Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Sextíu ár eru ídag liðin frástofnun Atl-
antshafsbandalags-
ins, NATO. Ísland
var eitt af tólf stofn-
ríkjum bandalagsins, sem sett
var á fót sem varnarbandalag
gegn árásar- og útþenslustefnu
Sovétríkjanna sálugu.
Þann tíma, sem síðan er lið-
inn, er óhætt að segja að aðildin
að NATO, ásamt varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin, hafi ver-
ið þungamiðja í varnar- og ör-
yggismálastefnu Íslands. Við lok
kalda stríðsins var jafnframt
lokið hinum harðvítugu deilum,
sem áratugum saman stóðu um
NATO-aðildina og veru varn-
arliðs Bandaríkjamanna hér á
landi og nokkuð almenn sam-
staða ríkti um stefnuna í örygg-
is- og varnarmálum.
Forsendur í alþjóðamálum
hafa breytzt eftir að kalda stríð-
inu lauk. Bandaríkin meta það
svo að engin hernaðarleg ógn
steðji að Íslandi og kölluðu varn-
arlið sitt héðan haustið 2006. Við
það jókst mikilvægi aðildar Ís-
lands að Atlantshafsbandalag-
inu ef eitthvað er. Þótt engin
hætta sé á beinni hernaðarlegri
árás á Ísland, eru ýmsar hættur
og ógnir, sem ríki heims verða
að vera viðbúin. Þar á meðal eru
hryðjuverkastarfsemi, umhverf-
isvá af völdum loftslagsbreyt-
inga, hætta á umhverfisslysum,
netárásir og margar fleiri.
NATO-ríkin starfa saman að
viðbrögðum við öllum þessum
ógnum, auk þess að skipuleggja
sameiginlegar hervarnir aðild-
arríkjanna. Ísland hefur í kjöl-
far brotthvarfs varnarliðsins
náð tvíhliða samn-
ingum um aukið
samstarf við ná-
grannaríki okkar í
NATO, sem meðal
annars tekur til eft-
irlits á hafsvæðinu umhverfis
landið, varna gegn umhverfisvá
og leitar- og björgunarstarfs.
Ísland tekur sömuleiðis þátt í
því með öðrum NATO-ríkjum að
tryggja frið og öryggi utan
svæðis bandalagsins, m.a. á
Balkanskaga og í Afganistan.
Það er umhugsunarefni að á
þessum tímamótum í sögu
bandalagsins, sem í sex áratugi
hefur tryggt frið og stöðugleika
í Evrópu, skuli í fyrsta sinn í 18
ár setjast í ríkisstjórn á Íslandi
stjórnmálaflokkur, sem vill
beinlínis segja Ísland úr banda-
laginu. Samkvæmt ályktunum
síðasta landsfundar Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs er sú stefna óbreytt. Sá
fundur var líka þeirrar skoðunar
að NATO og þar með Ísland,
stæði í „árásarstríði“ í Afganist-
an.
Forverar VG gerðu úrsögn úr
NATO yfirleitt ekki að skilyrði
fyrir ríkisstjórnarþátttöku,
enda sátu þeir í stjórn með
flokkum, sem stóðu vörð um að-
ild Íslands að bandalaginu. Nú
hefði verið tækifæri fyrir Jó-
hönnu Sigurðardóttur, forsætis-
ráðherra og formann Samfylk-
ingarinnar, að sýna að flokkur
hennar væri einarðlega fylgj-
andi NATO-aðild, með því að
sækja leiðtogafund bandalags-
ins við fransk-þýzku landamær-
in.
Af hverju notaði Jóhanna ekki
það tækifæri?
Hvað finnst rík-
isstjórninni um
NATO?}
NATO í sextíu ár
Þingmenn, semsetja sam-
félaginu leikreglur
með lagasetningu,
verða að geta
treyst því að opinberir aðilar
láti þeim í té réttar upplýsingar
til að byggja á.
Misbrestur virðist vera á
þessu. Garðar Valdimarsson
hæstaréttarlögmaður, endur-
skoðandi og fyrrverandi rík-
isskattstjóri, ritaði grein í
Morgunblaðið í gær þar sem
hann rekur dæmi um rangar og
villandi upplýsingar fjár-
málaráðuneytisins um skatt-
heimtu í löndum, sem Íslend-
ingar miða sig gjarnan við.
Garðar bendir á að í at-
hugasemdum ráðuneytisins
með lagafrumvarpi hafi verið
ónákvæmni í upplýsingum um
skattlagningu söluhagnaðar
hlutafélaga af sölu eignarhluta í
félögum. Þetta hafi orðið til
þess að Alþingi samþykkti
skattlagningarreglur, sem voru
miklu óhagstæðari en í helstu
samkeppnislöndum okkar.
Annað dæmi Garðars lýtur að
því að fjármálaráðuneytið hafi
lagt fram villandi upplýsingar
um skattlagningu
vaxtatekna er-
lendra aðila.
Loks nefnir
Garðar að fram-
bjóðandi vinstri grænna hafi
vísað til að eignarskattar á
Norðurlöndunum séu um tvö
prósent. Garðar bendir á að í
Noregi sé eignarskattur 1,1%,
en annars staðar á Norðurlönd-
unum þekkist eignarskattar
ekki. Garðar spyr sig að vonum
hvort frambjóðandinn hafi
fengið þessar röngu upplýs-
ingar úr fjármálaráðuneytinu.
Í þessu sama blaði rituðu
tveir sérfræðingar KPMG á
sviði skattamála, þeir Símon
Þór Jónsson og Ásgeir Karl
Guðmundsson, grein undir fyr-
irsögninni „Löggjafinn afvega-
leiddur“ og lýsa sams konar
áhyggjum og Garðar Valdi-
marsson; að Alþingi fái ekki
réttar upplýsingar til að byggja
á ákvarðanir um skattalöggjöf.
Skattar eru íþyngjandi fyrir
borgarana og löggjöf um skatt-
heimtu þarf að vera vönduð.
Skrif þessara þriggja sérfræð-
inga benda til að þar sé pottur
brotinn.
Íþyngjandi löggjöf
þarf að vanda vel}Rangar forsendur laga
Þ
að var sárt að horfa upp á tap ís-
lenska landsliðsins gegn Skotum á
miðvikudaginn. Meira að segja
undirritaður, sem er allajafna
mjög svartsýnn þegar það kemur
að kappleikjum, var sannfærður eftir jöfn-
unarmarkið að íslenska liðið myndi taka þetta.
Það gat ekki annað verið en Eiður og félagar
væru með íslensku þjóðina og erfiðleika hennar
í huga og því staðráðnir í að blása henni bar-
áttuanda í brjóst með því að leggja Skotana á
heimavelli. Sýna þeim og okkur sem heima sát-
um að við værum ekki algjörlega glötuð í sam-
félagi þjóða. En svo fór sem fór og ekkert við
því að gera.
Daginn eftir sótti ég Morgunblaðið í bréfa-
lúguna og þá blasti við fyrirsögn á forsíðunni
sem olli mér nokkrum vonbrigðum: „Heppn-
issigur Skota í hörkuleik“. Undir fyrirsögninni mátti svo
lesa að Skotar hefðu verið heppnir og að Skotar hefðu
sloppið með skrekkinn. Samstundis rifjaðist upp fyrir mér
orðræða íþróttafréttamannsins sem lýsti leiknum í sjón-
varpinu kvöldið áður. Hún var eitthvað á þessa leið: Skot-
ar vældu í dómaranum, Skotarnir spiluðu slakan bolta,
Skotar voru heppnir þegar spilið gekk upp og Skotar
máttu hrósa happi yfir sigrinum. Íslendingarnir voru aftur
á móti óheppnir, spiluðu knattspyrnu fullir eldmóðs, börð-
ust hetjulega en uppskáru þó ekki það sem þeir svo fræki-
lega sáðu.
„Erum við ekki enn komin upp úr þessum fúla pytti,“
hugsaði ég og minntist orðræðunnar í góð-
ærinu. Þess tíma þegar Íslendingurinn var
stórkostlegasta mannvera á jarðríki, um-
kringdur öfundsjúkum skrælingjum sem
nýttu hvert tækifæri til rægja hann og rengja.
Það er freistandi að grípa niður í fræga ræðu
forseta vors þar sem yfirburðir íslenskra út-
rásarvíkinga voru reifaðir með vísindalegum
hætti en ég ætla að standast þá freistingu.
Forsetinn var heldur ekki einn um að halda
þessari vitleysu á lofti. Allt listalífið í landinu
var útbelgt af rembingi og hér var á tímabili
ótrúlegur fjöldi listamanna sem var um það bil
að sigra sjálfan heiminn. Það var orðið erfitt að
ímynda sér veröldina án íslenskrar aðkomu á
nánast hvaða sviði sem var. Þetta var komið út
í rugl, eins og sagt er. Þegar fjármálakerfið
hrundi og Ísland varð á svipstundu eins og
ljóta, niðurnídda húsið í götunni, bjóst ég við því að menn
myndu draga úr sjálfbirgingshættinum og sjálfshólinu
sem engin innistæða reyndist fyrir. Það gekk svo sem eftir
í byrjun og allt leit út fyrir að hér væri hægt að byggja upp
nýtt lýðveldi með hófsemi og auðmýkt að leiðarljósi. Fyr-
irsögnin um heppnissigurinn og ótrúleg hlutdrægni
íþróttafréttamannsins gefa mér hins vegar tilefni til að
efast um að þetta muni takast jafn vel og útlit var fyrir.
Það er tími til kominn að við horfumst í augu við að Ísland
er ekki, og verður að öllum líkindum aldrei, besta land í
heimi. Hugmyndin um slíkan sess er fáránleg (svo ekki sé
talað um barnaleg) og dæmir sig sjálf. hoskuldur@mbl.is
Höskuldur
Ólafsson
Pistill
Listin að tapa
Samræmd úrræði
vegna greiðsluerfiðleika
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
F
ólk sem lendir í erf-
iðleikum með að greiða
af húsnæðislánum get-
ur gengið að sam-
ræmdum úrlausnum í
viðskiptabönkum, sparisjóðum, líf-
eyrissjóðum og öðrum fjármálafyr-
irtækjum. Úrræðin eru þau sömu og
háð sömu skilyrðum og reglur
Íbúðalánasjóðs kveða á um. Boðaðar
eru hliðstæðar aðgerðir fyrir þá sem
eru með íbúðalán í erlendri mynt.
Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar
er kveðið á um að húsnæðislán við-
skiptabankanna verði færð til
Íbúðalánasjóðs eða „með öðrum
hætti tryggt að greiðsluvandaúr-
ræði Íbúðalánasjóðs verði að fullu
virk gagnvart fasteignaveðlánum
einstaklinga hjá ríkisbönkunum“.
Síðarnefnda leiðin er farin með sam-
komulagi stjórnvalda við fjármála-
fyrirtækin sem undirritað var í gær.
Íbúðalánasjóður hefur þegar
keypt íbúðalán Sparisjóðsins í
Keflavík og stjórnendur fleiri spari-
sjóða hafa átt í óformlegum við-
ræðum við sjóðinn um slíkt hið
sama. Guðmundur Bjarnason, for-
stjóri Íbúðalánasjóðs, tók fram við
athöfnina í gær að hann liti ekki svo
á að þetta samkomulag útilokaði
slíka samninga.
Ábyrgt skref
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
félags- og tryggingamálaráðherra
bindur vonir við að samkomulagið
skili árangri, enda vel til þess fallið
að eyða óöryggi og óvissu ein-
staklinga um sinn hag.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra telur að samkomulagið sé gott
og ábyrgt skref í þá átt að taka á
vanda þeirra heimila sem eigi og
muni eiga í erfiðleikum með að
standa í skilum með íbúðalán. „Það
gengur mjög langt til þess að koma
til móts við þarfir heimilanna en
nær þó að gera það á þann hátt að
það stefnir ekki stöðugleika og fjár-
hag lánastofnana í hættu,“ segir
Gylfi.
Ekki hefur verið metið hvað þessi
greiðsluúrræði kosta fjármálafyr-
irtækin og lífeyrissjóðina. Við-
skiptaráðherra upplýsti að ekki
væri gert ráð fyrir beinu framlagi
úr ríkissjóði. Í samkomulaginu er
ekki gert ráð fyrir afskriftum
skulda.
Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræð-
ingur Samtaka fjármálafyrirtækja,
segir að fyrirtækin hafi teygt sig
mjög í átt að viðskiptavinum sínum
til að gera þeim kleift að standa við
skuldbindingar sínar. Aðferðirnar
séu samræmdar með samkomulag-
inu og viðskiptavinir geti gengið að
því vísu að fá sambærileg úrræði og
Íbúðalánasjóður býður upp á.
Óskað eftir undanþágu
Samkomulagið tekur ekki til
íbúðalána í erlendri mynt. Við-
skiptaráðherra upplýsti í gær að
unnið væri að hliðstæðu sam-
komulagi sem tæki sérstaklega á
vanda þeirra sem þannig lán skulda.
Tekið er fram í samkomulaginu
að það hindri ekki að fjármálafyr-
irtæki og lífeyrissjóðir geti veitt við-
skiptavinum sínum frekari greiðslu-
erfiðleikaúrræði.
Samkomulag stjórnvalda og fjár-
málafyrirtækja felur í sér samræm-
ingu á viðskiptaskilmálum keppi-
nauta en óskað verður eftir
undanþágu Samkeppniseftirlitsins.
Gylfi Magnússon telur að samráðið
sem í þessu felist sé réttlætanlegt
og segist ekki geta ímyndað sér
annað en um þetta geti náðst víðtæk
sátt.
Morgunblaðið/Heiddi
Húsnæðislán Viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra staðfestu samning
um greiðsluúrræði húsnæðislána við fulltrúa fjármálastofnana.
ÚRRÆÐI fjármálafyrirtækja
vegna greiðsluerfiðleika eru þau
sömu og hjá Íbúðalánasjóði.
Greiðsluerfiðleikar þurfa að stafa
af óvæntum tímabundnum erf-
iðleikum og að skuldbreytingar eða
önnur úrræði dugi til að koma þeim
á réttan kjöl aftur.
Úrræðin eru þessi:
Unnt er að semja um að gera upp
vanskil á allt að 18 mánuðum.
Boðið er upp á skuldbreytingu
vanskila með því að bæta þeim við
höfuðstól eða gefa út nýtt bréf.
Lántakandi getur óskað eftir
frestun á greiðslu afborgana, vaxta
og verðbóta í allt að ár í senn, sam-
tals í þrjú ár.
Mögulegt er að semja um leng-
ingu lánstíma.
Með frystingu greiðslna er kom-
ið til móts við lántakendur sem ekki
geta selt íbúð sem þeir áttu fyrir.
Fólk getur búið í íbúðum í allt að
þrjá mánuði eftir sölu á nauðung-
aruppboði.
BREYTING
SKULDA
››