Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 42
✝ Helga BjörgÓlafsdóttir fædd- ist í Fróðhúsum í Borgarhreppi 18. maí 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 23. mars sl. Móðir hennar var Þóra D. Helgadóttir, f. 19. nóvember 1908, d. 21. desember 1983. Faðir Helgu var Ólafur Þ. Ólafsson, f. 6. febrúar 1900, d. 16. mars 1946. Systkini Helgu eru Ólafur Ingvi, f. 1938, kvæntur Ellu Dóru Ólafs- dóttur, f. 1944, Bára, f. 1941, sam- býlismaður Kristinn Jónsson, f. 1937, óskírður drengur, f. 1944, d. í febrúar 1945, og Ólöf Þóra, f. 1946, maður Sigurður Blomsterberg, f. 1944. Helga ólst upp í Borgarnesi og gekk þar í skóla sem og á Hlö- ðutúnsholti. Unglingsárunum, fram að 15 ára aldri, varði Helga í Mun- aðarnesi. Helga var kaupakona eitt sumar á bænum Haugum í Stafholt- stungum og var vinnukona í Norð- tungu í Þverárhlíð veturinn 1951- 1952. 1959. Börn þeirra eru Helgi, f. 13. desember 1976, dóttir hans er Tara Björk, f. 16. febrúar 2006, Þorgeir Elvar, f. 5. júní 1981, dótt- ir hans er Bjartey Líf, f. 8. apríl 2003, Ólafur Björgvin, f. 15. maí 1982, sambýliskona Björk Júlíana Jóelsdóttir, f. 25. febrúar 1982, sonur þeirra er Ármann Hugi, f. 7. maí 2001, Sjöfn, f. 20. október 1987, sambýlismaður Ívar Erlends- son, f. 15. september 1986, sonur þeirra er Björgvin Þór, f. 1. apríl 2008, Máni, f. 29. október 1997, og Húni, f. 6. febrúar 1999. 4) Gretar, f. 13. apríl 1963, kvæntur Sigrúnu Örnu Hafsteinsdóttur, f. 21. maí 1966. Synir þeirra eru Hafsteinn Helgi, f. 25. mars 1991, Guðbjartur Geiri, f. 25. mars 1991, og Róbert, f. 11. mars 1996. 18. júlí árið 2000 hættu Helga og Þorgeir búskap og fluttu í Borg- arnes þar sem þau hafa búið síðan. Helga var alla sína tíð mikil hann- yrðakona, prjónaði og saumaði og hafði líka mikla unun af blóma- rækt og hvers konar garðrækt. Útför Helgu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 4. apríl, kl. 14. Sumardaginn fyrsta 1952; hinn 19. apríl, kom Helga að Kvíum í Þverárhlíð. Hún giftist Þorgeiri Ólafssyni, f. 18. júlí 1928, 25. maí 1957 og það vor hófu þau bú- skap á Kvíum, en þar er Þorgeir fæddur og uppalinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir, f. 20. maí 1892, d. 24. desember 1988, og Ólafur Egg- ertsson, f. 28. nóv- ember 1888, d. 3. mars 1981. Börn Helgu og Þorgeirs eru: 1) Ólafur, f. 1. september 1955, kvæntur Auði Ástu Þorsteinsdóttur, f. 26. júlí 1973, synir þeirra eru Þorgeir, f. 4. október 1997, og Ísólfur, f. 1. apríl 2000. Dóttir Ólafs og Ingibjargar Sigurðardóttur er Helga Sjöfn, f. 31. ágúst 1985. 2) Sigrún Björg, f. 4. febrúar 1957, maki Birna Gunn- arsdóttir, f. 3. febrúar 1955, sonur hennar er Gunnar Breki Guð- jónsson, f. 8. nóvember 1989. 3) Þóra, f. 24. desember 1960, gift Hilmari Sigurðssyni, f. 20. júlí Með söknuði og ríku þakklæti kveð ég einstaklega ljúfa og góð konu sem reyndist mér alltaf svo vel og þakka ég þá dýrmætu gjöf að hafa fengið að kynnast þér, elsku Helga mín. Hvíl þú í friði, mín kæra tengdamóðir, þín minning lifir í hjarta mér. Elsku Geiri minn, þess bið ég að góður guð gefi þér og fjölskyldu þinni styrk á erfiðum stundum. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kveðja, Auður Ásta og fjölskylda. Hún elsku tengdamóðir mín er látin. Ég sit á síðkvöldi og ylja mér við minningar um yndislega tengda- móður. Hvort sem það var að prjóna eða sauma á fjölskyldumeðlimi eða aðra, eða að útbúa kræsingar sem sómdu sér vel á hvaða stórveislu- borði sem var, ekkert var henni of- viða. Alltaf var gott að leita til Helgu og ef mig vantaði ráð við hinu og þessu kom hún upp í hugann. Hvort sem um var að ræða uppskrift að kæfu eða berjasultu eða hverju sem er, aldrei kom maður að tómum kof- unum. Ég hringdi í hana rétt fyrir mörg jól, til að fullvissa mig um að ég myndi nú elda rjúpurnar ná- kvæmlega eins og hún gerði. Helga sat aldrei auðum höndum, var ein af þessum konum sem alltaf hafa mörg járn í eldinum. Var kannski að prjóna eina peysu inni í herbergi, aðra inni í stofu og trúlega eitthvert annað verkefni í gangi á enn einum stað í húsinu. Í fjölskyldu okkar hefur það lengi verið til siðs að Helga amma komi með bangsatertu í veislur og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða eins árs afmæli eða fermingarveislu. Nokkrum dögum fyrir veislur hringdu bræðurnir í ömmu og báðu hana að baka handa sér tertu og alltaf var það sjálfsagt. Síðustu bangsatertuna bakaði Helga fyrir 13 ára afmæli Róberts sem var 11. mars síðastliðinn. Það er ómögulegt að telja þann fatnað sem hún prjón- aði og saumaði á syni okkar Gretars, þvílíkt er magnið. Nú síðast í febr- úarmánuði prjónaði Helga lopa- peysu og húfu á Róbert, hann hafði hringt í hana og sagt henni að sig langaði í lopapeysu fyrir skólaferð sem var á döfinni, það var að sjálf- sögðu auðsótt mál og fljótgert. Það eru fjölmargar fleiri minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Helgu tengdamóður minnar, ynd- islegrar konu með fallegt hjartalag, sem ég hef verið svo lánsöm að þekkja í tæp 29 ár; þessar minn- ingar lifa áfram. Sigrún Arna. Elsku amma okkar á Böðvó. Það er mjög skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. En samt ert þú það, því alls staðar er eitthvað sem minnir á þig. Eins og hlýir sokkar sem þú prjónaðir, fallegar hestamyndir sem þú saum- aðir, og uppáhalds spýtuhestarnir sem þú bjóst til fyrir okkur og við höfum leikið okkur svo mikið með, og minn- ingarnar um allar góðu kökurnar sem þú bakaðir. Alltaf í öllum afmælum okkar komst þú með stóra og fallega bangsaköku í öllum regnbogans lit- um, hún var best. Við þökkum þér líka fyrir þitt hlýja faðmlag sem þú gafst okkur í hvert sinn sem við hittum þig og afa. Þið voruð alltaf saman, og hjá ykkur var gott að vera og við bræðurnir alltaf velkomnir til ykkar á Böðvó. Góður Guð geymi þig, elsku amma okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínir, Þorgeir og Ísólfur Ólafssynir. Amma var mjög góð kona. Hún var alltaf tilbúin að gera eitthvað fyrir mann ef maður bað hana um það. Þegar amma og afi komu til Reykjavíkur komu þau alltaf til okk- ar. Bangsinn sem amma og afi gáfu mér þegar ég fæddist situr enn í dag á hillunni fyrir ofan rúmið mitt. Eitt af því sem amma var mjög góð í að gera var að gera bangsakökur en hún kom alltaf með bangsakökur í afmæli eða veislur. Ég sakna ömmu mjög mikið og mun alltaf gera það. Róbert Gretarsson. Elsku amma, ég vil bara ekki trúa þessu að þú sért líka farin frá mér, en svona er víst lífið. Ég veit að þið ömmurnar mínar eruð saman á ný og örugglega að bralla eitthvað snið- ugt saman. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, alltaf varstu eitt- hvað að stússast í eldhúsinu eða saumaherberginu. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mann. Ég man eftir því þegar ég var svona átta ára að við fórum í berjamó og ég vildi endilega fara á inniskónum, mikið reyndirðu að fá mig ofan af því en ég tók ekki annað í mál. Svo alltaf þeg- ar ég minntist á þetta við þig fannst þér það alltaf jafnfyndið. En nú er víst kominn tími til að kveðja og geri ég það með miklum trega og sorg. En margar góðar minningar á ég um þig elsku amma mín. Ég bið guð að gefa afa og börnunum þínum styrk til að takast á við þennan mikla missi. Ég mun ávallt elska þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Helga Sjöfn. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig best væri að minnast Helgu stóru systur minnar. Við misstum föður okkar þegar Helga var tíu ára, Óli átta ára, ég fimm og Ólöf ný- fædd. Þá bjuggum við í Borgarnesi. Mamma fór svo með okkur upp í Munaðarnes sem ráðskona hjá Magnúsi. Svo liðu árin. Þegar Helga var fimmtán ára fór að koma strákur úr Þverárhlíðinni á gulum jeppa. Ekki leið á löngu þar til hún var sest að í Kvíum þar sem hún bjó lengst af ævi sinni. Þegar þau brugðu búi fluttu þau í Borg- arnes. Það var alltaf yndislegt að koma í Kvíar. Helga var sérstaklega myndarleg húsmóðir. Bakaði mikið og gott. Helga var líka mikil handa- vinnukona, alltaf að prjóna á börnin og barnabörnin sín. Helga systir var mikið fyrir blóm. Á vorin vaknaði áhuginn fyrir blómarækinni og það mátti sjá á garðinum hennar í kvíum og Böðvarsgötunni. Seinni árin eftir að við Kristinn fórum að byggja sumarbústað í Munaðarnesi áttum við margar ánægjustundir með Helgu og Geira við spilamennsku og spjall, og kom maður alltaf við í Borgarnesi hjá þeim þegar við fórum í bústaðinn okkar. Við Kristinn biðjum góðan guð að varðveita minningu hennar og vott- um fjölskyldunni samúð. Bára systir. Hún Helga systir er dáin, erfitt var að trúa því, hún sem talaði við mig kvöldinu áður og var svo hress og kát. Helga var ekki nema 15 ára þegar hún kynntist honum Geira sínum og saman hafa þau verið síðan þá, í orðsins fyllstu merkingu. Ég gleymi aldrei því kvöldi þegar ég kom fyrst að Kvíum til þeirra, þá var ég 5 eða 6 ára. Þetta var að vetri til, allavega var myrkur man ég og það merkilega að mér fannst, var að hægt var að kveikja ljós á peru. Það var ekki hægt heima hjá mér í Mun- aðarnesi, við vorum þá bara með ol- íulampa. Ég var svo hjá þeim öll sumur frá 9 ára aldri og fram að fermingu. Ég passaði krakkana þeirra og fleira skemmtileg. Mér fannst alltaf gaman að vera hjá Helgu og Geira í Kvíum. Eftir að við fjöldskyldan byggðum okkur sumarbústaðinn var alltaf komið við hjá Helgu og Geira í Kví- um, það kom bara ekkert annað til greina. Í ófá skipti fórum við svo nestuð þaðan með heimabakað brauð og kleinur í poka. Hún systir mín var alveg sérstaklega lagin í höndum, sama hvaða handavinna það var, hún saumaði, prjónaði og föndraði, bara hvað sem henni datt í hug. Blessuð sé minning hennar. Elsku Geiri, Óli, Sigrún, Þóra, Gret- ar og fjölskyldur, guð veri með ykk- ur. Ólöf Þóra. Hún Helga í Kvíum er dáin. Mig langar að minnast móðursystur minnar í nokkrum orðum en hjá henni lærði ég svo margt þegar ég var í sveit í Kvíum hjá Helgu og Geira. Þar dvaldi ég í nokkur sumur við sveita- og heimilisstörf. Þar lærði ég að baka vöfflur, taka til og þrífa, vinna í heyskap og reka kýrn- ar. Það var lærdómsríkt að dvelja í sveitinni og kynnast sveitasælunni. Og alltaf var komið við í Kvíum þegar við fórum í bústaðinn okkar í Borgarfirðinum. Helga tók alltaf jafnvel á móti okkur og það var allt- af eitthvað gott með kaffinu hjá henni, heimabakað brauð og ljúf- fengt bakkelsi. Það var ekki komið að tómum kofanum á þeim bæ. Það var oft margt um manninn í Kvíum og ekki munaði Helgu um að hafa fjölda manns í mat og kjötsúp- an á réttardaginn mettaði margan hungraðan leitarmanninn. Helga var mikil blómakona og ræktaði garðinn sinn með miklum myndarbrag. Hún var líka einstak- lega handlagin og dugleg að sauma og prjóna. Hún var alltaf að búa eitt- hvað til og skreyta í kringum sig. Eftir hana liggja mörg barnadress, lopapeysur og margt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún Helga var alveg einstök kona, alveg eins og amma Þóra. Hún líktist henni meir og meir með aldr- inum og nú hafa þær hist mæðg- urnar og hafa örugglega um nóg að tala. Ég votta ættingjum og aðstand- endum samúð mina. Elsku Helga, hvíl í friði. Eygló R. Sigurðardóttir. Mig langar að minnast í örfáum orðum elskulegrar móðursystur minnar, Helgu Bjargar Ólafsdóttur. Ég á svo margar góðar minningar um Helgu frænku mína í Kvíum, enda kom ég svo oft að Kvíum þegar ég var krakki. Helga var mikil bóndakona, og ég man svo vel eftir endalausum kræs- ingum þegar maður kom í heimsókn, þvílíkt flott hlaðborð af nýbökuðu góðgæti og köld beljumjólk með úr stórri hvítri fötu beint úr beljunni, ég man hvað mér fannst þetta alltaf merkilegt, borgarbarninu sjálfu. Helga var óhemju mikil handa- vinnukona eins og amma var og þær systurnar allar, saumaði og prjónaði og á ég margt fallegt eftir hana. Hún saumaði flíkur á færibandi, skutlaði þessu undir vélina og það var ekki ein eða tvær flíkur, þær voru margar. Jólakjóllinn sem hún saumaði á Ólöfu mína og gaf henni í jólagjöf er í miklu uppáhaldi hjá mér, einstak- lega fallegur kjóll úr jólaefni sem ég mun alltaf geyma, hann verður ætt- argripur. Prjónaðar peysur og sokk- ar og húfur og fleira sem er mér ákaflega dýrmætt og ég mun varð- veita um ókomna tíð. Síðustu ár ferðaðist Helga mikið með honum Geira sínum á skemmti- lega húsbílnum þeirra og er mér einstaklega minnisstætt þegar ég hitti þau á Holtamýrargleðinni fyrir einu og hálfu ári, þá hafði ég ekki hitt þau lengi sökum búsetu erlend- is, og hvað mér fannst gaman að hitta þau Helgu og Geira og þau voru að sýna mér nýja húsbílinn sinn og voru svo ánægð með hann að þau ljómuðu. Það er synd að þau skuli ekki fá að ferðast meira saman, en Helga kvaddi mjög skjótt þennan heim, svo maður var alls ekki viðbúinn því, og mikið áfall fyrir alla fjölskylduna og sérstaklega Geira. Helga og Geiri voru afskaplega samrýnd hjón og ég bið guð að styrkja hann á þessari erfiðu stundu, en ég veit að hann á ynd- isleg börn, tengdabörn og barna- börn sem munu hjálpa honum í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku Geiri, Óli, Sigrún, Þóra, Gretar og tengdabörn og barna- börn, mamma, Bára og Óli og aðrir ættingjar, guð veri með ykkur á þessari erfiðu stundu. Mig tekur sárt að geta ekki fylgt elsku Helgu minni til grafar en verð með ykkur í huganum og sendi henni mína hinstu kveðju í hugan- um. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku frænka, hvíldu í friði. Þóra S. Blomsterberg, Danmörku. Okkur Helgu hefur rekið að Kví- um um svipað leyti, hún sem kær- astan hans Geira frænda, ég sem strákurinn hans Ossa sem var tölu- vert alinn upp hjá Siggu frænku, móðursystur sinni á Kvíum. Mér þótti Helga langflottust og ekki sak- aði að hún og móðir mín gengu á sama grautarskóla svo í eldhúsi hennar snæddi ég sama matinn og hjá mömmu, en eins og allir vita er maturinn hennar mömmu besti mat- ur í heimi þegar öllu er á botninn hvolft. Í fyllingu tímans þótti rétt að strákurinn spreytti sig í sveitinni og þó hann yrði aldrei mikill sveitamað- ur, bundust þar bönd sem aldrei rofnuðu. Fyrstu gúmmískórnir, út- söluúlpan sem Helga sagði að væri allt of fín í fjósið og varð spari, þeg- ar tuddinn var drepinn, jarða and- vana fæddan kálfinn, tvær pulsur á Ferstiklu, skreppitúrar á bæi og Borgarnes, Imba á Grjóti og allar hinar kerlingarnar og karlarnir, ilm- urinn úr töðunni, allri lykt betri. Og maturinn hennar Helgu, hjóna- bandssælan, dillandi hláturinn, kitl- ur Geira og smástríðnin sem á þeim bæ var listform allra kynslóða. Seinna var svo farið í leitir á haust- in, ógleymanlegar reynslustundir sem oft er leitað til. Þarna myndaðist vinátta ofan á skyldleika sem aldrei bar skugga á. Þegar Helga og Geiri fluttu í Borg- arnes tognaði merkilegt nokk á vin- áttuböndunum en á meðan þau bjuggu á Kvíum þótti sjálfsagt að koma í helgarheimsókn með alla fjölskylduna og leggjast upp á þau af fullkomnu tillitsleysi við þá fyr- irhöfn sem slík heimsókn hafði í för með sér, eins og þar væri rekin bændagisting með fríu fæði, hús- næði og þjónustu. En aldrei upplifði maður neitt annað en gestrisni og væntumþykju og verður það seint fullþakkað. Þegar dætur mínar misstu ömmu sína og þóttu fullung- ar til að takast á við þá sorg, augliti til auglitis, var Helga beðin fyrir þær og var því ljúflega tekið. Eftir það var ævinlega belja í fjósi Helgu og Geira sem bar nafn dóttur minn- ar, stundum allra þriggja í senn. Nú er komið að leiðarlokum hjá henni Helgu minni sem stundum var mér sem önnur móðir og viljum við Hrafnhildur og dæturnar senda þeim sem eftir lifa, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Megi það aldrei fyrnast. Sigurður E. Rósarsson. Helga Björg Ólafsdóttir 42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Nú er guð að passa þig amma, ég á eftir að sakna þín mikið. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og afa, þú varst alltaf með smá- kaffiboð handa okkur. Þín Bjartey Líf Þorgeirsdóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.