Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 45
Minningar 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 ✝ Ingimundur Páls-son fæddist á Svínadal í Keldu- hverfi 2. desember 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 24. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Páls Jónssonar og konu hans Þor- bjargar Hallgríms- dóttur. Börn hjónanna Páls og Þorbjargar voru tíu: Jón, f. 1900, Guðrún, f. 1902, Þórarinn, f. 1903, Krist- ján, f. 1905, Árdís, f. 1907, Jónína Kristjana, f. 1908, Kristín Þor- björg, f. 1911, og yngst voru þrí- burarnir Helga, Þorbjörg og Ingi- mundur, f. 1915. Ingimundur er sá síðasti af systkinahópnum til þess að kveðja þetta jarðlíf. Móðir Ingimundar lést nokkrum dögum eftir fæðingu þríburanna. Af þeim sökum voru yngri börnin tekin í fóstur á önnur heimili. Fjögur elstu börnin voru þó eftir hjá föður sínum til frambúðar. Ingimundur fór í fóstur til Þor- bjargar Sigurðardóttur og Guð- mundar Ingimundarsonar í Garði í Núpasveit. Reyndust þau Ingi- mundi sem bestu for- eldrar. Þeirra dóttir var Guðrún. Í Garði í Núpa- sveit óx Ingimundur upp á góðu virðing- arheimili við hefð- bundin störf og kjör síns tíma. Búskap- urinn átti snemma hug hans allan, sem varð enda hans lífs- starf. Ingimundur bjó í Garði til ársins 1937, er hann rúm- lega tvítugur fluttist ásamt fósturforeldrum sínum í Presthóla. Þar bjó Guðmundur fósturfaðir hans félagsbúi við Þor- grím Ármannsson og konu hans Guðrúnu, uppeldissystur Ingi- mundar. Ingimundur var þar fjár- maður fyrir Þorgrím og myndaði smátt og smátt eigin bústofn. Í Presthólum bjó Ingimundur til ársins 1963, er hann hóf sjálf- stæðan búskap á Katastöðum í Núpasveit sem varð hans heimili upp frá því. Ingimundur var góður bóndi, natinn við sínar kindur og mikill ræktunarmaður í sér. Ingimundur verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju í dag, 4. apríl, kl. 14. Ég kynntist Ingimundi í kringum árið 2000 og ég ræddi stöku sinnum við hann í síma, en Þorbjörg amma mín og þríburasystir hans sem þá dvaldi á Hrafnistu hafði ávallt mik- inn áhuga á að fregna af bróður sín- um, en hún átti erfitt með að tala í síma síðustu árin. Ég hafði gaman af því að spjalla við Ingimund um sveit- ina hans og sauðfjárræktina. Það var ekki fyrr en sumarið 2007 sem ég heimsótti Ingimund og tók hann vel á móti mér. Hann var glettinn og hafði frá mörgu að segja. Ingimundur fór ekki víða á sinni löngu ævi og kom aðeins einu sinni til Reykjavíkur eða sumarið 1978 þegar hann var á leið á landbúnaðarsýningu á Selfossi. Ingimundur var lengi refaskytta í sinni sveit og náði mikilli færni á því sviði. Á árum áður stundaði hann einnig rjúpnaveiði. Eftirfarandi texti er eftir Ingimund og birtist í Árbók Þingeyinga árið 1963: „Rjúpnaveiði í nóvember 1945: 14 dagar, fékk 660 rjúpur, hlóð sjálfur skot að kveldi og fór með 35 skot á dag, veiði 27-75 rjúpur á dag, með- altal 45-50 á dag, 2-3 klst. Gekk hvora leið til heiða á rjúpnasvæði.“ Í þá daga voru rjúpur útflutnings- vara og gátu bændur drýgt tekjur sínar af rjúpnaveiði. Ingimundur sagði mér eitt sinn að hann hefði áhyggjur af fækkun rjúpnastofnsins og kenndi einkum um fjölgun tófu og veiðimönnum sem fara um heiðar á fjórhjólum og sérútbúnum jeppum. Ingimundur bar aldurinn einstak- lega vel og ég dáðist að því að hann skyldi geta stundað sauðfjárbúskap allt þar til hann veiktist skyndilega fyrir um ári, en hann var með um 100 kindur á fóðrum í fyrravetur, þá á 93. aldursárinu. Ingimundur hefði þó ekki getað stundað búskapinn svo lengi nema fyrir tilstilli góðra ná- granna á Presthólum en hjónin Alda og Sigurður reyndust honum einsök í alla staði og ber að þakka þeim fyrir vináttu og tryggð. Einnig ber að þakka starfsfólki á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga fyrir einstaka umönn- un á því ári sem Ingimundur dvaldi þar. Blessuð sé minning Ingimundar á Katastöðum. Guðbjörn Árnason. Okkur langar að minnast Ingi- mundar, sem lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga á Húsavík eftir rúm- lega árs dvöl þar. Þegar við fluttum í Presthóla fyrir tæpum 20 árum hóf- ust góð kynni og samstarf við Inga (en það kölluðum við hann gjarnan), sem hafa haldist óslitið síðan, mest þó í kringum heyskapinn. Ingimundur var harðduglegur, ósérhlífinn og ákafur eins og sást á að hann var með fyrstu mönnum sveitarinnar að byrja slátt þrátt fyr- ir háan aldur, stundum svo að okkur yngra fólkinu þótti nóg um. Einnig var samstarfið mikið á haustin við göngur og réttir, en það var hans tími enda fór hann hartnær 80 ár í göngur að undanskildum 1. göngum hin síðustu árin. Ingi var kóngur í heiðinni, refaskytta og gangnafor- ingi í áratugi og þekkti hvern hól og hverja þúfu. Ingi var dagfarsprúður maður en skaplaus var hann ekki, og lét engan vaða yfir sig. Margir muna hann á dráttarvélinni í sinni viku- legu ferð til Kópaskers að ná í vistir og feitt kjöt í Fjallalamb, en því þakkaði hann góða heilsu og langlífi. Þá var hann einstaklega natinn við skepnurnar sínar og einnig landið í kring eins og bláar lúpínubreiður á Könguhól og Katastaðafjalli bera glöggt vitni um. Það eru forréttindi að hafa kynnst þér, ódrepandi eljan og dugnaður- inn, jafnvel eftir áfallið sem þú fékkst gafst þú ekki upp orðinn 92 ára, gerðir æfingar til að komast aft- ur á fætur og þér tókst það að fara sjálfur í og úr hjólastólnum, þar er þér rétt lýst, aldrei að gefast upp það var ekki í þínum huga. Guð geymi þig Ingi. Að lokum langar okkur að kveðja þig með orðunum er við heyrðumst í síma: Blessaður og sæll og góða nótt. Alda, Sigurður og börn, Presthólum. Ingimundur Pálsson Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Okkur strákunum í hverfinu þótti hann skemmtilegur. Ævin- lega til í að tala við okkur á jafnréttis- grundvelli. Léttur í lund og spaug- samur. Hláturmildur. Við leyfðum okkur meira að segja að gera grín að framburði hans; íslenskan hans gat stundum orðið dönskuskotin, enda maðurinn hreinræktaður Dani. En hann tók stríðni okkar strákanna vegna þessa með miklu jafnaðargeði. Gat þó stundum verið fastur fyrir. En alltaf var hann hreinn og beinn. Einlægur og heill. Þessi eftirminnilegu og ánægju- legu samskipti við Harry Sönder- skov rifja ég hér upp á kveðjustund, þegar hugurinn reikar meira en 40 ár aftur í tímann; til áhyggjulausra og skemmtilegra æskudaga á Erlu- hrauninu í Hafnarfirði, þar sem Harry Sönderskov bjó með konu Harry Sønderskov ✝ Harry Sønd-erskov fæddist í Kastrup í Danmörku 17. desember 1927. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. mars 2009 og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 3. apríl. sinni, Guðbjörgu (Guggu) Guðmunds- dóttur og tveimur son- um, Gunnari og Helga. Ég var nábýl- ingur frá Arnarhraun- inu og jafnaldri Helga. Við náðum strax vel saman og urðum góðir vinir og erum enn. Ég varð því dagleg- ur gestur á heimili þeirra að Erluhrauni 5 um árabil, en þar rak Gugga hárgreiðslu- stofu auk heimilis. Þangað var gott að koma. Notalegt og hlýlegt andrúmsloft og við vinir Helga alltaf velkomnir. Þau hjónin, Harry og Gugga samhent og sam- stiga. Það var því mikið áfall þegar Gugga lést langt fyrir aldur fram og var Harry og fjölskyldunni mikill harmdauði. Harry bognaði við frá- fall elskulegrar eiginkonu, en brotn- aði ekki. Kvæntist síðar ágætri konu, Guðrúnu Þór. Þeirra leiðir skildust. Harry Sönderskov þekktu flestir í Hafnarfirði. Hann var ekki eingöngu listasmiður, en járnsmíði var hans grein og hann starfaði lengst af við þá iðn í Hafnarfirðinum. Hann var einnig drátthagur og falleg mynd- verk hans prýða marga veggina. Og svo var hann félagslyndur vel og lét til sín taka í ýmsum félagasamtök- um. Samferðamönnum þótti gott og gaman að vera í návist hans. Hann Harry hafði skoðanir á mönnum og málefnum og viðraði þær. En formerkin voru ævinlega já- kvæð og uppbyggileg. Hann var einnig frjór í hugsun og nálgaðist oft málin á nýstárlegan og hugmyndrík- an hátt. Við Harry áttum oft skemmtilegar rökræður um þjóð- málin í gegnum tíðina. Þær eru mér minnisstæðar. Þótt Harry hefði mikinn metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og hefði varið stærstum hluta ævi- starfsins á Íslandi, þá slitnaði aldrei hin danska taug. Hann hélt góðu sambandi við ættmenni í Danmörku og flutti aukinheldur til Danmerkur í tvígang til búsetu og starfa. En alltaf kom hann aftur til Íslands. Og þar kvaddi hann jarðvistina, saddur líf- daga, á Sólvangi í Hafnarfirði, eftir erfið veikindi síðustu ára. Við Jóna Dóra og börn okkar sendum sonum Harry og Guggu, Helga og Gunnari, konum þeirra, barnabörnum og barnabarnabörnum og fjölskyldunni allri, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vegna búsetu erlendis getum við ekki fylgt Harry síðasta spölinn, en hugur okkar verð- ur hjá honum og hans fólki á útfar- ardaginn. Guð blessi minningu Harry Sönd- erskov. Guðmundur Árni Stefánsson Elsku amma, takk fyrir að vera alltaf svona góð. Ég sakna þín en þú lifir í hjarta mínu að eilífu. Ég mun sérstaklega minnast þess hvernig þín fallega rödd bar alltaf besta sönginn. Ég man hvað þér fannst alltaf gaman að gefa okkur gjafir og hvernig þér fannst stund- um gaman að blekkja okkur með því að pakka mjúkum pökkum í harða pakka. Ég elskaði það hve mikið þú elskaðir öll dýr eins og ég. Ég og hundarnir mínir munum ætíð hugsa hlýtt til þín. Hvíl í friði. Ég veit að Guð og englarnir passa þig. Það skín með skini hljóðu og skynjar hulin mál ljósið inni í okkur sem oft er kallað sál. Þitt barnabarn og nafna, Svanlaug. Elsku amma. Við vitum að þú ert dáin og sálin þín lifir hjá Guði og englunum. Okk- ur fannst alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn og ruggaðir okkur í kjöltu þér og söngst fyrir okkur, aftur og aftur. Lagið sem á alltaf eft- ir að minna okkur á þig er: Hver var að hlæja þegar ég kom inn? Kannski það hafi verið kötturinn. Jæja, nú jæja, látum hann hlæja, kannski hann hlæi ekki í annað sinn. (Höf. ók.) Bless, elsku amma. Við elskum þig og geymum minningu þína í hjarta okkar. Sigurþór Maggi og Sævar Breki. Þó að ég viti að þetta sé gangur lífsins eins og svo margir eru að segja mér núna þá sakna ég ömmu! Mér finnst svo vont að hugsa til þess að hafa hana ekki til staðar. Amma ✝ Svanlaug Þor-geirsdóttir fædd- ist á Mýrum í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu, 4. maí 1926. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 26. mars 2009 og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 3. apríl, knúsaði mig alltaf í kaf í hvert sinn sem við hittumst, líka þegar ég hitti hana daglega þegar ég bjó með þeim afa. Veturinn 2005 og 2006 bjó ég í kjallaran- um hjá ömmu og afa í Vesturberginu og sá amma alltaf til þess að ég fengi örugglega nóg að borða. Ég minnist hennar vin- sæla lasagne og besta fisks í raspi sem ég hef smakkað. Svona góðan fisk í raspi getur enginn útbúið nema hún Svana amma mín. Allt var svo þægilegt og afslappandi hjá ömmu. Við gátum setið saman hljóðalaust tímunum saman en samt í frábærum félagsskap hvor af annarri. Það var yndislegt að koma upp til ömmu og leggjast í sófann með ömmu við hlið mér, kyssandi vangann og strjúk- andi hálsinn. Fallega og góða amma mín, ég sakna þín, góðmennsku þinnar, óeig- ingirni og gjafmildi. Heppin er ég ef ég líkist þér, sterka kona! Ófá eru ljóðin sem amma hefur samið og reyndi ég oft að semja líka. Þetta er fyrir þig: Fagra sál hafðir þú, Svana amma mín. Glæsikona varst, fáguð og allaf fín. Líður nú vel á himnum með Guði og englunum. Í dag hef ég minningu þína til að dreyma um. Með sárum söknuði varðveiti ég ómetanlegar myndir og minningar um þig. Ég elska þig. Þín Ingunn Eir. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (V. E.) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja okkar elskulegu bekkjarsyst- ur, Svanlaugu. Enn er komið að kveðjustund og nú hennar Svönu, eins og hún jafnan var kölluð. Okkur var að vísu orðið ljóst að hverju stefndi, ekki síst eftir heimsókn til hennar á Líknardeild í Kópavogi. Eftir 66 ára samfylgd og vináttu er söknuðurinn mikill. Við hófum nám í Kvennaskólanum í Reykjavík haustið 1944 og útskrifuðumst vorið 1948. Síðan þá höfum við haldið hóp- inn með því að koma saman reglu- lega á heimilum okkar. Auk þess höf- um við farið í 5 utanlandsferðir og ótvírætt tengdumst við enn fastari böndum í þeim ferðum. Vorið 2008 áttum við 60 ára útskriftarafmæli og af því tilefni var okkur boðið að vera viðstaddar útskrift nemenda skólans og að athöfn lokinni þiggja veitingar í okkar gamla, góða skóla. Móttakan í skólanum og heimsóknin öll er okk- ur ógleymanleg. Svana var orðin veik á þeim tíma, búin að gangast undir aðgerð og lyfjameðferð og við vonuðumst til þess að um bata væri að ræða. Svana var ein af þeim trúföstustu í hópnum. Ætíð stóð hennar fallega heimili opið til funda og rausnarleg- ar veitingar fram bornar. Svana ætíð eins, með sína prúðmannlegu fram- komu, glaðværð og inn á milli dill- andi hlátur. Svo löng samfylgd, sem okkar er ómetanleg og eins og ein okkar komst að orðið á síðasta fundi „þessi þáttur er orðinn svo fastur punktur í lífinu, að ég veit varla hvernig ég tæki því, ef hann hyrfi“. Nú er Svana okkar öll og við þökk- um henni langa samfylgd og ljúfar og góðar minningar frá samveru- stundum okkar. Við bekkjarsysturn- ar sendum Sigurþór manni hennar, dætrunum Svönu og Sunnu, svo og allri fjölskyldunni, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Svanlaugar Þorgeirsdóttur. F.h. bekkjarsystra, Greta Bachmann. Elsku amma mín. Þótt sorgin geti verið yfirþyrmandi kýs ég frekar að gleðjast á tímum sem þessum. Ég gleðst yfir því að hafa haft þig í lífi mínu í 23 ár og græt ég einungis gleðitárum yfir þeim frábæru tímum sem við áttum saman. Þú hefur verið ómetanlegur stuðningur í lífi mínu, full af ást og hamingju, í gleði og sorg. Ég er sannfærður um að Guð taki á móti þér með stolti. Ég er allavega stoltur að hafa átt þig sem ömmu mína öll þessi ár og þú munt verða stór partur af mér alla mína ævi. Lengi lifi minning þín. Takk fyrir að hafa verið til. Þinn Stefán Karl. Svanlaug Þorgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.