Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 ✝ Unnur Steindórs-dóttir fæddist í Vatnskoti í Þykkvabæ 18. september 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. mars 2009. For- eldrar hennar voru Ólafía Jónsdóttir, Vatnskoti í Þykkva- bæ, f. 21.10. 1919, d. 15.1. 2005 og Steindór Sveinsson, Kálfholti í Holtum, f. 26.4. 1923, d. 9.1. 1947. Unnur ólst upp hjá móður sinni, afa og ömmu í Vatnskoti. Hún hóf sambúð í Vatnskoti árið 1963 með Gunnari Guðmundssyni, f. 5.6. 1933. For- eldrar hans voru: Guðmundur Guð- mundsson, f. 13.6. 1897, d. 20.12. 1975 og Guðleif Gunnarsdóttir, f. 18.11. 1901, d. 20.12. 1985. Unnur og Gunnar bjuggu í Vatnskoti alla sína búskapartíð. Þau giftu sig 31.10. 2008. Börn þeirra eru: Guðjón, f. 18.12. 1962, maki Guðrún Bergmann Gísladóttir, þau eiga þrjá syni. Hall- dóra, f. 10.12. 1963, maki Erlingur Jónsson, þau eiga tvær dætur. Stein- dór, f. 22.2. 1967, maki Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir, þau eiga þrjár dætur. Björgvin, f. 19.2. 1972, maki Jóna Sigríður Scheving Knútsdóttir, þau eiga tvær dætur. Unnur stundaði grunnskólanám í Þykkvabænum og lauk námi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 1961. Hún tók við búi í Vatnskoti af afa sínum og ömmu árið 1963 og lagði þar stund á kartöflurækt, ásamt hefðbundnum búskap, með eiginmanni sínum fram á síðasta dag. Unnur lét sér annt um aðra og var virk í margskonar nefndum og störfum í sveitinni. Þar mætti nefna Kvenfélagið Sigurvon, Kart- öfluverksmiðju Þykkvabæjar, og síðast en ekki síst sóknarnefnd Þykkvabæjarkirkju. Unnur verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 4. apríl, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Elsku mamma, það er sárt að vita til þess að nú ertu farin frá okkur. Þú sagðir okkur frá veikindum þínum í janúar á síðasta ári, og þrátt fyrir að geta verið með þér í gegnum þessi veikindi og verið nálægt þér þessa síðustu daga þá finnst mér síðastliðið ár hafa liðið alltof fljótt. Því ég vildi að við hefðum getað gert svo miklu meira saman. Það að fólki sé kippt í burtu í blóma lífsins, einmitt þegar það er að fara að nota tímann meira fyrir sig, finnst manni ekki vera rétt- látt. En öll höfum við ákveðinn tilgang í lífinu og ákveðinn dvalartíma og ég veit að þú munt vaka yfir okkur um ókomna tíð og í hjörtum okkur mun minningin um þig vara ævilangt. Alla mína ævi hef ég haft þig mér við hlið sem sterka stoð í lífi mínu. Mömmu sem alltaf var tilbúin að hlusta, hugga, aðstoða, styrkja og gefa góð ráð. Elskuleg mamma sem fæddi mig og klæddi með mikilli þol- inmæði, þrátt fyrir að stundum þyrfti að skipta um alfatnað fjórum sinnum á dag. Þú varst mamma sem lifði fyrir fjölskylduna sína og varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, ömmu og pabba. Í mínu uppeldi fékk ég hlýju og ást- úð, það sem allir þrá og þurfa og alltaf var tími fyrir okkur systkinin þrátt fyrir að mikið væri að gera. Þú og pabbi hafið alltaf verið mínar fyrir- myndir í lífinu. Dugleg og samhent hjón sem ganga rösklega til verka og kvarta aldrei. Þú og pabbi höfðuð á síðustu árum meiri tíma fyrir ykkur sjálf og voruð byrjuð að ferðast. Þið höfðuð farið tvisvar til Kanaríeyja og nutuð þess mjög vel. Í minningunni lifa símtölin frá Kanarí þegar þú sagðir mér frá því sem á daga ykkar dreif. Í þeim samtölum leið mér eins og ég væri að tala við ungling sem var að upplifa hluti í fyrsta skipti, því gleðin og til- hlökkunin yfir öllu var svo mikil. Þið höfðuð síðan ráðgert aðra ferð í febr- úar á sl. ári og svo aftur núna í febr- úar en því miður varð aldrei neitt úr þeim ferðum. Þú varst byrjuð að ræða það að þú og pabbi væruð að fara að hætta að búskap. Þið voruð jafnvel að spá í að flytja hingað á Suðurnesin. Í þessum vangaveltum þínum fólst tilhlökkun og gleði sem yndislegt var að heyra. Í sumar þegar þú og pabbi dvölduð hjá okkur og allt leit betur út varðandi veikindin þá spáðum við meira í þetta. Við hlökkuðum til að hafa ykkur nær okkur. Dagarnir sem þið voruð hjá okkur í sumar eru mér ógleymanlegir. Við fengum yndislegt veður, sátum í garðinum og ræddum um gróðurinn sem þér var mjög hugleikinn. Áttum góðar stundir í kaffi á pallinum ásamt því að þú gast notað heita pottinn sem þér fannst alveg frábær. Fórum í skemmtilegan bíltúr og frá þessari ferð eigum við yndislegar myndir sem geyma minningarnar. Allar mínar dætur hafa fengið frá þér mikla alúð og ást og það hversu vel þú og Heiðrún náðuð saman fannst mér yndislegt. Þið spjölluðuð saman um heima og geima, hlóguð mikið og áttuð góðar stundir. Í mín- um huga muntu alltaf verða besta og fallegsta mamma í heiminum. Megi englar guðs vaka yfir þér að eilífu. Minnig þín lifir, elsku mamma. Þinn Steindór. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Unni Steindórsdóttur. Það var fyrir rúmu ári sem hún upp- lýsti okkur um veikindi sín, ég trúði því statt og stöðugt að hún myndi sigrast á þeim. Þá trú mína byggði ég einfaldlega á kynnum mínum af Unni, því hún var kraftmikil kona sem klár- aði þau verkefni sem lögð voru fyrir hana. En því miður varð ég að sætta mig við það á síðustu vikunum fyrir andlát hennar að þetta verkefni yrði henni sennilega ofviða. Þegar ég kynntist Steina bjuggu Unnur og Gunnar í Vatnskoti ásamt Lóu, móður Unnar. Það var aðdáun- arvert hvað Unnur annaðist móður sína af mikilli þolinmæði og um- hyggju, eins og reyndar allt sitt fólk. Hún var í góðu sambandi við börnin sín og fylgdist vel með ömmubörnun- um sínum sem dáðu hana af öllu hjarta. Margret dóttir mín var rúm- lega eins árs þegar við Steini tókum saman, Unnur tók henni strax sem sinni ömmustelpu og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Dætrum mínum fannst ekkert betra en að fara í sveitina. Hafragrauturinn var best- ur hjá ömmu Unni og í huga Júlíu dóttur minnar var það á við helgispöll ef við Steini minntumst á það að leggja af stað heim fyrir kaffitíma, segir það allt um gæði kaffitímans í sveitinni. Unnur gaf sér góðan tíma fyrir börnin og hún kom fram við þau sem jafningja og var þeirra dyggasti stuðningsmaður. Þegar ég lýsti tengdamóður minni fyrir öðrum þá átti ég til að segja: „Þetta er svona kona sem getur allt.“ Og það var ekki ofsögum sagt því það var sama hvaða ráða ég leitaði hjá henni, ég kom aldrei að tómum kof- anum. Unnur var vinnusöm og kraft- mikil og féll aldrei verk úr hendi. Henni var margt til lista lagt, hún málaði, saumaði og prjónaði svo eitt- hvað sé nefnt. Hún tók fullan þátt í búskapnum, stóð á kartöfluupptöku- vélinni heilu dagana skítug upp fyrir haus. En hún var líka mikil dama í sér og hafði yndi af því að klæða sig upp á og gera sig fína þegar eitthvað stóð til. Eldhúsborðið var miðpunktur heimilisins, þar sat amma Lóa í horn- inu sínu með handavinnuna. Það var mikið spjallað um allt milli himins og jarðar, ég áttaði mig fljótt á því hvað tengdamóðir mín var víðlesin kona. Það var gaman að sitja með þeim mæðgum og ræða lífsins gagn og nauðsynjar. Vænst þykir mér um þær stundir sem við Unnur áttum saman þegar allir aðrir voru komnir í háttinn og ró komin á í Vatnskoti. Þá gátum við set- ið saman við eldhúsborðið og rætt um það sem okkur lá á hjarta. Við vorum ólíkar konur að mörgu leyti en samt ekki svo, við náðum vel saman á margan hátt, t.d. lá húmor okkar saman og deildum við oft sameigin- legri sýn á spaugilegar hliðar lífsins. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari kraftmiklu konu, hún var mér fyrir- mynd í mörgu. Betri tengdamóður get ég ekki hugsað mér. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna við frá- fall Unnar. Elsku Gunnar minn, Gaui, Dóra, Steini, Bjöggi, ömmubörn og aðrir að- standendur, missirinn er mikill. Megi Guð vera aðstandendum styrkur á sorgarstund. Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir. Elsku Unnur amma. Við bræðurnir eigum eftir að sakna þess að koma í Vatnskotið og mæta þér í gættinni, takandi á móti okkur með bros á vör. Sumrin og upptakan á haustin í Þykkvabænum verða okkur ógleymanleg, yndisleg minning. Alltaf varstu með jákvæðasta hug- arfarið og hélst því alltaf fram að hlut- irnir myndu alltaf einhvern veginn ganga upp. Við eigum aldrei eftir að gleyma hversu sterk og skapandi þú varst. Nælurnar, diskarnir og myndirnar sem þú bjóst til eru ómetanlegir grip- ir sem þú skildir eftir þig. Aldrei varstu smeyk við að læra eitthvað nýtt. Alltaf var nóg að gera í Vatnskoti. Ef við bræðurnir lágum ekki í Tinna- og Lukku Láka-bókunum þá varst þú alltaf til í að spila við okkur öll heims- ins spil. Flatkökurnar, kleinurnar og kan- ilsnúðarnir þínir voru það langbesta í heimi. Alltaf vorum við saddir og sæl- ir og okkur leiddist aldrei með ykkur afa. Við munum alltaf sakna þín, elsku amma, þú skildir eftir djúp spor í hjörtum okkar sem aldrei eiga eftir að afmást. Þínir sonarsynir Ragnar, Guðni og Gísli. Við kynntumst Unni og Gunnari þegar leiðir barna okkar Erlings og Dóru lágu saman fyrir um 25 árum og síðan hefur vinátta okkar verið vax- andi og einstök. Unnur var mikilsmetin kona í sínu samfélagi, hvort heldur var í fé- lagsmálum eða sem virt og hrein- skiptin manneskja. Hún var í senn at- vinnurekandi og mikil húsmóðir, lagði mikið upp úr því að alltaf væri snyrti- legt í kringum hana, en fannst þrátt fyrir langan vinnudag gaman að heimilisstörfunum, hvort sem var að elda góðan mat eða baka flatkökur. Unnur og Gunnar ráku sitt eigið kartöflufyrirtæki í Þykkvabænum og gátu því ekki komist frá hvenær sem var. Unnur hljóp því ekki í ferðir eða frá vinnu hvenær sem henni datt í hug. Oft kom hún þó í bæinn og áttum við margar eftirminnilegar stundir í bæjarferðum. Henni þótti gaman að skreppa í fata- og handavinnubúðir, enda var hún afar jafnvíg í öllu sem sneri að handavinnu. Þá fannst henni sá siður að baka laufabrauð með okk- ur Jóni fyrir jólin nokkuð sem alls ekki mætti falla niður eftir að sá siður komst á. Henni var það þá mikið kappsmál að við og fjölskyldan í Rósalundi, þau Erlingur, Dóra, Bogga og Gunna, gæfum okkur tíma og mættum í Vatnskot. Mikið grín var gert að símaspjalli okkur Unnar, en það var ekki óal- gengt að við tengdamæðurnar sætum kvöld eftir kvöld og spjölluðum þá oft lengi. Ef einhver tími hafði liðið milli símtala sagði hún gjarnan: „Ég varð nú bara að hringja því ég var komin með fráhvarfseinkenni.“ Öðru heim- ilisfólki þótti þá gott að hafa gemsa til taks fyrir önnur símtöl. Alltaf var nóg að ræða og miklu meira en gott var að komast yfir. Eitt var algengt um- ræðuefni, en það voru afmælisdagar innan fjölskyldnanna, en þegar vel var að gáð kom í ljós að þeir liggja ótrúlega oft saman. Oft ræddum við að gaman væri að fara fjögur saman í ferðalag. Þetta varð loks að veruleika þegar við fór- um saman á ættarslóðir okkar í Skagafjörðinn fyrir um tveimur árum og skoðuðum fjörðinn vítt og breitt, allt frá Austurdal og út í Hegranes. Unnur átti það til að kveða fast að orði og þegar við vorum stödd í Austurdal, sem er ekki fjarri okkar heimaslóð, sagði hún: „Ég skil ekki hvernig fólk getur búið í þessum afdalarassi og hafa nóg landrými niðri í sveit.“ Þetta er ferð sem seint gleymist, en þá var setið og spjallað fram eftir kvöldum við huggulegheit á tjaldstæði þarna norður í landi. Næsta fyrirhugaða ferð, sem fara átti til Kanaríeyja núna í vetur, náðist því miður ekki vegna veikinda Unnar. Um leið og við þökkum Unni fyrir vináttu hennar og margar dýrmætar minningar kveðjum við vinkonu okk- ar með miklum söknuði. Við sendum Gunnari og fjölskyldu þeirra innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa og varðveita minningu Unnar Steindórsdóttur. Jóhanna Valberg og Jón Gestsson. Þegar ég kveð Unni bróðurdóttur mína hvarflar hugurinn til æsku- stöðvanna í Þykkvabænum. Ég geymi alveg sérstakar minningar um Vatnskot, þar réð ríkjum amma Unn- ar, hún Gunna, og þangað var gott að koma. Hún kom fram við okkur syst- ur sem jafningja og bauð okkur niður í eldhús ef við áttum leið framhjá, skipti þá engu máli hvort við vorum einar á ferð eða í fylgd fullorðinna. Þar voru reiddar fram góðgjörðir sem sóttar voru í búrið stóra, sem mér fannst eins og ævintýrahellir. Oftar en ekki var Unnur úti að sinna bústörfum með afa sínum þegar okkur bar að garði. Svo byrjuðum við í skóla, vorum í sama bekk frá því við byrjuðum í barnaskóla og þar til við lukum Kvennaskólaprófi. Við lásum saman, skiptumst á glósum og miðluðum öllu sem við vissum, – stóðum alltaf sam- an. Það var með nokkrum kvíða sem við frænkur gengum í fyrsta skiptið inn í skólann við Fríkirkjuna, þessa virðulegu stofnun með gömlum hefð- um og reglum. Áður höfðum við geng- ið í unglingaskóla heima hjá föður mínum, sem nú sleppti af okkur hend- inni inn í þennan framandi heim. Nú þurftum við að læra á nýjan skóla, nýja kennara og ekki síst stór- borgina, Reykjavík. Þetta voru spennandi tímar og fullar eftirvænt- ingar tókumst við á við þetta verkefni. Okkur sóttist námið ágætlega, reyndum að semja okkur að siðum borgarinnar, stunduðum kvikmynda- hús, kaffihúsin og gengum rúntinn eins og sannar Reykjavíkurmeyjar. En sveitin togaði í okkur og ekki var laust við að okkur fyndist Hellu- böllin skemmtilegri en dansæfingar í Kvennó. Unnur var afbragðsnemandi og henni var margt til lista lagt eins og postulínsverk hennar síðar báru vitni um, en ævistarfið hennar varð bú- skapurinn í Vatnskoti og fjölskyldan, sem hún lagði metnað sinn í að sinna vel. Leiðir skildi eftir útskrift vorið 1961 þegar hún fór heim og tók fljót- lega við búinu. Skömmu seinna sagði hún mér frá manni, sem hún hafði kynnst, hann var úr Landeyjunum og hét Gunnar og hún var ástfangin. Þau hófu búskap saman og það var ham- ingjusöm kona og móðir sem sýndi mér frumburðinn, hann Guðjón, um jólin 1962 og áður en varði var hún frænka mín orðin margra barna móð- ir og húsfreyja á stóru heimili. Hún var stolt af sínu fólki og leyfði mér að fylgjast vel með uppvexti þeirra. Og enn var gott að þiggja veitingar í eldhúsinu í Vatnskoti, nú var það Unnur sem réð ríkjum í nýju einbýlis- húsi – þar var gott að sitja á spjalli og virða fyrir sér fjallahringinn, svo blá- an og tilkomumikinn. Nú eru börnin orðin fullorðin, þeirra börn stálpuð og eitt langömmubarn kom í heiminn sl. vetur og mikið var hún Unnur glöð að fá að sjá það. Þótt samverustundirnar yrðu færri með árunum tókum við alltaf upp þráðinn á ný þegar við hitt- umst eða töluðum saman í síma, ég mun sakna þeirra stunda og harma að þær verða ekki fleiri. Gunnari og allri fjölskyldunni votta ég samúð mína. Guðrún Gyða Sveinsdóttir. Unnur Steindórsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINSSON, Lambey, Fljótshlíð, lést á Kirkjuhvoli Hvolsvelli miðvikudaginn 1. apríl. Útför hans fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalar- heimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson, Þórhildur Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Guðjón E. Ólafsson, Sveinbjörn Jónsson, Jaana Rotinen, Kristinn Jónsson, Guðbjörg Júlídóttir, Katrín Jónsdóttir, Helmut Grimm, Þorsteinn Jónsson, Ásta Brynjólfsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jón Valur Baldursson, Gunnar Rafn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, SIGURLÍNA SJÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 15.00. Trausti Björnsson, Halldóra Traustadóttir, Ólafur Þ. Stephensen, Björn Traustason, Bjarney Harðardóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, systkini og barnabörn.        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.