Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 92. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ERLENDAR FRÉTTIR KLAPPAÐUR UPP AF FRÉTTAMÖNNUM «SPRENGJUHÖLLIN GÓÐ OG GAGNLEG FERÐ Í VESTURVEG LANGURLAUGARDAGUR Opið í dag frá kl 10 til 16. Kaffi og kleinur fyrir alla. Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is Allt að 80% afsláttur af völdum vörum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FJÁRLAGANEFND breska þings- ins gagnrýnir að hryðjuverkalögum hafi verið beitt gegn Landsbankan- um og Íslandi í kjölfar hruns bank- ans í október síðastliðnum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu, sem birt- ast mun opinberlega í dag. Hvetur nefndin breska fjármála- ráðuneytið til að fara yfir lögin og at- huga hvort rétt yrði að beita þeim undir svipuðum kringumstæðum í framtíðinni. Kallar nefndin eftir breytingu á lögum svo að yfirvöld hafi önnur úrræði en að beita hryðju- verkalögum í sambærilegum málum. Jók vantraust á Kaupþing Í skýrslunni er einnig fjallað um þær skýringar sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, gaf á þeirri ákvörðun sinni að beita hryðjuverka- lögum. Sagði hann hinn 8. október að íslensk stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að standa við skuldbindingar sínar í Bretlandi. Í samtali við nefndina vísaði Dar- ling, máli sínu til stuðnings, í samtal sem hann átti við Árna M. Mathie- sen, þáverandi fjármálaráðherra. Í skýrslunni segir að ekkert í samtal- inu renni stoðum undir fullyrðingar Darlings. Þvert á móti hafi Árni sagt að Ísland vildi reyna að mæta skuld- bindingum sínum í Bretlandi með tryggingasjóði innstæðueigenda. Hins vegar segir í skýrslu nefndar- innar að ekkert hafi komið fram sem beinlínis hreki þá trú Darlings að ís- lensk stjórnvöld myndu koma með mismunandi hætti fram við íslenska og breska innstæðueigendur. Orð og aðgerðir Darlings eru sögð hafa haft alvarleg neikvæð áhrif á traust markaðsaðila í garð Kaup- þings, sem á þessum tíma stóð eitt eftir af stóru íslensku bönkunum. Hins vegar hafi nefndin ekki séð nein gögn sem bendi til að Kaupþing hefði getað forðast gjaldþrot þótt Darling hefði ekki tjáð sig með áð- urnefndum hætti. Þá leggur nefndin til að bresk stjórnvöld komi líknarfélögum sem töpuðu á Icesave-reikningunum til bjargar en ekki sveitarfélögum. Of harkalegt að beita lögum um hryðjuverk Ráðherra Alistair Darling hafði ekki mikla trú á Íslendingum. Bresk þingnefnd segir gjaldþrot Kaupþings ekki rakið til orða Darlings AP  Gagnrýnir hryðjuverkalög | 18 VEIÐAR voru leyfðar í Vífils- staðavatni og ýmsum fleiri vötnum í nágrenni Reykjavíkur 1. apríl. Veiðimenn láta ekki sitt eftir liggja og í gær voru þeir mættir á bakann til að iðka áhugamálið, prófa listi- lega hnýtt ögn sín og liðka kast- höndina. Þeir eiga örugglega góðar minningar frá síðasta sumri, sem sló öll met í laxveiði. Urriðinn og bleikjan svikust á hinn bóginn undan merkjum og veittu veiðimönnum litla athygli. Veiðimenn kenna því um að þótt lofthitinn hafi verið með betra móti er vatnið enn kalt og fiskurinn því ekki með sprækasta móti. Það gild- ir því kannski svipað um vatna- urriðann og veiðimanninn, að báðir þurfi að koma sér í gírinn. Flugurnar byrjaðar að gára vatnið Morgunblaðið/Golli Mennskir vorboðar LESBÓK „Hvernig getur leynst óþokki í stál- heiðarlegum manni?“ spyr Kund- era í grein sem kemur út í nýrri bók í haust. Friðrik Rafnsson þýðandi veitir nasasjón af henni. Milan Kundera áttræður Á tímum Elfridu Andrée var konum bannað að leika á orgel í kirkjum. Tríó Nordica stóð fyrir frumupp- tökum á verkum þessarar bar- áttukonu, sem nú má fá á plötu. Konur hljóðar í kirkjunni Í SKÝRSLU bresku þingnefndarinnar eru núgildandi evrópskar reglur um rekstur fjármálafyrirtækja gagnrýndar. Er þar vísað til þess að vegna þess að Ísland sé í Evrópska efnahagssvæðinu hafi starfsleyfi, sem gefið sé út á Íslandi, gilt á svæðinu öllu. Þar með hafi íslensku bankarnir getað athafnað sig að vild í Bretlandi. Hins vegar sé skortur á samræmi í reglunum um hvaða eftirlitsstofnanir eigi að fylgjast með útibúum og dótturfyrirtækjum erlendra fjármálastofnana. Er sem dæmi nefnt að Singer and Friedlander, dótturfyrirtæki Kaupþings, hafi lotið eftirliti breskra yfirvalda og það hafi Heritable Bank, dótturfélag Landsbankans, sömuleiðis gert. Hins vegar hafi íslenska fjármálaeftirlitið átt að hafa eftirlit með starfsemi Icesave í Bretlandi. Kallar nefndin eftir endurskoðun á þessum reglum. Misjafnt eftirlit  „MYNDIRNAR eru allar úr fjör- unni,“ segir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við Kol- brúnu Bergþórs- dóttur, en Kári opnar ljósmynda- sýningu í Norræna húsinu á morg- un. Í viðtalinu fer Kári yfir lífið og tilveruna, fjallar um erfiðleikana, sem steðja að fyrirtækinu jafnt sem samfélaginu en segist bjartsýnn á framtíðina. „Þú sérð hvergi í heim- inum það samansafn af hæfi- leikafólki sem er hér.“ »28 Bjartsýnn á framtíðina  ÞRÍR menn, sem voru handteknir í Vestmannaeyjum vegna rútu- bruna, hafa játað að hafa átt aðild að íkveikjunni, að sögn lögregl- unnar í gærkvöldi. Mennirnir þrír hafa verið látnir lausir eftir að hafa viðurkennt að hafa kveikt í rútu fyrir utan báta- skýli Björgunarfélags Vest- mannaeyja með eldfimum vökva fyrr í vikunni. Þrír menn játuðu aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.