Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
ÞÓ AÐ RIGNI
Í gegnum tíðina hafa kynslóðir íslenskra barna
klæðst 66°Norður pollagöllum. Þetta eru
endingargóðir gallar með endurskynsmerkjum
að framan og aftan auk hettu sem smellist af.
Verð jakki: 4.800 kr.
Verð buxur: 3.800 kr.
FREYJA
pollagalli
Hvað eiga Landsvirkjun, RARIK,Samorka, Samtök atvinnulífs-
ins, Landssamband smábátaeigenda,
Viðskiptaráð, Félag umhverfis-
fræðinga, Orkustofnun, Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, LÍÚ og Sam-
tök um lýðræði og almannahag,
Reykjavíkurakademían og laga-
nefnd Lögmannafélags Íslands sam-
eiginlegt?
Jú, öll gagnrýnahvernig er ver-
ið að keyra í
gegnum Alþingi
breytingar á
stjórnarskránni,
án þess að nægi-
legur tími gefist
til skoðunar á því,
hvaða afleiðingar það hefur.
Það er sláandi að lesa umsagnirfræðimanna og hagsmunaaðila
til sérnefndar um stjórnarskrármál.
Sigurður Líndal telur að skoðaþyrfti 1. grein frumvarpsins bet-
ur „vegna óljósrar merkingar orða
og hugtaka sem þar eru notuð.“
Davíð Þorláksson lögfræðingur tek-
ur undir það og segir „verulega mis-
ráðið af stjórnarskrárgjafanum að
binda 1. gr. frumvarpsins í stjórn-
arskrána“.
Ragnhildur Helgadóttir, prófessorí stjórnskipunarrétti, segir „að
með því að naumur meirihluti á
þingi samþykki stjórnarskrárbreyt-
ingar í andstöðu við stóran stjórn-
málaflokk sé stjórnarskráin færð
inn í hringiðu stjórnmálanna“.
Davíð Þór Björgvinsson, dómarivið Mannréttindadómstól Evr-
ópu, segir: „Veittur var frestur til
20. mars til að skila inn umsögn.
Þennan frest verður að telja mjög
skamman þegar umfang málsins er
haft í huga.“
Eigum við að staldra aðeins við?
Sigurður Líndal
Erum við á réttri braut?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 3 heiðskírt Algarve 8 heiðskírt
Bolungarvík 2 alskýjað Brussel 3 heiðskírt Madríd 4 léttskýjað
Akureyri 2 alskýjað Dublin 9 heiðskírt Barcelona 10 súld
Egilsstaðir 1 rigning Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað London 9 alskýjað Róm 12 skýjað
Nuuk -9 skýjað París 1 heiðskírt Aþena 14 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað Amsterdam 0 þoka Winnipeg -5 alskýjað
Ósló 0 skýjað Hamborg 2 léttskýjað Montreal 2 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 1 heiðskírt New York 5 léttskýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt Vín 4 heiðskírt Chicago 5 alskýjað
Helsinki 3 skýjað Moskva 2 þoka Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
4. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.31 3,1 8.13 1,2 14.27 2,8 20.39 1,2 6:34 20:28
ÍSAFJÖRÐUR 3.49 1.7 10.31 0,5 16.54 1,4 22.52 0,5 6:34 20:39
SIGLUFJÖRÐUR 5.45 1.1 12.24 0,3 19.05 1,1 6:17 20:22
DJÚPIVOGUR 5.10 0,8 11.19 1,4 17.27 0,7 6:02 19:59
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Austlæg átt, 3-8 m/s og skúrir,
en él norðvestantil. Hægviðri
og yfirleitt léttskýjað norðaust-
anlands. Hiti 1 til 7 stig, en í
kringum frostmark NV-lands.
Á mánudag
Norðaustan- og austanátt og
rigning víða um land, en snjó-
koma eða slydda norðvest-
anlands. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag
Norðlæg átt ríkjandi og kólnar
með slyddu eða snjókomu
norðanlands, en rigningu aust-
antil. Léttir til suðvestanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag
Norðlæg eða breytileg átt, víða
él og fremur kalt.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Sunnan 5-10 og skúrir en hæg-
ari og bjart veður á NA- og A-
landi. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
ÞRIÐJA hvern dag slasast barn sem er farþegi í
bíl. Þetta má m.a. lesa út úr nýrri rannsókn á
umferðarslysum barna 0-14 ára, sem kynnt var í
gær. Landspítali, Forvarnahúsið og Rannsókn-
arnefnd umferðarslysa kynntu niðurstöðuna, en
hún þykir sýna að úrbóta sé þörf.
Rannsóknin náði til slysa á börnum í bílum á
tímabilinu 25. apríl 1997 til 29. febrúar 2004. Alls
voru 899 börn í rannsókninni, 375 voru á aldr-
inum 0-5 ára og 524 voru á aldrinum 6-14 ára.
Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að
76% barna á aldrinum 0-5 ára voru í einhvers
konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára.
Alls létust 9 börn í umferðarslysum á þessu
sjö ára tímabili. 11% barnanna voru í engum ör-
yggisbúnaði. 44% barnanna voru ranglega fest í
búnað eða notuðu ekki búnað sem hæfði aldri
þeirra.
Niðurstöður innlendra rannsókna á notkun ör-
yggisbúnaðar barna í bílum sýna að 48% 0-5 ára
barna voru rétt fest í barnabílstól og 22% 6-9 ára
barna voru fest í viðeigandi öryggisbúnað. Flest
þeirra voru eingöngu í bílbelti og mörg í fram-
sæti fyrir framan öryggispúða.
Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
Ítarleg rannsókn á slysum á börnum í bílum sýnir að úrbóta er þörf
Morgunblaðið/Júlíus