Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 54
54 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „HUGMYNDIN er að gera Íslenskt tónlistarsumar að ramma utan um íslenskt tónlistarlíf í sumar, hvort sem það sé út- gáfa, tónleikar eða annað,“ segir Helgi Pjetur Jó- hannsson, fram- kvæmdastjóri Ís- lensks tónlistarsumars, hátíðar sem hald- in verður víða um land í sumar. Um er að ræða verk- efni á vegum Samtóns og verður það unnið í samstarfi við Reykjavík- urborg og sveitarfélög á lands- byggðinni. Stefnt er að því að hátíð- in hefjist með stórum tónleikum í höfuðborginni í byrjun júní. „Við ætlum að láta þetta tengjast sem flestum viðburðum, hvort sem þeir séu úti á landi eða í bænum. Plötuútgefendur munu líka taka þátt í þessu með því að setja ákveðið merki á þær plötur sem koma út í sumar,“ segir Helgi, en fljótlega verður sett upp heimasíða þar sem allar upplýsingar um viðburði hátíð- arinnar verður að finna. Bösk-banni aflétt? Á meðal hugmynda sem eru uppi er að koma á fót svokölluðum tón- listartreflum í miðborg Reykjavík- ur. „Þetta er hugmynd sem er komin frá menningarfulltrúum Reykjavík- urborgar. Þá erum við að tala um þessar stefnur, Laugaveg og niður í Austurstræti, og svo frá Arnarhóli og í áttina að Hljómskálagarðinum. Þetta ættu að geta orðið svona lif- andi listatreflar þar sem við verðum þá með tónleika og aðra viðburði,“ segir Helgi, en þeir sem hafa áhuga á að halda tónleika á þessum stöðum geta sett sig í samband við hann. Þá hefur verið rætt við fram- kvæmdaaðila tónlistarhússins um skipulagningu tónlistarviðburða í húsinu strax í sumar. „Þetta er hug- mynd sem kom upp, en það er ekk- ert staðfest í þeim efnum. En þótt tónlistarhúsið líti út fyrir að vera rétt fokhelt eru víst salir inni í því sem eru mjög langt komnir. Þannig að það er möguleiki að halda eina eða tvenna tónleika þar í sumar. Þá myndu framkvæmdaaðilar búa svo um að það væri hægt, hvað varðar öryggi og annað slíkt. En þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir Helgi. Þá er í skoðun að aflétta banni við svokölluðu böski í sumar, en bösk er það kallað þegar listamenn hvers konar leika listir sínar á götuhorn- um og þiggja frjáls framlög fyrir. „Ég ætla að kynna mér hvort það sé æskilegt að halda þessu banni eða ekki, en mörgum finnst til dæm- is skemmtilegt að fara til Kaupmannahafnar, ganga Strikið og upplifa stemninguna þegar götu- listamenn eru að spila. Sumir segja að þetta sé betl, en ég er nú ekki al- veg sammála því. Þú getur alveg horft á þótt þú sért ekki með pening til að gefa. En þetta kemur allt sam- an í ljós.“ Tónlistarhúsið vígt í sumar?  Íslenskt tónlistarsumar haldið hátíðlegt í sumar  Fjölbreytt dagskrá í bígerð um allt land  Fyrstu tónleikarnir í tónlistarhúsinu verða hugsanlega í sumar Morgunblaðið/Golli Sumar Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin Hjaltalín eiga eflaust eftir að koma við sögu í Íslensku tónlistarsumri. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VÖRUHÖNNUÐIR gæddu tóm rými við Laugaveginn nýju lífi um síðustu helgi með innsetningum og útstillingum og var það hluti af HönnunarMars. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hafa tómu rýmin opin í dag og á morgun. Auk þessa verður efnt til vinnusmiðju þar sem vöru- hönnuðir leysa nokkur vandamál hversdagsins með þeirri nálgun og aðferðarfræði sem einkennir vinnu- brögð þeirra. „Við ætlum að takast á við nokkur raunveruleg vandamál í hversdags- lífinu á klukkutíma og gefa gestum og gangandi dálitla innsýn í það hvernig við vinnum og sjáum hlut- ina,“ segir Hlín Helga Guðlaugs- dóttir vöruhönnuður. Leikskóli og fiskbúð „Við setjum vinnusmiðjurnar upp á Laugaveginum en tökum fyrir vandamál sem eru fyrir hendi í raun- veruleikanum og notum ákveðinn leikskóla, fiskbúð og bensínstöð. Vandamálin eru t.d. aðstöðuleysi í leikskóla, það sem lýtur að við- skiptavinum í fiskbúð og ruslasöfn- un í kringum bensínstöðvar.“ Verkefnið er unnið í hópvinnu af 12 til 15 hönnuðum. Niðurstöðurnar verður svo hægt að kynna sér í rým- unum allan daginn. Vinnusmiðj- urnar fara fram á Laugavegi 67 og 40 í dag á milli kl. 12 og 13. „Takmarkið er að koma með raun- hæfar lausnir og svo yrði auðvitað frábært ef hugmyndirnar yrðu nýtt- ar á þessum stöðum,“ segir Hlín. Vilji er fyrir hendi hjá vöruhönn- uðum að halda áfram að fylla tóm rými á Laugaveginum en Hlín segir framhaldið óvíst. „Rýmin fara í og úr leigu og þetta verður að vinnast í samvinnu við alla sem koma að þeim, en viljinn er fyrir hendi.“ Tómu rýmin eru opin í dag frá 12 til 18 og á morgun frá 12 til 16. Vinnusmiðja vöruhönnuða Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun Vöruhönnuðir sýna víða í tómum rýmum í miðbænum. Leysa vandamál hversdagsins fyrir gesti og gangandi Upp hafa komið ýmsar hug- myndir um nýtingu gamla Aust- urbæjarbíós undir tónlistar- viðburði. Fyrir liggur að stóri salur hússins er ónotaður og því mögulegt að hann verði nýttur undir dagskrá Tónlistarsum- arsins. Þá hafa Félag hljóm- plötuframleiðanda, Rás 2 og Tónlist.is staðið að vali á 100 bestu plötum Íslandssögunnar og er líklegt að það val verði tvinnað inn í íslenska tónlistar- sumarið. Fleiri hugmyndir Fólk STÓRHUGINN og leiklistarneminn Ágúst Bjarnason er nú í óðaönn að koma heim og sam- an nýjum sjónvarpsþætti sem ber ekki dóna- legra nafn en Hollywood 90210. Samkvæmt heimasíðu þáttarins er sjónvarpsævintýrið í tíu þáttum og gerist í Los Angeles á árunum 2007- 2009. Í þáttunum fer Ágúst Bjarnason með áhorfendur í ferðalag um merkustu staðina í Hollywood og Beverly Hills en einnig er farið á frumsýningar, bílasýningar, tískusýningar og fleiri viðburði. Hollywood er að sjálfsögðu borg- in þar sem stjörnurnar búa og því birtast fjöl- margir þekktir leikarar og tónlistarmenn í þættinum eins og þegar má sjá í kynning- arstiklu sem finna má á www.90210.is. Í þætt- inum verða einnig birt viðtöl við Íslendinga sem búa og starfa á svæðinu svo sem við leikkonuna Anitu Briem sem kemur fram í einum þætti ásamt föður sínum Gunnlaugi Briem trommu- leikara. Að því er fram kemur í kynningartexta er þáttaröðin sú fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi og farið verður um víðan völl. Í þáttunum verða meðal annars tónlistaratriði, ævisögur, getraun vikunnar, stjörnuskoðun (hús stjarn- anna), leikin atriði úr þekktum kvikmyndum og svo framvegis. Á hinn bóginn er ekki að sjá að þátturinn hafi verið bókaður á neinni íslenskri sjónvarpsstöð og á síðunni er óskað eftir aug- lýsendum fyrir þáttinn. Á meðal þeirra sem nefndir eru sem þátttakendur („the cast“) í þættinum má nefna Lindsay Lohan, Justin Tim- berlake og Coolio – hvorki meira né minna. Íslenskur sjónvarpsþáttur um Hollywood Morgunblaðið/G.Rúnar Ágúst Bjarnason Er víst vel kunnugur lífi fræga og fallega fólksins í Hollywood.  Í kvöld fara fram tónleikar í Ra- dio City Music Hall í New York til styrktar velgjörðarsjóði banda- ríska leikstjórans Davids Lynch en Lynch hefur lengi barist fyrir betri heimi, ekki síst með ástundun inn- hverfrar íhugunar í því augnamiði að læra og skilja veröldina í kring- um okkur betur í stað þess að rífast þetta alltaf hreint. Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr en einn- ig þau Eddie Vedder úr Pearl Jam, Moby, Donovan og Sheryl Crow. Síðast en ekki síst verður þarna á meðal íslenski söngvarinn Seth Randolph Sharp sem er mörgum að góðu kunnur af sönghæfileikum sínum en hann tók m.a. þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra auk þess að hafa leikið og sungið í ófáum Broadway-sýningunum. Seth mun þó ekki koma einn fram á tónleikunum heldur verður hann hluti af stórum kór sem mun aðstoða stjörnurnar við flutninginn í Radio City. Seth Sharp á sviði með McCartney og Ringo  Eins og fram hefur komið stendur nú yfir val á 100 bestu plötum Ís- landssög- unnar. Það eru Rás 2, Félag hljómplötuframleiðanda og Tónlist- .is sem standa að valinu og þrátt fyrir að um grímulausan markaðs- leik sé að ræða má alltaf skemmta sér við svona uppátæki. Upphaflega voru u.þ.b. 500 plöt- ur í pottinum en eftir því sem næst verður komist stendur valið nú á milli tæplega 200 platna. Á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní er svo ráðgert að tilkynna 100 bestu plöturnar og þá röð sem þær skipa sér í. Ekki eru þó allir sáttir við þenn- an gjörning og borið hefur á að óháðir útgefendur hafi ekki náð að senda inn sínar tillögur í tæka tíð. Kenna einhverjir slakri kynningu um en aðrir ganga svo langt að segja að um samantekin ráð hags- munaaðila sé að ræða. Gat nú verið. Óháðir gagnrýna val á bestu plötunum Helgi Pjetur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.