Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Eftir Jón Pétur Jónsson og Andra Karl VÍST má ætla að fleiri sveitarfélög leggist í málarekstur staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gærdag. Þá voru Ker ehf., Skelj- ungur ehf. og Olíu- verzlun Íslands hf. dæmd til að greiða Vestmannaeyja- bæ óskipt tíu millj- ónir kr. auk vaxta í skaðabætur vegna ólöglegs samráðs. Þá skulu félögin greiða bænum 1.250 þúsund krónur í málskostnað. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Vestmannaeyjabæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að eins og dómurinn stæði væri hann mjög sterk vísbend- ing fyrir önnur sveitarfélög um að þau gætu sótt rétt sinn. Hins vegar er um héraðsdóm að ræða og eins og staðan er núna þykir líklegt, að olíufélögin áfrýji málinu til Hæstaréttar. Steinar segist ekkert vita hvort dómnum verði áfrýjað en verði svo og staðfesti rétturinn dóminner hann for- dæmisgefandi enda gengur hann lengra en t.a.m. í máli Reykjavíkur- borgar gegn olíufélögunum. Steinar segist sjálfur vera með nokkur sveitarfélög á sínum snærum en vill ekki gefa upp hver þau eru. Verð ekki á eðlilegum forsendum Samkeppnisráð komst að þeirri nið- urstöðu að olíufélögin hefðu haft með sér samráð í útboðinu. Áfrýjunar- nefnd samkeppnismála staðfesti nið- urstöðuna. Vestmannaeyjabær krafðist skaða- bóta vegna tjóns, sem hann hefði orð- ið fyrir vegna samráðs í útboði vegna eldsneytiskaupa í apríl árið 1997. Dómurinn taldi ekki sannað að olíufé- lögin hefðu skipt með sér framlegð af viðskiptum við bæinn. Það breytti því þó ekki að samkomulag í útboðinu hefði verið hluti af samskiptum félag- anna í heild sem beindust að því að setja samkeppni þeirra mörk. Fram kemur í dómi héraðsdóms að olíufélögin hafi því komið í veg fyrir að Vestmannaeyjabæ yrði boðið verð sem ákveðið væri á eðlilegum for- sendum. „Verð sem eitthvert félag- anna hefði verið reiðubúið að sætta sig við að reiknuðum kostnaði við að veita þjónustuna og þeim hagnaði sem viðkomandi vildi hafa af viðskipt- unum. Má telja að tjón stefnanda sé í raun meira en sá hagnaður sem stefndu hafa af samráðinu,“ segir í dómi héraðsdóms. Fleiri sveitar- félög á leið í málaferli Morgunblaðið’/Júlíus Steinar Guðgeirsson Vestmannaeyjum dæmdar 10 milljónir Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is KÆLIMEÐFERÐ á sjúklingum eftir hjartastopp hefur aukið lífslíkur þeirra um 40% auk þess sem meðferðin dregur verulega úr helsta fylgikvilla hjartastopps sem er alvarlegur heilaskaði vegna súrefnisskorts. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala (LSH) kynnir á ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands í dag. Í könnuninni voru teknir fyrir sjúklingar eldri en 18 ára sem höfðu verið meðhöndlaðir með kæl- ingu eftir að hafa fengið hjartastopp utan sjúkra- húss á síðastliðnum þremur árum. „Við erum með tæki sem kælir sjúklingana eftir að stór æðaleggur er settur í nára sjúklingsins, þá fer kalt vatn um belgi sem liggja utan um æða- legginn og þannig náum við fljótt stöðugum kulda. Við kælum sjúklingana niður í 32°C, höldum þeim köldum í um einn sólarhring og hitum þá svo aftur upp í eðlilegan líkamshita á hálfum sólarhring,“ segir Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir sem stóð að könnuninni ásamt starfsfélaga sínum, prófessor Gísla H. Sigurðssyni, og Valentínusi Þ. Valdimarssyni læknanema. Hafa bjargað heilsu tuga sjúklinga Könnunin sýnir góðan árangur en áður en kæl- ingarmeðferðin hófst árið 2002 útskrifuðust um 30% meðvitundarlausra sjúklinga af gjörgæslu- deild með góða heilastarfsemi. „Með kælingar- meðferðinni erum við hins vegar komnir upp í um 70% og því má segja að á þessu tímabili höfum við bjargað heilsu um 40-50 sjúklinga,“ segir Felix en bætir við að önnur meðferð eins og betri gjör- gæslumeðferð og fleiri hjartaþræðingar eigi þátt í þessum mikla árangri. Felix segir þá félaga á gjör- gæsludeildinni fyrst hafa lesið um þessa aðferð í greinum í læknatímaritinu New England Journal of Medicine í febrúar 2002 en vísindamenn höfðu lengi leitað að árangursríkri meðferð fyrir sjúk- linga sem fá hjartastopp. „Við brugðumst hratt við því fyrsti sjúklingurinn var kældur hér á LSH í mars 2002 og síðan höfum við kælt í kringum 200 sjúklinga,“ segir Felix. „Þessi meðferð er nú að ryðja sér til rúms í heiminum og nú er mælt með henni í endurlífg- unarleiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðs- ins,“ segir Felix. Stórauknar lífslíkur eftir hjartastopp Kæling Æðaleggur er settur í nára sjúklingsins og köldu vatni dælt inn. Í SKUGGAHVERFINU við Skúlagötuna halda framkvæmdir áfram eins og ekkert hefði í skorist eftir efnahagshrunið. „Hér gengur allt á áætlun,“ segir G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar hf., sem er eigandi verkefnisins 101 Skuggahverfi. Segir hann unnið að því að ljúka öðrum áfanga af þremur á svæðinu, en stefnt sé að því að afhenda fyrstu íbúðirnar í öðrum áfanganum nú í sumar. Alls eru 97 íbúðir í öðrum áfanga og segir Oddur að stór hluti þeirra sé þegar seldur. Að sögn G. Odds er unnið hörðum höndum að því núna að klæða þann turn sem nú er unnið við og ljúka við sameignina. Segir hann verkefnið skapa um 100-120 störf, bæði á staðnum sem og á verkstæðum úti í bæ. Að- alverktaki verksins er ÍAV. silja@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt á áætlun í Skuggahverfi KOSTNAÐUR ríkissjóðs vegna sumarkennslu í háskólum lands- ins gæti hlaupið á 1-3 milljörðum króna, allt eftir því hversu marg- ir námsmenn myndu þurfa á framfærsluláni frá LÍN að halda. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra en rætt var um málið á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn ráðherra er vinnuhópur undir forystu iðnaðarráðuneytisins nú um stundir að skoða mögu- leikann á sumarstörfum fyrir há- skólanema. „Nú um helgina og fram að næsta ríkisstjórnarfundi munum við setjast niður og taka það saman hver staðan er og hvað við getum gert í sameiningu fyrir námsmenn,“ sagði Katrín og tók fram að það væri ekki þjóðhagslega hagkvæmt ef námsmenn væru neyddir til að mæla göturnar í sumar. Milljarða kostnaður Katrín Jakobsdóttir „Það er alveg ljóst í okkar huga að það var brotið mjög gróflega gegn Vest- mannaeyjabæ. Ofan á brotið gegn Vest- mannaeyjabæ þá vitum við af sambærilegum brotum gagnvart fyrirtækjum í Vestamannaeyjum,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja. Elliði segir að þótt bæturnar séu ekki þær sem Vestmanna- eyjabær hafi átt von á þá sé dómsorðið skýrt. „Það var alveg skýrt í upphafi í okkar huga, að við myndum sækja þetta og fylgja þessu eftir af fullum þunga. Við höfðum all- an tímann trú á því að við mynd- um vinna sigur,“ segir Elliði og segir aðspurður að það verði að teljast líklegt að olíufélögin muni áfrýja til Hæstaréttar. „En ég er alveg viss um að við vinnum sig- ur þar líka.“ jonpetur@mbl.is „Brotið gróflega gegn Vestmannaeyjabæ“ Elliði Vignisson TAKIST ekki að semja um dagskrá þingsins má búast við því að umræð- ur um stjórnskipunarlög, sem nú þegar hafa staðið í tvo daga, standi jafnvel dögum saman. Tæknilega séð gæti umræðan stað- ið endalaust, því með lagabreyting- unni sem gerð var á þingskapalögum 2007 var tekið fyrir það að þingmenn gætu beitt málþófi með því að tala út í eitt klukkutímum saman, en þá gátu þingmenn aðeins tekið tvisvar til máls í annarri umræðu. Lagabreytingin fól í sér að ræðu- tími þingmanna var takmarkaður við 20-30 mín. í fyrsta sinn sem þeir tóku til máls (allt eftir því hvort um er að ræða framsögumann nefndarálits eða aðra þingmenn), við 10-15 mín. í ann- að sinn, en eftir það mega allir þing- menn tala í 5 mín. í senn. Á móti kem- ur að þingmenn mega taka til máls eins oft og þeir vilja. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa lýst mikilli and- stöðu við frumvarp um stjórnskip- unarlög og hafa ítrekað farið fram á það við forseta þingsins að önnur mál á dagskrá þess verði tekin fram fyrir umræðu um stjórnskipunarlögin. Sjálfstæðismenn fóru fram á það í upphafi annarrar umræðu um stjórn- skipunarlögin sl. fimmtudag að ræðu- tíminn yrði tvöfaldaður og var orðið við því, enda kveðið á um það í þing- skapalögum að hver þingflokkur hafi rétt til að bera slíka beiðni fram tvisv- ar á hverju þingi. Þess má til gamans geta að fyrsti flutningsmaður stjórn- skipunarlaganna, Jóhanna Sigurð- ardóttir, á metið í lengstri ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Vorið 1998 talaði Jóhanna í rúmar tíu klukku- stundir um húsnæðismál. Um kl.23 í gærkvöldi sá ekki fyrir endann á umræðunni, þá voru enn 22 á mælendaskrá þar af 21 þingmaður Sjálfstæðisflokks. Gæti staðið endalaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.