Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Jón Þórisson, arkitekt og tengiliður Evu Joly á Íslandi, fær greiddar um 480 þúsund krónur í verktaka- greiðslur næstu tólf mánuði vegna starfa fyrir hana. Auk þess mun hann fá 1,3 milljónir króna til að koma upp og reka skrifstofu í hennar nafni. Að sögn Jóns munu heildar- greiðslur vegna starfa hans nema um 6,7 milljónum króna á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er áætlað að heildargjöld vegna verkefna á veg- um Evu Joly geti kostað um 67 millj- ónir króna á ársgrundvelli. Innifalið í þeirri upphæð eru laun hennar (um 1,3 milljónir króna á mánuði), greiðslur til sérfræðinga sem hún og sérstakur saksóknari koma sér sam- an um að geti gagnast við rannsókn á bankahruninu og greiðslur til Jóns sem tengiliðs Joly. Samningur Joly gerir ráð fyrir því að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Sérfræðingur þegar kominn Í svari ráðuneytisins við fyrir- spurn Morgunblaðsins um málið kemur fram að Jón muni meðal ann- ars „þýða nauðsynleg skjöl og afla trúnaðarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfæri við Evu Joly“. Jón sá um komu Joly til lands- ins og kom meðal annars á fundum hennar og helstu ráðamanna. Hann segir að í kjölfarið hafi hún óskað eft- ir að ráða hann sem aðstoðarmann og því boði hafi hann tekið. „Ég mun sjá um þýðingar fyrir hana á ýmiss konar skjölum, tengsl við fólk, viðtöl við blaðamenn og ýmislegt annað. Hennar starfslið verður fyrst og fremst hjá sérstökum saksóknara, en engu að síður er fyrirhugað að hún verði með skrifstofu hérna.“ Jón segir ekki rétt að hann muni sjá um öflun trúnaðarupplýsinga. „Trúnað- arupplýsingar hljóta að koma í gegn- um sérstakan saksóknara enda hef ég enga heimild til að afla þeirra. En reynslan hefur verið sú, til dæmis í ELF-rannsókninni [innsk. blaðam. sem Eva Joly stjórnaði] í Frakk- landi, að mikilvægar upplýsingar koma frá einstaklingum sem tengj- ast málum. Það er fólk sem vill ekk- ert endilega bera vitni hjá sérstök- um saksóknara heldur vill koma upplýsingum á framfæri.“ Einn sér- fræðingur, franskur endurskoðandi, hefur þegar komið hingað til lands eftir ráðgjöf frá Joly. Hann dvaldi á Íslandi í tíu daga við að yfirfara gögn og er að sögn Jóns nú að undirbúa skýrslu um niðurstöðu sína. Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir  Franskur endurskoðandi kom til landsins á vegum Joly Morgunblaðið/Ómar Skrifað undir Eva Joly og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.                                    GUNNAR Þ. Andersen var í gær ráðinn for- stjóri Fjármála- eftirlitsins. Hann var valinn úr hópi 19 umsækj- enda. „Þetta er mik- ill heiður og mér er sýnt mikið traust en þetta er jafnframt mikil áskorun og það verður mikil vinna framundan,“ segir Gunnar. „Stofnunin hefur verið mikið í umræðunni og starf- semin mikið breyst í kjölfarið, úr því að vera í fyrirbyggjandi starf- semi og eftirliti í úrvinnslu og rann- sóknir.“ Hann segist hlakka til að takast á við hin fjölmörgu verkefni sem tak- ast þurfi á við. „Markmiðið er að taka til, endurreisa fjármálakerfið og endurheimta traust erlendis.“ Víðtæk reynsla Gunnar hefur starfað hjá Trygg- ingastofnun ríkisins frá 2006. Hann starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1991 til 2003, síðast sem fram- kvæmdastjóri alþjóða- og fjár- málasviðs. Um tíma stýrði hann meðal annars hópi sem fékkst við útlánavandamál bankans. Þar áður var hann meðal annars fjárfesting- arfulltrúi í fjárreiðudeild Samein- uðu þjóðanna í New York. Gunnar er með MBA-gráðu frá University of Minnesota og við- skiptafræðipróf frá Háskóla Ís- lands. gretar@mbl.is Gunnar Þ. Andersen „Mark- miðið er að taka til“ SKULDIR Stoða/FL Group eru metnar rúmlega 200 milljörðum króna hærri en eignir félagsins. Því er eigið fé félagsins neikvætt sem þeirri upphæð nemur. Skuldirnar eru áætl- aðar um 287 milljarðar króna en eign- irnar eru taldar nema 25 til 30 pró- sentum af þeirri upphæð. Samkvæmt drögum að endurskipulagningu á fé- laginu er gert ráð fyrir því að allt nú- verandi hlutafé verði afskrifað og að kröfuhafar félagsins eignist það að fullu. Þeir kröfuhafar sem áttu tryggð veð í eignum Stoða/FL Group munu einnig breyta kröfum sínum í annars vegar forgangshlutafé í félaginu og hins vegar í veðtryggt skuldabréf. Meðal kröfuhafa sem falla í þennan flokk eru Nýi Kaupþing, Nýi Lands- bankinn og skilanefnd Kaupþings. Í forgangshlutafé felst að þeir sem eiga slíkt njóta forgangs til arðgreiðslna fram yfir almenna hluthafa. Allir kröfuhafar fá eina milljón Þá hafa Stoðir/FL Group óskað eft- ir heimild Héraðsdóms um að leita nauðasamninga við kröfuhafa. Í frum- varpi þess efnis er lagt til að allir kröfuhafar, tryggðir sem ótryggðir, fái allt að eina milljón króna greidda. Þeir ótryggðu kröfuhafar sem eiga hærri kröfu en eina milljón króna fá fimm prósent af eftirstöðvum krafna sinna greidd með almennu hlutafé. Slíkir kröfuhafar munu því tapa 95 prósentum af kröfum sínum að frá- dreginni einni milljón króna. thordur@mbl.is Kröfuhafar tapa  Eigið fé Stoða/FL Group er neikvætt um rúmlega 200 milljarða króna ● ATVINNULEYSI í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira síðan árið 1983. Mælist at- vinnuleysi í landinu nú 8,5%, en alls bættust 663.000 manns á atvinnu- leysisskrá í mars- mánuði. Ekki nóg með að atvinnulausum fjölgi heldur hefur með- alfjöldi vinnustunda í hverri viku minnkað og hafa vinnustundir með- alvinnuvikunnar ekki verið færri frá því að mælingar hófust. Teljast vinnustund- irnar nú 33,2 í viku hverri. Frá því að niðursveiflan hófst í des- ember 2007 hefur störfum fækkað um 5,1 milljón. Um 66% fækkunarinnar urðu á síðustu fimm mánuðum. Í frétt AP-fréttastofunnar er vitnað í hagfræð- inginn Mark Zandi hjá matsfyrirtækinu Moody’s, en hann segir að allt útlit sé fyrir að aprílmánuður verði eins slæm- ur og mars. bjarni@mbl.is Atvinnulausum fjölgar Vinna Atvinnuleysi mælist nú 8,5% ● OMXI6 Úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,99% í viðskiptum gærdagsins og stendur nú í 634,29 stigum. Gengi bréfa Færeyjabanka lækkaði um 5,88% og Össurar um 0,66%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Icelandair um 28,57% og Bakkavarar um 10,64%. Rétt er að taka fram að velta í viðskiptunum var afar lítil, en heildarvelta með hlutabréf nam ein- ungis 44,3 milljónum króna. bjarni@mbl.is Lækkun í kauphöll ÞETTA HELST… FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 45 71 3 04 /0 8 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 verðhrun mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.