Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 www.kaupthing.is Til fyrrum viðskiptavina SPRON og Netbankans Ágæti viðskiptavinur Fjármálaeftirlitið yfirtók SPRON vegna fjárhagsörðugleika 21. mars 2009 og setti skilanefnd yfir rekstur SPRON. Samhliða yfirtökunni gerðu stjórnvöld samkomulag við Nýja Kaupþing um að innlánsreikningar fyrrum viðskiptavina SPRON og Netbankans færðust yfir til Nýja Kaupþings. Ég vil því bjóða fyrrum viðskiptavini SPRON innilega velkomna í hóp viðskiptavina Nýja Kaupþings. Yfirfærsla innlánsreikninga tókst vonum framar Starfsfólk Nýja Kaupþings hefur lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að fyrrum viðskiptavinir SPRON og Netbankans verði sem minnst varir við þessa yfirfærslu. Það hefur tekist vonum framar. Nýir viðskipta- vinir bankans hafa t.d. getað notað greiðslukort sín og haft fullan aðgang að netbönkum. Þá hefur Nýja Kaupþing ráðið til sín um tuttugu fyrrum starfsmenn SPRON. Ákvörðun skilanefndar SPRON Til að tryggja viðskiptavinum heildstæða þjónustu lagði Nýja Kaupþing áherslu á að fá einnig að þjónusta þau útlán sem SPRON og Netbankinn höfðu veitt viðskiptavinum sínum. Til að sinna útlánaþjónustu þarf aðgang að ákveðnum upplýsingakerfum. Því miður hafnaði skilanefnd SPRON beiðni Nýja Kaupþings um slíkan aðgang en gerði þjónustusamning vegna útlána við þriðja aðila. Við í Nýja Kaupþingi teljum þetta miður og hörmum að ákvörðun hafi ekki verið tekin með heildarhagsmuni fyrrum viðskiptavina SPRON og Netbankans að leiðarljósi. Meginmarkmið okkar er að tryggja rétt til eðlilegra bankaviðskipta Nýja Kaupþing hefur lagt kapp á að finna farsæla lausn með stjórnvöldum. Það er meginmarkmið okkar að nýjum viðskiptavinum Nýja Kaupþings verði tryggður réttur til eðlilegra bankaviðskipta og þeir verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna breyttra aðstæðna á íslenskum fjármálamarkaði. Reykjavík, 4. apríl 2009 Með góðri kveðju, Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings banka TANNLÆKNAFÉLAG Íslands og tannlæknadeild HÍ bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkr- ar næstkomandi helgar. Í fréttatilkynn- ingu segir að reynslan sýni að eitt af því sem foreldrar neyðist til að spara þeg- ar þrengir að í fjármálum séu tannviðgerðir og eftirlit hjá börn- um og unglingum. Dregið hafi stór- lega úr þátttöku stjórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasi hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og ung- linga. Þjónustan verður veitt í húsnæði tannlæknadeildar HÍ, Tanngarði, í laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí, frá kl. 10-13. Ekki er tekið við tímapöntunum. Ókeypis tann- læknaþjónusta UMFERÐARRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til sveitarfélaga og um- ferðaryfirvalda að bæta merkingar og aðgengi að bílastæðum fyrir fatlaða. Miða þarf stærð og um- hverfi stæðanna við að þau nýtist auðveldlega öllum fötluðum. Bæði þurfa skilti og yfirborðsmerkingar að vera sýnileg, þannig að engin vafi leiki á að um slíkt stæði sé að ræða. Einnig ætti að endurskoða upphæð sekta fyrir að nýta sér ólöglega stæði fatlaðra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæta þarf merkingar NÝ flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kemur til landsins 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun. Vél- in er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim. Vélin kostar um 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist fullkomlega. Ef eitthvað er mun verkið verða undir kostnaðaráætlun, að því er segir í tilkynningu. Vélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada en ísetning tæknibúnaðar fer fram hjá Field Aviation í Kanada. Þjálfun á flug- vélina hefst nú um helgina. Ný flugvél Gæsl- unnar kemur í júlí Á kjörskrárstofnum vegna alþing- iskosninganna 25. apríl eru 227.896 kjósendur, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Konur eru 114.295 en karlar 113.601. Við alþingiskosn- ingarnar 12. maí 2007 voru 221.330 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin 6.566 eða 3,0%. Sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnum sem Þjóð- skrá lætur þeim í té. 227.896 á kjörskrá STUTT ACTAVIS hefur ákveðið að færa ís- lenskum sjúkrastofnunum gjöf í til- efni þess að fyrstu krabbameinslyf félagsins á stungulyfjaformi eru nú aðgengileg á Íslandi. Mun Actavis afhenda sjúkrastofnununum árs- birgðir af fimm tilteknum krabba- meinslyfjum endurgjaldslaust, fjög- ur lyf frá 1. apríl 2009 og eitt lyf frá 1. janúar 2010. Verðmæti gjafarinnar er metið um 13-15 milljónir íslenskra króna. Actavis átti lægsta tilboðið í níu lyf í útboði sem Ríkiskaup efndi til í haust. Í kjölfar þess var ákveðið að gefa nýju krabbameinslyfin fyrir sjúkrahús fyrsta árið. Lyfin eru öll framleidd í lyfjaverk- smiðju Actavis í Rúmeníu, sem er sérhæfð í framleiðslu krabbameins- lyfja. Verksmiðjan var keypt vorið 2006. Síðan hefur verið unnið að því að skrá lyf frá henni inn á markaði Actavis víða um heim. Actavis gefur ný krabbameinslyf Morgunblaðið/Árni Sæberg Krabbameinslyf Ólöf Þórhallsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi, af- henti Birni Zoëga, framkvæmdastjóra lækninga hjá LSH, gjöfina. Verðmæti metið um 13-15 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.