hitamet ársins í Reykjavík hefur tvisvar verið slegið á tímabilinu, fyrst í ágúst 2004 og svo aftur í júlí 2008. Alhvítir dagar voru þremur fleiri í Reykjavík í vetur en að meðallagi áranna 1961-1990. Snjór varð aldrei mikill í höfuðborginni og snjómagn 12% undir meðallagi sama tímabils. Þetta er heldur minna en í fyrra. Hitinn yfir meðaltali níunda veturinn í röð Trausti Jónsson Veturinn er liðinn hjá Veðurstofunni TVÖ ný dægurlágmarksmet fyrir landið allt voru sett í vetur og er þá viðmiðunartíminn árin 1924 til 2008. Hið fyrra varð er lágmarkshiti í Svartárkoti í Bárðardal fór niður í -29,0 stig hinn 12. febrúar síðast- liðinn. Eldra metið fyrir þennan dag, mínus -27,5° stig, var sett við Mývatn 1998. Síðara lands- lágmarksmetið féll þegar hiti á Brúarjökli fór niður í -25,8 stig þann 28. mars. Eldra metið fyrir þennan dag, mínus 25,5 gráður, var sett í Möðrudal á Fjöllum árið 1995. Lágmarkið í Svartárkoti hinn 12. febrúar var vitaskuld einnig nýtt landsmet fyrir byggð, en dag- inn áður mældist lágmarkshiti í Svartárkoti -27,1°C. Mest frost 11. febrúar hafði áður orðið í Möðru- dal 1995 (-23,7°C). Byggðamet vetrarins urðu því einnig tvö. Met af þessu tagi falla að jafn- aði tvisvar til sex sinnum á ári í hverjum þriggja flokka (lands- lágmark, byggðalágmark, landshá- mark). Ekkert landsdægurhámark féll í vetur. Stöðvalágmörk féllu aðeins á þeim stöðvum sem starf- að hafa minna en þrjú ár. Mesta frost vetrarins var mínus 29 stig Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EKKI hefur enn verið tekin endan- leg ákvörðun um hvort Háskóli Ís- lands muni bjóða uppi á sumarönn við skólann. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mun í dag eða á allra næstu dögum, funda með Katrínu Jakobsdóttur menntamála- ráðherra með það fyrir augum að finna lausn á þeim vanda sem blasir við stórum hluta stúdenta vegna slæmra atvinnuhorfa í sumar. Stúdentar hafa þrýst á um að boð- ið verði upp á sumarönn við HÍ vegna alvarlegrar stöðu í atvinnu- málum landsins. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir stúdentaráð Há- skóla Íslands, dagana 9. til 23. mars, voru tæplega 13 þúsund háskóla- nemar, í öllum háskólum landsins, þá ekki komnir með vinnu fyrir sumarið og um 10 þúsund af þeim töldu ekki líklegt að þeir myndu fá vinnu. Staðan í efnahagsmálum, eftir hrun bankakerfisins í byrjun októ- ber í fyrra, hefur leitt til þess að fyr- irtæki sjá sér ekki fært að ráða sum- arstarfsmenn í eins miklum mæli og áður. Þá eru mörg byggingarfyrir- tæki, sem hafa ráðið til sín hundruð sumarstarfsmanna undanfarin ár, í miklum vanda vegna slæms rekstr- arumhverfis. Mótmælt á göngum Á annað hundrað stúdentar við Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, komu saman fyrir fund há- skólaráðs í aðalbyggingu skólans skömmu eftir hádegi í gær til að þrýsta á um að skólinn byði upp á lánshæft nám í sumar til að koma í veg fyrir að þúsundir stúdenta verði atvinnulausar í sumar. Það sem ekki síst gerir stöðuna alvarlega er að réttur stórs hluta stúdenta til at- vinnuleysisbóta er lítill. Margir sjá því fram á að í þrjá mánuði geti þeir hvorki verið í lánshæfu námi né fengið tekjur. Stúdentaráð Háskóla Íslands, þar sem Vaka er í meiri- hluta, hafði áður vakið athygli á vandanum og þrýst á um úrbætur. Hildur Björnsdóttir, formaður stúd- entaráðs, hafði meðal annars komið skilaboðum til rektors um að að- gerða væri þörf og það eins fljótt og kostur væri, eftir að niðurstöðurnar úr fyrrnefndri könnun lágu fyrir. Forsvarsmenn Sambands ís- lenskra framhaldsskólanema vinna nú að könnun á atvinnuhorfum nem- enda í framhaldsskólum. Talið er að þar sé staðan jafnvel enn verri en hjá háskólastúdentum, ekki síst í ljósi þess að nemendur í framhaldsskól- um eru tæplega 30 þúsund, þar af 22 í dagskóla. Í háskólum eru hins veg- ar alls um 18 þúsund manns. Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík gripu strax í kjölfar hruns bankanna til róttækra aðgerða í rekstri skólans, til þess að geta kom- ið til móts við nemendur skólans á sumarmánuðum. Skólinn hyggst bjóða upp á yfir 40 námskeið í láns- hæfu námi sem kennt er við skólann. Þarf meira fé Svigrúm Háskóla Íslands í þess- um efnum er minna. Forsvarsmenn skólans telja sig þurfa meira fé frá ríkinu eigi skólinn að geta boðið upp á nám fyrir stúdenta í sumar. Hafa um 10 til 40 milljónir verið nefndar í því samhengi, sem hugsanlegur kostnaður við sumarönn. Þó fer það allt eftir umfangi og útfærslu hver endanlegur kostnaður yrði. Enn óljóst með sumar- nám fyrir stúdentana Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Stúdentar efndu til setuverkfalls fyrir utan skrifstofu rektors Háskóla Íslands í gær og kröfðust úrræða. Fátt er um fína drætti fyrir þá úti á vinnumarkaðnum núna en fátt vilja stúdentar síður en sitja auðum höndum. Stúdentar þrýsta á um úrbætur enda er atvinnuleysi þúsunda fyrirséð Í HNOTSKURN »Könnunin sem stúdentaráðgerði þar sem spurt var um atvinnuhorfur náði til 3.500 stúdenta í öllum háskólum landsins. »Stúdentar hafa bent á aðkostnaðurinn við sumarönn geti aldrei orðið eins mikill og kostnaðurinn við atvinnuleysi þúsunda stúdenta. »Talið er að atvinnuhorfurfyrir framhaldsskólanema í landinu séu einnig alvarlegar. Um 30 þúsund eru nemar eru nú í framhaldsskólum landsins. LEIÐTOGAFUNDUR Atlantshafs- bandalagsins verður haldinn í dag og á morgun í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Hann verður haldinn beggja vegna landamæra Þýskalands og Frakklands (Strasbourg/ Kehl) til marks um vináttu og samstarf þessara tveggja stóru evrópsku grann- ríkja. Vegna mikilla anna á innan- landsvettvangi þarf Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra, að hverfa frá áformum um þátttöku í leiðtoga- fundinum, segir í fréttatilkynningu. Í hennar stað verður Össur Skarp- héðinsson, utanríkisráðherra, fulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Á fundinum verður m.a. fjallað um framtíðarhlutverk Atlantshafs- bandalagsins, samskipti þess við Rússland, aðgerðir bandalagsins í Afganistan og Kosovo og áframhald- andi aðlögun varnarviðbúnaðar að breyttri heimsmynd. Yfirlýsingar fundarins verða birtar www.nato.int. Össur sækir leið- togafund Össur Skarphéðinsson HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karl og konu, sem ákærð voru fyrir umboðssvik með því að nýta sér kerfisvillu í netbanka Glitnis. Þar hafði kaup- og sölugengi gjaldeyris víxlast og græddi karlmaðurinn rúmar 24 milljónir á því en konan tæpar 350 þúsund krónur. Málið kom upp í maí 2007 en þá voru þrír karlmenn og kona ákærð fyrir að nýta sér villuna. Fólkið afl- aði sér samtals um 30 milljóna með því að kaupa dollara fyrir evrur og selja dollarana strax fyrir evrur. Allt var fólkið sakfellt í Héraðs- dómi Norðurlands eystra árið 2007. Tveir karlmannanna áfrýjuðu dómn- um til Hæstaréttar, sem sýknaði þá. Í kjölfarið sóttu karlmaðurinn og konan, sem eftir voru, um endur- upptöku málsins og féll dómur í Hæstarétti í gær á sama hátt og í málum mannanna tveggja. Máttu nýta sér kerfisvillu FJÖLDI útgefinna grásleppuveiðileyfa hef- ur stóraukist frá síðasta ári. Alls hafa verið gefin út 119 leyfi með byrjunardag á bilinu frá 10. mars til og með 30. mars, en þau voru 76 á sama tíma í fyrra. Mest er aukningin hlutfallslega á Austfjörðum, rúmlega 100% en einnig er mikil aukning á Norðurlandi, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Um miðjan mánuðinn kom fram á vef Landssambands smábátasjómanna að veiðin hefði verið í lagi úti fyrir Norðurlandi, en hefði mátt vera betri á svæðinu frá Rauf- arhöfn til Vopnafjarðar. Aukin sókn í grásleppu Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 verðhrun mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.