Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Morgunblaðið/Heiddi Endurhæfing Ögmundur Jónasson og Pétur Magnússon skoðuðu aðstöðuna á Hrafnistu en skelltu sér þó ekki í heita pottinn í þetta skiptið. TVÆR nýjar deildir voru teknar formlega í notkun á Hrafnistu í Reykjavík í gær, er Ögmundur Jón- asson heilbrigðisráðherra og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, skrifuðu undir samstarfssamning um rekstur þeirra. Um er að ræða 20 skammtíma- hvíldarrými með endurhæfingu og 30 dagvistarrými með endurhæf- ingu. Rýmin eru ætluð skjólstæðing- um heimahjúkrunar á öllu höfuð- borgarsvæðinu og á Landspítala. Áhersla er lögð á líkamlega og and- lega endurhæfingu þeirra sem nýta sér þjónustuna, sem mikil þörf er sögð hafa verið fyrir meðal eldri borgara í Reykjavík. „Að undanförnu hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík,“ segir Pétur og kveður með framkvæmdunum verið að koma til móts við vaxandi kröfur nú- tímans um aðbúnað aldraðra. „Þetta hefur hins vegar líka leitt til fækk- unar heimilismanna og því geta stoð- deildir á borð við iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun nú tekið að sér að- hlynningu þeirra sem nýta sér þessa þjónustu,“ segir Pétur. Einstaklingar sem koma í hvíld- arinnlögn með endurhæfingu eiga þess kost að búa á Hrafnistu í allt að sex vikur. Áhersla er þá lögð á ein- staklingsmiðaða endurhæfingu, m.a. með iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og sundi. Markmiðið með innlögnunum er m.a. að veita einstaklingnum aukna færni til þess að búa lengur í eigin húsnæði. Þeim einstaklingum sem koma í dagvistun með endurhæfingu er boð- ið upp á markvissa endurhæfingu en eiga þess jafnframt kost að nýta sér aðra þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða. Þó að meginmark- miðið með dagvistinni sé endurhæf- ing verður jafnframt lögð áhersla á að rjúfa félagslega einangrun hinna öldnu með félagsskap og afþreyingu. Segir Pétur þessa starfsemi flétt- ast vel inn í það fjölbreytta starf sem fyrir sé Hrafnistu og samræmast vel þeirri stefnu stjórnvalda að einstak- lingar geti dvalið sem lengst heima. annaei@mbl.is Gert auðveldara að dveljast heima  Áhersla er lögð á líkamlega og andlega endurhæfingu á nýjum deildum Hrafnistu í Reykjavík  Rýmin ætluð skjólstæðingum heimahjúkrunar á öllu höfuðborgarsvæðinu og á Landspítala FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SALA á ríkisbönkum eða sameining, dreifð eignaraðild að bönkunum, er- lend eignaraðild og áframhaldandi rannsókn á bankahruninu eru áber- andi áhersluatriði þegar stefnuyfir- lýsingar og ályktanir stjórnmála- flokka eru skoðaðar, sem tengjast endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrunið í haust. Íslenska fjármálakerfið er meira og minna komið í hendur ríkissjóðs eftir að neyðarlögin voru sett í októ- ber sl. Ekki aðeins stóru viðskipta- bankarnir þrír, heldur einnig Straum- ur og Sparisjóðabankinn. Nokkrir sparisjóðir standa tæpt en eftir eru smærri fjármálafyrirtæki sem virðast hafa tekið minni áhættu og gleypa nú einhverja mola sem detta af borðum, eins og MP banki með SPRON. Mistókst einkavæðingin? Þessi staða hefur orðið stjórnmála- flokkum að umtalsefni á landsfundum þeirra og flokksþingum þar sem allir tala um uppstokkun á fjármálakerf- inu með einum eða öðrum hætti. Far- ið er að tala um að ein af ástæðum hrunsins hafi verið eignarhaldið á bönkunum, að það hafi ekki verið nógu dreift. Einkavæðing bankanna hafi mistekist. Vafalítið af þeim sökum leggja flokkarnir mikla áherslu á að eignar- aðildin verði dreifð og sumir vilja fá inn erlenda kröfuhafa sem eigendur, eins og Framsóknarflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin. Vinstri grænir vilja ekki að ríkið sleppi alfarið hendi sinni af bönkun- um heldur verði áfram inni sem eig- andi að hluta. Jafnframt er kallað eftir breyttri löggjöf um fjármálafyrirtækin, eftirlit með þeim verði hert, dregið verði úr bankaleynd og komið í veg fyrir að bankar geti lánað til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, ekki síst til eigenda þeirra. Flestir flokkar leggja tölu- verða áherslu á að við rannsókn á bankahruninu verði fengnir til starfa óháðir sérfræðingar og helst erlendir. Það hefur nú að einhverju leyti þegar verið gert, eins og með ráðningu Evu Joly. Jafnframt er tekið skýrt fram, eins og hjá Sjálfstæðisflokknum, að við rannsóknina verði ekkert skilið undan. Sækja eigi þá til saka sem brotið hafi lög í aðdraganda banka- hrunsins. Tími uppgjörs er því greinilega runninn upp. Stjórnmálaflokkar vilja koma í veg fyrir að hlutirnir endur- taki sig á bankamarkaðnum. Ekki er mikið horft inn á við í þeim efnum, nema í einhverjum tilvikum er talað um að setja sér siðareglur. Rannsókn á svo kannski eftir að leiða í ljós hvort ábyrgð stjórnmála- manna hafi verið einhver. Spilin stokkuð upp á nýtt  Flokkarnir kalla eftir dreifðri eignaraðild banka og frekari rannsókn á hruninu  Eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði hert til muna og dregið úr bankaleynd Kröfuhafar fái hlut í nýju ríkisbönkunum. Samið verði við erlenda eigendur krónubréfanna. Lífeyrissjóðum veitt heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti. Sameining tveggja ríkisbanka gæti verið fýsilegur kostur. Ríkið ábyrgist lán til skamms tíma á milli banka. Endurskoða lög um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Rannsaka þarf ástæður bankahrunsins og skilja ekkert undan. Lagaumhverfið verði endurskoðað í ljósi reynslunnar og eftirlit aukið. Ríkisbönkunum verði komið í dreifða einkaeign og m.a. í erlenda eign. Stuðla að nauðsynlegri endurreisn virks hlutabréfamarkaðar. Tryggja fjármagn og heimildir í rannsókn bankahrunsins. Þeir sem brotið hafa lög verði sóttir til saka. Sett verði öflug löggjöf um fjármálamarkaðinn og eftirlit með honum. Endurskoða regluverk við stjórnun peningamála. Bankakerfið verði endurreist og bankarnir endurfjármagnaðir. Opinber rannsókn erlendra sérfræðinga á bankahruninu. Afturvirk lög sem ógilda alla fjármálagerninga síðustu tveggja ára. Heildarskuldir þjóðarbús verði metnar og gert upp við lánardrottna. Stjórnendur og eigendur banka gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Móta reglur fyrir fjármálakerfið sem byggjast á ábyrgð og siðferði. Sterkar og sjálfstæðar eftirlitsstofnanir geti framfylgt reglunum. Ríkið marki stefnu um dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum. Erlend eignaraðild mikilvæg til að skapa traust. Takmarka bankaleynd til að auðvelda eftirlit. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Takmarka heimildir banka til lánveitinga til kaupa í sjálfum sér. Ríkisbönkum fækkað með sameiningu og hluti bankanna í ríkiseigu. Bankar sinni aðeins inn- og útlánastarfsemi fyrir almenning. Bankar í fjárfestingar- og áhættustarfsemi alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Félagsleg eign og hlutverk sparisjóðanna verði tryggð. Aukið eftirlit með fjármálaþjónustu innlendra og erlendra aðila. Lög komi í veg fyrir óeðlilega viðskiptahætti, s.s. krosseignatengsl Bankaleynd afnumin ef grunur er um óeðlilega viðskiptahætti. Endurskipulagning fjármálakerfisins Áherslur flokka fyrir þingkosningar 25. apríl 2009 X-B Framsóknarflokkurinn X-D Sjálfstæðisflokkurinn X-F Frjálslyndi flokkurinn X-O Borgarahreyfingin X-S Samfylkingin X-V Vinstrihreyfingin – grænt framboð Í HNOTSKURN »Áherslumálin hér til hliðareru í tilviki nokkurra flokka alls ekki tæmandi, heldur tæpt á því helsta. »Meðal þess sem ekki er álistanum er að Vinstri grænir og Borgarahreyfingin nefna einir flokka frystingu eigna auðmanna meðan á rannsókn stendur. »Næst verða teknar fyrir íblaðinu áherslur flokk- anna í velferðarmálum. UMFERÐIN á þjóðvegum lands- ins, mæld á 16 völdum talning- arstöðum á Hringveginum, var mun minni í mars síðastliðnum, en í sama mánuði árin á undan. Umferðin á þessu stöðum er 14,8% minni í mars í ár en hún var í mars í fyrra. Umferðin í mars núna minnkar það mikið að hún er minni en hún var í mars 2005. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 hefur umferð á þessum 16 talning- arstöðum dregist saman um 3,3%. Bent er á það á vef Vegagerð- arinnar, sem reiknar þessar tölur út, að páskar voru í mars í fyrra en verða í apríl í ár. Umferð er alla jafna mikil á þjóðvegunum um páska og samanburður því erfiður. Segir Vegagerðin að betri sam- anburður ætti að fást að aprílmán- uði liðnum. Ef litið er til einstakra landshluta kemur í ljós að mesti samdráttur umferðar í mars er á Norðurlandi, eða 19,7%. Samdráttur umferðar á Austurlandi er 19%, á Vesturlandi 17,8%, á Suðurlandi 11,5% og 9,7% í nágrenni höfuðborgarinnar. sisi@mbl.is Minni um- ferð um þjóðvegi Samdrátturinn var 15% í marsmánuði FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um tæplega 37% í mars miðað við sama mánuð í fyrra, úr 147 þúsund farþeg- um árið 2008 í 93 þúsund farþega nú. Bent er á það á vef flugstöðv- arinnar, að páskarnir voru í mars 2008 en eru núna í apríl að þessu sinni. Samanburður er því ekki raunhæfur, því fólk er venjulega mikið á faraldsfæti um páskana. Farþegum til og frá Íslandi fækkaði um rúmlega 37% milli ára í mars en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið fækkaði um tæp 35%. Þróunin í apríl er sú sama og hófst fyrir ári. Það var einmitt í apríl 2008 sem farþegum fór að fækka, eftir að hafa fjölgað milli mánaða um langa hríð. Fækkun farþega í janúar og febrúar á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra var nákvæmlega sú sama, 27,7%. sisi@mbl.is Farþegum fækkar enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.