Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar.
2. Ger› grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræ›ileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt.
5. Samþykktir kynntar.
6. Önnur mál.
Ársfundur 2009
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
þriðjudaginn 28. apríl 2009 og hefst kl. 17.00.
Reykjavík 16. 03. 2009
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
Heilbrigðisþjónusta á tímamótum:
Ný viðhorf - nýjar lausnir - aukinn jöfnuður
Vinnudagur á Hótel Nordica, þriðjudaginn, 7. apríl kl. 15-18
Heilbrigðisráðherra, í samstarfi við félög fagstétta í heilbrigðisþjónustu, boðar starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar til opins vinnudags 7. apríl 2009, á alþjóðlega heilbrigðisdegin-
um. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á komandi misserum
og tilgangurinn með vinnudeginum er að gefa öllu heilbrigðisstarfsfólki færi á að tjá
skoðanir sínar á því sem framundan er. Til að tryggja megi góða heilbrigðisþjónustu á
erfiðum tímum þurfa allar fagstéttir, jafnt sem heilbrigðisráðuneytið, að ganga í takt.
Dagskrá
15:00 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, opnar fundinn
15:10 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra,
gerir grein fyrir vinnunni sem að baki liggur og markmiðum með vinnudeginum
15:30 Almennar umræður - hámarksræðutími 3 mínútur
16:10 Málstofur
Handleggsbrot og mæðravernd: Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni
Málstofustjóri: Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneyti
Samráð og samstaða: Krafan um lýðræðisleg vinnubrögð
Málstofustjóri: Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi
Með verk fyrir hjarta: Samspil hins andlega og hins líkamlega
Málstofustjóri: Andrés Magnússon, geðlæknir
Gengur kapallinn upp? Heilbrigðisþjónusta á krepputímum
Málstofustjóri: Sigurður Guðmundsson,
forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
17:30 Samantekt
18:00 Vinnudagsslit og léttar veitingar
Vinnudagurinn er öllu heilbrigðisstarfsfólki opinn en nauðsynlegt er að skrá sig
til þátttöku hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur: gudrun.gunnarsdottir@hbr.stjr.is
Félag íslenskra
sjúkraþjálfa
Félag
geislafræðinga
ÖLLUM er ljóst
hvert ástand efna-
hagslífsins er hér á
landi og ekki þarf að
orðlengja um sam-
drátt á heimsvísu. Í
ástandi sem þessu
breytast áherslur í
viðskiptum og öllu
atvinnulífi. Með það í
huga er áhugavert að
skoða hvernig efnahagssveiflur
hafa áhrif á nýsköpun, tækniþróun
og hugverkaréttindi. Við mat á ný-
sköpun og tækniþróun er stuðst
við ýmsa mælikvarða, einn þeirra
er fjöldi einkaleyfa.
Þegar fjármagn er takmarkað
og draga þarf saman í rekstri
mætti ætla að aðilar drægju einnig
úr kostnaði við vernd hugverka og
að umsóknum um einkaleyfi fækki.
Af tölulegum upplýsingum frá
einkaleyfayfirvöldum víða um
heim má þó sjá að umsóknum hef-
ur almennt ekki fækkað á kreppu-
tímum og fjölgar jafnvel í sumum
ríkjum. Áherslur breytast þó mik-
ið, eigendur taka til í eignasafninu
og viðhalda færri einkaleyfum.
Kannanir sína einnig að eigendur
standa betur vörð um einkaleyfin
og málaferlum á þessu sviði fjölg-
ar. Flestir draga úr kostnaði við
markaðsmál en leggja aukna
áherslu á tækni og þróunarvinnu.
Fjöldi einkaleyfaumsókna hér á
landi gefur ekki eins skýra mynd
og í stærri hagkerfum. Talsvert af
afurðum tækni- og þróunarvinnu
okkar er ekki vernduð hérlendis
m.a. vegna smæðar markaðarins.
Til að meta styrkleika okkar í ný-
sköpun með einkaleyfaupplýs-
ingum er því nauðsynlegt að skoða
fjölda umsókna er koma frá ís-
lenskum aðilum inn á stærri mark-
aðssvæði, s.s. til Bandaríkjanna
eða Evrópsku einkaleyfastofunnar
(EPO). Ef litið er á þær tölur frá
árunum 2000-2003, sem er talið
vera tímabil síðustu efnahags-
lægðar hér, má sjá að umsóknum
frá Íslandi fækkaði ekki og að
grunnumsóknir voru flestar árið
2002 (60 talsins, sami fjöldi og árið
2007). Þegar litið er á fjölda um-
sókna frá íslenskum aðilum síð-
ustu átta ár, kemur í ljós að há-
punkturinn í Bandaríkjunum var
árið 2003 en í Evrópu árið 2006.
Fjöldinn í Evrópu 2006 kemur
væntanlega ekki á óvart þar sem
árin á undan voru mikil upp-
gangsár en hinsvegar er fjöldinn í
Bandaríkjunum árið 2003 athygl-
isverður í ljósi þess að hér hafði
þá verið samdráttarskeið.
Á samdráttartímum er áhersla
lögð á að finna tæknilegar úr-
lausnir sem geta sparað orku,
krefjast minna hrá-
efnis og auka afköst.
Ennfremur hefur
vandinn vegna hlýn-
unar jarðar aukið eft-
irspurn eftir nýjum
lausnum í orkumálum.
Möguleikar okkar Ís-
lendinga til verðmæta-
sköpunar liggja eflaust
í mörgu, en orkulindir
og nýting þeirra eru
líklega efst í huga
margra. Í ljósi að-
stæðna í heiminum nú,
má jafnvel segja að það sé skylda
okkar að leggja lóð á vogarskál-
arnar, þróa leiðir til nýtingar
orkulindanna og deila þeirri vitn-
eskju með öðrum.
Í gagnagrunnum einkaleyfa er
að finna fjölda uppfinninga á ýms-
um orkusviðum og í skýrslu Efna-
hags- og þróunarstofnunar Evrópu
(OECD) um einkaleyfi frá 2008
(Compendium of Patent Statistics)
er sérstök umfjöllun um uppfinn-
ingar á sviði vistvænnar orku. Ís-
land er enn ekki á blaði í slíkum
samantektum. Í skýrslunni kemur
fram að stórþjóðir eins og Þjóð-
verjar, Japanir og Bandaríkja-
menn áttu flest einkaleyfi á sviði
vistvænnar orku árið 2005. En ef
tölur eru skoðaðar í hlutfalli við
stærð ríkja kemur í ljós að Danir
eru í fararbroddi, með 161 einka-
leyfi á sviði vindorku á árunum
2003-2005. Þessi sterka staða
Dana, sem ekki búa yfir auðlind-
um eins og við gerum, vekur mann
til umhugsunar. Það þarf ekki
stórþjóðir til að koma fram með
lausnir – en það þarf tilteknar
undirstöður til að hugvit og ný-
sköpun dafni.
Hafa þarf í huga að uppfinn-
ingar á sviði vistvænnar orku eru í
örri þróun. Uppfinningar þessar
hafa verið flokkaðar í þrjár kyn-
slóðir, í lausnir varðandi vatns-
orku, jarðhita og brennslu á líf-
rænu eldsneyti. Í annarri
kynslóðinni, sólarorku- og vind-
orkulausnir og í þriðju kynslóð-
inni, sem er enn í mikilli þróun,
eru frekari lausnir tengdar sól-
arorku, orku sjávar og flóknari
jarðhitalausnir. Hugvit og þekking
hér á landi geta án vafa skapað
okkur veglegan sess meðal frum-
kvöðla á sviði vistvænnar orku.
Ekki er ólíklegt að einhverjar
þeirra tæknilegu lausna, sem kom-
ið hafa fram við verkefni á sviði
orkumála hér, hafi verið einkaleyf-
ishæfar eða nýtanlegar með öðrum
leiðum sem hugverk. Afar mik-
ilvægt er að hafa í huga, þegar
haldið verður áfram á þeirri braut
að nýta orkulindir hér á landi, að
uppfinningar og hugvit geta nýst
okkur sem enn frekari tekjulind.
Einkaleyfisverndaðar uppfinningar
efla nýsköpun, dreifa þekkingu og
leiða þannig til frekari tækni-
framfara.
Öll fjármögnun er nú erfið.
Jafnvel í uppsveiflu síðustu ára
var ekki auðvelt að afla fjár til ný-
sköpunarverkefna, sem er mjög
bagalegt þar sem afurðir slíkra
fjárfestinga hefðu getað nýst okk-
ur í dag. Veik staða íslensku krón-
unnar að undanförnu gerir ís-
lenskum aðilum einnig erfitt að
sækja vernd erlendis. Þeir sem
hafa eitthvað svigrúm til athafna
þurfa að nota tímann núna til
rannsókna og þróunar. Þegar
markaðir rétta úr sér er nauðsyn-
legt að hafa eitthvað til að byggja
á. Að þessu þarf að huga og leita
allra leiða til að styðja við nýsköp-
un, tækniþróun og vernd hugverka
Tækifæri okkar í kreppunni?
Ásta Valdimars-
dóttir skrifar um
efnahagsmál » Það þarf ekki stór-þjóðir til að koma
fram með lausnir – en
það þarf tilteknar und-
irstöður til að hugvit og
nýsköpun dafni
Ásta Valdimarsdóttir
Höfundur er forstjóri Einkaleyfa-
stofu og í stjórn framkvæmdaráðs
Evrópsku einkaleyfastofunnar og í
stjórn Evrópsku einkaleyfaakademí-
unnar.
, ,