Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Hönnuðir Koziol leggja áherslu á frumlegar eldhúsvörur sem hafa fjölbreytt notagildi en gleðja jafnframt augað. Babell er kökudiskur, sælgætisskál eða hvað sem þér dettur í hug að nota hann í, hvort sem þú vilt hafa hann einu, tvennu eða þrennu lagi. Flott leið til að bjóða upp á meðlæti án þess að vera með læti. Þriggja hæða hlaðborð J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Sú ríkisstjórn sem lætur sér detta í hug að setja 15-20 milljarða í að ljúka við tónlistarhúsið verður ein- faldlega að setjast niður og skoða hug sinn betur. Þetta ágæta fólk sem nú situr í ríkisstjórn er mikið félagshyggjufólk og innst inni hlýtur það að vita að það er bull og vitleysa að setja pening í þetta verkefni. Við erum á þeim stað núna að við verð- um að horfa í hverja krónu.“ Eigum við nógu góða stjórn- málamenn? „Stjórnmálmennirnir sem við eig- um erum stjórnmálamennirnir sem við eigum skilið. Það er enginn vandi fyrir mann á mínum aldri að segja að þetta hafi allt saman verið skemmtilegri og umfangsmeiri kar- akterar á árum áður. Það er bara vegna þess að það er erfitt að sjá stóra persónuleikann í fólki sem er tvisvar sinnum yngra en maður sjálfur.“ Ekki alltaf sammála Davíð Talandi um sterka persónuleika, nú voruð þið Davíð Oddsson nokk- uð góðir vinir, haldið þið ennþá sambandi? „Ég er búinn að þekkja Davíð Oddson í áratugi og mér finnst hann með skemmtilegustu mönnum, ein- hver besti sögumaður sem þessi þjóð hefur átt. Ég hef hins vegar ekki haft mikið samband við hann, því miður og er það sjálfsagt vegna þess að við höfum báðir haft töluvert að gera. Ég dáist að Davíð fyrir greind hans og skilning á því sam- félagi sem hann býr í og einnig fyrir það hversu hjartahlýr og góður maður hann er. Ég hef hins vegar ekki alltaf verið sammála honum í pólitík og hef stundum verið fúll út í það sem hann hefur gert og sagt. Ég var til dæmis ósáttur við það sem hann sagði á sínum tíma um fátækt í íslensku samfélagi. Hann hefur hins vegar sem einstaklingur og stjórn- málamaður margoft sýnt mér að hann ber fyrir brjósti hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Það hefur verið vegið harkalega að Davíð upp á síðkastið og honum kennt um hrun íslensks efnahags- lífs. Hann var forsætisráðherra í 13 ár og ber því stóran part af þeirri pólitísku ábyrgð sem hlýtur að leyn- ast að baki hruninu. Það má hins vegar ekki gleyma því að forsætis- ráðherrann Davíð skar upp herör gegn þeirri spillingu sem hann sá bæði í bönkum og viðskipta- samstæðum í landinu, þótt það fríi hann svo sannarlega ekki pólitískri ábyrgð. Sem seðlabankastjóri hafði hann lítil áhrif á gang mála bæði vegna þess að Seðlabankinn hefur lítil völd og fá úrræði og svo vegna þess að honum tókst ekki að fá hið pólitíska vald til þess að bregðast við varnaðarorðum sínum. Ég er meira að segja reiðubúinn til þess að halda því fram að ef Davíð hefði ver- ið forsætisráðherra á síðasta hausti værum við í mun betri málum núna en raun ber vitni. Nú legg ég aftur áherslu á að ég er ekki alltaf sammála Davíð, til dæmis mótmælti ég stríðinu í Viet Nahm og barðist gegn hernum en hann lagði blessun sína á innrásina í Írak. Það er ekki orðum aukið að ég hafi ekki orðið fyrir meira aðkasti fyrir neitt á minni ævi en vinskap minn við Davíð og aldrei meira en síðan árásir hófust á hann á liðnu hausti. Ég lít á Davíð sem vin minn og fyrir það greiðir maður rúllu- gjald eins og allt annað sem er ein- hvers virði í þessu lífi. Maður snýr ekki baki við vinum sínum þótt gefi á bátinn þeirra og jafnvel þótt þeim verði á þau mistök að ausa inn í hann frekar en út úr honum. Ég er svolítið fúll út í þá sem eru búnir að gleyma því að Davíð leiddi þjóðina sem forsætisráðherra í þrettán góð ár í sögu hennar, á myndarlegan hátt og þannig að veg- ur hennar hefur aldrei verið meiri. Ég er líka svolítið fúll út í þá sem kenna honum öðrum mönnum frek- ar um þann vanda sem þjóðin öll, hver einasti maður, ber ábyrgð á og verður að axla til þess að við kom- umst á þurrt land áður en það fer að slá að okkur.“ Bjartsýnn í dag Hverjum er helst að kenna hvernig fór? „Íslenskt samfélag hampaði mönnunum sem ráku bankana og fyrirtækin og umbunuðu sjálfum sér meira en þekkst hafði í íslenskri sögu. Því tók íslenska þjóðin með brosi á vör. Þessir menn voru hetjur íslenska samfélagsins, fyrirmyndir þeirra sem voru að alast upp. Það sem er að gerast á Íslandi er ekki annað en það sem er að gerast um allan heim. Það má vel vera að eitt- hvað glæpsamlegt og refsivert hafi átt sér stað og þá kemur kerfið til með að taka á því. Ég vona að þetta hrun verði rannsakað mjög hratt vegna þess að það eru ýmsir menn, sem hafa setið undir ásökunum um að hafa brotið lög, sem ég er viss um að eru saklausir menn. Það er mik- ilvægt að nöfn þeirra verði hreins- uð.“ Ertu svartsýnn á framtíð þjóð- arinnar? „Nei. Ég fæddist 6. apríl 1949. Fram eftir táningsaldri var ég hálf- svangur öllum stundum, nema á jól- unum. Nú hefur þjóðin nóg að borða og þá er kreppan á vissan hátt hug- arástand frekar en eitthvað annað. Ástandið var miklu verra og við komumst út úr þessu. Kreppan verður skammvinn, slæm en ekki jafn slæm og svartsýnustu menn spá og við höfum allt sem til þarf til að komast út úr henni svo framarlega sem við hættum að eyða dýrmætri orku í væl. Við eigum frábært ungt fólk. Inni í þessari byggingu vinnur til dæmis ævintýralega gott fólk. Þú sérð hvergi í heiminum það sam- ansafn af hæfileikafólki sem er hér.“ Það hlýtur að vera gríðarlega erfiður rekstur hjá ykkur í Ís- lenskri erfðagreiningu eins og flestum stórfyrirtækjum. „Það er býsna erfitt hjá okkur í dag og hefur verið erfitt síðan bandaríski bankinn, Lehman Brot- hers, fór á hausinn. Þeir fóru út úr þessum heimi með mjög mikið rekstrarfé frá okkur og síðan höfum við verið að ausa með báðum hönd- um. Ég held að við komumst út úr þessu. Ég er bjartsýnn í dag og mér hefur ekki fundist þetta líta betur út síðastliðna sex til átta mánuði. Hlut- verk okkar er að halda áfram okkar vinnu þrátt fyrir erfitt umhverfi og ef eitthvað er að byggja upp meiri vinnu og laga okkar rekstur að að- stæðunum. Ég held að það sé að takast. Verkefni dagsins er að glæða þetta fyrirtæki nýju lífi. Það tekur meirihluta míns tíma og minnar at- hygli.“ Hrossin og kötturinn Sturla Ljósmyndir þínar eru úr ís- lenskri náttúru. Ræktarðu tengslin við náttúruna? „Ég á jörð fyrir austan fjall sem heitir Breiðholt og þar rækta ég hross. Ég keypti mér fyrsta hestinn eftir að ég las ævisögu Atla Húna- konungs. Þar sagði frá því að þegar Atli var fjörgamall maður féll hann af hesti sínum, hálsbrotnaði og dó. Ég hugsaði með sjálfum mér: Hel- víti er þetta góður dauðdagi! Ég á töluvert af hrossum og mér þykir vænt um þau. Fjölskyldan á líka köttinn Sturlu sem er urð- arköttur úr Hafnarfirði sem við fór- um með til Bandaríkjanna. Þegar við komum til baka var Sturla send- ur í Hrísey þar sem farið var verr með dýr en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Ég er viss um að fleiri alþjóðlegir sáttmálar hafa ver- ið brotnir þar en nokkurs staðar annars staðar á Íslandi. Kötturinn kom út úr þeim hremmingum með taugaáfall og síðan hefur hann verið með átröskun. Hann hefur étið al- veg linnulaust, var á stærð við sel á tímabili, og vekur heimilismeðlimi um miðjar nætur af því hann hrín af hungri. Ástæðan fyrir því að ég keypti jörðina fyrir austan og fór út í hrossarækt á rætur í löngun minni að taka þátt í því að búa til verðmæti úr þessu landi. Ég stefni að því að rækta korn, grænmeti og kartöflur, því þegar harðnar á dalnum verður maður að leggja eitthvað af mörkum til að gera þetta land sjálfbært. Ég sé fram á að eitt af störfum mínum þegar fram í sækir verði að vera bóndi fyrir austan fjall. Það er fínt að verða gamall bóndi.“ bóndi » Það er ekki orðum aukið að ég hafi ekki orðiðfyrir meira aðkasti fyrir neitt á minni ævi en vinskap minn við Davíð og aldrei meira en síðan árásir hófust á hann á liðnu hausti. Ég lít á Davíð sem vin minn og fyrir það greiðir maður rúllugjald eins og allt annað sem er einhvers virði í þessu lífi. Maður snýr ekki baki við vinum sínum þótt gefi á bátinn þeirra og jafnvel þótt þeim verði á þau mis- tök að ausa inn í hann frekar en út úr honum. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.